7.3.2009
Tónleikar sem enginn má missa af
Ég hef bara tvisvar farið á tónleika hjá honum þótt hann hafi alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Samt hefur hann haldið tónleika á hverju hausti í guðmávitahvaðmörgár. Ég hef kynnst honum undanfarna mánuði á baráttunni fyrir betri heimi og betra Íslandi og gegnumheilli og óeigingjarnari hugsjónamaður held ég sé varla til.
Hann kallar sig söngvaskáld - sem mér finnst svo fallegt orð - og hann heitir Hörður Torfason. Mánuðum saman hefur hann hjálpað okkur hinum. Hjálpað okkur til að öðlast sameiginlega rödd í hremmingunum sem hafa skekið þjóðfélagið okkar. Hann hefur staðið fyrir hverjum fundinum á fætur öðrum á Austurvelli í hvað... 22 vikur. Það eru rúmir 5 mánuðir. Og við höfum náð undraverðum árangri vegna þess að sameinuð stöndum við, sundruð föllum við. Svo einfalt er það.
Allan þennan tíma hefur Hörður verið launalaus og helgað sig baráttunni. Nú er komið að okkur að sýna þakklæti okkar, virðingu og vináttu og mæta á tónleika sem Hörður ætlar að halda næsta þriðjudagskvöld, 10. mars, í Borgarleikhúsinu. Ég er búin að kaupa mína miða og vonast til að sjá sem flesta á þriðjudagskvöldið.
Slóðin er: www.midi.is og síminn í Borgarleikhúsinu er 568 8000. Öll saman nú - sjáumst!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Tónlist | Breytt s.d. kl. 11:55 | Facebook
Athugasemdir
Hörður Torfason er frábær listamaður, ég hef aldrei farið á tónleika hjá honum og verð ég að vinna næstkomandi þriðjudagskvöld eins og venjulega. Hann á heiður skilinn fyrir alla vinnuna sem hann lagði í mótmælafundina.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.3.2009 kl. 01:20
Slæmt að þú skulir ekki geta komið, Jóna Kolbrún - en ekki tala í þátíð. Hann er ennþá að leggja mikla vinnu i mótmælafundina. Baráttunni er alls ekki lokið!
Lára Hanna Einarsdóttir, 7.3.2009 kl. 01:23
Heil og sæl; Lára Hanna, sem og þið önnur, hver til hennar síðu, inn ganga !
Aldrei; hefi ég, dregið tónlistar hæfileika Harðar Torfasonar, í hinn minnsta efa. Heldur; þvert á móti, talið hann, meðal hinna fremri.
Aftur á móti; þykir mér miður, hversu hann - sem þú; Lára Hanna, og mörg ykkar annarra, hafið látið deigan síga, í sjálfsögðum áframhaldandi mótmæla aðgerðum, því; .............. á daginn er að koma, að þau Jóhanna Sigurðardóttir, sem og Steingrímur J. Sigfússon, hafa reynst duglítil, vægast sagt, í alvarlegum viðfangsefnum, sem á okkur öllum brenna - þrátt fyrir svardaga sína alla, í byrjun Febrúar mánaðar.
Glæpahyski frjálshyggju braskaranna; gengur enn laust - spillingar júðar Lífeyrissjóða sukksins og Verkalýðs rekendur, eins og Gylfi Arnbjörnsson, verðtryggingar lúði, virðast ósnertanlegir, svo lítil dæmi séu nefnd.
Eru Vinstri Grænir; Sjálfstæðismönnum nokkrir eftirbátar, þegar á hólminn er komið, Lára Hanna ?
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 01:27
Hvað leggur þú til málanna Óskar Helgi Helgason?
Hvað er að láta deigan síga að þínu mati?
Er það halda úr bloggsíðu á hverjum degi og mótmælum á hverjum laugardegi í 5 vikur að láta deigan síga?
Hvað viltu gefa núverandi stjórn langan tíma til að hreinsa upp eftir 18 ára sukk?
Einn mánuð?
Eureka! Þú þarft að fara að taka til hendinni ef þú sérð leið til að gera það á svo stuttum tíma - eða jafnvel í gær.
Hlakka til að sjá þig á framboðslistum - framsóknarflokksins??
Ragnheiður (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 01:55
Komið þið sæl; á ný !
Ragnheiður ! Ég kýs; að kalla til starfa, byltingarráð : bænda - sjómanna - verkamanna og iðnaðarmanna, um 12 - 14 manna hóp, hvert færi með völd, til 10 ára, að minnsta kosti.
Snobbi; og flottræfilshætti, eins og forseta embætti - sendiherum og sendiráðum, yrði fargað - Ísland gengi úr NATÓ og SÞ - og; síðast en ekki sízt, EES samningnum við nýlenduvelda bandalagið, suður í Evrópu, yrði rift.
Góð byrjun þar; ágæta Ragnheiður (hver þyrfti að lesa betur, síðu mína, áður en farið yrði, að stríða mér, með skírskotun, til Framsóknarflokksins), og vita máttu, að sjóhunda- og þungavigtarsveit þeirra Guðjóns Arnar, í Frjálslynda flokknum, hugnast mér nú bezt, þessi dægrin, sem stundum áður, Ragnheiður mín (endilega; láttu föður, eða þá, ef er/ ættarnafn, fram koma, Ragnheiður).
Með beztu kveðjum; á ný /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 02:09
sendiherrum; átti að standa þar. Afsakið; helvítis fljótfærni mína, að nokkru.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 02:14
Hef farið á tónleika með Herði, fyrir nokkrum árum. Síðan þá hefur mér fundist Hörður mjög vanmetinn sem listamaður. Hann er án efa með þeim bestu. Einnig fannst mér þættirnir hans á Rás-1, "Sáðmenn söngvanna", með bestu útvarpsþáttum sem ég hef heyrt (veit ekki hvort þeir eru ennþá á dagskrá). Hann er mikill fróðleiksbrunnur um dægurtónlist. Hann lítur samt frekar á sig sem leikara en tónlistarmann (ef ég hef skilið hann rétt). Túlkandi er kannski rétta orðið. Herði er greinilega margt til lista lagt. Vona að ég komist á tónleikana hans.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 03:04
Ég hef farið á tónleika hjá Herði tvisvar og hefur það alltaf verið jafn gaman. Tónleikar hjá honum er ekki ósvipað því að fara í leikhús, enda er hann með mikla reynslu á því sviði. Þar fer saman góður tónlistafluttningur ekki síður en góður leikur þar sem Hörður bregður sér í ýmis gerfi á meðan á tónleikunum stendur.
Skora á alla að mæta, enda tónleikar sem eru hverra krónu virði.
Ef mig minnir rétt, að þá er hægt að kaupa hjá honum geisladiska við innganginn.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 7.3.2009 kl. 05:43
og í lokin, lagið "Ég leitaði blárra blóma" er eitt það fallegasta lag sem ég hef hlustað á og jafnast ekkert á við að hlýða á það live hjá Herði. Spurning um að fara að skipta um lit á blómunum!
Kjartan Pétur Sigurðsson, 7.3.2009 kl. 05:57
Sæl, því miður kemst ég ekki á tónleika. En njóttu þess og góða skemmtun.
Ólafur Helgi,ég sé að þú sért byltingarmaður.
En ég verð nú að segja eitt að þessi 80 daga ríkisstjórn hefur gert meira enn fyrri rikistjórn. Sem vildi ekki troða á tær auðmanna. En það er alveg satt hjá þer hun hefur mátt gera meira eins og að frysta eigur á meðan rannsókn stendur.
Steingrímur talað um að uppræda spillingu og ég vona að hann standi við það. Enn verkin tala og ég vona að almenningur kjósi heiðarlegastafólkið í næstu kosningum.
Ég sótti um bankareikning um daginn. Ég varð að fylla út 2 síðna blöð um það hvort ég þekkti einhvern í bankanum og hvort ég væri skyld einhverjum í bankanum. Slíkt mætti gera þegar frambjóðendur bjóða sig fram.
Ég er búin að gera upp hug minn ég ætla að kjósa Steingrím. Hann kemur af bændafjölskyldu eins og mitt fólk. Ég veit að hann er stundum forhertur enn hann er einnig opin og tala sína meiningu. Kveðja.
Anna , 7.3.2009 kl. 11:18
Ég er ekki í kertaljósaskapi þessa dagana. Kveðjur til þín Óskar Helgi !
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 11:28
Satt er það, Hörður hefur staðið sig vel að örfáum orðum undanskildum, en hann var maður til að biðjast afsökunnar og hann er frábær söngvari.
Hann á ekkert nema gott skilið.
TARA, 7.3.2009 kl. 11:41
það er reglulega gaman á tónleikum hjá honum
Hólmdís Hjartardóttir, 7.3.2009 kl. 13:26
Komið þið sæl; á ný !
Ég sé; að Ragnheiður hefir ei, haft tækifæri, til andsvara - um hríð.
Anna Björg ! Rétt er það; ég er byltingarsinni, í anda fallinna félaga minna, úr röðum rússneskra Hvítliða, og vil halda gildum þeirra, hátt á lofti - og er þar með, svarinn andstæðingur Kommúnista þeirra, hverja Lenín, sem fleirri, fóðruðu, á sínum illa akri, forðum, og enn er að finna, innan VG, hérlendis, til dæmis, gott fólk.
Elín Sigurðardóttir ! Kærar kveðjur; til þín og þinna, ennfremur.
Ítreka enn; fyllstu virðingu mína, við tónlistar jöfurinn Hörð Torfason, gott fólk.
Með beztu kveðjum; sem fyrr /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 15:52
Verða þá 119 þúsund Íslendingar að mæta skilyrðislaust?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 7.3.2009 kl. 20:00
Sæl Lára Hanna.
Ég hef verið aðdándi Harðar Torfa síðan hann byrjaði á þessu spilverki sínu.
Ég held að kertaljós og konfekt hafi ekki verið í boði á Austuvelli í dag.
Ég er ekki vissum að ég hafi löngun í kertaljós með Herði Torfa í dag eða á næstunni en njótu sjálf.
Það vantar meiri kraft í þetta það má ekki sofna á verðinum þó margt hafi áunnist verðum við að sýnaþessum valdhöfum að við erum á verði og fylgjumst með.
Það gerist ekki nema við séum sýnileg.
Eins og á Austuvelli einsog á ráðhústorgi og silfurtorgi, Háskólabío
Hvar er samstaðan núna.
Guðmundur Óli Scheving, 7.3.2009 kl. 22:21
Það er auðvitað átt við Austurvöll .Sumir eru að flýta sér.....
Guðmundur Óli Scheving, 7.3.2009 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.