27.2.2009
Símtal Árna og Darling
Hér er umfjöllun Kastljóss frá 23. október 2008 um símtal Árna Mathiesen og Alistairs Darling.
RÚV fjallaði um málið í seinni fréttum sama kvöld.
Björgvin G. Sigurðsson var spurður um fund sinn með Darling í Kastljósi daginn eftir, 24. október.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Íslensku ráðherradrengirnir voru ekki ráðnir til verka á faglegum forsendum. Þeir eru ekki góðir í samningatækni, ekki í ensku, bara góðir í íslensku blaðurkjaftæði. Svona verður þetta með flokksræðinu.
Báðir eru þetta pabbadrengir, Björgvin og Árni, sem komust í æðstu embætti, ekki fyrir eigin verðleika nei, fyrir hagsmuni og flokkadrætti. Viljum við áfram svona stjórnvöld yfir okkur? Er ekki nóg komið?Rósa (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 15:20
Er það vankunnátta Björgvins á fundi með stjórnarformanni FME, sem var Jón Sigurðsson krati, sem gerði þetta klandur? Eða var þetta vonlaust allan tímann?
Siggi (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 15:22
Kærar þakkir fyrir þessa færslu. Synd samt að þú tengdir ekki kastljósbrotin saman af þinni "wit and wisdom".
Icesave mállð er kannski sá þáttur hrunsins sem við almenningur gætum lært hvað mest af og umfjöllum fjölmiðla á hinum ýmsu þáttum þess máls og viðbrögð þjóðarinnar og erlendra fjölmiðla eru hluti af því sem við þurfum að átta okkur á.
Ég hef aldrei verið flokksbundin og reyni eftir bestu getu að mynda mér sjálfstæða skoðun á samfélagsmálum. Þess vegna hafa fjölmiðlarnir lykilhlutverk í afstöðu minni til samfélagsmála. Í sambandi við Icesave hafa fjölmiðlar okkar brugðist mínum væntingum og það mjög alvarlega.
Ég hef t.d. hvergi séð fjallað málefnalega um mismun á frásögn Árna Matthíasarsonar af símtalinu fræga við fjármálaráðherra Breta og þýðingunni á símtalinu sem birt var í íslenskum fjölmiðlum. Ég hef líka hvergi fundið neitt um efnislegt innihald bréfsins frá Viðskiptamálaráðuneytinu sem Árni margvísar í símtalinu við Mr Darling.Ég hef ekki einu sinni rekist á neitt í íslenskum fjölmiðlum sem gæti hjálpað mér til að mynda mér skoðun á hversvegna Árni bara endurtók að þetta stæði bara allt í bréfinu frá Viðskiptamálaráðuneytinu.Hann var samt greinilega ekki í meiri tengslum við viðskiptamálaráðuneytið en svo að hann virtist ekki hafa hugmynd um hvað Viðskiptamálaráðherranna kynni að hafa sagt á fundinum í London. Ég hef líka bara séð þýðinguna á samtali fjármálaráðherrana og með fullri virðingu fyrir hæfni þýðendans er hugsanlegt að samtalið hafi ekki komist fullkomlega til skila í rituðu máli.Mér finnst fjölmiðlarnir í rauninni hafa með meðferð sinni á þessu flókna og viðkvæma máli blásið á eld tilfinningalegra viðbragða enda hafa þeir ekki gert neina alvarlega tilraun til að útskýra fyrir okkur hver lögfræðileg staða okkar kynni að vera í sambandi við Icesave reikningana.Eina vikuna átti að fara í málaferli en svo virtist hugmyndin gufa upp án nokkurra skýinga. Þeir hafa að ekki einu sinni haft fyrir því að útskýra fyrir okkur hvað "hryðjuverkalögin" áttu að "dekka". .Engin hefur spurt hvað átt sé við með "Vonandi duga eignir.... langleiðina í að... " "Við væntum þess að ..." osfrv. "Margir segja að ...." "Hvað segir þú við því sem margir hafa haldið fram?" virðist vera hátindar íslenskrar fréttaskýrenda.
Ég gæti haldið lengi áfram en það þjónar trúlega engum tilgang enda var erindið að þakka þér fyrir færsluna.
Agla (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 19:33
Rósa kom með athyglisverða athugasemd:Hún taldi að fyrrverandi fjármála og viðskiptamálaráðherra hefðu ekki komist til valda á " faglegum forsendum".Sorglegt ef satt en báðir fengu þeir embætti sín samkvæmt þeim reglum sem gilda í landinu.
Agla (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 20:13
Takk fyrir þetta Lára Hanna. Mikil snilld að venju :-)
Agla, ég veit ekki hvort ég hafi skilið þig rétt - en skil þig þannig að þú hafir ekki séð hvað stendur í bréfi viðskiptaráðuneytis til breskra stjórnvalda?
Bréfið var birt á sínum tíma, þó því hafi e.t.v. ekki verið haldið mikið á lofti (sjá bréf í heild sinni hér - og pdf skjal í athugsemdum).
baldur mcqueen (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 20:16
Kærar þakkir Baldur.
Þú hefur rétt fyrir þér: Ég hef ekki séð þetta marg umtalaða bréf. Er ég í miklum minnihluta? Hver birti það á sínum tíma? Hvers vegna var því ekki haldið mikið á lofti?
Agla (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 20:51
Sæl Agla
Nei, þú ert líklega ekki í minnihluta. Ég man að minnst kosti mér þótti undarlegt hvað þetta var lítið í umræðunni á sínum tíma.
Man reyndar ekki hverjir birtu skjalið og hverjir ekki, en líklega "download-aði" ég því úr þessari færslu hjá Agli Helgasyni.
baldur mcqueen (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 22:38
Fréttatilkynning:
Mætum öll!
Tökum með okkur potta, pönnur, slagverk og þeytilúðra!
Byltingin er bara rétt að byrja !
Gangan fer af stað frá Hlemmi klukkan 14:00
Baldvin Jónsson, 27.2.2009 kl. 22:47
Kannski að maður fái sér göngutúr niður Laugaveginn á morgun. Vonandi verður góð mæting.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.2.2009 kl. 01:17
Agla góðar athugasemdir frá þér hérna
Hverjir voru eða eru á móti því að kæra ICESAVE -málið?
Ef kæra vegna ICESAVE / hryðjuverkalaganna- hefði verið lögð inn gegn bretum, hvaða gögn hefðu komið upp á borðið frá bretum?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.