Réttlæti óskast - má kosta peninga

Þannig hljómaði umfjöllun Stöðvar 2 og Kastljóss 17. febrúar.

Svona var ástandið hjá sérstökum saksóknara 28. febrúar.

Ólafur Þ. Hauksson, sérstakur saksóknari - Mbl. 28.2.09 - Ljósm. Kristinn

Svona er ástandið hjá honum 18. mars.

 

Er ekki rétt að fara að spýta í lófana og bretta upp ermar, gott fólk? Hvað þarf til? Hvað vantar upp á? Í fréttatímum, Kastljósi, Silfrinu, blöðunum, á netmiðlum og bloggsíðum undanfarinna mánaða má finna rökstuddan grun um óhæfuverk upp um alla veggi. Hvaða takka þarf að ýta á? Varla er sérstakur saksóknari að bíða eftir kosningunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þessi frétt var lamandi

Við þurfum Joly

Hólmdís Hjartardóttir, 19.3.2009 kl. 01:36

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þarf ekki að fara að rannsaka þennan sérstaka saksóknara?  Er hann ekki í liði með spillingarliðinu?  Er hann að bíða eftir skipun frá einhverjum yfirmanni sem vill tefja málin?  Er maðurinn starfi sínu vaxinn?  Ég efast um það. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.3.2009 kl. 01:38

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég efast stórlega um það að maðurinn sé óháður. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.3.2009 kl. 01:39

4 identicon

Það var hræðilegt að hlusta á þetta viðtal. Maðurinn "má" greinlega ekki rannsaka neitt af viti. Hvað borgum við honum fyrir þessa "rosalegu" vinnu?

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 01:46

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mér finnst þetta lykta afar illa! Hvaða ið er t.d. á manninum í öllu viðtalinu... Mér finnst líkamstjáning hans bera vitni um það að hann finni það beinlínis á eigin skinni að hann er að gera eitthvað allt annað en gagn: Hvar er Joly? Er hún ekki búin að tala við manninn? Mér heyrist allt sem hann segir vera þvert á það sem hún segir um það hvernig á að bera sig að við rannsókn svona mála!

Hvað meinar hann t.d. að menn þurfi að hafa rökstuddan grun til þess að kalla menn til yfirheyrslu!?!?!?! Hefur hann ekki lesið blöðin eða horft á sjónvarp???? Hefur hann ekki aðgang að skattaskýrslum eða bankareikningum? Til hvers var hann eiginlega skipaður? Til að það liti út fyrir að það væri verið að gera eitthvað...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.3.2009 kl. 02:05

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Lára mín... ég get ekki með nokkru móti ímyndað mér hvers vegna fólk.. úr ÖLLUM flokkum er ekki komið út á götu.

Kannski er skýringuna að finna í því hvað málin eru fáránlega mörg. Það dembast yfir okkur margar fréttir á dag sem ofbjóða réttlætiskennd manns. Hugsanlega er fólk bara farið að upplifa algjört vonleysi um að fólk fari að sýna að það kunni til verka, vilji vinna þau og sé heiðarlegt

Hvað varð eiginlega um að vera "duglegur í vinnunni" ? 

Heiða B. Heiðars, 19.3.2009 kl. 02:08

7 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það fylgdi einhver hrikaleg ónotatilfinning þessari frétt í kvöld. Það hlýtur að vera kappsmál ráðandi afla í stjórnkerfinu að tefja framvindu rannsóknar á hruninu og óeðlilegum viðskiptaháttum í tengslum við það. Ég leyfi mér að birta hér bút úr stefnu Borgarahreyfingarinnar:

Trúverðug rannsókn á íslenska efnahagshruninu fari af stað undir stjórn óháðra erlendra sérfræðinga og fari fram fyrir opnum tjöldum. Frysta skal eignir grunaðra auðmanna STRAX meðan á rannsókn stendur

1. Tafarlaust verði sett í gang opinber rannsókn undir stjórn erlendra sérfræðinga á hruni íslenska efnahagskerfisins.  Samhliða því verði sett lög sem leyfa ógildingu allra fjármálagerninga undanfarinna tveggja ára, þ.m.t. gerninga skilanefnda bankanna, og í undantekningartilfellum lengra aftur í tímann ef sýnt þykir að um óeðlilega gjörninga hafi verið að ræða.

Sigurður Hrellir, 19.3.2009 kl. 02:27

8 identicon

Það er fnykur af þessu, stjórnmálamenn og áhrifamenn í íslensku samfélagi eru sjálfir "í of djúpum skít" ef að ég má orða það svo hér, til þess að sannleikurinn þoli dagsljósið. Mér er til efs að Eva Joly fái að gera nokkurn skapaðan hlut. Til þess er hún of klár.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 02:34

9 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Fyrri ríkisstjórn bjó til embætti sérstaks saksóknara. Allir sýslumenn á Íslandi eru flokksbundnir í Sjálfstæðisflokknum. Mikilvægt er að vera vakandi fyrir þessum staðreyndum. Ef fjölmiðlar og við almenningur förum ekki að spyrja spurninga um spillinguna eins og þá að flokksbundnir sjálfstæðismenn skuli vera á öllum mikilvægustu póstum í kerfinu, þá er ekki skrýtið að fólk sofni aftur. Vanhæft kerfið er áratugagamalt og getur ekki beitt sér í þessu óvenjulega ástandi sem við búum við í dag.

Margrét Sigurðardóttir, 19.3.2009 kl. 05:20

10 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þetta er bara skammarlegt og alveg í takt við rökstuddan grun minn um að þessi maður sé vanhæfur - við þurfum að fá fólk NÚNA í þetta sem hefur brennandi áhuga og vilja til að hreinsa út yfirþyrmandi spillingu sem hér er enn grasserandi í öllum hornum.

Takk Lára Hanna mín fyrir að standa alltaf vaktina:)

Birgitta Jónsdóttir, 19.3.2009 kl. 08:33

11 identicon

Samfylkingin berst gegn afnámi bankaleyndar. Vinstri grænir segja ekki múkk. Hvað veldur ???

http://www.herdubreid.is/?p=338

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 08:37

12 identicon

maður er bara orðinn dofinn yfir að lesa um afskriftir hjá mörgum af þessum félögum sem þessi sérstaki saksóknari ætti að vera að banka uppá hjá,þessir menn eru að koma eignum undan og fá afskrifaða milljarða í sömu andrá og getulaust alþingi virðist standa ráðþrota gagnvart skuldum almennings,en reynir að veiða kjósendur í komandi kosningum með fögrum fyrirheitum um að "aðstoða heimilin"EN bara ekki fyrr en þeir komast til valda,af hverju er erfiðara að afskrifa X upphæð af heimilunum heldur en að afskrifa 2milljarða af ehf sem á engar eignir?hvernig ætlar gjaldþrota þjóð að borga "sportsjúkrahús"sem er bara einn minnisvarðinn enn fyrir sjálfumglaða og veruleikafyrrta þingmenn.mínir vinir í hópi lækna hafa fullyrt að þetta sébara rugl,það sparist ekkert við þetta,ríkið ætti frekar að reyna að hlúa að núverandi kerfi heldur en að ætla að kasta milljörðum í þetta gæluverkefni sem t.d. Guðlaugur Þór fyrrverandi heilbrigðisráðherra er nú að reyna að koma aftur á dagskrá,maður sem vildi leggja niður sjúkrahús í nágrenni við "markaðinn"til að keyra öllum á sjúkrahús á annesjum"hver mínúta skiptir máli í bkörgun mannslífa"AH SORRY,nú er ég kominn langt út í aðra sálma,gleimdi mér bara og fór út fyrir efnið,annars er þetta allt sama ruglið,saksóknarinn-forgangsröðunin-afskriftir-fögur KOSNINGALOFORÐ til handa heimilunum,kannski sérstakur saksóknari ætti bara að hjálpa lögreglunni að leita að kannabis gróðurhúsum?

zappa (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 08:44

13 identicon

Þessi maður er greinilega ekki að gera neitt - né ætlar sér að gera neitt. Hver sem kann að lesa í líkamstjáningu getur upplýst ykkur um það. Hann er snuð á reiði samfélagsins - gersamlega gagnslaus nema til friðþægingar í skamma stund.

Skorrdal (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 09:34

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hehe gamla goda spillta island.....

kvedja fra thailandi.. mikid er gott ad sleppa vid kosningaarodurinn.. kem heim beint i kosningar.  eg mun mynda mer skodun eftir lestur hja laru, enda treysti e faum betur fyrir thvi ad segja mer hvad se rett ad gera i stodunni..

cheers

Óskar Þorkelsson, 19.3.2009 kl. 12:53

15 Smámynd: Anna

Ég var orðlaus. Svo brosir hann bara. Er þetta mál findið? Ég vil sjá óháða menn frá útlöngum til að rannsaka þetta mál.

Anna , 19.3.2009 kl. 14:25

16 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta var ekki bros. Þetta var vandræðagangur. Hann vissi á meðan á viðtalinu stóð hvað hann kæmi illa út en hann fær sennilega vel borgað fyrir það að kasta trúverðugleika sínum þannig á glæ Furðulegt hvað margir eru tilbúnir til að selja æru sína ...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.3.2009 kl. 14:58

17 identicon

Mig rekur minni til þess að skömmu eftir bankahrunið hafi menn eða konur úr öllum flokkum verið sammála því að það þyrfti að fá erlendan aðila til að rannsaka þessi mál.  En hvað gera þeir? Skipa sérstakan saksóknara, sem mér fannst nú ekki virka neitt sérstakur í fréttunum í gær. 

Mér er persónulega alveg sama hvað svona rannsókn kostar, svo lengi sem hún skilar árangri og ég tala nú ekki um ef hún myndi skila fjármunum aftur til landsins.  Sem sagt allir græða nema fjárglæframennirnir sem er vel.

Kveðja Benni.

Benedikt Kaster (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 22:12

18 identicon

Afsakið meðan ég æli.

iris (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband