Fyrirmyndarframbjóðandi með allt á hreinu

Ég þurfti að spóla hvað eftir annað til baka þegar ég horfði á þetta viðtal. Bíðum við... hvað var hann að enda við að segja? Og nú segir hann þetta! Hann var í mótsögn við sjálfan sig hvað eftir annað og tvískinnungurinn hrópaði á mig nánast í hverri setningu. Burtséð frá málefninu var þetta ótrúlegt viðtal. Ég gat ekki stillt mig um að hlæja þótt málefnið væri í raun grafalvarlegt.

Ástþór Magnússon hefur farið mikinn og kennt öllum öðrum en sjálfum sér um afspyrnulélegt fylgi Lýðræðishreyfingarinnar, einkum RÚV og Agli Helgasyni. Eflaust hefur verið ágætisfólk í framboði fyrir hreyfingu Ástþórs en ég óttast að Geiri á Goldfinger hafi ekki laðað að hreyfingunni mörg atkvæði. Ég er ósköp sátt við að þessi þriðji maður á lista Lýðræðishreyfingarinnar í Suðvesturkjördæmi mun ekki sitja á Alþingi Íslendinga alveg á næstunni.

Viðtal ársins í Íslandi í dag 28. apríl 2009

 

Á að banna nektardansstaði á Íslandi? - fólkið á götunni og ráðherrann

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sem betur fer eru tvær af dætrum mínum að sinna öldruðu fólki á Grund.  Þetta viðtal er með ólíkindum.  Þvílík siðblinda. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.4.2009 kl. 23:47

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hélt að það væri búið að banna heilaaðgerðina lóbótómíu en þarna hefur einn veitingamaður komist undir hnífinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2009 kl. 00:10

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Enda er ekki kvenlegt að koma nakin fram...

Steingrímur Helgason, 29.4.2009 kl. 00:25

4 identicon

ekkert smá samkvæmur sjálfum sér þessi frambjóðandi.

zappa (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 01:54

5 identicon

Hverra erinda gengur Sindri í aðferðafræðinni?

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 07:43

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég er algerlega á móti banni.. boð og bönn að ofan virka EKKI

Óskar Þorkelsson, 29.4.2009 kl. 12:08

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þetta (viðtalið við Geira) minnir mig á strákinn sem sagði að hann ætlaði að sofa hjá eins mörgum konum og hann gæti áður en hann gifti sig, en  ætlaði að giftast hreinni mey!

Rut Sumarliðadóttir, 29.4.2009 kl. 12:23

8 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Og er eitthvað athugavert við það ?? Maður fer nú ekki að giftast einhverri dræsu !!

Börkur Hrólfsson, 29.4.2009 kl. 12:26

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Spyrjum okkur af hverju karlmenn sækja þessa staði og veita þeim þar af leiðandi rekstrargrundvöll? Á einhver svar við þeirri spurningu?

hmm kannski til að sjá fallegan kvenlíkama ;)  en spurjum okkur líka hverjar eru þessar konur sem í þúsundatali vilja vinna við svona súlur.. og afhverju ?

Óskar Þorkelsson, 29.4.2009 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband