Silfuröld í Silfri dagsins

Í sögulegu samhengi þýðir orðið silfuröld tímabil sem tekur við af gullöld þegar nokkurrar hnignunar er tekið að gæta, og á þetta einkum við um skeið í sögu Grikkja og Rómverja. Í Silfri dagsins var 47 mínútna silfuröld - endurkoma stjórnmálamanna. Spurning hvað Egill hyggst gera í þáttunum fram á vor. Í fyrra var síðasti þáttur fyrir sumarleyfi 25. maí og ef miðað er við svipaða dagsetningu nú eru 10 þættir eftir.

Ekki þar fyrir... það má notfæra sér þætti með pólitíkusunum, þeir láta oft ýmiss konar gullkorn út úr sér. En ég hugsaði með mér í dag eftir um 20 mínútur af þeim: "Nú gefst einhver upp og hættir að horfa." Og viti menn - klukkutíma seinna hringdi vinkona mín sem hefur horft á alla þættina í vetur og sagðist ekki hafa nennt þessu blaðri og hávaða þar sem hver greip fram í fyrir öðrum, talað var í kross og engin leið að heyra hvað hver sagði. En hér er Silfrið í klappstýrubúningi að venju.

Vettvangur dagsins - Svanhildur Hólm, Pétur Gunnarsson og Páll Ásgeir

 

Draumalandið hans Andra Snæs verður frumsýnt 8. apríl og verður mögnuð mynd

 

Silfuröldin - Sigmundur Davíð, Guðfríður Lilja, Árni Páll og Bjarni Ben

 

Viðtalið í norska sjónvarpinu við Evu Joly - sjá það og einnig útvarpsviðtal í mynd hér

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Já, ég sat ekki við hlustir eins og í vetur...fyrr en norska viðtalið við Evu Joile kom!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.3.2009 kl. 23:11

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála, þetta voru normal hróp á milli manna, nema Guðfríður Lilja var okkur konum til sóma.

Mér fannst Svanhildur mjög aggresív líka í vettvanginum, greip fram í og tók orð af fólki hvað eftir annað.

Eftir frábæra viðmælendur Egils þá bregður manni í brún.

En auðvitað vill fólk fá að heyra hvað frambjóðendur hafa að segja.

Ekki að það heyrist.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.3.2009 kl. 23:17

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

"vettvangnum" á þetta að vera.  Hehemm. Bubbísk mismæli. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.3.2009 kl. 23:18

4 identicon

Mér fannst Egill hafa ágætan hemil á pólitíkusunum - svona eins og ódælum skólastrákum!

En það var merkilegt að sjá formannsefni Sjálfstæðisflokksins afhjúpa skoðanir sínar á því sem brennur á flestum.  Fákeppni og niðurskurður á eftirliti og rannsóknum er nokkuð sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að standa vörð um!

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 23:35

5 identicon

Mér fannst gaman að sjá Svanhildi taka þáttinn yfir, eins og hún gæti ekki komið fram sem gestur, bara sem þáttastjórnandi. En það var ferskur andi yfir henni og hún var röggsöm að vanda. Kannski Egill ætti að fá hana með sér sem meðstjórnanda!

Sigga (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 23:44

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég er alveg sammála þér.  Ég held að það eigi einhver að skjóta því að Árna Páli að hæst glymur í tómri tunnu.  Ef menn telja að eina leiðin til að fólk hlusti sé með því að tala hátt, þá er það misskilningur.  Besta leiðin til að fá fólk til að hlusta er að segja eitthvað af viti.

Marinó G. Njálsson, 15.3.2009 kl. 23:45

7 identicon

Var með puttann á silent takkanum í kafla tvö, af og á. Þoli ekki gjammið en vil samt heyra hvað þau hafa að segja. Hvers vegna getur fólk í framboði ekki komið fram eins og venjulegt fólk. Það er eins og eitthvað gerist í talstöð heilans, hún verður ofvirk en heyrnarstöðin dofnar. Auðmýktin, þjónustlundin, hlustunarhæfileikinn fýkur burt, stjórnunarþörfin, beturvitrungurinn tekur yfir. Ættum að breyta heiti stjórnmálamanns í þjónustufulltrúi. Ráðherra er þjónn. Stjórnmál eru umsýsluvinna eða umboðsstörf. Gæti orðið til þess að þau átti sig á hvers vegna þau eru þarna. Ekki fyrir sig, ekki fyrir flokkinn, fyrir okkur. Til að vinna fyrir almenning, verkefnið er að gæta að þjóðarhagsmunum umfram allt. Ef annað býr undir komumst við að því. Við erum á varðbergi eftir bitra reynslu. Verið þið á tánum...

Solveig (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 23:49

8 Smámynd: AK-72

Mín upplifun af þessum þætti varð mér svo um megn, að aldrei þessu vant, þá ákvað ég að blogga um þáttinn sem slíkan og upplifunina af honum. Það man ég ekki eftir að hafi gerst áður hjá mér.

Ég vona allavega að þetta hliðarspor Egils, hafi verið undantekningin sem sannar regluna, að þátturinn er bestur þegar hann hefur litla sem enga áherslu á stjórnmálamenn og pólitíska fjölmiðlamenn sem viðmælendur. 

AK-72, 16.3.2009 kl. 00:00

9 Smámynd: Guðl. Gauti Jónsson

Skyldi þetta verða svona framá vor? Það væri verulega miður. Hvað er með þetta lið. Verða menn svona strax og þeir komast á þing eða tekur þetta einhvern tíma? Hefur þingið einhverja heilaþvottarmenn á snærum sínum til að tukta í fólkið þennan tals- og hugsunarhátt? Eða finnst þeim sjálfum að þeir séu að segja eitthvað af viti? Reyndar eru til undantekningar. Mér finnst t.d. hún þarna framsóknarkonan, Eygló Harðar, vera nokkuð ósmituð en hún hefur bara verið stuttan tíma á þingi. Og Svanhildur var áberandi stressuð. Það var greinilegt.

Guðl. Gauti Jónsson, 16.3.2009 kl. 00:01

10 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Stjórnmálamannahluti þáttarins var athyglisverður. Fyrst hélt ég að þátturinn ætlaði að verða einokaður af deilum Árna Páls og Sigmundar. Ótrúlegt hvað Samfylkingin lítur niður á Framsóknarflokkinn fyrir að styðja þessa ríkisstjórn. Annars olli Árni Páll mér vonbrigðum fyrir að fara niður á plan sem oft er kennt við Morfis, og einkennist af á aumu skítkasti. Kjósendur eru búnir að fá nóg af svona málflutningi. Árna ekki sæmandi. Þessi hugmynd Framsóknarflokksins um afskriftir skulda er allrar athygli verð, en hana þarf að útfæra.

Efnahagsmál eru sýnilega ekki styrkleiki Guðríðar. Virkaði eins og álfur út úr hól. Ef til vill hefur hún verið of lengi að halda upp á sigurinn frá kvöldinu áður.

Bjarni benti á að hér væri einokun á ákveðnum sviðum og yrði áfram. Einokun eða fákeppni verðum við að búa við í náinni framtíð, vegna smæðar okkar. Stjórnvaldsaðgerðir verða að miðast við þá stöðu.

Sigurður Þorsteinsson, 16.3.2009 kl. 08:09

11 identicon

Fæ æluna upp í kok.  Bjarni Ben situr þarna alsaklaus og skilur ekkert í því að stefnan hafi brugðist.  Bjarni ENNeinn, hin hvíti mávur sem kemur hvergi nærri neinni spillingu?

Mikið finnst mér ótrúlegt að Bjarni er núna einmitt sammála Ögmundi, man nú ekki betur en að xD hafi nýtt hann og hans hugmyndir um bankana?  Allt í einu núna þá eru hugmyndir Ögmundar, hugmyndir "nýja" Sjálfstæðisflokksins.

Mikið hlakka ég til að sjá Draumalandið, mikið vona ég að fólk fari að vakna upp frá þessari álmartröð! 

Æi það þýðir samt ekki að hlusta á þessa pólitíkusa, þau röfla bara út í eitt og halda alltaf að það eina rétta komi frá þeim.

Lýst mikið betur á Hugmyndaráðuneytið, það er flottur hópur sem er að vinna saman!

Svo vona ég að allir sameinist 18. apríl og virkilega taki þátt!

Unnsteinn J (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 08:19

12 Smámynd: Sigurður Hrellir

 Ég tek undir orð AK-72 og sendi reyndar Agli póst með athugasemdum sem má lesa hér:

http://siggi-hrellir.blog.is/blog/siggi-hrellir/entry/829705

Sigurður Hrellir, 16.3.2009 kl. 10:41

13 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Mér fannst allir missa sig í þessum hluta þáttarins - þar á meðal stjórnandinn sem greip marg oft fram í fyrir hinum.

Það er svo skrítið með Egil - svo frábær sem hann getur verið stundum - að hann breytist þegar hann er innan um pólitíkusa. Hann fer einfaldlega í annan gír og verður einhvernveginn hluti af hanaslagnum. Kannski stafar þetta af því að yfirleitt eru karlmenn á svipuðum aldri og hann eða yngri, þátttakendur. 

Mér fannst hann allt of frekur við Guðfríði Lilju, til dæmis. Hann beinlínis gerði lítið úr henni með framígripum a.m.k. tvisvar sinnum. Svo fannst mér hann allt of stimamjúkur við Sigmund.

Það þarf hinsvegar að brjóta einhvernveginn upp þessa umræðuhefð í Silfringu og ná henni upp úr hanaslagnum. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 16.3.2009 kl. 12:48

14 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

"Silfrinu" - átti þetta nú að vera

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 16.3.2009 kl. 12:50

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Viðtalið við Evu Jolin bætti þetta allt upp, einhver fínasta fjöður í hatt sjónvarpsmanns sem ég man eftir.

Ómar Ragnarsson, 16.3.2009 kl. 19:00

16 identicon

Enig med deg Omar Ragnarson. Og du har greie på det! (Det fineste intervjuet jeg vet om er det du gjorde med Gisli á Uppsölum)

Men nå har man satt selstendighetspartiets Berlusconier i skjakk matt med å tilsette Eva Joly. Genialt av Johanna og Stengrimur! NÅ begynner moroa!!

Håvard Saude

Håvard Saude (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 23:20

17 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þegar venjulegt fólk er Silfrinu talar einn í einu og skifts er á skoðunum. Þegar stjórnmálamennirnir mæta aftur talar hver ofan í annan og erfitt að henda nokkrar reiður á hvað þeir segja. Ég þurfti að hlusta á þetta silfur 3-4 sinnum áður en ég náði inntakinu af því sem þeir sögðu því það voru svo margir að tala og engin samræða í gangi. Þetta fólk á að læra mannasiði áður en því er veitt brautargengi til ábyrgðarstarfa fyrir land og þjóð.

Héðinn Björnsson, 17.3.2009 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband