5.2.2009
Bankakreppan - hlutverk fjölmiðla
Eins og kom fram hér voru fulltrúar fjögurra breskra fjölmiðla spurðir spjörunum úr af rannsóknarnefnd breska þingsins daginn eftir að Tony Shearer tjáði sig um Kaupþing. Umfjöllunarefnið var hlutverk og ábyrgð fjölmiðla í bankakreppunni. Mættir voru fulltrúar frá Financial Times, Daily Mail, Guardian og BBC. Þetta er fróðleg umræða og húmorinn jafnvel aldrei langt undan, enda Bretar frægir fyrir skopskyn sitt.
Bankakreppan - hlutverk fjölmiðla - 1. hluti
Bankakreppan - hlutverk fjölmiðla - 2. hluti
Bankakreppan - hlutverk fjölmiðla - 3. hluti
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Jabb, Bretarnir eru ALLTAF skemmtilegir, það mega þeir eiga.
Og svona nefndir eiga að vera opnar almenningi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.2.2009 kl. 14:23
Nákvæmlega... Hvers vegna eru ekki svona opnar, þingskipaðar, nefndir hér ?
Ekki er hægt að bera því við að "það séu engin fordæmi fyrir slíku í öðrum löndum".
Hildur Helga Sigurðardóttir, 5.2.2009 kl. 17:01
Þetta er allt of skynsamlegt til að íslenskir þjóðníðingar láti það nokkru sinni viðgangast.
Helga Magnúsdóttir, 5.2.2009 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.