Tilvistarkreppa á Alþingi

Þessi leiðari Jóns Trausta í DV í dag er hárbeittur, sannur og segir allt sem segja þarf.

Tilvistarkreppa á Alþingi - DV 12. maí 2009


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Þetta er góð og þörf grein.

Hlédís, 12.5.2009 kl. 12:19

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Góður leiðari og nú er nýjasta tuðið yfir að ríkisstjórnin fundi á Akureyri. Sú viðleytni sýnir bara að stjórnin ætlar að vera fyrir alla landsmenn. Kostnaður við þetta er hverfandi því stærstur hluti hans skilar sé til baka með sköttum í ríkissjóð. Ásta Möller talaði um mengun en ráðherrar fóru með áætlunarvélum, sem hefðu farið hvort eð er. Þær menga ekkert meira með ráðherra innanborðs. Hins vegar eru 12 eyðslufrekir ráðherrabílar með dautt á vél í Reykjavík núna. Þannig að mengunin í miðbænum minnkar.

Haraldur Bjarnason, 12.5.2009 kl. 12:53

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

svo sammála honum. mér fannst einmitt svo dæmigert þegar formennirnir tveir tjáðu sig um samkomulag stjórnarflokkanna um þingsályktunartillöguna, að þeim fannst eðlilegra að flokksræðið væri ofan á. flokksræði sem gjarnan hefur í raun verið einræði undanfarin ár, þar sem flokksmenn bugta sig og beygja undir vilja foringjans.

Brjánn Guðjónsson, 12.5.2009 kl. 13:10

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Maður er kominn með í magann af kvíða yfir komandi þingi. Málþófi þess og einþáttungum miður skapandi stjórnlistarmanna. Ofstækislegt nöldrið yfir breytingum á stjórnarskrá er manni ekki liðið úr minni. Ef nú á að halda álíka sýningar vegna atkvæðagreiðslu um aðildarumsókn held ég að þjóðarþunglyndi blasi við. Stuttbuxnaleikur ungu stjórnmálamannanna kom illa niður á Sjálfstæðisflokknum fyrir kosningar. Svona framferði mun ekki efla traust á þeim eftirleiðis heldur. Eftir að "andi Davíðs" yfirgaf þessa voluðu hjörð vitna þeir enn í flokkssamþykktir sem flokkurinn samþykkti til að geta verið ósammála saman fram yfir kosningar. Nú er sá tími liðinn. Er ekki hægt að finna uppá einhverju nýju? Elsku sjálfstæðismenn eruði nágenglar eða hvað?

Gísli Ingvarsson, 12.5.2009 kl. 13:14

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þessi ritstjórnarpistill Jóns Trausta er frábær og lýsir vel ástandinu.  Sjálfsstæðis og Framsóknarflokkarnir eru að missa sig yfir aukinni ábyrgð þingmanna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.5.2009 kl. 13:28

6 identicon

Ennþá eru á þingi 59 þingmenn hins hefðbundna flokkræðis. Er ástæða til að ætla að þeir taki upp á því að ganga "í takt við tímann" og greiða atkvæði eftir eigin sannfæringu? Ekki trúi ég því að óreyndu, en mun að sjálfsögðu fagna ef svo verður.

Steingrímur er reyndur, snjall og klókur. Honum tókst að koma því þannig fyrir að þingið eigi að ráða um aðildarviðræður við ESB. Verði kosið eftir flokkslínum verður aðildarumsókn kolfelld með 39 atkvæðum. Fái þingmenn VG frjálsar hendur þarf ekki nema helming þeirra til að fella tillöguna. D og B munu varla láta tækifærið til að klekkja á ríkisstjórninni ónotað, væntanlega er þegar búið að semja eftiráskýringarnar.

Að kalla hefðbundna starfshætti flokkræðisþingmanna "tilvistarkreppu" finnst mér dálítið hæpið. "Mannauðskreppa" er hins vegar ágætis orð, svo má kannski nota orð eins og "hugarfarskreppu" "siðferðiskreppu" o.m.fl.

sigurvin (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 15:11

7 Smámynd: Rögnvaldur Þór Óskarsson

Góð og þörf grein. Takk.

Rögnvaldur Þór Óskarsson, 12.5.2009 kl. 16:20

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir að vekja athygli á þessum hárbeittu og sönnu leiðaraskrifum. Mikið væri gott ef það væri hægt að dæma ákveðna flokka út af stjórnmálavellinum eða í gagngera endurhæfingu vegna glópsku og annarra áberandi merkja um vanhæfi! Það væri þá kannski von til að þeir sem eftir sitja geti sinnt brýnum þjóðþrifamálum við uppbyggjandi vinnuskilyrði.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.5.2009 kl. 17:40

9 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Það er sjálfsögð og eðlileg lýðræðisleg krafa að fulltrúar kjörnir til alþingis fari eftir sannfæringu sinni og séu ekki í "hlekkjum eða handjárnum" eins og formaður VG lýsti.

Gömlu hlekkja og handjárnarflokkarnir sem eru vanir öðru og réttskriðnir út í sólskinið eftir einræðiskúgun, verða að píra augun, og setja jafnvel upp sólgleraugu, því svona .... einmitt svona á lýðræði að virka.

Frábær leiðari hjá ritstjóra DV 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 12.5.2009 kl. 18:38

10 identicon

Hugtakið þingræði merkir einungis að stjórnin þarf að njóta trausts þingsins, ólíkt því sem gildir í löndum sem eru með t.d forsetaræði.

Af augljósum ástæðum er flokksræði einmitt eitthvað sem einkennir þingræðisríki.

Mér þykir þessi grein fyrst og fremst aulaleg.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 19:45

11 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Takk fyrir að vekja athygli á þessari góðu og þörfu grein.

Sólveig Klara Káradóttir, 12.5.2009 kl. 20:39

12 Smámynd: Magnús Vignir Árnason

Af því að ég sá í einu bloggi þínu Hans, að fréttamenn séu í sumum tilfellum eins og dáleiddar hænur, þá langar mig að spyrja þig. Eru ekki flokksmenn og þingmenn á eftir flokksformanni sínum eins og dáleiddar hænur í kerfinu sem þú ert að verja hérna þ.e. flokksræðinu.

Vertu samkvæmur sjálfum þér.

Hræðsla sumra manna við valdamissi frjálshyggjunnar er svo mikil og sterk að þeir geta ekki sætt sig við að menn framfylgi skyldum sínum gagnvart stjórnarskrá, sem er að fara í hvívetna eftir sannfæringu sinni. Það stendur hvergi í stjórnarskránni að þeir eigi að fara eftir sannfæringu formanns flokksins sem þeir kenna sig við. Hversu margir þingmenn eru búnir að fremja stjórnarskrárbrot undanfarin misseri.

Góður pistill hjá Jóni Trausta.   

Magnús Vignir Árnason, 12.5.2009 kl. 23:51

13 identicon

Þá er spurningin: Hvað skyldi samviskan segja þeim um það að kjósa þvert á þá málefnaskrá sem þeir kynntu fyrir kjósendum? 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 00:49

14 identicon

Þetta er bara hlægilegt. Fyrst kvarta þeir yfir að þingið ráði ekki nóg, svo þegar þingið á að ráða þá kvarta þeir líka. Vita þessir einstaklingar yfirleitt hvort þeir eru að koma eða fara?

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband