Athyglisverð umræða

Hér eru tveir menn heldur betur á öndverðum meiði. Ég veit ekki hvers vegna (jújú, ég veit það alveg), en ég trúi ekki einu orði sem frá kvótakóngunum og LÍÚ-grátkórnum kemur. Frá því ég man eftir mér hafa útgerðarmenn vælt og volað endalaust. En ég get ekki með nokkru móti séð að þeir hafi það skítt. Ekki bera þyrlukaup, bílafloti, laxveiðar og aðrir lifnaðarhættir það með sér. Hefur einhver spáð t.d. í "eignasafn" Samherjamanna? Eða er þetta kannski allt út á krít eins og hjá útrásarauðmönnum - og við sitjum uppi með skuldir þeirra ef illa fer? Kvótinn ku jú vera veðsettur fyrir hundruði milljarða mörg ár fram í tímann - vegna græðgi kvótakónganna. Þetta verður að stöðva.

 
Þórólfur Matthíasson - Moggi 14.5.09

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2009 kl. 09:20

2 identicon

Þetta var athyglisverð uppstilling á kastljósþættinum.  Sigurgeir Brynjar kom fram með rök sem Þórólfur fékk tækifæri til að svara og gera lítið úr.  Þetta var svona einstefnu viðtal, ekki umræða.  Sem er mjög merkilegt ef ríkissjónvarpið ætlar að láta þetta duga um málið.  Þetta var mjög lélegt svo ekki sé fastar að orði kveðið burtséð frá því hvaða skoðun menn hafa á fyrningarleið.  Þessi Þórólfur hafði greinilega skotleyfi á útgerðarmenn og gekk að mínu viti of langt þegar hann fór að lítillækka viðmælandann - sem er í raun og veru rangnefni því hann var ekki viðmælandi heldur kannski öllu heldur skotspónn uppstilltur af stjórnendum Kastljóssins.

Grétar (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 11:57

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

"Það er ekki búmaður nema kunni að berja sér"

Sígilt íslenskt máltæki -greinilega enn í góðu gildi.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 14.5.2009 kl. 16:08

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Sammála!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.5.2009 kl. 17:40

5 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

flott - alltaf fróðlegt að kíkja á bloggið þitt!

Guðrún Helgadóttir, 14.5.2009 kl. 17:57

6 identicon

Þorsktittur á lengd við skó nr. 38 var veðsettur fyrir 4200 kall þegar "best" lét. Í því ljósi er varla hægt að álíta útgrðarmenn trúverðuga.

Er rétt eð verið sé að undirbúa eða jafnvel framkvæma afskriftir skulda útgerðarinnar? Munum VIÐ þurfa að kaupa kvótann til baka af erlendum bönkum? Eða munu erlend fyrirtæki taka að sér útgerð á Íslandi eins og Þórólfur bendir á sem möguleika - og er það slæmur kostur? Það standa margar spurningar uppúr þessu klúðri sem útgerðarmenn og banka### hafa komið okkur í.

Þetta er afspyrnu góð grein hjá Þórólfi og segir ótrúlega margt þó ekki sé hún löng, mæli sérstaklega með lokamálsgreininni.

Hér er önnur athyglisverð grein.

sigurvin (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 21:19

7 identicon

Sigurgeir Brynjar framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar flutti mál þeirra sem hafa forræði yfir aflaheimildunum og Þórólfur Matthíasson hagfræðing að flutti mál annarra Íslenskra ríkisborgara. Sigurgeir er einn af talsmönnum kvótabraskarnna svo eðlilegt var að fá hann. Kvótabraskarar reka massívan áróður á öllum vígstöðum, sendu meira að segja sérsveit á ríkisstjórnarflokkana í umboði Samtaka Atvinnulífsins, í miðjum stjórnarmyndunarviðræðum. Þvílík misnotkun á SA. Þeir leggja undir sig morgunblaðið og flesta aðra fjölmiðla. Þessi hópur er búinn að fremja glæp gagnvart þjóðinni. Bendi ykkur á jonas.is til að fræðast um aflaheimildir og kvótagreifa.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband