12.2.2009
Ísland peningaþvottastöð Rússa?
Viðtal Jeffs Randall við Boris Berezovsky á Sky fréttastöðinni í kvöld var athyglisvert. Þar staðfestir auðjöfurinn og útlaginn Berezovsky þann þráláta orðróm að illa fengið fé frá Rússneskum ólígörkum hafi farið í gegnum Ísland í fjárbað áður en fjárfest var með því m.a. í Bretlandi. Þetta mun hafa verið "opinbert leyndarmál" í fjármálaheiminum víða í Evrópu árum saman. Ekki lagast orðspor Íslendinga.
Nú verða íslensk yfirvöld að bretta upp ermar, fjölga verulega í efnahagsbrotadeildinni og hvar sem þarf annars staðar og rannsaka málið ofan í kjölinn. Það getur ekki verið að þetta verði liðið. Og hvað gera íslenskir fjölmiðlar í málinu? Er einhver alvöru rannsóknarblaða/fréttamennska í gangi? Við bíðum spennt...
Hér er viðtalið við Berezovsky á Sky
Og umfjöllun Eyjunnar áðan
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:11 | Facebook
Athugasemdir
Lára þakka þér fyrir þessa færslu..
Ég tel þetta útskýra ágætlega andstöðu sjálfstektarinnar við ESB...
Óskar Þorkelsson, 12.2.2009 kl. 21:08
Maður er bara steinhættur að verða hissa.
Helga Magnúsdóttir, 12.2.2009 kl. 21:24
Alltaf með yndislegasta bloggið...
gæti samt gubbað stundum...
ætli þetta tengist þaulsetunni í SÍ
Tryggvi (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 21:26
Heldur þá einhver að stórveldi Björgólfsfeðga byggist kannski ekki einvörðungu á bjórsölu? Ekki trúi ég því að þeir nenni að reka þvottahús!
Árni Gunnarsson, 12.2.2009 kl. 21:41
gamlar fréttir fyrir mér. vissu ekki allir að sumir kaupendur ríkisbankanna í den hefðu vasa fulla af rússagulli?
tal um það hefur farið hátt í mörg ár. fyrir mér var alveg ljóst að rússneska mafían væri að fjarmagna helling hér.
Brjánn Guðjónsson, 12.2.2009 kl. 22:51
Rússar töpuðu stórfé í bankahruninu hér.
Þeir voru með mörg skúffufyrirtæki á Íslandi. Það var mikið fjallað um þetta og bjórfeðganna í útvarpinu í haust.
Heidi Strand, 12.2.2009 kl. 23:09
Já en það hefur ekki verið talað um þetta opinberlega....þöggun
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.2.2009 kl. 23:22
Já.....þessum manni verður boðið í te bráðlega
Sigrún Jónsdóttir, 12.2.2009 kl. 23:49
This is a story of how a nation has unleashed the entrepreneurial power of its people by
liberalizing the economy and enhancing market access. It is also a story about how a small nation may punch well above its weight in the global economy if the context is right, the people are well educated, the culture is supportive and, last but not least, if the leaders cause no hindrances.
Úr skýrslu Viðskiptaráðs 2007
Rómverji (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 00:04
Lára Hanna: "Nú verða íslensk yfirvöld að bretta upp ermar, fjölga verulega í efnahagsbrotadeildinni og hvar sem þarf annars staðar og rannsaka málið ofan í kjölinn. Það getur ekki verið að þetta verði liðið." (Leturbr. mínar). Hafi það sem Berezovsky fullyrðir að hafi gerst raunverulega gerst þá gerðist það vafalítið vegna þess að íslenskir embættismenn annaðhvort sváfu á verðinum eða ákváðu að horfa með blinda auganu vegna þess að það er rangt hjá Berezovsky að Ísland sé hentugt land fyrir peningaþvott af því reglur hér séu aðrar en í ESB. Reglurnar í ESB gilda á innri markaði ESB og þar með á Íslandi. Þannig að hafi þetta gerst sem hann fullyrðir þá virðist það hafa gerst vegna þess að eftirlitskerfið á Íslandi brást. Hver ber ábyrgð á því? Ef þau stjórnvöld sem annaðhvort með sofandahætti eða því að horfa með blinda auganu komast aftur að völdum hér þá er ég hrædd um að þetta verði áfram liðið.
Ég vil sjá þetta peningaþvottamál í samhengi við stórundarlega játningu fyrrum forsætisráðherra Íslands í þætti BBC þar sem hann sagðist ekki hafa haft samband við Brown vegna þess að bresk stjórnvöld beittu og beita hryðjuverkalögum gegn Landsbankanum. Hvernig má það vera að forsætisráðherrann sá ekki ástæðu til þess í fjóra mánuði að tala við mann sem beitir banka í landi hans hryðjuverkalögum? Hvað veit fyrrum forsætisráðherra Íslands um aðgerðir breskra stjórnvalda sem allur almenningur á Íslandi veit ekki? Hvað veit Brown um meintan eða sannaðan peningaþvott á Íslandi sem gerður er til að kaupa fyrirtæki m.a. í Bretlandi, eins og Berezovsky sagði. Hvers vegna var og er breska sendiherranum á Íslandi ekki vísað úr landi? Hvers vegna hefur núverandi stjórnvöld ekki boðað komu sína á fund Brown til að krefjast þess að þau hætti að beita Landsbankann hryðjuverkalögum? Hvað vissi fyrrum ríkisstjórn og hvað veit núverandi ríkisstjórn um Landsbankann, Rússa og peningaþvott sem kemur í veg fyrir að Brown sé látinn sitaja fyrir svörum um af hverju hann setti hryðjuverkalög á íslenskan banka?
Helga (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 00:08
Fullyrðing Berezovskys er ónákæm að því leyti að á Íslandi gilda allar sömu almennu reglur um fjármagnsflutninga og á EES-svæðinu.
Hins vegar stenst fullyrðing Berezovskys fullkomlega þrátt fyrir ónákvæmnina. Ísland var vel fallið til peningaþvættis. Á Íslandi vantaði - og vantar - nefnilega allt regluverk til viðbótar EES-reglum. Viðbótarregluverk sem aðrar þjóðir hafa sett sér. Hér var allt að óskum Viðskiptaráðs.
"Nei, það er ekki hér. Nei, svoleiðis löggjöf er ekki hér á landi. Nei, stjórnvöld á Íslandi hafa ekki sett slík lög eins og stjórnvöld annarra ríkja."
Þetta var viðkvæði fyrrum ríkisskattsstjóra, Indriða H. Þorlákssonar, í hvert sinn sem Egill Helgason spurði hann nýverið út í lagaramma um starfsemi fjármálafyrirtækja.
Sjáið viðtal Egils við Indriða á bloggi Láru Hönnu:
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/744451/
Rómverji (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 00:15
Nákvæmlega, rétt
Rómverji 13.2.2009 kl. 00:15"Á Íslandi vantaði - og vantar - nefnilega allt regluverk til viðbótar EES-reglum. Viðbótarregluverk sem aðrar þjóðir hafa sett sér. Hér var allt að óskum Viðskiptaráðs"
Afhverju er aldrei talað um þetta þegar Sjallarnir og vísa til lélegs regluverks í EES og ESB löndunum
ag (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 01:49
Skítlegt eðli Jóns Ásgeirs o. co. afhjúpað.
Jóhann Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.