Halló, Kópavogur!

Þetta eru þónokkuð mörg árslaun. Eru ekki sveitarstjórnarkosningar að ári?

Kastljós 19. og 20. maí 2009

 

 
Fréttir Stöðvar 2 - 20. maí 2009


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Dagfarsprúður ættingi minn, sem hefur enga sérstaka ánægju af að baknaga fólk, sagði mér fyrir mörgum árum að "þessi maður" væri einfaldlega "glæpon". Blessaður bæjarstjórinn hefur ekki þá útgeislun sem heillar mig (ef nokkurn) og nú segist hann ofsóttur og þau feðginin lögð í einelti!!!   Hvað ætli heiti hjá honum ef lögregla reynir að elta uppi þjóf?  Of-elti?

Eygló, 20.5.2009 kl. 01:36

2 Smámynd: Ásgerður

Það er skítalykt af þessu,,,finn hana alla leið til Reykjanesbæjar

Ásgerður , 20.5.2009 kl. 07:10

3 identicon

Til hamingju Ísland!!

Fyrirgefið en afhverju er þetta að poppa upp bara núna! Er þetta ekki búið að vera vitað í MÖRG ár?

En hann Gunnar er ekki að stela brauði úr 10/11 til að halda sér lifandi, svo hann sleppur eins og allir hinir. Ekkert óeðlilegt við þetta....

Þetta er það sem fólk hefur kosið yfir sig þarna svo, gjörið þið svo vel!!

Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 08:05

4 identicon

Þar sem Gunnar er Sjálfgræðismaður, þá gat hann hagað sér nákvæmlega eins og hann vildi. Þannig eru þessir sjálfgræðismenn. Munið ekki "græða á daginn og grilla á kvöldin"   Munið ekki; "fjölskyldu- og einkavinavæðingin". 

Svo tala þeir alltaf um Baugsveldið en minnast ekki einu orði á Björgólfsveldið.

Dóttir Gunnars græðir á Kópavogsbæ. Dóttir Björns Bjarnasonar er víst nýkomin frá Óman úr Kampavínsklúbbs ferðalagi með öðrum konum sem eru undir verndandi vængjum Björgólfsveldisins.   Það var víst engin KREPPU ferð hjá blessuðum útrásarkonunum.

Svanhildur (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 09:36

5 identicon

Ég hef nú alltaf verið hneykslaður á kópavogsbúum að kjósa ,, ÞETTA " yfir sig

Stefán (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 14:43

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

kosningar eru að ári. þá munu sjálfstæðismenn í Kópavogi eflaust endurnýta auglýsguna frá 2006, með síðari betrumbætum.

http://kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=0&ba=leita&leit=kóp&id=2234

Brjánn Guðjónsson, 20.5.2009 kl. 19:16

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

með síðari tíma betrumbótum, átti þetta vitanlega að vera

Brjánn Guðjónsson, 20.5.2009 kl. 19:18

8 identicon

Lagði Gunnar ekki niður Vegagerð Kópavogs fyrir sirka 10 árum og færði svo allar frammkvæmdir til verktakafyrirtækis í sinni eigu? Skyndilega voru til nógir penningar frá kópavogsbæ til að laga vegakerfi sem var skotspón alls landsins. Það væri athyglisvert að bera saman kostnað milli ára við vegavinnu í Kópavogi, á árunum fyrir og eftir sjálfsvæðingu vegagerðarinnar því það er lítið mál að gera betur með meira fé.

Steinn Magnússon

Steinn (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 21:03

9 Smámynd: Eygló

Undrar nokkurn að Gunnari þyki nú aldeilis ... "gott að búa í Kópavogi" ?!

Eygló, 20.5.2009 kl. 21:10

10 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Og framsóknarmenn sáu ekkert, heyrðu ekkert, vissu ekkert, skynjuðu ekkert og eru náttúrulega ekkert. Hverjum kemur það svo sem á óvart?

Ingimundur Bergmann, 20.5.2009 kl. 22:06

11 Smámynd: Katrín

Það er ekki að spyrja þegar drullunni er kastað flykkjast menn úr fylgsnum sínum til að taka þátt í makeríinu.   Nægt framboð af slíkum lyddum er að finna á moggabloggi eins og hér má sjá.  Þó Gunnar sé máttugur þá gæti það hafa verið honum erfitt að leggja niður Vegagerð Kópavogs sem aldrei hefur verið til.  Þvert á móti má segja að vegagerð hafi fyrst hafist þegar Sjálfstæðismenn tóku við völdum í Kópavogi eftir áratugasetu vinstri manna sem aldrei tókst að fá malbikunarvél í gang í bænum.    En Steinn nokkur Magnússon sem án efa er dulnefni fyrir einhvern veifiskatann, hefur tekið upp hætti Nixons  og notar aðferð skíthælsins : Let the bastard deny it.    Sannleikurinn skiptir nefnilega ekki nokkru einasta máli þessi dægrin, þjóðin þyrstir í blóð og blóð skal hún fá.  Það hafa margar atlögur verið gerðar  að mínum ágæta bróður og hélt ég að menn gætu ekki toppað tilraun Reynis Traustasonar  en ég sé að það eru margir sem vilja að feta í hans fótspor.   Nú sameinast allir þeir drullusokkar sem hafa hatast hafa við GIB og velgegni hans, hvort sem um er að ræða Guðríði Arnardóttur, framsóknarliðleskjur eða fallkandídata í prófkjörum sjálfstæðisflokksins, undir þeim merkjum að nú skuli brenna helvítið á báli.  ´  

Góðar stundir!

Katrín, 20.5.2009 kl. 23:14

12 identicon

Ég heyti nú bara þessu nafni í þjóðskrá Katrín (Birgisdóttir) eða hvað sem þú annars heitir!

Ég bið forláts ef ég nefndi Vegagerð Kópavogs en ekki Malbikun Kópavogs eða hvaða öðru nafni sem þetta fyrverandi bæjarfyrirtæki hét, en nefndu nú fyrirtækið sem tók við þessum vegaframlvæmdum í Kópavogi 1998 og hverjir áttu það? Var þetta nokkuð Klæðning ehf?

Steinn Magnússon (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband