22.5.2009
Heiða hefur fengið nóg
Heiða B. Heiðarsdóttir er mikill skörungur með sterka réttlætiskennd og hjartað á hárréttum stað. Hún er búin að fá nóg og auglýsir eftir fólki í sömu sporum. Hvað hún hefur í huga veit ég ekki. Það nægir mér alveg að þetta sé hún til að styðja málstað hennar. Ég hvet alla til að kíkja til Heiðu. Hún segir:
Ég er búin að vera í smá sumardvala og lítið látið á mér bera undanfarið. En nú er ég algjörlega gjörsamlega að springa!
Framundan eru gjaldþrot sveitarfélaga...og við erum ekkert bara að tala um þessi litlu útilandistan sem okkur hérna í Reykjavík virðist finnast lítið koma okkur við
Niðurskurður upp á tugi milljarða og þetta "norræna velferðarkerfi" hennar Jóhönnu eru náttúrulega bara blautir draumar. Hvernig er annars velferðarkerfið á Kúbu?
Heimilin, fyrirtækin að fara yfir um hvert á fætur öðru og í fjöruborðinu bíða viðskiptagúrúar eftir því að AGS færi þeim auðlindirnar okkar á silfurfati.
ESB hvað?
Nú auglýsi ég sem sagt eftir fólki sem er búið að fá nóg!
Sendið mér tölvupóst á geislabaugur@gmail.com og skrifið á ykkar eigin bloggsíður
Og ég undirstrika það að það skiptir ekki máli í hvaða flokka þú hefur raðað þér hingað til.... við erum ÖLL að lenda í sama skítnum. Samstaða um betra líf hlýtur að toppa hvað þú hefur kosið
Nú finnum við hvort annað og látum vita af því að við sitjum ekki þegjandi á meðan okkur er fórnað á altari AGS og sett í fátæktargildru næstu áratugina!!
Athugasemdir
Ég sagði Heiðu að ég væri með, mér er nóg boðið. Aðgerða er þörf strax.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.5.2009 kl. 01:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.