Kiljan og kirkjugarðurinn

Ég ólst upp í nágrenni við gamla kirkjugarðinn. Þessi garður var og er einn yndislegasti garðurinn í Reykjavík. Í æsku og á unglingsárum fór ég þangað oft þegar ég vildi vera í einrúmi og hugsa málin. Þá - eins og nú - var ég félagslyndur einfari og þurfti oft svigrúm og einveru. Garðurinn var skjól í lífsins ólgusjó. Algjör griðarstaður.

Ég naut þess í tætlur að fylgjast með Agli Helga og Guðjóni Friðriks heimsækja fornar slóðir í Kiljunni í síðustu viku og í gærkvöldi. Þeir heimsóttu leiði rithöfunda og skálda og ofið var inn í ýmsum brotum úr ljóðum og skáldskap eftir og um þá sem þarna hvíla. Mér leið vel í sálinni og hjartanu á eftir og þakka fyrir mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ljóðið þar sem steinharpan kom við sögu var flott. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.4.2009 kl. 01:48

2 identicon

sammál þér,reyndar fannst mér næstsíðasti þáttur með skemmtilegrum Kiljuþáttum vetrarins,já og gleðilegt sumar...

zappa (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 02:30

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Gleðilegt sumar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.4.2009 kl. 03:14

4 Smámynd: Eygló

Ég er nú bara farin að setja Egil Helgason á stall; mér finnst bara allt flott sem frá honum kemur (með góðra manna hjálp auðvitað) Þannig er mér farið að þykja hann bara sætur, þótt hann hafi kannski ekki útlitið með sér... hvað sem það nú þýðir.

Það var hrein unum að fylgjast með röltinu í kirkjugarðinum og efninu sem fléttað var inní.   Svo finnst mér "Rykkornið" alltaf hin besta skemmtun. Ekki síst vegna þess að Bragi er skrýtin skrúfa og skemmtileg með eindæmum. 

Eygló, 23.4.2009 kl. 04:00

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það væri örugglega hægt að búa til a.m.k. eitt leiðsögustarf í gamala kirkjugarðinum við Suðurgötu. Ferð þeirra félaga í garðinn hélt manni hugföngnum.  Hef farið alloft í garðinn og það er eins og að fara aftur í tímann. Svo eru til sögur um garðinn sem hægt væri að sviðsetja fyrir leikhópa eins og þegar Þórbergur kom með vini sínum og vinkonu, til þess að kanna náttúruna í garðinum

Sigurður Þorsteinsson, 23.4.2009 kl. 07:53

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég tek undir orð þín um þennan kirkjugarð Lára.. þarna geng ég oft um á sumrin og bara nýt tilverunnar, enda einstaklega friðsælt og gróðursælt í þessum kirkjugarði.. þarna eru langafi og langamma grafin ásamt þeirra áum enda er ég 9 kynslóðar reykvíkingur sagði amma mín.. hvað svo sem það þýddi.. amk í aðra ættina :)

Ég hafði gaman af þessum Kilju þætti.. og er það sennilega í fyrsta sinn sem ég hef haft gaman af Kiljunni.. 

Óskar Þorkelsson, 23.4.2009 kl. 08:35

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gleðilegt sumar Lára Hanna mín og takk fyrir bloggvináttu. Ég elska þennan garð þó eigi hafi ég í mörg ár komið í hann, en ég er fædd á Hringbraut 32 sem er núna 132 að ég held, fluttist síðan á víðimel og oft skokkaði maður niður í bæ, tók á sig krók í gegnum garðinn og yfir tjarnabrúnna, þeir unnu nefnilega í miðbænum afi minn og pabbi og þá voru nú ekki hætturnar fyrir krakkana að skokka um.

Reykjavík var yndisleg á mínum uppvaxtarárum. Ég er fædd 1942 svo ég slít barnaskónum nokkuð fyrr en þú.
Jæja nú er best að fara að hafa sig til, við erum að fara fram í Lauga þar á ég barnabörn í framhaldsskólanum og það er opið hús í dag, munum við taka með okkur tvær ungar héðan, en við búum á Húsavík áður á Ísafirði svo þú sérð að ég hef stoppað við, á fegurstu stöðum sem til eru, ekki það að allt Ísland er fallegt.
Eigðu góðan dag í dag
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.4.2009 kl. 09:03

8 Smámynd: Einar Indriðason

Gleðilegt sumar, Lára Hanna :-)

Einar Indriðason, 23.4.2009 kl. 09:51

9 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammála, á þó nokkur spor í gamla kirkjugarðinum og fallegar myndir líka. Yndislegur staður.

Rut Sumarliðadóttir, 23.4.2009 kl. 13:56

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Gleðilegt sumar. Átti margar góðar stundir í kirkjugarðinum fyrir margt löngu. Afi minn og amma eru grafin þar en ég veit ekki hvar.

Helga Magnúsdóttir, 23.4.2009 kl. 18:49

11 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Vissulega er kirkjugarðurinn fallegur og frábært framtak hjá þeim Agli og Guðjóni að virða minningu merkra rithöfunda og skálda á þennan hátt.

Ég óska þér gleðilegs sumars Lára

Hilmar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband