Kolbrún og smásálirnar

Sú var tíðin að Kolbrúnu Bergþórsdóttur tókst hvað eftir annað að koma mér á óvart í pistlum sínum. Það var einkum mannfyrirlitning hennar sem mér fannst undarleg, sem og sýn hennar á íslensku þjóðarsálina. En ei meir, ei meir. Ég hef líklega metið Kolbrúnu rangt - á einn eða annan hátt. Svona hljóðar pistill hennar í Mogga dagsins. Nú er þjóðarsál í kreppu orðin smásál dauðans að hennar mati. Æ, æ, Kolla...

Kolbrún Bergþórsdóttir - Moggi 17.5.09

Svona skrifaði Kolbrún í desember.

Kolbrún Bergþórsdóttir - Moggi 21.12.08

Og hér ver Kolbrún ofurlaunin - réttlætir þau m.a. með ábyrgð. Hvaða ábyrgð?

Kolbrún Bergþórsdóttir - Moggi 9.6.08

Fleiri pistla Kolbrúnar má sjá hér. Ég uppfæri öðru hvoru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

dapurt

Brjánn Guðjónsson, 17.5.2009 kl. 15:02

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Varðandi mat Kolbrúnar á smásálunum þá er hún annað hvort illa stödd í áttun á umhverfi og staðreyndum nú eða þá það að hún á skelfing leiðilega vini og aðstandendur sem hún heldur að sé þjóðin.

Í alvöru.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.5.2009 kl. 15:04

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Áróðursfullur taktur í þessum skrifum Kolbrúnar. Hún virðist mæla með þrælslund landans og setja sig á móti því að fólk spyrji eðlilegra spurninga. Hvað þá að það andæfi að þjóðarbúið sé sett á hausinn.

Óhuggulegt þegar að fólk nýtir menntun sína til þess að vinna á móti þjóð sinni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.5.2009 kl. 15:39

4 identicon

Hatur á þjóðinni kallast Kratismi.

JK (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 16:11

5 identicon

Sú var tíðin að mér fannst  Kolbrún frambærileg  en ekki lengur, hvernig skyldi standa á því að þessi kona er alltaf með skæting útí almenning, ég og hinum smásálunum  er nóg boðið á svikum útrásarvíkinga, þingmanna, bankamanna og síðast en EKKI síst svikum blaðamanna sem svikust um að upplýsa þjóðina, en tóku yfirleitt drottningarviðtöl eða þögðu

þunnu hljóði.

Þess vegna erum við smásálarleg, krefjumst svara um allt sem okkur finnst skipta máli hvort sem það eru bílar,  hlunnindi  eða laun og Kolbrún verður ekki beðin um leyfi.

Kolbrúnu væri hollast að skrifa um eitthvað sem hún þekkir, afhverju var mbl rekið með tapi, afhverju borgar almenningur skuldir mbls og afhverju hún hefur ekki fengið sig til að gagnrýna Davíð Oddsson.

Jón (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 16:40

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hún vill nú vera í náðinni hjá auðmönnum

Finnur Bárðarson, 17.5.2009 kl. 17:09

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þarf að spyrja hver er smásálin í þessu dæmi? Mér sýnist það a.m.k. vera Kolbrún sjálf!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.5.2009 kl. 17:40

8 Smámynd: Einar Karl

Kolbrún getur verið skemmtilegur penni en mætti stundum hugsa meira áður en hún skrifar. Það er lítið varið í hnyttna pistla ef hugsunin að baki er ekki merkilegri en hvert annað eldhúsborðsraus.

Í mörg ár hefur fólk legið yfir tekjublaði 'Frjálsrar verslunar' og smjattað á launum náungans. Þetta er ekki nýtt og kannski er þetta að einhverju leyti "smásálarlegt". Ég held reyndar að algjör launaleynd sé óheilbrigð, slíkt setur launþega í miklu verri stöðu en atvinnurekanda í launaviðræðum, ef annar aðilinn veit miklu meira hvernig kaupin gerast á eyrinni.

Sú breyting sem hins vegar er orðin nú er að flest fólk tekur því einfaldlega ekki þegjandi og hljóðalaust að ýmsir séu með 10- og 20-föld skúringarkonulaun, sérstaklega fyrir það reka fyrirtæki sem hefur komið í ljós að voru ekki vel rekin og fyrir að bera ábyrgð sem var svo bara velt yfir á ríki og skattgreiðendur.

Bankafólk sem var með 2-4 milljónir á mánuði og missti vinnuna í bankahruni, hélt það slíkum fullum launum út uppsagnarfrest sinn, þó vinnuveitandinn væri í raun gjaldþrota? Var því nokkurn tímann svarað? Fannst fjölmiðli Kolbrúnar slík spurning kannski "smásálarleg"?

Einar Karl, 17.5.2009 kl. 17:53

9 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Þetta minnir óbærilega mikið á svör sem gagnrýnendur ,,gróðærisins" fengu þegar þeir spurðu; Hvaðan kemur hagnaður bankanna, hvaðan koma ofurlaunin og bónusarnir, hver borgar? Svörin við þessum spurningum liggja orðið nokkuð ljós fyrir, erlendir lánadrottnar og síðan ,,við" sjálf fengum reikninginn.

Nú ritar Kolbrún blessunin í yfirlætislegum tón um smásálir, í fjölmiðil sem nýverið var endurreistur eftir gjaldþrot upp á nokkra milljarða og getur því haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hefðbundin formúla er þannig að nýir eigendur leggja til dulítið eigin fé og taka restina að láni, ríflegan bróðurpart. Eigið féð ávaxtast með þeim hætti að þeir fá stjórnartauma á þessum hliðverði sannleikans um nokkurt árabil, málstað sínum til stuðnings og framdráttar og hagstæða auglýsingasamninga fyrir önnur fyrirtæki sín - þar til hann verður gjaldþrota aftur. Líklegast í boði skattgreiðenda, sem vonandi verða ekki orðnir að nöldrandi smásálum þegar að því kemur, einu sinni enn!

Ólafur Eiríksson, 17.5.2009 kl. 18:32

10 identicon

Þessi skrif hennar hæfa vel lágu plani Morgunblaðsins eins og það er orðið.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 18:38

11 identicon

Skrif Kolbrúnar eru sorgleg, en athugasemd númer 4 er ekki skömminni skárri. Þar fara fordómar og rætni sem er nákvæmlega það sem eyðileggur langflestar umræður á blogginu. Ég vona að Þorsteinn kunni að skammast sín og dragi þessa athugasemd sjálfur til baka.

Kristín Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 19:34

12 identicon

Kannski er það bara ég, en mér fannst þessi ummæli Þorsteins (nr. 4) virkilega rætin og illkvittnisleg.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 23:47

13 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er sammála þeim sem gera athugasemd við nr. 4 og fjarlægi hana.

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.5.2009 kl. 23:53

14 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þessir pistlar eru skrifaðir af "blaðamanni" til margra ára, blaðamanni sem nú er starfandi á Morgunblaðinu, -  blaðamanni sem er algjörlega ólæs á samfélag sitt. Dapurlegri örlög er vart hægt að hugsa sér fyrir blaðamann, en að vera ólæs á umhverfi sitt og samfélag.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.5.2009 kl. 00:15

15 identicon

Og ofan í kaupið þá er þessi kona fengin til að "dæma" bækur í Sjónvarpinu. 

Þar hefur hún kastað fúleggjum sínum í bækur sem hún hefur á stundum ekki einu sinni lesið. 

Læt mér í léttu rúmi liggja frá hverjum Mogginn vill birta álit en hitt er er verra ef sjónvarp allra landsmanna trúir þessari manneskju til að meta bækur af hlutleysi.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 00:57

16 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Þetta er nú meiri jákórinn!  Ég hef ekkert verið séstaklega að fylgjast með skrifum þessarar Kolbrúnar, en við að lesa þessar færslur hér fyrir ofan fæ ég ekki vandlætingar- og hneikslunarkast.  Ég held að þið séuð búin að upphefja ykkur meira en ykkur er holt.  Og Ágúst, mér finnst þitt innlegg til háborinnar skammar.  Ég legg til að Lára Hanna fjarlægi þessa subbulegu og rætnu athugasemd.

Theódór Gunnarsson, 18.5.2009 kl. 08:30

17 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Eru svona skrif ekki dæmi um það hvernig fjölmiðlun Íslendingar hafa búið við? Fjölmiðlun sem hjálpaði spillingunni að grassera?

Margrét Sigurðardóttir, 18.5.2009 kl. 10:58

18 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ágúst, ég er bara réttur og sléttur "nobody", á ekki neitt og tapaði þar af leiðandi engu.  Það er annars stórmerkilegt að verða vitni að "frábærri" ályktunarhæfni þinni þegar mannkostir fólks eru til skoðunnar.  Að fenginni þessarri reynslu gef ég lítið fyrir álit þitt á fólki.

Mér þætti fróðlegt að sjá hvernig þú ert í viðmóti augliti til auglitis, en ég er ekki viss um að það væri mér holt.  Ég vona að til þess komi ekki.

Theódór Gunnarsson, 18.5.2009 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband