Skýjum ofar í boði Framsóknar

Félagsskapur skiptir miklu máli, ekki síst á mótunarárum unglinga. Ekki er svo verra að trítla lífið á enda í eðalkompaníi við klárt og skemmtilegt fólk. Ég hef verið lánsöm að þessu leyti og nú bætti heldur betur í lukkuna hjá mér. Vegsaukinn kom þó úr óvæntri átt - frá Framsóknarflokknum. Þar sit ég nú á lista með þvílíku sómafólki að það hálfa væri nóg. Ég er að springa úr stolti og veit ekki hvernig ég get þakkað Framsókn upphefðina og dv.is fyrir að birta þennan frábæra lista. Öfundsjúkir eru hvattir til að reyna að kæra sig inn á listann með því að senda tölvupóst á framsokn@framsokn.isW00t   Ætli Sjálfstæðisflokkurinn sé með svona lista líka? Mikið væri gaman að komast á hann.

Viðbót: Lesið bréf Baldurs McQueen til Framsóknarflokksins í tilefni listans og öfundarpistil Illuga Jökuls með tilraun til að komast á listann.

Óvinir Framsóknarflokksins - dv.is 22.4.09


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hmprfm

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2009 kl. 16:01

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ætlarðu að segja mér að Samfylkingin og VG vakti ekki bloggheima einnig?

Það væri nú lélegt ef þau framboð gerðu það ekki.

Gestur Guðjónsson, 22.4.2009 kl. 16:05

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það eru allir bloggarar grænir af öfund. En 17 manns í herráðinu er það ekki full mikið í lagt miðað við fylgið.

Finnur Bárðarson, 22.4.2009 kl. 16:13

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Eitthvað þarf að gera til að breiða út fagnaðarerindið ekki satt?

Þjóðin hefur ekki efni á því að gera ekki neitt, eins og minnihlutastjórnin og baugsstjórnin þar á undan.

Gestur Guðjónsson, 22.4.2009 kl. 16:16

5 identicon

Ha ég hlæ af þessum blessuðum fáráðlingum.Mér finnst þetta upphefð fyrir ykkur því að það sem þið hafið haft fram að færa kemur við kaunin á þessu liði.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 16:27

6 Smámynd: Þór Jóhannesson

Til hamingju Lára Hanna ég lít á þetta sem mikla heiðursnafnbót og virðingartitill sem bloggari.

Þór Jóhannesson, 22.4.2009 kl. 16:51

7 identicon

Til hamingju!

Ég er ekki á þessum lista. Það er vegna þess að ég hef lítið sem ekkert skrifað um stjórnmál á mína síðu (skammast mín svolítið fyrir það) en ég hef stundum verið stórorður í athugasemdum á annarra bloggum.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 17:35

8 Smámynd: Anna

You are famous in the blogg world. Dont worry be happy.....

Anna , 22.4.2009 kl. 19:27

9 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þetta er nú ekkert. Ég er beinlínis í Framsóknarflokknum og fæ í tölvupósti allskyns áróður. Stundum líka rukkanir um árgjöld sem ég borga samt aldrei. Á sínum tíma gekk ég í flokkinn til að geta stutt Bjarna fræda í prófkjöri. Nú er hann víst búinn að segja sig úr flokknum og kominn á óvinalistann. Mér hefur hins vegar láðst að segja mig úr flokknum.

Sæmundur Bjarnason, 22.4.2009 kl. 19:50

10 identicon

Til hamingju. Þetta sannar fyrir mér að þú og bloggið, eru að standa sig á þessum síðustu og verstu tímum þegar fjölmiðlar eru allir ritskoðaðir af flokkunum.

Þetta er þarft aðhald. Á þessum spillingar tímum.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 20:08

11 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Úps. Kom aftur hingað og las yfir innleggið mitt frá því áðan. Ein skrýtin prentvilla er hjá mér. Þegar ég tala um Bjarna fræda á ég auðvitað við Bjarna frænda. Það er Bjarna Harðarson fyrrverandi þingmann.

Sæmundur Bjarnason, 22.4.2009 kl. 21:20

12 identicon

Manni dettur í hug vinna sem einn fyrrverandi dómsmálaráðherra hafði með höndum í þágu vestrænar samvinnu.  BB hafði það sem vinnu einu sinni að skrifa niður fyrir bandaríska sendiráðið hverjir væru óvinir .  Svo þegar maður ætlaði til BNA  varð maður sendur inn á skrifstofu til að hlusta á hluta af ævisögu sinni skrifaða af BB !

Framsóknarflokkurinn var auðvitað með í þessari vestrænu samvinnu, þaðan hafa þeir auðvitað eitthvað lært !

JR (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 23:34

13 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Leitt að vera ekki með, verð að gera betur

Ingimundur Bergmann, 23.4.2009 kl. 00:21

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ætli sambærilegur Sjálfstæðislisti sé ekki í bókarformi ?  800 blaðsíður.  

Anna Einarsdóttir, 23.4.2009 kl. 00:31

15 Smámynd: Þór Jóhannesson

JR - góður, hlakka til að sjá hvort ég sé á listum yfir hættulega "kommúnista" næst þegar ég ferðast. :)

Þór Jóhannesson, 23.4.2009 kl. 01:16

16 Smámynd: Kristinn Svanur Jónsson

Það er fáránlegt að segja að það sé eitthvað að því að taka saman lista af fólki sem er að setja út á stefnu flokka. það ætti frekar að fagna því að stjórnmálaflokkar séu að fylgjast með umræðunni.

Kristinn Svanur Jónsson, 23.4.2009 kl. 02:04

17 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Kristinn Svanur... Hver er að segja að það sé eitthvað að þessum lista? Ég fæ ekki betur séð og heyrt en að fólk sé mjög hrifið af þessu - og þeir sem ekki eru á listanum séu grænir af öfund!

En góður punktur hjá Önnu og 800 blaðsíður er örugglega ekki vanmat!

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.4.2009 kl. 02:11

18 Smámynd: Kristinn Svanur Jónsson

Samt dálítið sorglegt að sjá að Þór er þarna... eins ágætur piltur og hann er nú örugglega þá er hann allof oft og of ómálefnalegur. En þökkum bara Sjálfstæðismiðlinum mogganum fyrir að gefa öllum rödd. Kannski er Sjálfstæðisflokkurinn ekki svo slæmur eftir allt, það mega jú allir tala ennþá er það ekki?

Kristinn Svanur Jónsson, 23.4.2009 kl. 02:16

19 Smámynd: Þór Jóhannesson

Er þetta öfund Kristinn Svanur - af því enginn nennir að lesa vælið í þér?

Þór Jóhannesson, 23.4.2009 kl. 02:18

20 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Eigum við að þakka sjálfstæðismönnum fyrir að geta talað? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.4.2009 kl. 02:23

21 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég verð, Lára Hanna, að taka undir vonbrigði margra og lýsa yfir furðu minni á að ég sé ekki á listanum. Ég veit ekki betur en ég sé búinn að hamast við að benda á stóran hlut Framsóknarflokksins í "uppbyggingu" hrunsins í langri samstjórn með Sjálfstæðisflokknum og hvergi slegið af. Farið reyndar svo geyst að ég var farinn að sjá föðurafa minn, góðan og gegnan Framsóknarmann, snúa sér í hringi í gröf sinni, blessuð sé minning hans afa nafna míns. En ég "heyri" hann reyndar, góðan og gegnan samvinnumanninn og umbótasinnan, hneykslast á þessum nútíma Framsóknarflokki, sem ekkert á skylt við félagshyggju- og samvinnuflokkinn sem hann starfaði fyrir.

Það er ástæða fyrir hruni Framsóknar niður í 11% árið 2007 og það er ástæða fyrir því að hann nær sér ekki á strik upp úr stjórnarandstöðu - þrátt fyrir að hafa skipt um forystu. Kannanirnar sýna þetta ljóslega; Hrunið er fyrst og fremst rakið til stjórnaráranna allt frá 1991 en mest frá 1995. Annars væri Samfylkingin að tapa en ekki auka fylgi sitt. Stór hluti kjósenda vill hins vegar algerlega nýtt fólk fram á sviðið og því er mesta sóknin núna hjá Borgarahreyfingunni og VG. 

Framsóknarflokkurinn á virkilega skilið að mælast ekki ofar og mér finnst ég eiga fyllilega skilið að vera á þessum lista.

Friðrik Þór Guðmundsson, 23.4.2009 kl. 02:28

22 Smámynd: Kristinn Svanur Jónsson

hérna er allavega að finna vælið í mér, Kolbrúnu Olíulausri Halldórs og Össuri sem virðist ekki vita hvar Bakki er:

http://kristinnsvanur.blog.is/blog/kristinnsvanur/

Kristinn Svanur Jónsson, 23.4.2009 kl. 02:35

23 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Friðrik minn Þór... margir vilja vera á þessum heiðurslista og ég hef hvatt fólk til að kæra sig inn á hann með því að senda póst á framsokn@framsokn.is. Ertu búinn að prófa?  Allt sem þú segir er hárrétt og þú verðskuldar fyllilega þinn sess á listanum. Kærðu!

Kristinn Svanur... Kolbrún sagði EKKERT í þessu viðtali sem ekki er skylda hennar að segja sem umhverfisráðherra. Sorrý! Össur er svo allt önnur Ella...  Hann er ekki alveg með á nótunum, blessaður.

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.4.2009 kl. 02:50

24 Smámynd: Kristinn Svanur Jónsson

Kolbrún vill ekki nýta náttúruauðlindir landsins það er mjög einfalt, en það þarf almenningur þá að vita.

Stjórnmál eru ekkert flókin, fólk þarf að vita hvaða stefnu flokkar hafa í málefnunum og ef almenningur fattaði að VG vilja ekki að við reynum að ná í hugsanlega olíu og olíuauð í okkar eigin hafssögu, þá væri VG ekki með svona mikið fylgi, þess vegna er VG að deyja úr stessi núna. Þeir eru að fórna stefnunni fyrir atkvæði, sem veit ekki á gott því flokkar eiga að vera með skýra stefnu svo almenningur geti valið flokk.

Ég er enginn öfga hægri maður, hef aldrei kosið Sjálfrtæðisflokkinn en ætla að gera það núna,  en öll skotin sem ég hef fengið fyrir að reyna að vera málefnalegur eru gersamlega hlægileg. Maður ætti kannski að fara að haga sér eins og fífi til að fá athygli, en ég nenni því bara ekki því ég er ekki þannig, en vá hvað ég get orðið pirraður stundum. Sem betur fer ertu ekki þannig Lára og ég kann að meta það. Andskotinn hafi það, ég gæti meira að segja skipt um skoðun:)

Kristinn Svanur Jónsson, 23.4.2009 kl. 03:02

25 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Minn kæri Kristinn Svanur... ef þú ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn núna ertu að leggja blessun þína yfir það sem flokkurinn hefur kallað yfir þjóðina og súpuna sem við sitjum í núna. Svo einfalt er það - í mínum augum.

Ég - og örugglega Kolbrún líka - vil nýta auðlindir landsins á skynsamlegan hátt. Nú veit ég ekki hve kunnugur þú ert blogginu mínu en er þú hefur tíma til að lesa það aftur í tímann skilurðu hvað ég á við með "skynsamlegan hátt". Það sem nú er í bígerð hefur ekkert með skynsemi, endurnýjun eða sjálfbærni að gera. Ekkert.

Einkavæðingar- og frjálshyggjustefna Sjálfstæðisflokksins hefur ekkert breyst og það var einmitt hún sem kom okkur í það klandur sem við erum í núna. Hvernig getur nokkur manneskja með viti viljað þetta áfram?

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.4.2009 kl. 03:16

26 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Kristinn má eiginlega eiga það.. að hann er einn fyrsti Sjálfstæðismaðurinn sem ég sé á bloggheimum... sem er málefnalegur og heldur sig við rök. Ég vil óska honum til hamingju með það og hvet hann að halda áfram á þeim nótum.

Hitt er að rökin eru ekki rétt sem hann segir ... það er búið að leiðrétta það að Vinnstri grænir eru víst tilbúnir að nýta sér olíu auðlindir .. ef farið er eftir nátturuvænum skilyrðum... Þó Kolbrún talaði sem hún væri flokkurinn var hún fyrst og fremst að tala fyrir sjálfa sig... Þetta er marg komið fram.

Brynjar Jóhannsson, 23.4.2009 kl. 03:31

27 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Kristinn Svanur.

Ég hvet þig til að hlusta á þetta áður en þú gengur í kjörklefann;

http://www.youtube.com/watch?v=AoD8umlAOFs

Þú virkar skynsamur og ættir því að sjá samhengið milli Sjálfstæðisflokksins, efnahagsundursins og efnahagshrunsins.

Anna Einarsdóttir, 23.4.2009 kl. 09:40

28 identicon

Til hamingju, Lára Hanna 

Rómverji (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 13:29

29 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Gaman og fróðlegt væri að sjá svona lista frá öllum -amk- fjór-flokkum...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 24.4.2009 kl. 03:18

30 Smámynd: Þór Jóhannesson

Samsæris-Hildur-Helga að reyna að gera ALLA tortryggilega auðvitað til að hífa upp lýðskrumarahreyfingu Þráinns Bertelssonar!

Svona óstaðfestar dylgjur klappstýrum þessa kjánalega framboðs sem alvöru byltingarsinnar hlaupa frá í lestaförmum eru frekar þreyttar - verður að segjast.

Þór Jóhannesson, 24.4.2009 kl. 07:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband