14.2.2009
Blaðamannaverðlaunin 2008
Mikið svakalega fylgist ég illa með! Hef ekki séð eða heyrt nema smábrot af þessu. Enda DV ekki selt hjá kaupmanninum á horninu mínu - að frumkvæði DV, ekki kaupmannsins. Og ég kaupi aldrei nein tímarit - nema Söguna alla.
En sú umfjöllun sem ég þekki af þessu sem hér er talið - Sigrún Davíðs, Þóra Kristín og RAX og Önundur Páll - eru vel að tilnefningunum komin. Ég bara get ekki tjáð mig um hina því ég þekki það ekki. En samt... mér finnst eitthvað vanta í þetta... En ykkur?
Dómnefnd Blaðamannaverðlaunanna hefur komið sér saman um þrjár tilnefningar í hverjum af hinum þremur flokkum verðlaunanna. Á laugardaginn eftir viku, þann 21. febrúar verður síðan tilkynnt um hverjir verðlaunahafarnir eru í hinum einstöku flokkum, en einn hinna tilnefndu í hverjum flokki fær verðlaunin.
Tilnefningar dómnefndar eru þessar:
Blaðamannaverðlaun ársins 2008
Jóhann Hauksson, DV, fyrir fréttaskrif og umfjöllun um mikilvæg þjóðfélagsmál sem báru vitni um mikil tengsl, reynslu og skilning, og voru iðulega fyrstu fréttum af málum. Dæmi um slíkt voru skrif Jóhanns um samkomulag íslenskra stjórnvalda og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Sigrún Davíðsdóttir, RÚV -Spegillinn, fyrir pistla þar sem nýjum hliðum á fjölmörgum málum - m.a. í tengslum við bankahrunið og áhrif þess erlendis - var velt upp og þau sett í nýtt og upplýsandi samhengi.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, mbl.is, fyrir vandaðar fréttir á mbl.is þar sem hún nálgaðist frumlega málefni líðandi stundar og netmiðillinn var nýttur með nýjum hætti í íslenskri fjölmiðlun.
Rannsóknarblaðamennska ársins 2008
Atli Már Gylfason og Trausti Hafsteinsson, DV, fyrir ítarlega og afhjúpandi umfjöllun um kynþáttafordóma meðal ungs fólks á Suðurnesjum og margvísleg áhrif þeirra.
Brynjólfur Þór Guðmundsson og Erla Hlynsdóttir, DV, fyrir ítarleg og samfelld skrif og greiningu á eftirlaunum ráðamanna og áhrifum eftirlaunafrumvarpsins.
Sigurjón M. Egilsson, Mannlíf og Bylgjan, fyrir vandaðar og ítarlegar greinar um íslenskt efnahagsástand í Mannlífi, þar sem mál voru krufin með ítarlegri hætti en títt er í íslenskum fjölmiðlum. Samhliða stýrði Sigurjón útvarsþætti á Bylgjunni, þar sem íslensk þjóðmál voru í brennidepli.
Besta umfjöllun ársins 2008
Baldur Arnarson, Morgunblaðið, fyrir greinaflokkinn Ný staða í norðri, þar sem farið var yfir þær náttúrufarslegu, efnahagslegu, félagslegu og pólitísku breytingar, sem hlýnun andrúmslofts og breytt staða á norðurslóðum hefur í för með sér.
Brjánn Jónasson, Fréttablaðið, fyrir upplýsandi og vel fram sett skrif um framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem fjallað var um málið og aðdraganda þess.
Ragnar Axelsson og Önundur Páll Ragnarsson, Morgunblaðið, fyrir umfjöllun um virkjunarkosti á Íslandi. Þar voru dregnir fram með öflugri samvinnu texta og mynda kostir og gallar hvers virkjunarkosts um sig og málið sett í skipulagt samhengi.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Fjölmiðlar | Facebook
Athugasemdir
Lára Hanna Einarsdóttir, Moggabloggi, fyrir frábæra elju & vinnusemi við það að greina kjarnann frá hizminu & skýra það út fyrir okkur einfalda fólkinu á einfaldann hátt í vel unnum myndbandsskeiðum.
Steingrímur Helgason, 14.2.2009 kl. 02:32
Dómnefnd blaðamannanefndar, hverjir eru það? Er það Blaðamannafélagið eller hur? Ef þetta er einhver stofnun þá er hún steingeld.
Egil Helgason, Lára Hanna, Baldur MqQueen, dagblaðið NEI o.fl., o.fl.--- koma strax í hugann.
Margrét Sigurðardóttir, 14.2.2009 kl. 02:43
Það er alveg óþarfi að afskrifa DV. Nú er að leita uppi þær umfjallanir sem þið þekkið ekki. Hefði reyndar verið betra að gefa aðgang að þeim...
Græna loppan (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 10:10
Ég spyr nú eins og Margrét: Hverjir sitja í þessari dómnefnd? Eru það fagmenn? Einn fulltrúi frá hverju riti/fjölmiðli? Maður þarf kannski að fara að kaupa DV?
Sigríður Jósefsdóttir, 14.2.2009 kl. 10:32
Ég var nú reyndar ekki með bloggið í huga, enda á það kannski ekki heima þarna. Ætli það þurfi ekki að stofna eitthvað sérstakt utan um það ef ætti að verðlauna bloggara. Bloggið á a.m.k. varla heima í verðlaunum Blaðamannafélags Íslands... en hver veit nema félagið stofni sérstakan bloggflokk.
Spurning hins vegar hvort netfjölmiðlar á borð við Smugu, Eyju, Nei. og kannski fleiri ættu að fá sérstakan tilnefningarflokk. Bara pæling.
Það sem ég hafði í huga og fannst vanta voru fréttastofur sjónvarps- og útvarpsstöðvanna og þættir þeim tengdir þótt þarna sé minn uppáhalds fréttaskýringaþáttur, Spegillinn, jú vissulega tilnefndur - og það mjög verðskuldað. En dómnefnd hefur ekki fundið fleira til að útnefna þar, enda sjálfsagt úr vöndu að velja. Ef ég man rétt fékk Kristján Már Unnarsson, fréttastofu Stöðvar 2, verðlaun í fyrra fyrir syrpu um landsbyggðina. Kannski er líka flokkunin hjá BÍ orðin úrelt og gamaldags.
En svo er auðvitað líka spurning hvort tilnefning Þóru Kristínar dekki þetta ekki bara. Hún á enda mikið hrós skilið fyrir vinnu sína við Mbl-Sjónvarp - sem og hennar samstarfsfólk, tökumenn og klipparar.
Kannski á maður svosem ekkert að hafa skoðun á þessu, enda innanbúðarmál hjá fagfélagi blaða- og fréttamanna.
Lára Hanna Einarsdóttir, 14.2.2009 kl. 10:33
Egil vantar. Hvað er að? Af hverju er hann ekki tilnefndur? Hann og Þóra Kristín hafa að öðrum ólöstuðum staðið vaktina þannig að eftir er tekið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.2.2009 kl. 10:51
Í 18 ár voru sjónvarpsfréttir og Kastljós helstu áróðurspóstar stjórnvalda. Kastljósþátturinn brást t.d. gjörsamlega í Kárahnjúkahneykslinu. Þegar til viðbótar Mogginn hrökk reglulega í flokksgír sem og Fréttablaðið og "allir" hötuðu DV var þjóðin skák og mát. Hún fékk ekkert að vita sem var einhverjum óþægilegt.
Fréttastofa Rásar 1 og Rásar 2 virtist vera sú eina sem mundi eftir hlutverki sínu, þ.e. mótvægið við stjórnvald og upplýsingaskyldu við fólkið í landinu.
Það verður þó að segjast að fréttastofa sjónvarps hefur vaknað af værum svefni sem og Kastljós og er það vel en það var ekki fyrr en hrykkti í stoðum flokks- og stjórnvalds.
Fréttaskot Þóru Kristínar á Sjónvarp mbl.is eru kærkomin nýjung sem hefur bætt alla umfjöllun á fjölmiðlum almennt og fært hana út meðal fólks og um leið einokar þekkt fólk ekki lengur allar fréttir. Fréttaskotin tilheyra þó netheimum og ná þar með ekki til þeirra sem eru utan þeirra, því miður.
Græna loppan (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 10:58
Egill er með sjónvarpsþátt (-þætti). Hefur hann ekki fengið verðlaun sem slíkur?
Græna loppan (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 11:16
Auðvitað má deila um hverja tilnefningu fyrir sig. Það sem slær mig er hinsvegar æpandi fjarvera RÚV á þessum lista. Ný sameinuð (og að eigin sögn miklu betri) fréttastofa RÚV hlýtur ekki eina einustu tilnefningu. Lausapenni í Speglinum (sem yfirmenn RÚV neyddust í síðustu viku til að hætta að reyna að fela á eftir hinni handónýtu Auðlind) hlýtur einu tilnefningu RÚV.
Dufþakur (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 11:59
Mér finnst vanta á þennan lista tvo aðila sem að mínu mati hafi haft afgerandi áhrif á upplýsta umræðu um efnahagshrunið undanfarna mánuði. Annar vegar Egil Helgason og Silfur hanssem hefur leitt fram á sjónarsviðið viðmælendur og sjónarmið sem ella hefðu ekki heyrst og hefur átt stóran þátt í að gera þessar aðstæður almenningi skiljanlegar. Hins vegar er umsjónarmaður þessarar síðu; Lára Hanna, sem hefur unnið þvílíkt þrekvirki í að halda til haga allrahanda upplýsingum og setja þær í samhengi, að það er eiginlega óskiljanlegt hvernig slíkt getur verið á færi ennar manneskju. Mér finnst að Blaðamannafélagið hefði átt að sjá sóma sinn í að viðurkenna þetta framtak, með hliðsjón af mikilvægi upplýsingagjafar til almennings, því þar með hefðu þeir viðurkennt að fjölmiðlun er ekki einskorðuð við félagsmenn í Blaðamannafélaginu hedur er að stórum hluta að færast yfir á netið.
Ólafur (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 14:03
G Pétur fréttamaður ársins. Geir Haarde fréttamatur ársins.
Jón Halldór Guðmundsson, 14.2.2009 kl. 14:05
Það er eitt, sem segir mér að þessi nefnd hafi "vit í kollinum" ef það má orða það svo.
Agnes Bragadóttir er EKKI tilnefnd! Eitthvað sem er svooooooo verðskuldað.
Blaðamaður sem skrifar eftir pöntun einstakra manna er "drasl" og Mogganum ekki sæmandi.
ÞA (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 05:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.