8.2.2009
Undanfari Silfurs - upprifjun
Á meðan ég er að klippa, vista og hlaða upp Silfri dagsins - sem er óheyrilega tímafrek og seinleg vinna - langar mig að minna á nokkur atriði sem komið hafa fram í Silfrinu áður og tengjast þættinum í dag.
Fyrst er að nefna þetta viðtal Egils við Jón Ásgeir Jóhannesson. Mér er í fersku minni lætin sem urðu vegna þess. Agli var úthúðað fyrir yfirgang, frekju, dylgjur, róg og fleira miður skemmtilegt og margir dáðust að Jóni Ásgeiri fyrir hvað hann var rólegur og kúl. Mikið vatn hefur til sjávar runnið og heilmargt verið upplýst síðan þetta var - 12. október sl. - eða rétt eftir hrunið. Ég er sannfærð um að margir sem áfelldust Egil þá og/eða hrifust af framgöngu Jóns Ásgeirs hafi skipt um skoðun. Ég hafði um þetta nokkur orð á sínum tíma hér.
Jón Ásgeir Jóhannesson í Silfri Egils 12. október 2008
Svo eru það viðtöl Egils við Ragnar Önundarson. Fyrr viðtalið við Ragnar er frá 6. apríl 2008 - fyrir hrun. Seinna viðtalið er úr sama þætti og viðtalið við Jón Ásgeir, eða 12. október - eftir hrun. Greinar Ragnars eru hér - vonandi hef ég ekki misst af neinni.
Ragnar Önundarson í Silfri Egils 6. apríl 2008
Ragnar Önundarson í Silfri Egils 12. október 2008
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:15 | Facebook
Athugasemdir
Sá viðtal Egils við JÁJ og er enn þeirrar skoðunar að þar hafi Egill farið offari. Hann veitti JÁJ ekki tækifæri til svara nema að litlu leiti. EH gat ekki hamið reiði sína og sýndi þar með óþroskaða hegðun í fjölmiðli og ég tel að EH hafi haft í frammi fullyrðingar sem tæplega var vissa fyrir. JÁJ fékk ekki tækifæri til svara og það skiptir ekki máli hver maðurinn er, það eiga allir rétt á að svara fyrir sig í þætti sem þessum.
Ég er ekki að halda með einum eða neinum, heldur að tala um grundvallar siðareglur, sem að mínu mati á að halda í mannlegum samskiptum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.2.2009 kl. 15:19
Hólmfríður.
Hefur það farið fram hjá þér að JÁJ á eigið fjölmiðlafyrirtæki sem hefur verið óþreytandi að birta upplýsingar og svör JÁJ jafnvel áður en spurningarnar birtast annars staðar?
Mér fannst Egill frekar halda aftur af sér miðað við tilefnið þegar Jón Ásgeir mætti. Ég hefði allavegana ekki getað sýnt þessa stillingu.
Hefðin í öðrum umræðuþáttum á Íslandi hefur hins vegar verið sú að viðmælandinn tekur oft í tíðum stjórnina á þættinum og svarar hreinlega ekki spurningum spyrils.
Þetta hefur breyst til batnaðar.
TH (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 15:28
Sammála þér Hólmfríður. Egill klúðraði þarna fróðlegu fréttaefni.
hilmar jónsson, 8.2.2009 kl. 15:32
Við græddum lítið á viðtali Egils við Jón Ásgeir á sínum tíma, hvað svo sem hefur gerst síðan.
Annars fannst mér þetta "jálka" tal alveg út í hött. Stóru málin fyrir okkur er hvernig nýju bankarnir og aðrar innlendar fjármálastofnanir ætla að fara í niðurfærslu skulda. Nýja Kaupþing ætlar 954 milljarða í það hér á landi. Hvernig á að skipta kökunni? Hverjir eiga að skipta kökunni? Verður þetta enn ein tilraun til að hygla þröngum hópi eða mun almenningur njóta þess. 954 milljarðar eru nóg til að afskrifa allar hækkanir á íbúðarlánum viðskiptavina Kaupþings vegna gengis- og verðbreytinga frá því í júlí 2007 og samt verða líklegast 850 milljarðar eftir í aðrar afskriftir.
Marinó G. Njálsson, 8.2.2009 kl. 15:34
linkurinn á skrif þín um málið vísar bara á Ragnar Önundarson.
takk fyrir að birta Silfrið hér. RÚV er í einhverri sultu í augnablikinu og ekki hægt að horfa á það þar.
Brjánn Guðjónsson, 8.2.2009 kl. 15:57
ó, svo þetta eru bara gamlar klippur
Brjánn Guðjónsson, 8.2.2009 kl. 15:58
Bara að við hefðum Ragnar Önundarson í fjármálaeftirlitinu. Líklegast hefði hann verið rakinn fyrir úrtölur eða eftirlitinu lokað eins og gerðist með þjóðhagstofnun.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.2.2009 kl. 16:42
Takk fyrir þetta. Egill kanski æsti sig um of en það hafa þeir einnig gert í kastljósi. Þegar dagskrágerðamaðurinn sagði "ég heimta svar og það strax" Og hvað hafa reyðir menn verið að hrópa niðrá Austurvelli og fyrir útan þjóðleiksh. Sem bar loksins árangur.
Fjárglæframenn eru búnir að draga þjóðina ofan í svaðið. Vegna græðgi eigihagsmuna. Og þeim er alveg nákvæmlega sama. þeir irðast einskins þeir hafa enga samvíksu og sjá ekki eftir neinu.
Pólitískaspilling eins og hun geris best. Þannig lýsir hun sér.
Anna , 8.2.2009 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.