Ég kolféll fyrir honum þessum

Ég held að ég hafi aðeins einu sinni áður sett hér inn tónlistarmyndbrot úr Kastljósi, jólalag Baggalúts fyrir síðustu jól. Og ég held að ég hafi heldur aldrei sett tónlist í tvær færslur í röð - en ég stenst ekki mátið núna.

Ég kolféll fyrir þessu sjarmatrölli og hæfileikabúnti sem kom fram í Kastljósi kvöldsins. Hann heitir Helgi Hrafn Jónsson og það skein í gegn hve mjög hann nýtur þess sem hann gerir. Það hefur áhrif.

Annars er ég að undirbúa svolítið stórmál fyrir morgundaginn. Stand by me... Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lana Kolbrún Eddudóttir

Konan mín var líka stórhrifin.

Sagði að okkur hefði nú „verið nær að senda þetta lag í Eurovision. Þetta væri alvöru tónlist.”

Lana Kolbrún Eddudóttir, 4.5.2009 kl. 23:47

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þú ert hrifnæm kona LH, rík af tilfinningum og ýmsu fleiru, það hefur mér nú lengi verið ljóst!

En "SvoLÍTIÐ stórmál" haha, það hljómar óneitanlega spennandi í sinni litlu mótsögn!?

Magnús Geir Guðmundsson, 4.5.2009 kl. 23:49

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hann var alveg magnaður þessi ungi maður, hlakka virkilega til að heyra meira frá honum, ætla nú að byrja á að verða mér úti um plöturnar hans.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.5.2009 kl. 23:49

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hvað er þetta með morgundaginn, ég er alveg að deyja úr forvitni?!?!?!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.5.2009 kl. 23:51

5 identicon

Eg verd nu ad segja eins og Lilja Gudrun

Hvað er þetta með morgundaginn, ég er alveg að deyja úr forvitni?!?!?! :-) :-) :-)

Islendingur (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 00:14

6 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Helgi Hrafn er flottur, jámm :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 5.5.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband