22.3.2009
Sannleikurinn um formannsframboð Jóhönnu
Það sem gerðist á bak við tjöldin...
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Spaugilegt, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:22 | Facebook
22.3.2009
Það sem gerðist á bak við tjöldin...
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Spaugilegt, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:22 | Facebook
Athugasemdir
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.3.2009 kl. 01:10
Þið eruð nú meira prakkaraspaugstofugengið
Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.3.2009 kl. 01:41
Blásið fast á biðukollu...
Takk innilega Lára Hanna fyrir að nenna þessu -okkur öllum til mikillar skemmtunar
Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.3.2009 kl. 10:23
Flott samsetning Lára Hanna, þetta hlýtur samt að hafa verið eftir a.m.k. eitt rauðvínsglas :P
Gott að muna eftir húmor líka í þessu pólitíska þusi öllu.
Baldvin Jónsson, 22.3.2009 kl. 10:25
Svo á nú eymingjans Steingrímur J. eftir að „afplána“ forsætisráðherrann... Verður það ekki svo á fangaeyjunni Íslandi eftir næstu kosningar? :)
Ásgeir Kristinn Lárusson, 22.3.2009 kl. 10:34
Flott hjá þér Lára Hanna,þetta kallar maður góður húmor,já þetta er hægt að gera,gera pólitík skemmtilega.HA HA HA HE HE HE HÍ HÍ HÍ HA HA HA HE HE
áfram á þessari braut Lára Hanna gott hjá þér.
Jóhannes Guðnason, 22.3.2009 kl. 12:02
Já Spaugstofumenn fóru hreinlega á kostum í þessu atriði og þetta er alveg "brilliant" hjá þér Lára Hanna.
En svo að maður poti hér smá alvöru með, þá hefur Jóhanna valdið mér miklum vonbrigðum með þessarri ákvarðanafælni sinni. Ég get varla hugsað mér að fylgja flokki þar sem að formaðurinn er í ánauð.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir, 22.3.2009 kl. 19:09
Já, á hverju sem gengur, lifi húmorinn!
Mér þykir þó næstum því jafnfyndið að heyra um þessi vonbrigði Þórkötlu he´rna að ofan um "ákvörðunarfælni" Jóhönnu!? Heldur er þar nú lang seilst finnst mér og það í réttlætingarátt fyrir að kjósa ekki svo flokkin hennar!
En lengi lifi Jóhanna og Spaugstofan..
...og Lára Hanna auðvitað líka!
Magnús Geir Guðmundsson, 22.3.2009 kl. 22:16
Sæll Magnús, það vill svo til að það er fjöldi flokksbundinna Samfylkingarmanna (ég er það ekki) sem að eru mjög óánægðir með framkomu Jóhönnu í þessu máli. Ein af þeim heitir Kobrún Oddbergsdóttir blaðamaður, einn af dyggustu stuðningsmönnum Samfylkingarinnar og Jóhönnu. Við Kolbrún erum kannski báðar svona miklir bjánar? Og sorry Magnús, ég hef rétt til þess að hafa mína skoðun rétt eins og þú eða hvað?
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 22:48
Kolbrún Bergþórsdóttir skal hún heita. ekki Oddbergsd.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 23:03
Hólmdís Hjartardóttir, 23.3.2009 kl. 09:47
Hahaha, verður nú bara enn skemmtilegra!
Ég sem sagði bara að mér finndist þetta fyndin röksendarfærsla hjá konunni Þórkötlu, en er túlkað sem einhver íhjlutun í skoðanafrelsi hennar og að ég hafi eitthvað verið að gera lítið úr því!? Fjarri lagi. SVo hefur meint skoðunarfælni frú Jóhönnu breyst yfir í einhverja framkomu í málinu, sem einhver ótiltekin fjöldi Samfóliða er óánægður með og Kolla kellan Bergþórs dregin fram sem sérstök staðfesting þess!Bið ég nú konuna í allri vinsemd og af kurteisi að slappa nú aðeins af, en jafnframt að vera ekki með svona lítt marktæka fullyrðingu um óánægju einhverra um eitthvað svo mjög óljóst og sem hún getur ekki rökstutt með betri hætti en þessum.
Nákvæmlega engu skiptir hvað KB hefur skrifað,nema ef vera skildi að hún og Moggin séu nú komin með einkaleyfi á sannleikanum og "hinu eina rétta"!?
Magnús Geir Guðmundsson, 23.3.2009 kl. 11:01
Er eitthvað að Magnús minn? Þú fylgist víst ekki vel með á netinu ef að þú veist ekki um hvað ég er að tala.
Þórlatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 16:39
Sæl Lára Hanna, ég hef bloggað hjá þér um ýmis málefni, og sagt hér mína skoðun. Kæri mig ekki lengur að verða hér fyrir persónulegu aðkasti og blogga því ekki meir hér. Kveðja Þórkatla.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 16:49
Kolbrún Bergþórsdóttir lýsti því yfir fyrir um tveimur mánuðum í pistli í Morgunblaðinu að hún væri formlega gengin í Sjálfstæðisflokkinn. Hún sagði að sér fyndust þeir svo töff eða eitthvað viðlíka. - Svo fulljóst er að hún er ekki Samfylkingarmanneskja. - Hún var mikill aðdáandi Jóns Baldvins eins og ég og margir fleiri einnig, þó á mismunandi forsendum væri, en mér er til efs að hún hafi gengið í Samfylkinguna því þar hefur Jón Baldvin aldrei þjónað til borðs. - Hann steig til hliðar eins og fleiri helstu foringjar flokkanna sem mynduðu Samfylkinguna til að auðvelda samrunann.
Helgi Jóhann Hauksson, 23.3.2009 kl. 18:11
Það var og. Þá er víst horfið haldreipið í Kollunni samkvæmt orðum Helga J'ohanns hér að ofan. En allt í lagi, ef Þórkötlu skildi líða betur að heyra,þá getur vel verið að kannski tíu eða tuttugu Samfóliðar hafi viðrað óánægju sína og þá væntanlega veifað flokksskírteinum í leiðinni svo hún geti fullyrt að þeir væru í flokknum. Þessi "gríðaróánægja" með hina meintu ákvörðunarfælni frú J og birtist semsagt á netinu, í blogghiemum, virðist þó ekki hafa skilað sér sérstaklega í skoðanakönnunum því konan hefur yfirburði yfir aðra stjórnmálamenn hvað varðar traust í það heila tekið og ´eigin flokki eru víst 90%+ á því að hún leiði flokkin.Að lokum get ég ekki kannast við að hafa staðið fyrir persónulegu aðkasti í garð ÞS, ég stunda ekki slíkt og hf aldrei gert í bloggskrifum mínum.
Magnús Geir Guðmundsson, 23.3.2009 kl. 22:31
Frábært! Ég bukka mig og beygi fyrir svona snilld!
Jakob S Jónsson, 26.3.2009 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.