3.5.2009
Opið bréf til viðskiptaráðherra
Elías Pétursson, sem fólk man eflaust eftir úr Silfri Egils 8. febrúar og 19. apríl skrifaði opið bréf til Gylfa Magnússonar, viðskiptaráðherra, sem Egill Helgason birti á bloggi sínu. Elías veitti mér góðfúslegt leyfi til að birta það líka - því víðar sem það berst því betra. Ég er handviss um að Elías talar hér fyrir munn æði margra. Hér er ræða Gylfa Magnússonar á Austurvelli 18. janúar sl.
Mosfellsbæ 03.05 2009
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra
Sæll vertu Gylfi, þar sem ekki er að finna neitt netfang hjá þér á heimasíðu ráðuneytis þíns né aðra fljótlega kosti til sambands ákvað ég að skrifa þér opið bréf og fá höfðingjann Egil Helgason til þess að birta það. Þetta geri ég náttúrulega í trausti þess að þú og þitt fólk lesið þá bloggsíðu, enda augljós skyldulesning fyrir stjórnmálamenn sem og aðra áhugasama um andlega jafnt sem almenna stöðu þjóðarinnar.
Fyrst vil ég segja þér til hróss að á stuttum ferli hefur þú náð undraverðum árangri í list þeirri sem stjórnmál á Íslandi eru, það er hrein unun að sjá hve miklu valdi þú hefur sérstaklega náð í því að tala mikið en segja lítið eða ekkert þegar best tekst til. Sérstaklega er þessi árangur aðdáunarverður ef horft er til þess að áður fyrr var því þannig varið að í hvert sinn sem þú komst fram þá var lítið talað en mikið sagt.
Einnig er mjög aðdáunarvert hvernig þú verð kerfið sem stjórnmálin nærast á en sleppir því að mestu að verja blessað fólkið sem lifir í kerfinu. Allt eru þetta álitnir góðir kostir stjórnmálamanns á voru kreppuhrjáða landi.
Það var til dæmis án vafa merkileg grein þín þar sem Tryggvi Þ Herbertsson var dreginn sundur og saman í háði fyrir hugmynd sína um leiðréttingu skulda almennings. Ekki það að ég geti gert mér grein fyrir því hvort hugmynd Tryggva hafi verið umræðu virði, enda ræddir þú hana ekki málefnalega. Hvað þá að þú gæfir okkur pöpulnum" vísbendingar um hvað væri svona arfavitlaust við hugmynd hans og fleiri um einhverslags niðurfellingu skulda eða leiðréttingu vísitölu. Sama á við um viðbrögð þín og stjórnfélaga þinna sem kenna sig við alþýðu og jöfnuð þegar Framsóknarflokkurinn kom með aðra útgáfu af leiðréttingarleiðinni. Þá enn og aftur voru menn settir út af borðinu með þeirri röksemd að hugmynd þeirra væri rugl án þess að okkur almenningnum minna færum í reiknikúnstum hagfræðinnar væri gerð grein fyrir hvers vegna allar hugmyndir sem beinast í þá átt að forða fólki frá gjaldþroti séu rugl.
Allt er þetta merkilegt í ljósi þess að stór hluti þess tjóns sem orðið hefur er ekki okkur almenningi" að kenna" né heldur að við höfum fengið neinu ráðið um aðgerðir né lausnir.
Hugmyndir ykkar virðast reyndar frekar snúast um það að láta fólk borga og borga þar til gjaldþrot er óumflýjanleg staðreynd og taka svo á málum með biðröðum, tilsjónarfólki og eyðublöðum í metravís.
Nú vil ég ekki vera með leiðindi við jafn vísan mann og þú augljóslega ert en bendi þó á að sumum gæti þótt betri kostur að bjarga fólki frá gjaldþroti en að aðstoða það í gegn um gjaldþrot. Jafnvel gæti verið möguleiki að gera sitt lítið af hvoru.
Um þverbak keyrði þó í tækni þinni á sviði stjórnmálaumræðu þegar ég las ummæli þín í kjölfar frétta þess efnis að fólk væri jafnvel að hugsa um að hætta að greiða af lánum. Þó svo að ég skilji vel í ljósi sögunnar að þú og þitt samstarfsfólk vilji viðhalda skjaldborginni um fjármagnseigendur þá ert þú farinn að ganga fulllangt í orðum þínum um aðgerðir ríkisstjórnarinnar.
Sérstaklega eru það eftirfarandi orð þín sem vitnað er til á mbl.is og mig langar hér að innsetja og vona að mbl fyrirgefi mér.
Það er búið að grípa til víðtækra ráðstafana til að gera fólki kleift að standa í skilum, með því að létta greiðslubyrði bæði vegna verðtryggðra lána og gengistryggðra," segir Gylfi. Fólk með verðtryggð lán geti fengið lækkun á greiðslum í hverjum mánuði og fengið greiðslurnar tengdar vísitölu sem tekur mið af launaþróun og atvinnustigi. Varðandi erlendu lánin eru núna komin úrræði sem gera fólki kleift að fá sambærilega greiðslubyrði og var vorið 2008, áður en krónan fór að gefa verulega eftir."
Finnst þér í alvöru að það séu boðlegar aðgerðir ríkisstjórnar að framlengja í lánum og færa allt afturfyrir og lengja. Er það skilningur þinn og ríkistjórnar að fólki sé engin vorkunn af því að lengja lán um tugi ára og verða í raun leigjendur í eigin húsnæði ríkisins. Allt vegna rangra ákvarðana stjórnmála-, embættis- og eftirlitsmanna, já og misferlis hringrásarvíkinganna og glæpamanna þeim tengdum
Er það einhver lausn fjölskyldna að fá greiðslubyrði setta niður ef 40 ára lánið er orðið 70 ára lán. Er það lausn að lengja í ólum lánþega þegar ekkert er verið að gera til endurreisnar þjóðfélagsins.
Með kveðju og von um lausnir,
Elías Pétursson
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:22 | Facebook
Athugasemdir
Þakka Elíasi fyrir nauðsynleg skrif!
Hlédís, 3.5.2009 kl. 21:42
Tek undir með Elíasi.....mér finnst málfutningur Gylfa hafa breyst mikið því miður!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.5.2009 kl. 21:59
Að borga eða borga ekki, það er spurningin. Og það hefur verið spurningin allt frá því að ákveðið var að þjóðin gengi ábyrgð fyrir hinu glataða fé. Að borga þýðir ekki bara smá-vesen, heldur alvarlegar þrengingar fyrir almenning. Er fólk eitthvað seint að átta sig á þessu? Gylfi talar eins og sá sem ætlar að borga, ætlar að láta þjóðina borga. Hann veit að ekki er hægt að afskrifa neitt af skuldum almennings og borga skuldunautum landsins líka. - Það er búið að vera ræða þetta í marga mánuði og enn tala margir eins og það sé til einhver galdralausn. Þjóð sem er á hausnum, þýðir að þegnar hennar eru á hausnum. - En það sem stjórnmálamenn fyrir kosningar gerðu rangt, var að vera láta að þetta væri bara skammvinnt bakslag. Nú er aftur á móti að koma í ljós að þetta ástand, mun verða viðvarandi í mörg ár. Það vill bara enginn segja það á Íslandi þar sem sendiboðar með slæmar fréttir eru jafnan gerðir ábyrgir fyrir fréttunum og síðan snyrtilega "aflífaðir".
Svanur Gísli Þorkelsson, 3.5.2009 kl. 22:16
Sammála, Gylfi er eins og umskiptingur.
Ótal mörg dæmi um að hann tali þveröfugt við það sem hann gerði fyrir "ráherra".
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.5.2009 kl. 23:24
Elías er hugaður maður og færi ég honum bestu þakkir fyrir. Hann bendir nefnilega á mjög alvarlega veilu í ,,skjaldborgarsmíði" ríkisstjórnarinnar sem ég vona að ráðherrar hennar leiðrétti hið fyrsta.
Spron banki var að auglýsa í dag að launþegar gætu ,,hagnast" um milljónir við að greiða niður höfuðstólinn hraðar niður þ.e. stytta lánstímann í raun. Ingólfur fjármálaspekúlant kennir einmitt þessa hugmyndafræði sem gengur út á að því hraðar sem lán eru greidd niður því hraðari verði eignamyndunin hjá einstaklingum. Hann ráðleggur þess vegna fólki að taka íbúðalán til eins skamms tíma og mögulegt er.
Það er þess vegna athyglisvert að lausnin sem ríkisstjórn búsáhaldarbyltingarinnar bíður fólki gengur í þveröfuga átt. Sem sagt: Bankarnir hafa fundið ráð hvernig eignamyndun þeirra verði sem mest á kostnað lántakanda þ.e.a.s. hvernig þeir geta grætt meira! Lengjum bara lánin hjá fólkinu þá verður hagnaðurinn okkar bankanna meiri! Þetta eru aum ráð ríkisstjórnar sem vill kenna sig við réttlæti og jöfnuð verð ég að segja!
Ég hélt satt að segja að stjórnmálamenn hefðu lært eitthvað á undanförnum mánuðum en svo virðist því miður ekki vera.
Jón Baldur Lorange, 3.5.2009 kl. 23:25
Sem einn af þátttakendum Búsáhaldabyltingarinnar mótmæli ég því að þessi ríkisstjórn hafi verið "hennar ríkisstjórn", Jón Baldur. Ég held að ef almenningur hefði fengið að velja hefði verið mynduð utanþingsstjórn.
Lára Hanna Einarsdóttir, 3.5.2009 kl. 23:31
Þetta er þörf ábending, Jón Baldur!
Skásta skýring á "lausnunum" og "skjaldborginni" hjá SF er að fólkið KUNNI EKKI að reikna.
Hlédís, 3.5.2009 kl. 23:34
Mér fannst nú VG ,,stela" af ykkur byltingunni en það er bara mín skoðun. Og Lára Hanna, Gylfi er ,,utanþingsráðherra" ef svo mætti kalla. Eina ríkisstjórnin sem myndi ganga núna er þjóðstjórn, eins og ég hef talað fyrir frá hruninu. Skilaboð þjóðarinnar til stjórnmálamanna eiga að vera þessi:
Ég skal síðan taka undir með þér að ef þeir bregðast aftur þá þarf að leita annarra leiða. En að velja utanþingsstjórn er í raun að viðurkenna að það lýðræðiskerfi sem við höfum valið okkur gengur ekki upp. Við eigum að gefa þeim annan séns og það gerum við aðeins með myndun þjóðstjórnar allra flokka. Ef sú leið gengur ekki upp þá er komið að ráðum Njarðar með stjórnlagaþingi sem semur nýja stjórnarskrá fyrir annað lýðveldið Ísland.
Jón Baldur Lorange, 3.5.2009 kl. 23:58
Lára Hanna: Fullkomlega sammála þér um utanþingsstjórn, það var sá kostur sem flestum hugnaðist af þeim sem ég ræddi við á meðan á mótmælunum stóð. Held að fáir hafi viljað sjá Samfylkinguna áfram við stjórnvölinn, ekki voru þau að standa sig vel þá og ekki eru þau að standa sig vel núna, því miður.
Gunnar, 4.5.2009 kl. 00:12
Jón Baldur: Það voru Sjálfstæðismenn sem klíndu byltingunni á VG, þvert gegn vilja VG (nema rétt fyrir kosningarnar).
Og það er lítið mál að viðurkenna að "lýðræðis"kerfið sem við búum við gangi ekki upp. Það gengur ekki upp.
Gunnar, 4.5.2009 kl. 00:13
Elías Pétursson talar fyrir mína hönd, takk fyrir að birta þetta opna bréf hans á síðunni þinni.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.5.2009 kl. 00:25
H'er þykir mér dómharkan draga vagnin og þá fyrst og síðast vegna eða í krafti pólitískra viðhorfa.Það er allavega á krystaltæru í tilfelli Jóns B. Lorange. Honum til upprifjunar þá var þjóðstjórnarhugmyndin hans og einhverra fleiri sjálfsagt, einfaldlega andvana fædd, því fv. forsætisráðherra og formaður D, Geir Haarde, gerði skýlausa kröfu um forystu í slíkri stjórn. Það gátu engir aðrir samþykkt og þarf ekki að fjölyrða hvers vegna.
Það er engin sérstök hugmyndafræði að hendi Ingólfs H. Ingólfssonar, að með því að greiða sem hæst hlutfall af höfuðstól lána, því betra. Þetta er einfaldlega reiknileg staðreynd, því vextir og verðbætur miðast við lánstíman þannig að eðli málsins samkvæmt greiðir lántakandi lægri upphæðir í kosnað eftir því hve hratt og mikið hann greiðir lánið niður.Að sjálfsögðu ræðst þetta svo auðvitað og er með þeirri grunnforsendu ráðlagt, að fólk hafi tekjur, og aðstæður til umfram að fæða sig og klæða. Aðstæður fólks eru hins vegar afskaplega misjafnar og bara hjá þeim er í vanda eru staddir, margar ástæður að baki.Ég get ekki talið mig mín kæra Lára Hanna til þeirra sem þú heldur að Elías mæli fyrir munn í þessu bréfi. Í því finnst mér felast nokkrir sleggjudómar er ég get ekki skrifað undir og ósanngirni í garð Gylfa.Ætla ekki að fara neitt nánar út í það, nema hvað að ansi mikið og margt var deilt á þessar flötu skuldaniðurfellingatullögur einfaldlega vegna þess að í þeim fólst m.a. mikil mismunun milli skuldara til dæmis á höfuðborgarsvæðinu og víðast annars staðar á landinu.En það er eins og Elíasi hafi ekki borist það til eyrna!?
Magnús Geir Guðmundsson, 4.5.2009 kl. 00:50
Þetta er frábær ádrepa hjá Elíasi!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.5.2009 kl. 04:06
Í fyrsta lagi vil ég taka undir með Láru Hönnu þar sem hún segir að núverandi ríkisstjórn sé ekki ríkisstjórn búsáhaldabyltinarinnar. Og það er lítið mál og færist æ nær að þessari ríkisstjórn verði gert það morgunljóst að hún á ekkert í nefndri byltingu. Nú er fólk farið að tala sig saman um að mæta aftur á Austurvöll, ekki bara til mótmæla heldur öllu frekar til aðgerða gegn þessari svikamyllu sem kallar sig ríkisstjórn og reynir auk þess að stela glæpnum frá okkur, þ.e. búsáhaldabyltingunni.
Fólk ætti að fara að átta sig á því að það stendur ekki til að slá neinni skjaldborg um heimilin í landinu heldur að láta þau borga með öllum tiltækum ráðum. Hins vegar er ríkisstjórninni í mun að verja hagsmuni fjármagnseigenda, bankanna og ríkisisins sem bera alla ábyrgð á því hvernig staða heimilanna og hins almenna launamanns er nú orðin. Við, og ég leyfi mér að tala fyrir stóran hluta almennings sem er að kikna undan spillingarglæpunum, já við munum ekki láta þessar áætlanir ríkisstjórnarinnar yfir okkur ganga frekar en glæpaverk sjálfstæðisflokksins sáluga. Alvöru lausnir fyrir alvöru þjóð, við sættum okkur ekki við neitt annað!
corvus corax, 4.5.2009 kl. 06:54
Gylfi Magnússon er ráðherra SF þó hann sé utan þings. Ég held að hann sé ágætur til starfsins en Það er ekki hægt að ætlast til að hann sé í einhverjum stórframkvæmdum eða með stórar yfirlýsingar þegar ríkistjórnin sem hann situr í veit ekki hvort hún er að fara eða koma.
Guðmundur Jónsson, 4.5.2009 kl. 09:48
Þetta er ágæt grein hjá Elíasi.
Ég er sammála því að allt of skammt er gengið í að rétta hlut skuldara.
Ég er sammála því að það er næsta óásættanleg lausn að lengja einfaldlega í lánum fólks.
Hins vegar er það hárrétt hjá Gylfa Magnússyni, viðskiptaráðherra, að það er engin lausn fólgin í því fyrir fólk sem getur staðið í skilum að hætta að borga af lánum sínum. Það hlýtur að leiða það sama fólk í enn verri mál og hafa enn frekari neikvæð áhrif á samfélagið. Og í raun væri sú hegðun engu skárri en hegðun útrásarvíkinganna sem lamað hefur efnahagslífið á Íslandi.
Krefjast verður þó róttækari aðgerða af hálfu stjórnvalda til að rétta hlut skuldara.
Eiríkur Sjóberg, 4.5.2009 kl. 11:52
Íslenska lýðveldið 2.0
Góð hugmynd.
Það er augljóst að leiðrétta þurfi þessi íbúðalán og færa vísitöluna til baka.
En svo virðist sem þessi skjaldborg sem talað var svo hraustlega um .. er um bankana. Ekki um fjölskyldurnar í landinu. Það er dapurlegt.
ThoR-E, 4.5.2009 kl. 13:07
Eigum við að setja á laggir utanþingsstjórn? Neyðarstjórn til 8 mánaða?
Við þyrftum að finna fimm til sex manns, ráðherra, sem störfðuðu með alþjóðlegum ráðgjafarhópum. Þingmenn yrðu sendir heim með þriggjamánaða uppsagnarfrest. Síðan yrið þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort framlengja ætti tímabil neyðarstjórnarinnar, t.d. um sex mánuði til viðbótar, eða boða til alþingiskosninga. Samhliða þessu ætti að halda stjórnlagaþing og semja nýja stjórnarskrá, stofna 2. lýðveldið.
Því miður tóks "spilltu kerfinu" að haga alþingiskosningunum eins og hér hefði ekkert sérstakt gerst. Af hverju að láta þau sem bera ábyrgð á því að allt var keyrt í þrot sjá um björgunarstarfið? Hafa þau ekki fyrirgert rétti sínum? Eigum við ekki að taka völdin af þeim og fá þau fólki sem við treystum? Hefur almenningur neyðarrétt?
Þetta gæti orðið snemma í haust. Það er betra að einhver stefna liggi fyrir ef allt fer í bál og brand.
Hvar eru nú öldungar Íslands, sem sögðu hver á fætur öðrum að "stjórnmálastéttin" yrði að víkja til hliðar?
Rómverji (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 16:03
Persónulega fannst mér afar sérkennilegt að hlusta á mann segja í útvarpi, að hann ætti tvær ííbúðir. Skuldaði 9 milljónir í annarri en 5 milljónir í hinni. Hann gæti vel greitt afborganirnar , en ætlaði samt ekki að gera það. Hann ætlaði í greiðsluverkfall.
Mér finnst líka einkennilegt að heyra að 40% af íbúðalánum hafi farið í neysðlu en ekki íbúðakaup.
Svo spyr ég að lokum : Hversvegna á almenningur að borga fyrir manninnn sem klypti sér Porsche jeppa og getur nú ekki borgað eða fyrir þann sem keypti sér ofurpallbíl frá Ameríku. Mér finnst þetta ekki vera má almennings. Þesir gæjar geta bara keypt sér gamlar Lödur. Trabantinn er vísu ekki lengur á markaði. Nú eða bara fengið sér eða farið í Strætó
Það er fullt af fólki sem sannarlega þarf á aðstoð að halda til að halda húsnæði sínu. Það á mína samúð. Því á að hjálpa og er verið að hjálpa. Ég get ómögulega vorkennt þeim sem notuðu húsnæðioslán í neyslu eða keptu sér bíla sem þeir voru ekki borgunarmenn fyrir. Það er í góðu lagi að kaupa dýra bíla. Menn verða bara að eiga fyrir þeim.
Eiður Guðnason (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 16:18
Biðst velvirðingar á innsláttar og fljóstfærnisvillum. Hér kemur færslan lagfærð.
Persónulega fannst mér afar sérkennilegt að hlusta á mann segja í útvarpi, að hann ætti tvær ííbúðir. Skuldaði 9 milljónir í annarri en 5 milljónir í hinni. Hann gæti vel greitt afborganirnar , en ætlaði samt ekki að gera það. Hann ætlaði í greiðsluverkfall.
Mér finnst líka einkennilegt að heyra að 40% af íbúðalánum hafi farið í neysðlu en ekki íbúðakaup.
Svo spyr ég að lokum : Hversvegna á almenningur að borga fyrir manninnn sem klypti sér Porsche jeppa og getur nú ekki borgað eða fyrir þann sem keypti sér ofurpallbíl frá Ameríku. Mér finnst þetta ekki vera má almennings. Þesir gæjar geta bara keypt sér gamlar Lödur. Trabantinn er vísu ekki lengur á markaði. Nú eða bara fengið sér eða farið í Strætó
Það er fullt af fólki sem sannarlega þarf á aðstoð að halda til að halda húsnæði sínu. Það á mína samúð. Því á að hjálpa og er verið að hjálpa. Ég get ómögulega vorkennt þeim sem notuðu húsnæðioslán í neyslu eða keptu sér bíla sem þeir voru ekki borgunarmenn fyrir. Það er í góðu lagi að kaupa dýra bíla. Menn verða bara að eiga fyrir þeim.
Eiður Guðnason 4.5.2009 kl. 16:18
Birt að nýju með leiðréttum stafavillum og innsláttarvillum EG
Persónulega fannst mér afar sérkennilegt að hlusta á mann segja í útvarpi, að hann ætti tvær ííbúðir. Skuldaði 9 milljónir í annarri en 5 milljónir í hinni. Hann gæti vel greitt afborganirnar , en ætlaði samt ekki að gera það. Hann ætlaði í greiðsluverkfall.
Mér finnst líka einkennilegt að heyra að 40% af íbúðalánum hafi farið í neysðlu en ekki íbúðakaup.
Svo spyr ég að lokum : Hversvegna á almenningur að borga fyrir manninnn sem klypti sér Porsche jeppa og getur nú ekki borgað eða fyrir þann sem keypti sér ofurpallbíl frá Ameríku. Mér finnst þetta ekki vera má almennings. Þesir gæjar geta bara keypt sér gamlar Lödur. Trabantinn er vísu ekki lengur á markaði. Nú eða bara fengið sér eða farið í Strætó
Það er fullt af fólki sem sannarlega þarf á aðstoð að halda til að halda húsnæði sínu. Það á mína samúð. Því á að hjálpa og er verið að hjálpa. Ég get ómögulega vorkennt þeim sem notuðu húsnæðioslán í neyslu eða keptu sér bíla sem þeir voru ekki borgunarmenn fyrir. Það er í góðu lagi að kaupa dýra bíla. Menn verða bara að eiga fyrir þeim.
Eiður Guðnason 4.5.2009 kl. 16:18
Persónulega fannst mér afar sérkennilegt að hlusta á mann segja í útvarpi, að hann ætti tvær íbúðir. Skuldaði 9 milljónir í annarri en 5 milljónir í hinni. Hann gæti vel greitt afborganirnar af lánunum, en ætlaði samt ekki að gera það. Hann ætlaði í greiðsluverkfall.
Mér finnst líka einkennilegt að heyra að 40% af íbúðalánum hafi farið í neyslu og spandans en ekki til íbúðakaupa.
Svo spyr ég að lokum : Hversvegna á almenningur að borga fyrir manninnn sem keypti sér Porsche jeppa eða Hummer ferlíki og getur nú ekki borgað, eða fyrir þann sem keypti sér þriggja tonna ofurpallbíl frá Ameríku. Mér finnst þetta ekki vera má almennings. Þesir gæjar geta bara keypt sér gamlar Lödur. Trabantinn er vísu ekki lengur á markaði. Nú eða bara fengið sér Vespu eða farið í Strætó
Það er fullt af fólki sem sannarlega þarf á aðstoð að halda til að halda húsnæði sínu. Það á alla mína samúð. Því á að hjálpa og því er er verið að hjálpa. Ég get ómögulega vorkennt þeim sem notuðu húsnæðislán í neyslu eða keyptu sér bíla sem þeir voru ekki borgunarmenn fyrir. Það er í lagi að kaupa dýra bíla. Menn verða bara að eiga fyrir þeim.
Eiður Guðnason 4.5.2009 kl. 16:18
Eiður (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 16:37
Hvort sem þessir aðilar Eiður, keyptu sér hluti sem eru þér ekki þóknanlegir :) að þá hafa lánin hækkað fáránlega.
Það tengist ekki bílakaupum þeirra.
Það tengist auðmönnum sem fengu banka upp í hendurnar og keyrðu þá í þrot á 6 árum og tóku efnahag Íslands með í leiðinni. Krónan hrundi og verðbólgan fór upp.
Þar af leiðandi hækkuðu öll lán og fólk sem átti ævisparnaðinn í íbúðum .. horfði á hann fuðra upp. Sama er um bílaeigenda sem átti kannski milljón í bíl og skulduði milljón .. semsagt bíllinn metinn á 2 milljónir.. en nú er lánið 3 milljónir og bíllinn metinn á c.a milljón. (lán í erlendum gjaldeyri)... bara eitt dæmi.
Sama hversu óábyrgð kaupin voru að þá hefur orðið eignaupptaka hjá þjóðinni... og upphæðum lána þeirra breytt .. í tölvu ... engir peningar skiptu um hendur.. heldur breyttist upphæðin bönkunum í hag... og skuldurum í óhag.
Það þarf að leiðrétta!
ThoR-E, 4.5.2009 kl. 16:44
Mér sýnist Eiður endilega þurfa að koma skoðun á framfæri.
Hlédís, 4.5.2009 kl. 16:50
Tæknileg fákunnátta mín í tölvumálum olli mistökum við leiðréttingu færslunnar að ofan. Þarf líklega að mennta mig betur!
Það skiptir litlu máli hvað mér þóknanlegt í þessum efnum, AceR (hvað sem það nú er?) Ábyrgð bankanna er vissulega mikil og bankamannanna , þeirra tiltölulega fáu sem ryksuguðu rassvasa þjóðarinnar og sitja nú með digra sjóði. Það breytir ekki því að fjölmargir hegðuðu sé afar ógætilega í fjármálum og það er ekki sanngjarn að almenningur borgi þeirra brúsa.
Eiður (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 16:52
Rómverji: Ég vildi að þú værir staðsetttur á mikilvægum stað í stjórnsýslunni og talaðri þar sem hlustað væri á þig og farið væri eftir því sem þú segir!!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.5.2009 kl. 17:13
hvað sem hvað nú er Eiður ? ertu að velta fyrir þér nafninu á blogginu mínu?
Eigum við ekki að einbeita okkur að aðalatriðinu hérna?
Það má vera að fólk hafi keypt sér jeppa .... og kannski flatskjá.
En að blanda því inn í umræðu þar sem auðmenn hafa hirt hundruði milljarða út úr bönkunum ... það finnst mér bara tímasóun.
Kannski fóru menn óvarlega ... tóku lán fyrir bílum og jeppum sem þeir kannski þurftu ekki ... en það er nú varla hægt að kenna þeim um þegar lánin þeirra hækka um helming (erlent lán) ..
Ég persónulega er með 21" sjónvarp og á 350 þúsund króna Hyundai sem ég keypti í Visa rað .. verð búinn að borga hann eftir 8 mánuði.
ThoR-E, 4.5.2009 kl. 17:56
Lára Hanna, við vorum æði mörg sem tókum þátt í búsáhaldabyltingunni. Ég gat ekki fundið hvaða stjórn fólkið vildi, held að erfitt sé að alhæfa um það. Sitjandi ríkisstjórn var a.m.k. ekki að koma upplýsingum til fólksins, og ekki að vinna með því. Ef gerð hefði verið skoðanakönnun um hversu stór hluti þátttakenda hefðu viljað Samfylkinguna sem leiðandi afl í viðtakandi ríkisstjórn hefði meirihlutinn eflaust svarað því neitandi. Í hugum margra höfðu stjórnmálamennirnir okkar brugðist að hluta. Við sjáum að Gylfi er að verða samdauna kerfinu, þannig að utanþingstjórn leysir að öllum líkindum heldur ekki vandann. Velti því fyrir mér hvort lausnin sé ekki í mun virkara lýðræði, þar sem við neyðum stjórnmálamenn til þess að vinna með okkur í staðin fyrir okkur.
Sigurður Þorsteinsson, 4.5.2009 kl. 18:23
Eiður!
það er ekki verið að tala um að afskrifa öll lán eyðsluseggjanna - eins og raunar var gert fyrir alvöru fjárglæframenn, s. s. háttsetta bankamenn. Krafan er sú að lækka lánin sem svarar verðtryggingar og vaxta-okrinu. Það verður nóg eftir samt að borga af stóru lánunum. Hafðu engar áhyggjur af því.
Hlédís, 4.5.2009 kl. 18:35
Einmitt Hlédís, leiðrétta lánin.
Er þér algjörlega sammála.
ThoR-E, 4.5.2009 kl. 18:37
AceR- Ég jkann bara alltaf betur að tala við fólk sem heitir eitthvað en kemur ekki fram undir dulnefnfi.
Ítreka það sem ég hefur sagt. Það þarf að aðstoða marga og koma í veg fyrir að venjulegt fólk missi íbúðir sínar og hús af hóflegri stærð.
En ég viðurkenni að ég hef takmarkaða samúð með þeim sem keyptu hús á 100% lánum og svo kannski tvo bíla á háum bílalánum. Það var varað við þessu fyrir löngu, en ég tek undir að það var allt að því glæpsamlegt hvernig bankarnir hegðuðu sér í þessum efnum og blekktu sakleysingja ofan í botnlaust skuldafen..
En þetta þýðir ekki að það eigi að bjarga öllum skuldurum . Ég hef minni samúð sem þeim skulda bílalán en íbúðalán. þú getur lifað án bíls en ekki þaks yfir höfuðið.
Eiður Svanberg Guðnason, 4.5.2009 kl. 21:25
Ég er þér ekki ósammála í því ... sumir þurfa enga aðstoð.
Og á meðan illa stendur hjá ríkissjóð að þá á að velja úr þá verst settu.
En með þessa 20% niðurfellingu .. að maður lítur einhvernvegin á þá leið sem leiðréttingu sem yfir alla gengur. svipað eins og að vísitalan væri færð til baka.
Ég vona allavega að ríkisstjórnin, ef hún getur komið sér saman um ESB, hjálpi heimilunum eitthvað meira en þetta ... því það er lítil hjálp í því að setja fólk í skuldafangelsi til 70 ára .. eins og ein leiðin er ...
ThoR-E, 4.5.2009 kl. 21:44
Ég er ósammála Eiði -- hvers vegna -- jú ég tel að Gylfi sé grandvar maður að gera hans besta úr heimilisbuddu = ríkisbuddu sem hefur verið rústuð!
Það sem mér finnst gleymast í gagnrýni fólks sem auðvitað á margt um sárt að binda er:
Fólk býr í íbúð sem það hefur til eigin afnota, þó svo það sé notuð greiðslujöfnun og framlenging lánstíma fær fólk að búa í sinni íbúð áfram og borgar "leigu" áfram, meðan þetta er heimilið mitt skiptir ekki máli hvað það kostar í endursölu - ég tek það ekki með mér þegar ég yfirgef þessa jörð.
Bílinn er annað mál ef tekið hefur verið "gjaldeyrislán" er vandinn kannski meiri þar, en það er ekki hægt að hætta að borga því þá er hægt að ganga að fólki þar líka. Greiðsluaðlögun og lenging þarf að vera möguleg þarna líka.
Við erum í þessum vanda og þurfum að komast út úr honum en það gerist ekki STRAX í gær heldur þarf hver að skoða sitt og fá þá aðstoð með hjálp þeirra sem vinna að þessu.
Með rólegheitunum hefst þetta allt og þau hefur hann Gylfi og ég neita að taka þátt í því að segja að hann hafi breyst í pólitíkus mér finnst einmitt það hafa sýnt sig að þessir 2 utanþingsráðherrar hafa getað unnið í friði vegna þess að þeir eru ekki pólitíkusar.
Ég var mjög hugsi yfir viðtalinu við manninn í Kastljósi í gær 4 maí. Hvers vegna vöru öll lán 100% hjá 7 manna fjölskyldu, hver er forsagan, þessi fjölskylda virðist aldrei hafa átt neitt og er því ekki að tapa neinu!
Nei hættum að þrasa og heimta, og förum að virkilega standa saman og hjálpast að við að leysa vandann! Við finnum greinilega ekki hrekkjusvínin! Og þetta lagast ekki STRAX í gær - en hægt og bítandi mun það lagast eins og Gylfi sagði
Regina (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 12:21
Regina
Heyr, heyr!
Eiríkur Sjóberg, 5.5.2009 kl. 13:21
Afhverju eiga þessar aðgerðir ekki að vera til skamms tíma, ástandið sem veldur þessu verður bara hérna til skamms tíma og þegar það batnar þá lagast hlutir eins og greiðslubyrði lána og erlendu lánin lækka aftur og lánatími lána sem hefur verið lengt í styttist aftur. Afhverju eigum við að fara gefa milljarða af tekjum ríkissjóðs og eignum lífeyrissjóðanna til fólks sem hefur áhyggjur af tímabundinni neikvæðri eignastöðu?
Fólk sem heldur að frysting sé aðeins til að lengja í ólinni er ekki að horfa á heildarmyndina, þetta á eftir að lagast og þá getur þú staðið aftur undir þínu! Niðurærsla verðtryggða lána aðeins mun aðeins bitna á lífeyrissjóðunum og gamla fólkinu. Viljum við það?
Held að þeir sem séu svekktastir séu þeir sem ætluðu að græða svaka mikið á því að kaupa sér íbúð en þessi gróði á eftir að láta standa á sér.
Bjöggi (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 17:53
'MEGEÐ' ER hann Bjössi nú bjartsýnn
Hlédís, 5.5.2009 kl. 18:43
Bjöggi: Hvað með þá sem tóku verðtryggð lán ?
Gengur það til baka ??
Það sem bitnaði á lífeyrissjóðunum voru óvarlegar fjárfestingar og hlutabréfabruðl. Gamla fólkið fær skammarlega lítið.
Þannig að ... vissulega þegar og ef krónan styrkist að þá lagast staðan hjá þeim sem eru með erlend lán .. en meirihluti Íslendinga eru með verðtryggð lán í isl kr.
11m kr. lán sem búið er að borga af í 3 ár stendur í tæpum 15 milljónum í dag .. það gengur ekki til baka nema ríkisstjórnin fer í aðgerðir!
ThoR-E, 5.5.2009 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.