Hvað er í gangi?

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað þetta á að þýða? Hvers vegna FME reynir að hindra upplýsingagjöf til almennings. Þetta eru upplýsingar um hvernig farið var með peningana OKKAR - hvernig VIÐ vorum svikin og blekkt. Loksins þegar Fjármálaeftirlitið gerir eitthvað þá ræðst það á fjölmiðlamenn sem upplýsa það, sem eftirlitið átti að vera búið að taka á fyrir löngu! Er FME með þessu að þrýsta á stjórnvöld að afnema bankaleynd eða er pólitík á bak við þetta í þeim tilgangi að vernda einhverja? Skilur þetta einhver? Ég geri það ekki. Það er eitthvað öfugsnúið við þetta.

Morgunblaðið í dag - Sjá grein Agnesar hér og hér og Þorbjörns hér

Brutu þau bankaleynd? - Moggi 2. apríl 2009

Eyjan í dag - Sjá blogg Egils Helgasonar

FME í herferð gegn fjölmiðlum? - Eyjan 2. apríl 2009

Fréttir Stöðvar 2 í kvöld


Umfjöllun Kastljóss og viðtal við Kristin Hrafnsson 27.1.09


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

JA HÉRNA.....................

eitthvað hafa auarnir í FME að fela nema þeir hafi selt sál sína (hafi einhver verið)

Tryggvi (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 21:38

2 identicon

Það á að vera hægt að treysta stofnunum ríkisins, allt hefur verið gert til að treysta þær sem best í tíð minnihlutastjórnar. Það ber að virða lög og reglur. Réttvísin er ekki gatan eða dagblöðin. Ég hefði sjálf ekki viljað að hver sem er gæti vaðið á mína reikninga og um það sem á þeim væri yrði blaðaefni... Það hefur verið skipaður sérstakur saksóknari (sem blöð birta alltaf myndir af við tómar hillur eða að taka upp úr kössum... saklaust?), það er rannsóknarnefnd á vegum Alþingis að vinnu, þá eru það efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og Fjármálaeftirlitið. Tvær síðustu stofnanirnar hafa gert með sér samkomulag til að allt fari sem best fram og að ekki verði tvíverknaður. Það hefur verið skipt um hausinn á Seðlabanka og staðan auglýst. Það á samkvæmt mér að fara að lögum og ef lögin eru gölluð þarfnast þau breytinga. Það er gott fólk í viðskiptaráðuneyti og dómsmálaráðuneyti og til þess að þar sé ekki minnsti grunur um pólitískt sjónarspil starfar þar fagfólk. Stjórnsýslan almennt á að vera okkar. Til þess að þetta þjóðfélag okkar virki þarf að skapast traust. Ekkert er mikilvægara.

Græna loppan (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 22:08

3 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Það kom að því að hinir raunverulegu glæpónar fundust................ við vorum búin að bíða lengi.........héldum að það væru auðmenn..............en það reyndust svo vera blaðamenn..............margt skrítið í dag!

Kristjana Bjarnadóttir, 2.4.2009 kl. 22:44

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ef að FME mundi af alvöru rannsaka það sem því er ætlað að rannsaka, mundu þeir komast að þeirri óumflýjanlegu niðurstöðu að þeir sjálfir brugðust algjörlega. Því er ekki neinu að búast frá þeim  nema svona veikburða tilraunum til að beina athygli fólks annað.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.4.2009 kl. 22:55

5 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Sæl vertu!

Ég er nú ekki alltaf sammála öllu sem frá Agnesi blessaðri kemur en það er sko understatement að segja að ég hafi verið sammála henni í fréttunum þegar henni fannst það skjóta skökku við að FME eyddi dýrmætum tíma og vinnuafli í að leita þessara "sökudólga" þ.e þeirra sem birtu gögnin. Og þessir miðlar eiga EKKI að verða við beiðnum um fjarlægingu þessa efnis. Ég er viss um að gjaldþrota þjóðin er tilbúin að liðsinna þeim ef þeir verða sektaðir fyrir þennan sjálfsagða fréttaflutning... og færi betur að fleiri miðlar stæðu sig í slíkri birtingu gagna.

Takk fyrir frábært blogg. - Kv. Steini

Þorsteinn Gunnarsson, 2.4.2009 kl. 23:13

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi...hvað getur maður sagt! Maður er búin að ofnota öll stóru lýsingaroðin yfir það hvað réttlætiskennd manns er ofboðið........ Ég er barasta hreinlega kjaftstopp.

Og það gerist ekki oft

Heiða B. Heiðars, 2.4.2009 kl. 23:24

7 identicon

Mér finnst þetta bara ekkert betra en það sem er að gerast á alþingi. Þar virðist öllu vera snúið á haus. Mál sem ekkert hafa að gera með fjárhag heimila eða fyrirtækja virðast ekki hafa neinn forgang eins og stjórnin var mynduð um. Það mætti halda að það sé dregið úr potti um hvaða mál eigi að taka fyrir hverju sinni. Atvinnulausum fjölgar með hverjum degi, fyrirtæki fara í gjaldþrot á meðan verið er að ræða og afgreiða mál eins og t.d. bann við súludansi, það bætir varla mikið hag atvinnulausra. Steingrímur að lána völdum bönkum fúlgur með 2% vöxtum, kjör sem margir skuldarar hefðu gjarnan þegið að fá og jafnvel getað bjargað sér frá gjaldþroti. Nei það er ekki að búast við að FME vinni öðruvísi en að elta smá krimma sem eru þó að upplýsa okkur um það sem gerðist og komast til botns í því. Hinir sem rændu og rupluðu verða kannski teknir seinna ef mál þeirra verða þá ekki fyrnd.

Björn H (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 00:04

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

ARRGGGGG !!  Ég er brjáluð... Það virðist allt vera öfugsnúið...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.4.2009 kl. 00:56

9 identicon

Ég stend með Agnesi og öðru fjölmiðlafólki í þessum málum.  Þau hafa verið gagnrýnd fyrir að gera of lítið, nú eru þau gagnrýnd fyrir að gera of mikið.  Þau eru greinilega farin að nálgast "heitu svæðin".

Mæli með því að þau taki FME fyrir næst, miðað við viðbrögð þar, þá lítur út fyrir að "eitthvað reyni menn að fela á þeim bæ". 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 01:13

10 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Er ekki alveg að ná þesu heldur...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 3.4.2009 kl. 07:05

11 Smámynd: Einar Indriðason

Hafið líka í huga... að Agnes Braga hefur í gegnum tímann ... verið aðeins (orðið "aðeins" er kannski of lítið orð hér) ... höll undir "Foringjann".  Hún er ekki endilega hlutlaus.

Einar Indriðason, 3.4.2009 kl. 07:52

12 identicon

Þú varst alltaf vel með á nótunum þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórn. Nú eru Vinstri grænir í stjórn og þú ert hætt að skilja. Ég skal útskýra þetta fyrir þér: Spillingin er þverpólitísk.

XO

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 08:09

13 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Vissulega skrifar Davíð Oddsson í gegnum  Agnesi Bragadóttur.  Það breytir ekki því að það er sérkennileg fjallabaksleið hjá FME að fara að taka tvo blaðamenn fyrir.

Ætti FME ekki bara að ráðast beint að uppsprettunni ?  Ef þetta er aðalmálið.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 3.4.2009 kl. 08:19

14 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Maður trúir varla sínum eigin augum og eyrum! Spillingin nær greinilega þangað inn og hefur alltaf verið.

Arinbjörn Kúld, 3.4.2009 kl. 09:01

15 identicon

Upplýsingalög, sem taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga, tóku gildi 1. janúar 1997,

Útvarpslögin tóku gildi vorið 2000,

Lög um upplýsingarétt um umhverfismál tóku gildi vorið 2006

... en blaðamennirnir eru taldir hafa brotið þagnarskyldu samkvæmt 58. grein laga um fjármálafyrirtæki frá 2002 :

58. gr. Þagnarskylda.
"Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.
Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna."

Nýr forstjóri fjármálaeftirlitsins ku verða skipaður í dag.

Lög um prentrétt tóku gildi vorið 1956 (lögunum hefur verið breytt sjö sinnum á síðari árum, 1990, þrisvar 1991, 1993, 1998 og 2008, en þó er hvergi minnst á vefmiðla) og sagt er samkvæmt fréttinni á Eyjunni að vitnað sé í bréfinu til þeirra laga.

Er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem lögin virðast ekki gefa blaðamönnum tilhlýðilega vernd.

Græna loppan (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 10:42

16 identicon

ps Kannski er það tímanna tákn, blaðamenn eru loksins almennt farnir að vinna vinnuna sína og veita aðhald... eftir á.

Græna loppan (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 10:54

17 Smámynd: Finnur Bárðarson

FME ræður ekki við flóknari verkefni.

Finnur Bárðarson, 3.4.2009 kl. 12:19

18 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Meira bullið, þó blaðamenn hafi brotið lög sem ég reyndar veit ekki, er það þá hlutverk fjármáleftirlits að eltast við það? Hefði haldið að það væri nóg annað að gera. Og stundum brýtur nauðsyn lög eins og mér finnst eiga við í þessu tilviki. Auðvitað vega almannahagsmunir þyngra í þessu tilfelli og allar upplýsingar um bankahrunið eiga að liggja á borðinu, þetta er mál sem kemur öllum við.

Rut Sumarliðadóttir, 3.4.2009 kl. 13:28

19 identicon

Ég held að brot á bankaleynd sé mun veigaminna en sá gjörningur sem bankamennirnir stóðu fyrir með lánum sín á milli og ofurlaunastefnunni sinni.   Þeir áttu jú að fá ofurlaun þar sem þær bæru svo mikla ábyrgð ... Það er komin tími til að FME taki hausinn úr rassgatinu og fari að gera það sem gera á.  Taka þá til skoðunnar sem settu allt á hausinn. 
Eru þetta ekki fyrstu hótanir um fangelsanir eða sektir sem sést hefur frá þeim ?????

Og að öðru. 
Þingmenn og wonnabie þingmenn tala endalust um að skapa störf á íslandi.  Hvernig væri á að byrja með því að gera starfsheiti Leiðsögumanna sem fara eiga með alla túristana um landið löggilt ?????  Mjög léttur gjörningur og kemur í veg fyrir svartar greiðslur til erlendra leiðsögumanna sem því  miður margir hverjir eru ekki starfi sínu vaxnir. 
Íslenskir leiðsögu menn eru tilstaðar, það bar á því í fyrra að alla vega eitt fyrirtæki sem ég veit um sagði upp íslendingum til að taka að ódýrari leiðsögumenn að utan.  Stöndum nú vörð um störfin, já og frjálsa og gangrýna blaðamennsku....  Það er klást mál að FME ræður ekki við þetta eitt og sér.

Fyrirgefið mér að blanda saman hér þessum tveimur málum en það þarf að gera eitthvað í þeim báðum ...

Örvar Már (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 18:23

20 identicon

Ha, er þetta að gerast í FME undir stjórn VG og Samfylkingarinnar......  Erum við ekki hissa?

Er vinstra liðið nú farið að hjálpa auðmönnunum að fela slóðina?

Spyrjið þetta vinstra lið hvað er í gangi - spilling.

Gísli (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 19:48

21 identicon

Áfram Agnes og aðrir fjölmiðlamenn.  Þið eruð okkar sverð og skjöldur í baráttunni fyrir réttlætinu. Látið ekki ranglætið, þó "löglegt" geti kallast, buga ykkur. Það eru vond lög, sem verja ranglætið. Slíkum lögum  þarf að breyta, svo misvitrir lögmenn  geti ekki nýtt sér þau í annarlegum tilgangi.  Oft var þörf, en nú er nauðsyn, að sannleikurinn nái fram að ganga. Fjölmiðlafólk, þið eigið alla mína aðdáun fyrir ykkar, viðleitni til að bjarga íslenskri þjóð á ögurstundu.

Kveðjur bestar,

Kolbrún Bára

P.s. Takk fyrir öll þín góðu innlegg í umræðuna, Hanna Lára. Þú ert einstök.

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 08:42

22 Smámynd: AK-72

Ég glotti nú aðeins yfir sumum athugasemdum og upphrópunum um að þessar gjörðir tveggja starfsmanna FME, séu vinstri stjórn að kenna, sérstaklega þegar maður athugar þá betur. Ragnar Hafliðason er aðstoðarforstjóri FME og er búinn að vera í þessu í lengri tíma í kerfinu, sem hægri hönd Jónasar Fr. Jónssonar, allt frá upphafi sýnist mér. Giska á að hann hefði ekki fengið þetta starf nema í gegnum flokkskírteinið og e.t.v. sé einmitt að þarna liggi ástæðan á bak við tregðu FME við að upplýsa um glæpi og viljaleysi og andúð við að rannsaka mál tengdum bönkunum og auðmönnum. Hákon Már Pétursson er svo lögfræðingur sem hefur veirð þarna innanhús í einhver ár, líklegast útskrifaður með flokkskírteinið og bláan stimpil á hægri hönd, með þá trú að ríkinu beri ekki að fylgjast með markaðnum, markaðurinn sjái um sig sjálfur.

Í þessum tveimur mönnum og öðrum slíkum í FME og annars staðar, kristallast ákveðinn vandi í stjórnsýslunni. Flokksskírteinn tryggðu mönnum brautargengi gegn því að þeir litu framhjá gjörðum flokksmanna og vanhæfir menn áttu forgang framyfir hæfa menn, vegna þess að þeir voru í rétta flokknum. Eitt af því sem þarf að gera nú, í kjölfar hrunsins er einmitt að hreinsa kerfið burt af slíkum mönnum, mönnum sem setja flokkinn og flokkshollustana framyfir hagsmunum þeirra sem þessir menn eiga að þjóna. Í staðinn eru þeir að vinna gegn hagsmunum almennings og gera hvað sem er til að hindra að lög nái að ganga yfir flokksmenn. Eiga svoleiðis menn að starfa fyrir okkur? Eiga þeir ekki fremur skilið að vera atvinnulausir fremur en allt það fólk sem hefur misst vinnuna vegna bankahrunsins?

Maður spyr sig.

AK-72, 4.4.2009 kl. 15:28

23 identicon

Djöfull er þetta (afsakið munnsöfnuðinn) orðið leiðinlegt þetta endalausa kjaftæði um bankaleynd!!! Hvergi á byggðu bóli nema á Íslandi er hægt að lama eðlilegan framgang í rannsóknum afbrotamála með því einu að jarma "bankaleynd." Það er alveg ótrúlegt að fylgjast með þessu ástandi! Eða kosningasjónvarpið á RÚV í gær - ekki eitt einasta orð um það mál sem ætti að vera algjör forgangsatriði í þessum kosningum: Uppgjör efnahagshrunsins! Það þýðir rannsókn, saksókn, og viðurlög þar sem við á. Við stöndum á rústum íslensks þjóðfélags eins og við höfum þekkt það á seinni hluta 20. aldar; við verðum að byggja upp nýtt kerfi frá rótum og það verður ekki gert nema þetta uppgjör eigi sér stað, eins og Eva Joly benti á. En það verður ekki af því á meðan Fjórflokkurinn ræður ríkjum á Íslandi. Allir angar hans eru vaðandi uppi í mitti í skítnum af þessu, annars hefði ekki verið neitt mál að fá strax lið af erlendum sérfræðingum hingað til að þrífa þetta upp eftir þetta svínarí. 

ella (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband