3.5.2009
Silfur dagsins
Þessu er hnuplað af bloggi Egils:
Ég spurði Kára hvort hann væri til í að fara og stjórna Silfri Egils í dag.
Ég væri þreyttur.
Sagðist mundu lána honum jakkaföt og gleraugu.
Drengurinn brosti og sagði:
"Þetta er góðlátlegt og skemmtilegt grín hjá þér, pabbi."
___________________________________________
Vettvangur dagsins - Jón Gunnar, Guðmundur, Lilja og Marinó
David Lynch
Sýnishorn úr heimildarmynd um flugfélagið Loftleiðir
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ég var bara nokkuð ánægður með Silfrið í dag og það var ákaflega fróðlegt að fylgjast með David Lynch og fylgdarliði hans. Ég skipist á nokkrum orðum við David eftir viðtalið og líkaði strax vel við manninn. Tek það fram að ég kunni ekki við að biðja um eiginhandaráritun. Þó sumar myndir hans hafi verið óttarlegt rugl og að ég tali nú ekki um season 2 í Twin Peaks, þá var fyrra seasonið algjör perla og margar myndanna eru það líka. Mörg af uppáhaldslögunum mínum koma einmitt úr fyrri Twin Peaks þáttaröðinni og eru flest eignum David.
Vegna umræðunnar um greiðsluverkfall, þá langar mig að taka fram að enginn fer ótilneyddur eða að ástæðulausu í slíka aðgerð. Það eru stjórnvöld og bankarnir sem hafa sett upp þær aðstæður að fólk sér ekki aðra kosti í stöðunni. Flestir sem ég hef rætt við telja sig ekkert græða á því að halda áfram að greiða. Ákveðin lán séu komin í vanskil og allt stefnir í nauðungarsölu. Því sé alveg eins gott að hætta að greiða og hafa í staðinn einhvern pening milli handanna.
Marinó G. Njálsson, 3.5.2009 kl. 23:31
Já, fínt Silfur og þú ert alltaf góður, Marinó. Hvort sem er á blogginu, Austurvelli eða í Silfrinu.
Tek undir skoðun þína á fyrri TP-seríunni sem var fín. Sú seinni var hálfgert flopp.
Lára Hanna Einarsdóttir, 3.5.2009 kl. 23:37
Það stóð nú knappt að ég næði að komast í Silfrið í dag. Var í Vestmannaeyjum síðustu daga og kom með Herjólfi í morgun. Kom 7 eða 8 mínútur í hálf upp í Sjónvarp. En það tókst.
Marinó G. Njálsson, 3.5.2009 kl. 23:58
Óskar - Guðjón var einmitt að velta því fyrir sér hvort framtíðarsýn allra Íslendinga hefði verið að byggja hér upp alþjóðlegri fjármálamiðstöð, hann var alls ekki að mæla með því! Hann er að mæla með því að Ísland verði land nýsköpunar á sviði sjálfbærar þróunar, þú getur séð meira um þessar frábæru hugmyndir hér: http://www.hugmyndaraduneytid.is/?p=771
Róbert Viðar Bjarnason, 5.5.2009 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.