11.6.2009
Fyrirspurnir og svör Jóhönnu
Þetta fór fram á Alþingi í morgun. Nú vitum við afstöðu forsætisráðherra og væntum þess að nú verði sett í blússgírinn og því breytt sem breyta þarf til að hægt sé að halda áfram leitinni að réttlætinu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Var að horfa á þetta fyrir stundu.
Afdráttarlaust svar og nú er bara að bíða eftir að þetta verði framkvæmt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2009 kl. 15:48
Alveg tvímæla laust. Og að óskir hennar séu virtar að vettugi. Ég vil að hun haldi áfram rannsókn þangað til rannsókn líkur. Ég treysti eingum öðrum til þess að gera slíkt. Ég tel hana hæfa því hun er ekki Íslendingur og er því óháð. Einnig tel ég að Jóhanna og Steingrímur munu standa vörð um réttlætið.
Anna , 11.6.2009 kl. 16:12
Mikilvægt í þessu máli er skipulag rannsóknarinnar á bankahruninu. Það er ekki nóg að ráða Evu Jólý og setja hana upp á kontór með símadömu. Hlutverk hennar, vald og samstarf sem yfir eða undirmaður við aðra aðilja sem starfa að rannsókninni þarf að vera krystaltært.
Hefur einhver séð skipurit um þessa rannsókn?
kristján gunnarsson (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 16:15
Það er eins og þið hafið allar gleypt strokleður -þessir fyrrum "vargar" á blogginu
Björn Finnbogason, 11.6.2009 kl. 16:57
Það sem aðallega hamlar umræðu um skrípaleikinn sem hefur fylgt fjármálahruninu og þjóðargjaldþroti okkar er sú augljósa staðreynd að margir helstu pótintátar fjórskipta einflokksins og fylgifiskar þeirra sem þeir hafa raðað í embættismannakerfið - myndu fylgja bankamógúlunum í fangelsi ef farið væri almennilega ofan í málin. Fólk veit þetta vel og talar því einhvern veginn í kringum hlutina. Það er svo sem bara mannleg afneitun enda erfitt að díla við að hafa látið sjúklega raðlygara kostaða af einhverjum enn verri bílasölum ljúga sig fulla og draga sig á asnaeyrunum árum saman. Það er víst skárst að biðja áfram um meira af því sama. Svona er nú landinn vel taminn af heiladrepandi skólakerfi, svæfandi ruslveitum og stjórnendum sínum sem aftur voru einmitt mótaðir af þeirri heilaþvottamaskínu. Þannig hefur þessi snigill úr helvíti skrúfast sífellt neðar og gerir enn. Góðar stundir.
Baldur Fjölnisson, 11.6.2009 kl. 17:18
Útskýra betur, Björn...
Lára Hanna Einarsdóttir, 11.6.2009 kl. 17:27
Álþingi er mest frontur til að svæfa lýðinn og halda honum rólegum í einhverjum fallegum lýðræðisævintýrum á meðan hann er misnotaður í rólegheitunum og rúinn inn að skyrtunni. Það er mannað með tilstuðlan fjármagns og jafnframt þarf smettið á innihaldinu að hafa gott veður í ruslveitum sem eru undir kontról sömu peningaaðila. Þetta er allt saman 100% hagsmunadrifið. Þú eyðir peningum í auglýsingar til að fá viðskipti.
Þetta er ákveðið ferli og þróun og til að auðvelda framgang þess hefur skólakerfið miskunnarlaust verið gengisfellt og heiladrepið og það hefur síðan skilað sífellt hagkvæmari viðfangsefnum sem síðan hafa loks látið draslið keyra í endanleg þrot en burt hafa flogið kostendurnir með peninginn og eftir sitja viðföngin og klóra sér í hausnum yfir því hvað hafi eiginlega gerst.
Baldur Fjölnisson, 11.6.2009 kl. 17:46
Baldur, meinar þú að við erum bara strengjabrúður þjóðfélagsins þar sem heilaþvottur hefur átt sér stað alla tið svo við yrðum ómeðvituð um hvesskonar þjóðfélagslegtkerfi þeir voru að móta. Þar sem þeir sem stjórna hafa notað okkur í eigi þágu sem tilraunadýr. Kerfi sem var búið til fyrir þá enn ekki okkur.
Anna , 11.6.2009 kl. 18:11
Eitthvað í þá áttina Anna Björg. Og þetta kemur allt að utan enda leppaþjónkun við útlendinga langvarandi og stórskaðlegt náttúrulögmál í pólitík hérna. Þið hljótið að sjá núna að það eru í meira lagi dularfullir bílasalar sem hver af öðrum hafa einhvern veginn úldnað hver af öðrum úr forsætisráðuneytinu síðustu árin. Þetta var orðið svo desperat að þeir urðu loksins að hleypa Jóhönnu að í von um að hún gæti haldið lýðnum rólegum, hahahaha.
Baldur Fjölnisson, 11.6.2009 kl. 18:26
Við eigum ekki að pæla í hinu liðna heldur ávallt horfa fram á veginn. Hljómar það kunnuglega? Þetta er pólitískt svæfingarmeðal og sérstaklega stórhættulegt í fjármálabóluumhverfi sem var verið að blása upp fyrir nokkrum misserum. Við þær aðstæður er slæmt að hafa nytsama og auðtrúa sakleysingja í æðstu stöðum í þjóðfélaginu. Þegar forsætisráðherra talar þá er um að ræða æðsta mann þjóðfélagsins og skiljanlega mótar boðskapur hans veruleikaskynjun og viðhorf almennings. En þetta er í rauninni bara ómerkilegur bílasali og aldrei hefur orðið til frumleg hugsun í hans heimska haus og hann er án menntunar og fékk kannski fyrir gustuk pungapróf í lögfræði eða gervi hagfræðifróf í gegnum vináttusamtök íslenskra og bandarískra nýfasista.
Baldur Fjölnisson, 11.6.2009 kl. 18:40
En samt er það hrikalegasta við þetta að hörmungarnar núna munu á endanum styrkja þjóðina og hún mun verða á toppi heimsins eftir nokkra áratugi. En áður munum við sjá marga harmleiki og mikið mannlegt tjón og þjáningu og dauða. En til langs tíma litið skiptir það litlu máli fyrir tegundina og þau kerfi sem hún kemur sér upp. Það fyrnist yfir það allt saman. Stríð og kreppur eru stjórnunartæki. Mannskepnan hefur ekki verið sérlega stjórnunarvæn frá fornu fari og frekar viljað fá að njóta sín á eigin forsendum en sífellt vaxandi stjórnunariðnaður hefur hlaðið undir sig með spennustjórnun og stríðum og terrorsjóum og að sjálfsögðu þénað feitt á öllu saman. Ef við hugsum þetta í tiltölulega nýlega sögulegum bylgjum þá voru pólitíkusar fyrir þetta 40-50 árum að selja okkur sæluríki framtíðarinnar þar sem smér drypi að hverju strái og það var þeirra auglýsingatrix þá en síðan þegar sá pípudraumur gufaði upp þá tóku þeir til við að vernda okkur fyrir ógnum sem steðjuðu að, einhverjum terroristaklúbbum sem voru að leggja undir sig heiminn eftir að kommagrýlan gufaði upp og þannig reynir þessi valdamafía að skapa sér tilverugrundvöll.
Baldur Fjölnisson, 11.6.2009 kl. 19:04
Ég var að horfa á viðbrögð Evu Jolie og ef hún er ánægð er ég það! Ég treysti þessari konu og það gerir heimurinn líka...megum ekki "missa" hana (í raun ótrúlegt að hún hafi tekið við þessu ráðgjafaembætti í skítadrullunni hjá okkur Íslendingum!)?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.6.2009 kl. 19:47
Ég hef mjög mikla trú á konum og hef lengi haft og merkilegt nokk hef ég verið starfsmaður hins opinbera í 35 ár en aðeins haft kvenkyns yfirmenn í tæpt ár og hvílík breyting strax!
Innri vitund tegundarinnar snýst skiljanlega um að viðhalda sjálfri sér en verða ekki útdauða og því hefur náttúran hlaðið undir kvenfólkið og gefið því sína eiginleika en síðan hefur komið inn stjórnunarbatteríið sem ég nefndi áður og það hefur verið karllægt og viljað gína yfir öllu og þar á meðal ýmissi kunnáttu sem konurnar hafa búið yfir í gegnum aldirnar og nú erum við með algjörlega opinbert lyfjaapparat sem er í þágu hlutabréfamarkaðarins en ekki hagsmuna tegundarinnar. Það er enn verið að brenna galdrakellingar sem eru með lausnir sem ekki henta markaðinum.
Baldur Fjölnisson, 11.6.2009 kl. 20:26
En hins vegar erum við stödd í massífum tæknibyltingum og það er nokkuð síðan karlmaðurinn varð í raun ónauðsynlegur og í raun útdauða í sambandi við framhald tegundarinnar. En enginn vill sjálfsagt verða útdauða og kannski má rekja tryllingslegar terror- og stríðs- og fjármálahræringar okkar tíma til mjög svo ört hnignandi úrelts og deyjandi valds. Þarftu að hlusta á einhverja feita kalla segja þér í ruslveitunum eftirá að 2 plús 2 séu fjórir? Ég myndi nú ekki veðja á það en hlustaðu á konurnar.
Baldur Fjölnisson, 11.6.2009 kl. 21:30
slappiði af er ekki verið á fullu að fella þessa ríkisstjórn á Icesafe? Verður karlaveldið ekki reist við á samvisku þingflokksformanns VG?
Gísli Ingvarsson, 11.6.2009 kl. 21:33
Það skiptir engu máli hvaða angar fjórskipta einflokksins rugla með þetta fram og til baka. Það kostaði peninga að fá vart talandi fólk á álþingi og kostaði enn meira þegar lygamaskínan var á fullu og allt lék á lyndi og tókst að halda almenningi sofandi.
Baldur Fjölnisson, 11.6.2009 kl. 21:46
Haldið þið virkilega að það sé ekki ástæða fyrir því að Eva fær ekki einu sinni skrifstofu til að starfa á?
Það stóð aldrei til að moka flórinn hér á bæ kæru landar því í honum hafa allir þessir ráðamenn eitthvað að fela.
Halla Rut , 11.6.2009 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.