Íslands sjálftökumenn

Hvern hefði grunað fyrir nokkrum mánuðum að maður myndi leggjast yfir Tíund Ríkisskattstjóra og gleypa í sig hvert orð? Svona er lífið undarlegt. Nú var að koma út nýtt tölublað, en það síðasta kom út í desember. Ég klippti út nokkrar greinar úr nýjasta blaðinu, sem er stútfullt af áhugaverðu efni, og setti í albúm hér. Smellið þar til læsileg stærð fæst á hverri grein. En hér er leiðarinn og ég vísa í bloggfærslu Friðriks Þórs um leiðarann og mennina sem hann skrifa. Hengi .pdf útgáfu af blaðinu við færsluna ef fólk vill lesa það þannig.

Huliðshjálmur - Leiðari Tíundar Ríkisskattstjóra


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég fer bráðum að gerast áskrifandi að Tíund og segja upp Mogganum. Ég sé t.d. aldrei Bjöggana nefnda á nafn í því blaði. Tíund er að slá öllum fréttamiðlum við.

Finnur Bárðarson, 19.3.2009 kl. 15:14

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur.....:0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.3.2009 kl. 18:16

3 identicon

Þá er komið að: þökk sé þér, númer....eitthvað. Heyrði eitthvað um þetta í forbifarten, ætlaði að skoða betur en það fórst fyrir. Svo kemur þetta upp í hendurnar á manni hér. Ekki spyr ég að. Það kviknaði á vonarglætuangatýrunni við að lesa þessa grein. Gott að fá á tilfinninguna að einhverjir til þess bærir hafi a.m.k. vilja til að stefna að réttlætinu. Þó vegurinn sé morandi af ljónum.

Solveig (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 22:25

4 identicon

Höfðu skattayfirvöld nokkuð nægileg lagaleg völd fremur en aðrir rannsakendur?  Ekki miðað við  ofanvert frá Ríkisskattstjóra.  Það virðist ýmislegt stoppa á veikum landslögum.

EE elle (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 22:30

5 Smámynd: Þór Jóhannesson

Það er í raun áfellisdómur yfir blaðamennsku á Íslandi að stærsta rannsóknarblaðamennsku skúbbið skuli koma úr þessari átt.

Eins og ríkisstjórn Geirs Haarde var vanhæf - þá er blaðamennastéttin ennþá vanhæfari og það ætti að vera skilda okkar að krefjast afsagna ritstjóra, fréttastjóra, framkvæmdarstjóra og helstu blaðamanna allra stærstu fjölmiðla landsins.

Þór Jóhannesson, 20.3.2009 kl. 00:00

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Landráð? Það er engin vafi lengur, efnahagur landsins hrunin vegna görða nokkura einstaklinga og aðgerðaleysis annara. Engin spurning.

Arinbjörn Kúld, 21.3.2009 kl. 04:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband