12.5.2009
Besta Júróvisjónatriðið - douze points
Ég sé á Fésbókinni að fólk er yfirkomið af tilfinningaþrunginni gleði yfir velgengni Jóhönnu og íslenska lagsins. Karlar (og konur) játa að hafa fellt tár, sem sumir vilja meina að þýði að þeir séu farnir að reskjast óhóflega. Og allir virðast hafa horft - eða flestir. En ekki ég.
Ég er greinilega kaldlynd og gjörsamlega laus við evrópska föðurlandsást. Nennti ekki að horfa á keppnina en sat fyrir úrslitunum og haggaðist ekki þegar Ísland datt inn í restina. Var slétt sama. Mér hefur alltaf fundist stigagjöfin skemmtilegust og mikil þjóða- og þjóðernisstúdía. Varð fyrir vonbrigðum að fá ekki þetta hefðbundna: "Cinq points, douze points..."
En svo sá ég þetta atriði í tölvunni og þarna fann ég mitt tólf stiga lag. Þetta er sko almennileg músík en ekki evrópskt glimmergaul, yfirgnæft af hálfberu, spriklandi plastfólki!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Sjónvarp, Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:19 | Facebook
Athugasemdir
yeah, right ;)
Brjánn Guðjónsson, 12.5.2009 kl. 22:17
er þetta ekki baráttusöngur Ögmundar? eða er það Nallinn? æ, man ekki hvort helur er
Brjánn Guðjónsson, 12.5.2009 kl. 22:20
Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar með tárin? I don´t think so. Múha
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.5.2009 kl. 22:53
Já þetta var besta atriðið á annars mjög misgóðri undankeppni. Flott syrpa frá kór Rauða hersins og gleðilegt að sjá T.a.t.u. stelpurnar í lokin. Ég hefði þó „mæmað“ þetta betur.
Emil Hannes Valgeirsson, 12.5.2009 kl. 23:05
Ef Tatu stelpurnar eru þessar sem komu inn í restina þá voru þær veiki punkturinn í atriðinu.
Jú, ræðum þetta frekar með tárin, Jenný... Mjög áhugaverður punktur!
Lára Hanna Einarsdóttir, 12.5.2009 kl. 23:21
Þegar ég sá atriði Möltu, Rúmeníu og frammistöðu rússnesku kynnana mundi ég afhverju mér finnst þetta svona skemmtilegt. Rúmenum tókst að láta party og nobody ríma. Snilld. Í alvöru þetta er alveg ofboðslega fyndið.
Og múgur og margmenni tekur þetta alvarlega.........og Íslendingar fara af líminunum yfir hvort einhverjum hafi líkað atriðið okkar!
Þetta er eins og ég segi alveg óborganlega skemmtilegt.
Kristjana Bjarnadóttir, 12.5.2009 kl. 23:23
Það er náttúrulega viss hæfileiki að geta tekið þetta á húmornum, Kristjana.
Einu sinni - það er voða langt síðan - fannst mér ómögulegt að geta ekki horft á Dallas í sjónvarpinu. Ég var hvergi viðræðuhæf þar sem ég kom því ég þoldi bara ekki þessa þætti. Reyndi nokkrum sinnum að horfa en varð eiginlega bara bumbult við hverja tilraun og gafst upp á endanum.
Þá stakk vinkona mín upp á því að ég reyndi að horfa á Dallas sem grínþátt. Taka húmorinn á hann. Og ég reyndi það. En annaðhvort er ég svona gjörsneydd húmor eða get ekki skrúfað frá honum eftir pöntun svo sú tilraun mistókst gjörsamlega.
Spurning hvort maður eigi að reyna að taka húmorinn á Júróvisjón á laugardaginn...
Lára Hanna Einarsdóttir, 12.5.2009 kl. 23:28
Þær voru það nú reyndar, en ég var bara að reyna að sýna yfirburðaþekkingu mína á Rússneskri alþýðutónlist.
Emil Hannes Valgeirsson, 12.5.2009 kl. 23:30
Þér tókst með glans að sýna yfirburðarþekkinguna, Emil... Þú vissir að minnsta kosti meira en ég - en þá er ekkert voðalega mikið sagt svosem...
Lára Hanna Einarsdóttir, 12.5.2009 kl. 23:33
Ég skeit á mig!
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.5.2009 kl. 23:45
Lokaatriðið var alveg frábært, nema tatu. Kórinn og dansararnir voru æðisleg.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.5.2009 kl. 00:16
þá er það komið á hreint Lára Hanna. þú ert húmorssnauð með öllu
annars er aðalatriðið að Ísland keppi á laugardag, svo eitthvert fútt verði þá, í grillinu og ölæðinu.
Brjánn Guðjónsson, 13.5.2009 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.