Eva Joly um Ísland í norska sjónvarpinu

Eva Joly var viðmælandi Önnu Grosvold í norska sjónvarpinu í gærkvöldi. Eini gallinn við samtal þeirra var hvað það var stutt. Fleiri viðmælendur voru í þættinum og ég leyfi einum þeirra að fljóta með, Robert Wilson, rithöfundi, því mér fannst innlegg hans athyglisvert.



Ari benti á annað viðtal við Evu Joly í athugasemd við þessa færslu og ég nældi mér í það líka. Þetta er útvarpsviðtal í mynd sem útvarpað var á fimmtudagskvöldið í norska ríkisútvarpinu, NRK2. Kærar þakkir fyrir ábendinguna, Ari.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég horfði á þetta í gærkvöldi og aftur núna og það sló mig þegar talað er um þetta af tveimur algjörlega hlutlausum aðilum hvað þetta er rosalega sikk.

Bankaplögg ekki afhent vegna bankaleyndar!

Fimm manna tím að rannsaka og sá sem fyrir henni fer er reynslulaus á þessu sviði.

Og allt hitt.

Takk, en mikið rosalega verð ég reið.

Arg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.3.2009 kl. 12:43

2 identicon

Takk f. þetta Lára. Hefurðu séð þetta einnig frá NRK2 í útvarpsstúdíói þann 12 mars: http://www1.nrk.no/nett-tv/indeks/163555

Ari (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 13:01

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Lára Kona sendi mér þetta um leið og það var búið og ég fékk eiginlega blauta tusku í andlitið, þó ég hafi vitað og veit eins og við öll að ekki er allt komið í ljós.

Ég segi eins og Jenný Anna ég er reið og ég skammast mín er ég heyrði að bara 5 menn væru þarna við rannsókn og formaðurinn væri reynslulaus og það er sárt að láta hlæja að sér fyrir fáviskuna.
Takk fyrir mig Lára mín þú ert bara frábær.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.3.2009 kl. 15:11

4 identicon

(Unskyld at jeg ikke skriver på Islandsk. Jeg leser det men skriver ikke)

Gratulerer med tilsettingen av Eva Joly!

Dette er meget gode nyheter. Nå MÅ bankkrakket etterforskes. Hvis ikke vil Island tape hele ansiktet i Europa. Husk at Eva Joly har en stemme i hele Europa, en av de meget få i hele Norden. Hun blir lyttet til over alt. Derfor kan hun få det som hun vil.

HUN vil kunne få tilgang til alle dokumenter og opplysninger. Hvis ikke vil hun kunne komme til å si over hele Europa:

"Island er et land som skjuler sine forbrytere!"

Det vil ikke Islands omdømme tåle. Jeg tror at hun er sterkere enn kreftene som vil skjule hva som har skjedd.

Slik har Johanna og Steingrimur klart å spille "Utrárarvikingarnar" og andre selvstendighetsmenn SKAKK MATT!

GRATULERER!

Med vennlig hilsen

Håvard Saude

Nordmann som elsker Island.

Håvard Saude (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband