Silfur dagsins

Það var engin þreyta í Silfrinu í dag. Og ekki verður næsta Silfur síðra ef marka má gestina sem Egill nefndi í lok þáttar. Það verða John Perkins, sá sem skrifaði bókina Confessions of an economic hitman og bandaríkski hagfræðingurinn Michael Hudson. En hér er Silfur dagsins.

Vettvangur dagsins 1 - Dögg Páls, Svanborg Sigmars, Gunnar Smári og Bjarni Harðar

 

Vettvangur dagsins 2 -  Haraldur L. (umrædd grein hér), Andri Geir og Gunnar Axel

 

Jónas Kristjánsson

 

Bandaríski lögmaðurinn Tom Spahn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið óskaplega kemur Svanborg Sigmars vel fyrir. Jónas Kristjánsson nefndi athyglisverðan punkt við Sjálfstæðisflokkinn. Það var hvernig var tekið á umhverfismálum þegar Ólafur F. var nánast "rekinn" út af landsfundi fyrir að taka málstað umhverfisverndar. Umhverfismál eru mál málanna hjá öllum siðmenntuðum þjóðum í dag. Ég hef heirt það hjá fólki, sem ekki gefur sig út fyrir að vera neinir sérstakir umhverfisverndarsinnar, að íslendingar séu aldarfjórðungi á eftir öðrum þjóðum í hugarfari gagnvart umhverfisvernd, ég er sammála því. Miðað við það er Sjálfstæðisflokkurinn algjört fornaldarskrímsli.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 23:16

2 identicon

Þakkir fyrir Lára Hanna .

Maður þarf ekki að missa af þessum góð þætti , það er þér að þakka !

Já, það var margt sagt í þessum þætti og á Egill þakkir fyrir að sækja gott fólk í þessa þætti.

Jónas minnist líka á þá hagsmunahópa sem mynda landsfundargesti.  Heyrði í Krisjáni Þór þar sem hann var að þakka  þeim fyrir sem sóttu koktelboðið , sem LÍÚ borgaði fyrir hann , varðandi formannsframboðið !  

Nýji formaðurinn er í boði kolkrabbans , sagði Jónas !

JR (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 23:37

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Lára,

Þú getur kíkt á bloggið mitt hér.

Kveðja

Andri Geir

Andri Geir Arinbjarnarson, 29.3.2009 kl. 23:54

4 identicon

Hér er merkileg frétt sem því miður er ekki að fá næga athygli, en hún sannar þessa spillingu innan lífeyrissjóðskerfisins. Ef ekki er til íslensk mafía þá veit ég ekki hvað.

 http://skjarinn.is/einn/islenskt/spjallid-med-solva/blogg/ 

Dísa (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 17:45

5 identicon

Sá þetta myndband mjög áhugavert.... Sagan um Dót og eða drasl?

Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 23:35

6 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ágætt að þú birtir þetta hér. Ætla að hlusta á meðan ég blogga.

Hilmar Gunnlaugsson, 31.3.2009 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband