Orðsnilld á Alþingi

Hér eru tvö sýnishorn af orðsnilld þingmanna á Alþingi Íslendinga - og ríkidæmi málefnanna. Ósanngjarn samanburður? Eflaust, en samanburður engu að síður og dæmigerður fyrir málefnafátækt allt of margra þingmanna þessa dagana og vikurnar. Samanburður sem sýnir líklega eina ómerkilegustu setningu sem sögð hefur verið í ræðustól Alþingis annars vegar - og hins vegar eina mögnuðustu ræðu sem þar hefur verið flutt. Ég hef ekki lagt á mig að hlusta mikið á "umræður" frá Alþingi undanfarið. Það fýkur alltaf í mig við þá hlustun og það er vond líðan.

Ég á þá ósk heitasta að alþingismenn hætti að líta á ræðupúlt Alþingis sem æfingasvæði fyrir ómálefnalegt skítkast og innihaldslaust blaður - eða kjörinn stað til að fullnægja athyglissýki og ganga í augun á ofstækisfullum kjósendum sínum. Við borgum þeim góð laun fyrir að vinna að hagsmunum okkar og gerum þá kröfu til þeirra ALLRA að þeir standi undir væntingum og vinni fyrir kaupinu sínu. Annars verða þeir settir af við fyrsta tækifæri.

Orðsnilld Eyglóar Harðardóttur 28. maí 2009.

 

Orðsnilld Vilmundar Gylfasonar 23. nóvember 1982 - sjá hljóðskrá hér fyrir neðan og prentaða ræðuna hér.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Eygló Harðardóttir virðist vera mikill oflátungur. Mikill yfirlýsingagleði, en hef ekki tekið eftir inntaki "substance". Held að hún telji að með framgöngu sinni sé hún mikil alþýðuhetja en það er holur hljómur í trumbuslættinum.

Margrét Tryggvadóttir nýr þingmaður Borgarahreyfingarinnar fjallaði einmitt um Eygló og sækni hennar í athygli frekar en efnislega og málefnalega umræðu. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 30.5.2009 kl. 01:33

2 identicon

já við eigum því miður engan eins og Vilmund í dag, þurfum því kannski ekkert að vera neitt hissa hvernig komið er fyrir okkur í dag.

Heiður (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 01:34

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

við misstum mikið þegar við misstum Vilmund

30BEDA55-B2D0-6370-817A-081F7BF5D664
1.02.28

Hólmdís Hjartardóttir, 30.5.2009 kl. 01:51

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

eru enginn mótmæli á morgunn ?  alveg merkilegt því núna er meiri ástæða til mótæla heldur en í október...

Óskar Þorkelsson, 30.5.2009 kl. 02:00

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir að koma ræðu Vilmundar á framfæri hér. Þetta er perla.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.5.2009 kl. 03:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband