Græðgi, siðleysi og spilling - ennþá!

Það fauk hressilega í mig þegar ég horfði á fréttir Stöðvar 2 í kvöld. Þetta getur ekki verið annað en svik og brot á samningum sem gerðir voru í febrúar um að bíða með launahækkanir til handa launþegum. Hér ætla eigendur fyrirtækis að greiða sjálfum sér arð sem myndi nægja í áður umsamda launahækkun starfsmanna í átta ár! Samið var um frestun - væntanlega vegna þess hve fyrirtækin eru blönk... eða hvað? Varla HB Grandi fyrst þeir hyggjast ausa fé í vasa eigenda á meðan starfsfólkið má lepja dauðann úr skel og fær ekki umsamda launahækkun.

Hafa þessir menn ekkert lært? Ætlar verkalýðshreyfingin að láta þetta óátalið? En ríkisstjórnin? Einn þessara manna skuldar þjóðinni stórfé! Ætti arðgreiðslan hans ekki að renna óskipt í ríkiskassann? Það verður að stöðva svona siðlausa græðgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ógeðslegt. Ósiðlaust. En dæmigert, greinilega ekkert breyst. Verkalýðsforystan steindauð og hefur verið lengi. Launin þar allt of há og sætin allt of mjúk. Það er ekki nokkur leið fyrir fólk í þeirri stöðu að setja sig í spor þeirra sem þau vinna fyrir.

Rut Sumarliðadóttir, 13.3.2009 kl. 23:36

2 identicon

Hvar er nú ÖLL samstaðan ? Hvar eru allir ASI forkólfarnir ? Þetta er ekki BARA algjörlega siðlaust, Þetta er SJÚKLEGT !

ÞÁ VITUM VIÐ HVAÐ KOMA SKAL

Heiður (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 23:52

3 identicon

Hjartanlega sammála þér varðandi þetta. En því miður það fólk sem heldur að eitthvað muni breytast hér er annaðhvort kjósendur Siðblinda Flokksins (Sjálfstæðisflokkur), í algjörri afneitun eða bara með greind á við brauðrist.

Hér mun EKKERT breytast fyrr en fólk snýr algjörlega baki við öllum flökkum hér og tekur málin í sínar hendur. Vera búinn að segja þetta og vita hvernig landsmenn eru þá er niðurstaðan einföld; Ekkert mun breytast.

Kveðja, Karl

Karl Löve (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 23:54

4 identicon

Ekkert mun breytast ef við kjósum fjórflokkinn. Nákvæmlega ekkert!

Herbert Sveinbjornsson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 00:10

5 identicon

þú ert bara ekki að skilja þetta Lára Hanna,í þessu fyrirtæki eru illa staddir hlutafar einsog Ólafur Ólafsson sem tapað miklu á kerfishruni Hannesar Hólmsteins

zappa (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 00:12

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það er greinilegt á öllu að þeir sem þrá grundvallarbreytingar í þjóðfélaginu er afar fámennur hópur. Skoðanakannanir sýna að fjórflokkarnir halda sínu eftir þessar smá andlitslyftingar, auðmenn eru enn að braska með eignir þjóðarinnar eins og þær séu þeirra einkaeign og arðgreiðslur af svita og blóði verkamannsins þykja sjálfsagðar.

Karl Löve hefur lög að mæla en því miður er borin von að slíkt gerist. Besta leiðin samt til að hafna þessu kerfi er að neita að taka þátt í komandi kosningum og hvetja annað fólk til að gera slíkt hið sama.

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.3.2009 kl. 00:22

7 identicon

Ekki kenna bara fátækum fyrirtækjarekendum hvernig komið er í þessu máli !

Það eru hámenntaðir verkalýðsrekendur , sem eru ekki til viðtals við félaga sína nema með hótunum, sem reka ASÍ  og þeir vita allt betur en félagirnir sjálfir !

Það tók verkalýðsrekendur ASÍ sex vikur að koma úr felum þegar bakanhrunið varð !

Þessir verkalýðsrekendur ASÍ tóku samningsréttinn af félagsmönnum og framlengdu samninginn við atvinnurekendur, án nokkurs samráðs við félagsmenn innan ASÍ !

Þeir á Akranesi eru ekki bara að eiga við atvinnurekendur á Skaganum og nágrenni, heldur líka við háskólalærðu verkalýðsrekendur ASÍ, sem ekkert eiga neina samleið með félagsmönnum innan ASÍ !

Þetta er bara sama pakkið og hefur verið í VR  !!!

JR (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 00:32

8 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta er allavega ekki þetta NÝJA ÍSLAND sem allir tala um á hátíðarstundum!

Kveðja,

Muggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 14.3.2009 kl. 00:50

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

fullkomlega siðlaust

Hólmdís Hjartardóttir, 14.3.2009 kl. 01:04

10 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Guð minn góður!!! Maður fær bara tár í augun Hvað er að fólki sem leyfir sér að haga sér svona!? Annaðhvort er samasemmerki milli græðgi og heimsku eða heimska er bein afleiðing græðgi!!!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.3.2009 kl. 01:53

11 Smámynd: Þórbergur Torfason

Alveg hreint ótrúlegar upphrópanir hér.

Hvað er átt við með fjórflokkum? Er það Íhald, Framsókn, Frjálslyndir, Samfylking, Vinstri Grænir eða eitthvað allt annað.

Ég skil ekki þetta bull. Hvar kom Frjálslyndi flokkurinn að? Hvar komu Vinstri Grænir að? Um hvaða fjórflokka er verið að tala? Meira að segja Samfylking kom ekki að þessu nema, að þau létu bankastjóra einkabankanna ljúga sig pöddufull eins og þeir léku reyndar Geir líka.

Það þýðir ekkert fyrir óánægða fyrrum kjósendur Sjálfstæðisflokksins að reyna að skella skuldinni á blásaklaust fólk þó þið náið engum árangri í að afla fylgis við ný framboð. Þið verðið að sætta ykkur við að eini möguleikinn út úr Hrunadansinum er stuðningur við Vinstri Græna í komandi kosningum.

Fyrirgefðu Lára Hanna mín að ég misnota síðuna þína.

Þórbergur Torfason, 14.3.2009 kl. 01:58

12 identicon

alveg sammála Þórbergi hér,enda hver á að skilja svona einsog t.d.Jón Magnússon sem komst á þing fyrir frjálslynda og bíður nú fram fyrir sjálfstæðisflokkinn og verður sennilega kosinn fyrir hljómlistarflokkinn í kulusukk...

zappa (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 02:23

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ótrúlegt sukk og siðblinda

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.3.2009 kl. 02:56

14 identicon

Sammála Þórbergi. Stuðningsmenn spillingarflokksins (X-D) og Framsóknar (sem er líka næstum jafn spilltur) Reyna að festa þetta hugtak (Fjórflokkurinn) í umræðunni. Til að láta fólk halda að hinir séu líka sekir og þess vegna sé ekkert betra að kjósa þá. Ég hvet fólk til að kynna sér málin og reyna að finna einhver spillingamál sem VG hefur staðið fyrir. Samfylking er ekki beinlínis spillt en hefur verið meðvirk í ruglinu. Hættið að tala um þennan "Fjórflokk". Hann er ekki til!

Þessi gerningur hjá stjórn HB Granda, núna og miðað við aðstæður í þjóðfélaginu, lýsir ekki öðru en heimsku. Fjöldagjaldþrot hjá almenningi er kannski sú mesta hætta sem steðjar að íslensku efnahagslífi núna. Svo að fresta launahækkun og stinga peningunum í eigin vasa er beinlínis til að auka hættuna á gjldþrotum starfsmanna. Vægast sagt fáranleg aðgerð.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 09:13

15 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég er sammála þér Lára Hanna - það er óásættanlegt að eigendur HB-Granda skuli ætla að greiða sjálfum sér arð en fresta umsömdum launahækkunum.

En sumar athugasemdirnar hér eru því miður alveg út í hött.

Hvað er fólk að blanda fjórflokknum í þetta? Málið snýst um siðferði/siðleysi eigenda HB Granda og hefur ekkert með flokkapólitík að gera.

Annað mál. Ég var að lesa í DV þessa frétt um launagreiðslur Egils Helgasonar. Það kom mér á óvart að sjá að hann er launaður bloggari. Þú hefur mikið vísað á þætti Egils og bloggfærslur - en vissir þú þetta?

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 14.3.2009 kl. 10:04

16 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Ég bíð spenntur þess dags er Íslendingar taka atvinnutækin í SÍNAR hendur. Því fyrr því betra...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 14.3.2009 kl. 10:20

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þorbergur og Ólína.

Ykkur virðist annt um að drepa þessari umræðu á dreif með því að reyna frýja einhverja stjórnmálaflokka ábyrgð.

Ég er er sá fyrsti og eini sem minnist á "fjórflokkana" í athugasemdum hér og það er gert í því samhengi að samkvæmt skoðanakönnunum hafi fylgi þeirra ekkert breyst þrátt fyrir undangengið róstur og mótmæli. Að sama skapi virðist viljinn til að skakka leikinn og koma á réttlátari samfélagi með því t.d. að leggjast gegn óréttlæti af því tagi sem pistill Láru Hönnu fjallar um,  ekkert hafa breyst.

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.3.2009 kl. 10:46

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég sé reyndar að Herbert í færslu 4 minnist á þá líka.

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.3.2009 kl. 10:48

19 Smámynd: Einar Indriðason

Það má EKKI sitja heima og hundsa kosningarnar!   Afhverju ekki?  Jú, þá ertu að styðja (óbeint) að núverandi flokkar haldi sínu.  Þeirra tryggustu kjósendur fara út á kjörstað og setja X-ið sitt á "réttan" stað af gömlum vana.  Það hefur *ALDREI* verið tekið með í reikninginn hversu mörg ógild og auð atkvæði eru í pottinum, og hvort þau skipti (eða hefðu skipt) máli.  það skiptir ekki máli þó að það yrðu 200.000 auð atkvæði, ef restin kýs ruglið yfir.

Þess vegna er frekar að mæta á kjörstað, og í versta falli, kjósa "réttan" lista, en strika yfir alla frambjóðendur, ef ekkert annað kemur til greina.

Ég, fyrir mína parta, veit 100% hvaða flokka ég ætla *EKKI* að kjósa.  Ég er enn óákveðinn um restina.

Og já, ég vil fá að kjósa um fólk, þvert á flokkana.  Ég vil geta kostið fólk inn, og ég vil geta strikað yfir fólk, án þess að flokka-díllinn skipti sér af.

Einar Indriðason, 14.3.2009 kl. 11:32

20 identicon

Þetta kemur mér ekki á óvart,þessir menn eru og hafa verið veruleikafyrtir,þeir hafa ekkert breyst,við þurfum að fylgja þessum fréttum eftir skrifa og tala um það og vera stöðugt á vaktinni.

Hvernig væri að skoða laun og hlunnindi spilltra forstjóra lífeyrissjóðanna og formanna veraklíðsfélagana sem gjamma í öllu fjölmiðlum um að   ekki megi  hreifa við verðtrygginguni, ekki hægt að hækka lægstu laun sem eru þjóðinni til skammar,sem sagt gera ekki neitt,láta lýðnum bara blæða þangað til hann heldur kjafti.

Ég seigi nei,ekki láta þá í friði eina mínútu.

Við þurfum að halda áfram með búsáhalda byltinguna,ekki láta pólitíkusa hafa áhrif á okkur þeir ljúga allir og fegra hlutina rétt fyrir kosningar og hafa alltaf gert.

ekkert hefur breyst lesið þið bara það sem 'Ólína er að blaðra,hún var á þingi hér áður fyrr og hefur ekkert breyst.

Svo höldum okkur á vagtini fáum allt uppá borðið í launamálum þessara manna sem bera enga ábyrgð á gjörðum sínum. 

H.Pétur Jónsson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 11:33

21 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Einar reit; "það skiptir ekki máli þó að það yrðu 200.000 auð atkvæði, ef restin kýs ruglið yfir."

Spurningin er hver mundi vera svo djarfur að reyna að mynda stjórn ef minna en 50% þjóðarinnar  tæku þátt í kosningunum. Fyrir mótmælendur og aðgerðarsinna er það eini raunhæfi kosturinn til að knýja á raunverulegar breytingar.

Ég sé reyndar ekki að í kosningalögunum sé gert ráð fyrir að sú staða komi upp því kosningalögin gera aðeins ráð fyrir listaframboði af einhverju tagi sem er mikill galli.

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.3.2009 kl. 11:48

22 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er alveg sammála Einari, fólki ber siðferðisleg skylda til að nýta kosningarétt sinn.  Sérstaklega núna !  Þeir sem vilja breytingar frá flokkakerfinu hafa möguleika á að kjósa Nýtt lýðveldi og Borgarahreyfinguna.

Í öllu falli.  Það að sitja heima eða skila auðu gerir ekkert nema að skila gömlu flokkunum beint inn á þing í sama hlutfalli og þeir voru.  Það er óraunhæft að ætla að minna en 50% þjóðarinnar taki ekki þátt í kosningunum.

Ef menn eru ósáttir við allt, sem er mjög skiljanlegt,  kemur sér best að nota útilokunaraðferðina og kjósa skársta kostinn.  Þá er verið að kjósa þá verri frá.

Anna Einarsdóttir, 14.3.2009 kl. 12:05

23 Smámynd: Anna Einarsdóttir

En varðandi fréttina;  Gjörsamlega siðlaust, vægt til orða tekið. 

Anna Einarsdóttir, 14.3.2009 kl. 12:09

24 identicon

Egill sagði einmitt frá sínum launum á bloggsinu sínu um daginn.

Jóhann (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 12:10

25 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég myndi aldrei mæla með því að kjósendur skiluðu auðu í stórum stíl eða mættu ekki á kjörstað. Það væri beinlínis ávísun á stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks því hinir hörðu kjarnar í þeim flokkum kjósa sína flokka hvað sem tautar og raular og hver sem þar er á lista. Auð, ógild eða engin atkvæði myndu því koma þeim best.

Ólína... nei, ég vissi ekki að Egill fengi borgað fyrir að blogga og aldrei pælt í því, en mér finnst það bara fínt. Hann hefur haft mikil áhrif með blogginu sínu, rétt eins og Silfrinu, og gert marga góða hluti. Ég held áfram að vísa í þættina hans og bloggið á meðan mér finnst það þess virði og vera upplýsandi.

Ég vildi óska þess að einhver vildi borga mér fyrir að blogga áður en ég fer endanlega á hausinn.

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.3.2009 kl. 12:16

26 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Anna; Auðvitað er það óraunhæft að minna en 50% kjósi, álíka óraunhæft og að einverjar breytingar verði á ríkjandi skiplagi í náinni framtíð með sömu gömlu flokkana við stjórn. Eins og skoðanakannanir sýna eiga engir möguleika á að komast að fyrir utan þá sem eru á listum fjórflokkanna, enda nýju framboðin ofurseld sömu kosningalögum um listaframboð. -

Mikilvægasta krafa búsáhaldabiltingarinnar er krafan um stjórnlagaþing. Aðeins eftir gagngerar breytingar á stjórnarskrá og í kjölfar þeirra, breytingar á  kosningalögunum sem kippir algjörlega úr sambandi flokksstýringu stjórnmálamanna, er hægt að vænta einhverra verulegra umbóta í þá átt sem aðrar kröfur mótmælenda endurspegluðu. Það sem gert hefur verið hingað til er nánast bara kattarþvottur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.3.2009 kl. 12:27

27 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Í sjálfur sér eru það góðar fréttir að fyrirtæki skili arði. En ákvörðun stjórnar HB-Granda er sem köld vatnsgusa framan í íslenska þjóð og sérstaklega starfsmenn HB-Granda. Siðlaust.

Arinbjörn Kúld, 14.3.2009 kl. 13:52

28 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Svanur - mér finnst þú seilast ansi langt í að setja þetta mál í flokkspólitísk ljós. En þú mátt hafa þína skoðun að sjálfsögðu.

H.Pétur - ég hef aldrei setið á þingi.

Lára Hanna - þú ættir að fá borgað fyrir að blogga.  En þá ættum við hin líka rétt á að fá að vita það að þú værir á launum við það, og hjá hverjum.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 14.3.2009 kl. 17:10

29 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Ólína.

Þér finnst það já. Með Flokkspólitík er m.a átt við stefnu einstakara flokka og áhrif hennar í þjóðfélaginu. Sem dæmi um eina slíka stefnu og áhrif hennar skrifaði kona sem ég hef mætur á fyrir stuttu;

Ef það var ekki "hörð" frjálshyggja sem réði krosseignatengslum og taumlausri einkahlutafélagavæðingu utan um fjárfestingar og hlutabréfakaup sem höfðu veð í sjálfum sér - hvað var það þá?

Ef það var ekki "hörð" frjálshyggja í bland við sérhagsmunastefnu sem réði ferðinni við hina svokölluðu "sölu" bankanna (sem var auðvitað ekkert annað gjafaúthlutun), hvað var það þá?

Ef það var ekki "hörð" frjálshyggja sem stjórnaði útrás íslenskra fjármálastofnana á erlendum vettvangi - hvað var það þá?

Ef það var ekki "hörð" frjálshyggja og sérhagsmunagæsla sem réði ferðinni þegar hið frjálsa framsal fiskveiðiheimilda varð að veruleika með þeim afleiðingum að sjávarbyggðir landsins voru sviptar náttúrurétti sínum til viðurværis af fiskveiðum og hafa margar ekki borið sitt barr síðan - hvað var það þá?

Mundir þú segja Ólína að þarna væri verið að seilst langt?

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.3.2009 kl. 17:53

30 Smámynd: Hermann Bjarnason

Má ég benda á að íslensk verkalýðshreyfing hefur verið þæg miðað við sbrl. á norðurlöndum og víðar. Í raun ótrúlega þæg miðað við að lágmarkslaun hér á landi hafa aldrei nægt til að sjá neinum farborða. 40 stunda vinnuvika, hvað...? Það var helst að kennarar héldu uppi baráttunni síðustu tuttugu ára. Við hin verið dregin á asnaeyrunum.

Hermann Bjarnason, 14.3.2009 kl. 19:32

31 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæll Svanur.

Ég vil ekki orðlengja þetta mikið - en ég sé ekki alveg samhengið í því sem þú ert að segja. Takk samt fyrir að minna á orð mín um frjálshyggjuna. 

Frjálshyggja er stefna - hugmyndakerfi - sem flokkar síðan aðhyllast í mismiklum mæli. Á Íslandi hefur a.m.k. einn stjórnmálaflokkur gefið sig þessari stefnu fullkomlega á vald. Hin harða frjálshyggja hefur komið mörgu slæmu til leiðar í okkar samfélagi - þar er við dýrkendur hennar og iðkendur að sakast. Ekki fjórflokkinn sem slíkan enda er t.d. Samfylkingin ekki frjálshyggjuflokkur heldur jafnaðarmannaflokkur.

Hitt er svo annað mál að spilling og valdasækni hefur plagað allt samfélag okkar, þ.á.m. fjórflokkinn. En spilling og valdasækni er eitt - hugmyndastefnur á borð við frjálshyggjuna eru annað.

Ég fæ því ekki séð að ákvörðun eigenda HB-Granda um að greiða eigendum arð en fresta umsömdum launahækkunum hafi neitt með fjórflokkinn að gera. Ákvörðunin er einfaldlega siðblinda - sem á varla neitt skylt við frjálshyggju heldur - bara græðgi.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 15.3.2009 kl. 09:05

32 identicon

"FRELSIÐ er YNDISLEGT ég geri það sem ég vil...."  Þessi GRÆÐGISVÆÐING sumra einstaklinga er bara orðinn "absurt... dæmi" - maður spyr eðlilega hvað næst?  Það væri nú eftir öllu öðru að "stjórnvöld myndu GEFA (sorry úthluta) HB Granda" í næstu viku 30 þúsund þorskkvóta - samt held ég að fólk sjái ekki ennþá hversu ótrúlega "vitlaust þetta kvótakerfi er" - íslensk samfélag er "fábjánasamfélag og hefur verið það í 18 ár undir strykri handleiðslu RÁNFUGLSINS..!"  Hvar er skynsemin, hvar er læsi á íslenskt samfélag spyr Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingismaður?   Það sem Ragnheiður meinar er eflaust "er ekki kominn tími á að virkja hérlendis heilbrigða skynsemi...?"

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 11:19

33 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Gott og vel Ólína. Ég sé að þér er fyrirmunað að sjá samhengið milli spillingu og valdasækni og hugmyndastefna. Ég er þeirrar skoðunar og mörg hugmyndakerfi, þ.á.m. frjálshyggjan sé ekkert annað en tjáning þessara neikvæðu kennda. Þegar öllu er á botninn hvolft er hugmyndafræði og kerfin sem henni eru mynduð, ekkert annað en endurspeglun á mannlegum kenndum. Meðal mannlegra  kennda eru því miður, girnd og græðgi, valdafíkn og efnishyggja. Þegar að þessir mannlegu, en neikvæðu, drifkraftar eru settir saman í hugmyndakerfi, verður til t.d. frjálshyggja.

Þeir flokkar sem á einn eða annan hátt stóðu vörð um þá stefnu, og þar er SF ekkert undanþeginn, þrátt fyrir að þú segir hana jafnaðarmannaflokk, bera því vissa ábirgð á því að fyrirtæki á borð við HB-Granda finnst í góðu lagi að halda sukkveislunni áfram þegar að öll þjóðin stynur undan okinu sem þessi stefna lagði á hana.

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.3.2009 kl. 12:14

34 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Gott og vel Svanur  Ég sé líka að þér er fyrirmunað að greina þarna á milli. Ég minni bara á að spilling og valdasækni hefur alltaf verið nátengd mannlegum athöfnum og að jafnvel fegurstu hugsjónir hafa verið misnotaðar í aldanna rás til að hylma yfir hroðalegustu glæpi. Milljónir manna hafa látið lífið í heiminum í nafni "góðs málstaðar" og hugmyndakerfa sem byggja á kristinni trú, þjóðernisást, mannrækt o.fl. Það þarf ekki frjálshyggjuna eða fjórflokkinn til - og er ég þó lítill aðdándi þess fyrrnefnda.

Hafðu það sem best og takk fyrir þessa rökræðu.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 15.3.2009 kl. 21:07

35 identicon

154.500 sérhæfur starfsmaður eftir 7ár hjá GRANDA fyrir fulla vinnu.ASÍ ber varla hag LAUNÞEGA fyrir brjósti,eða hvað?Ekki var verkafólk haft með í ráðum þegar ákveðið var að fresta umsamdri launahækkun 1mars.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband