Farsi

Hann skipaði sjálfan sig bankastjóra nýja Landsbankans þar sem hann var stjórnarformaður fyrir. Engin auglýsing, ekkert ráðningarferli. Bara til bráðabirgða, var fyrirslátturinn. Svo er sagt að hann hafi farið í mánaðarlangt frí í miðri kreppu og björgunaraðgerðum. Ég neita að trúa því - enda hafði ég nú ekki séð fyrir mér framtíðarvinnubrögðin í þjóðfélaginu svona.

Ásmundur bankastjóri - Eyjan 5.2.09

Henrý Þór sér skoplegu hliðina á málinu eins og venjulega og kallar myndina Kleyfhugann. Hann sér fyrir sér langt, strangt og óvilhallt ráðningarferli þar sem einkavina- og sjálfsráðningar eru víðs fjarri. Miklu fleiri satírur Henrýs Þórs eru hér.

Kleyfhuginn - Henrý Þór Baldursson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þessum lúsablesum er ekkert heilagt í græðgi sinni

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.2.2009 kl. 01:12

2 identicon

Þegar hann var forseti ASÍ þá var birt í fréttum hvað hann hafði margföld laun lægstlaunaða fólksins í ASÍ. Ég man ekki tölurnar - en þær voru nægilega svakalegar til að vera umfjöllunarefni í nokkrar vikur. Muni ég þetta rétt þá fundust launin hans ekki á launataxta sem ASÍ og VSÍ gerðu með sér.

Helga (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 01:22

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ásmundur Stefánsson hefur lengi verið ofmetinn.  Hann notaði verkalýðshreyfinguna sem stökkpall fyrir sjálfan sig. 

Sigrún Jónsdóttir, 8.2.2009 kl. 01:24

4 identicon

D......... drulluhalar. Maður skammast sín fyrir þessa aumingja og þetta skulu vera Íslendingar. Fari þeir allir til Indlands og komi þaðan aldrei aftur.

 Kolbrún

kolbrún Bára (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 01:45

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er erfitt að sleppa spenanum, ef maður er kominn á hann.    Nú á greinilega að þurrmjólka, hann er einn af spillingarliðinu.  Það verður landhreinsun þegar hann verður rekinn, eða hættir vegna hávaða í fólki með eldhúsáhöld.    Burt með spillingarliðið.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.2.2009 kl. 01:45

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Málið er að Elín vill út.  Hún vildi aldrei taka við stöðunni og líður víst ekkert allt of vel í djobbinu.  Ég lái henni ekki fyrir það.  Það sem mér dettur líka í hug, er að menn eru ekkert vissir um að NBI lifi fram á haust.  Það er því betra að fá einhvern til bráðabirgða.

Ráðning Ásmundar er samt furðuleg ákvörðun, en líklega er hún neyðarlending.  Dettur ykkur einhver í hug, sem mundi vilja taka við djobbinu. Það eru ekki allir með jafnmikið sjálfstraust og fyrrverandi formaður skilanefndar Kaupþings, sem gerði sig að bankastjóra.

Annars veit ég um mann, sem væri vel hæfur til að taka við stöðunni.  Hann var vinsæll og farsæll bankastjóri á sínum tíma.  Þá á ég við Tryggva Pálsson sem nú er hjá Seðlabankanum.  Ég er viss um að hann væri til í að leysa Elínu af, þar til ljóst verður hvort taki því að auglýsa og ráða í stöðuna.

Marinó G. Njálsson, 8.2.2009 kl. 01:49

7 identicon

Mætum með búsáhöldin fyrir utan Landsbankann eftir að við hættum að tromma fyrir utan Seðlabankann - eða skiptum liði og mætum á báða staði.

Kolla (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 02:06

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

djöfuls ógeð 

Óskar Þorkelsson, 8.2.2009 kl. 02:11

9 identicon

Ásmundur er heiðursmaður og vel að því kominn að vera þarna til bráðabirgða. Eða viljið þið að bankinn sé stjóralaus í þessu óvissuástandi? Það er sama hvað verður gert, alltaf er fólk að mótmæla til þess að mótmæla, bara af því að þetta er fólk í stjórnunarstöðu.

Ari (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 02:41

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hef reyndar verið hissa á þeirri gafgnrýni sem komið hefur fram á þessa ráðningu. Hef alla tíð álitið Ásmund heiðarlegann og vandaðann mann.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.2.2009 kl. 03:37

11 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Er bara ekki alveg að ná þessu,  frekar en góðærinu á sínum tíma;   Menn eru að skipa sjálfa sig  og/eða að neita að hverfa úr embætturm- út og suður, ef þeim sýnist svo.    Á ímyndað vald að vera þeim svona fast í hendi ?

Hvar eru grundvallarreglur lýðræðisins ?

Núverandi ríkistjórn er ekki "umboðslaus".   Hún komst heldur ekki "til valda í skjóli ofbeldis".   Sú fráfarandi reyndi hins vegar að sitja löngu eftir að henni var sætt, en varð frá að hverfa af eðlilegum orsökum.   Hún sprakk og var ekki starfhæf lengur.  Annað eins hefur gerst og hefur ekkert með "valdarán" að gera.

Minnihlutastjórn með stuðningi annarra flokka er vel þekkt fyrirbæri á hinum Norðurlöndunum á okkar tímum.

Nú á að hunsa tilskipanir forsætisráðherra landsins.   Við hvað jaðrar slíkt ? 

Heimsbyggðin fylgist með í forundran, eftir allt sem á undan er gengið hér.

Hvernig á fólkið í landinu að bregðast við þessu ?

Halda áfram að mótmæla og átta sig á því hve hættulegt ástand er komið upp, þegar stjórnaranstaðan er farin að halda því fram fullum fetum að núverandi ríkisstjórn sitji í órétti.

Þökkum máttarvöldunum -hver sem þau nú kunna að vera- fyrir að hér skuli ekki vera her.   Miðað við það í hvert allt stefnir -og heift stjórnarandstöðunnar yfir valdamissinum- myndi sá vera settur í að taka völdin í landinu núna. 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 07:09

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ásmundur kominn langt frá öllu sem siðferði getur heitð.

Burt með hann.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.2.2009 kl. 09:22

13 identicon

Hvernig ætli sé að lifa í svona ofsóknaræði. Ég er allavega feginn að ég sjái ekki dauðann og djöfulinn í hverju horni.

Þetta er málið:

Bankarnir eru ekki klárir í sinni endanlegu mynd. Trúlega verða miklar breytingar á bankaheiminum áður en atvinnulífið fer að rúlla aftur. Þá er það næsta spurning. Afhverju að vera að ráða annan bankastjóra tímabundið fyrst þessi sem ráðinn var vill ekki sitja lengur? Skynsamlegasti hluturinn í stöðunni er að Bankaráðið fari með þessa framkvæmdastjórn. Þeir eru komnir inní hlutina öll vandamálin auk þess sem Ásmundur hefur áratuga reynslu í krísustjórnun og það er ekki til betri maður til að klára þetta fyrir Landsbankann - fram á haustið. Það myndi kosta tafir að fá annan mann í brúnna tímabundið.

Það er ekki allt rotið og spillt. Hlutirnir geta átt sínar eðlilegu skýringar. Mér fannst þetta eðlilegasti hluturinn í stöðunni.

Grétar (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 09:41

14 identicon

Sammála Grétari hér að ofan. Hef einnig heyrt af því að hugsanlega verði einhverjir bankar sameinaðir og það er þá afskaplega undarlegt að ráða mann í stöðu í gegnum allt ferlið og svo verður staðan bara lögð niður nokkrum vikum seinna.

Við skulum ekki missa okkur í hysteríunni.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 11:57

15 Smámynd: corvus corax

Grétar hér fyrir ofan telur að ekki sé allt rotið og spillt og þar er ég fyllilega sammála honum. En það er vissulega rotið og spillt þegar formaður bankaráðs skipar sjálfan sig bankastjóra hvort sem um nokkurra daga eða mánaða starf er að ræða. Og svo tekur steininn úr þegar hann fer í mánaðarfrí einmitt þegar mest þarf á að halda. Sumir segja að það finnist enginn hæfur til að taka við bankastjórastöðunni. Hvílík firra! Það eru fleiri hundruð ef ekki þúsund manns á Íslandi sem gætu valdið þessari stöðu. Og ef um allt þrýtur skal ég taka djobbið fyrir lágmarkslaun og ég skal meira að segja mæta í vinnuna á hverjum degi og nota strætó eða gamla bílinn minn ef hann fer í gang í kuldatíðinni.

corvus corax, 8.2.2009 kl. 12:04

16 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er einsog þessi þjóð lifi alltaf á undantekningartímum. Bráðabirgðaþjóðfélagið okkar sem alltaf er í mótun. Hefur ekki tíma til að mynda hefðir sem standast til frambúðar. Reddingar til hægri og vinstri eru okkar stjórnunarstíll og stjórnendur "til margra ára" eru svo samdauna þessu að þeir upplifa sig ekki sem spillta. Þó Davíð hafi verið skipaður seðlabankastjóri til lífstíðar af formlega réttum forsætisráðherra dylst engum að hann skipaði sig sjálfan í þessa stöðu í raun og hannaði sín launa og eftirlaunakjör fyrst áður en hann fór úr embætti forsætisráðherra og síðan aftur þegar í seðlabankann var komið. Ásmundur kemst ekki með tærnar þar sem "fyrirmyndin" hefur hælana.Samt ekki gott.

Gísli Ingvarsson, 8.2.2009 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband