Íslenska sumarið

Ég fór í tjaldútilegu fyrir tveimur árum. Langa yfirreið um Vestfirði í björtu og fallegu veðri, en fremur svölu. Myndin hér að neðan er grátlega lýsandi fyrir ástandið á tjaldstæðum á Íslandi. Ég upplifði þetta reyndar ekki eina einustu nótt því ég hrökklaðist í burtu frá hverju tjaldstæðinu á fætur öðru af þessum sökum. Kærði mig ekki um að kúldrast milli dekkja sem voru miklu stærri en litla tjaldið mitt og fann mér betri staði. Um daginn var ég aftur á ferðinni - þó ekki á tjaldstæðum - og sá enn fleiri, stærri og breiðari einbýlishús á hjólum en nokkru sinni fyrr. Þakkaði mínum sæla fyrir að mæta þeim ekki á rétt rúmlega einbreiðum malarvegum með þverhnípi á aðra hönd. Eins og sjá má er það Halldór Baldursson sem hittir naglann á höfuðið eins og venjulega.

Halldór Baldursson - How do you like Iceland - Moggi 13.7.09

Þessi fannst mér líka góð lýsing á þróun íslenskrar karlmennsku síðasta rúma árþúsundið. Mér varð hugsað til þessa pistils, Páskahugvekju í Íslendingasagnastíl með goðafræðiívafi, þar sem þróuninni er lýst örlítið nánar. Hvað er það sem dregur karlmenn að útigrillinu, helst með bjór í hönd, þótt þeir komi jafnvel aldrei að matseld annars? Ég játa fullkominn skilningsskort á fyrirbærinu, enda á ég ekki útigrill.

Halldór Baldursson - Íslensk karlmennska í 1000 ár - Moggi 15.7.09


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.7.2009 kl. 11:54

2 identicon

Vil þakka fyrir mig - les þína pistla reglulega og hef gaman af.

Hallgrímur Óskarsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 12:21

3 Smámynd: Sjóveikur

það er ekki laust við að maður fari hjá sér :(

þú ert góð :)

kveðja, sjoveikur

Sjóveikur, 15.7.2009 kl. 12:24

4 identicon

Tjaldaði fyrir nokkrum árum á Borgarfirði eystra. Þar var hópur á svokölluðum fjallajeppum að grilla og drekka vel. Þeir óku fullir um tjaldsvæðið og jafnvel börnin voru að fikta við að aka bílunum. Ég sá mig tilneyddan til að pakka saman og forða mér. Vildi ekki eiga á hættu að fá þetta yfir mig um nóttina.

Hef aldrei getað skilið það hvað fólki finnst karlmannlegt við að menn með stóra ýstru aki um á jeppum með dekkjum í hlutfalli við ýstruna. Í mínum huga er það gagnstætt.

Auðvitað er þessi jeppa og hjólhýsatíska ekkert annað en neysluhyggja, sem er hluti af hjarðeðlinu.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 12:59

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég má til með að setja hér inn athugasemd við þessa færslu sem Jökull Veigar Kjartansson skrifaði á Fésbókarsíðuna mína:

"Það margumrædda sumar, 2007, leit ég yfir dýrðina á tjaldstæðinu að Hömrum í Eyjafirði. Rándýrir jeppar, Benz, Porche, Range Rover o.fl. stóðu þarna við hliðina á fellihýsum og hjólhýsum og til að vera sanngjarn reiknaði ég hvert par á 15 milljónir. Þennan dag voru ca. 345 milljónir á staðnum. Virkilegt íhugunarefni."

Jamm...  Athyglisvert sjónarhorn og útkoman með ólíkindum. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.7.2009 kl. 13:17

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

keep it simple...

Ég fer helst í útileigu með göngutjald, létta dýnu og svefnpoka.. við vatn þar sem fáir eru.. helst uppi á fjöllum einhverstaðar.. með pulsupakka og bjórkassa.. 

Óskar Þorkelsson, 15.7.2009 kl. 13:50

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Íslensk karlmennska, hittir í mark!

Rut Sumarliðadóttir, 15.7.2009 kl. 14:04

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég var algjört útilegufrík. Elska að sofa í tjaldi! Ég hef ekki farið í útilegu síðan taldstæðin breyttust í stæði fyrir sumarhús á hjólum. Missti bara einhvern veginn listina

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.7.2009 kl. 19:13

9 identicon

hm....,

var semsagt íslenzka karlmennskan bundinn við karlmenn?

hvurs eiga þeir aumu karlmenn að gjalda sem að tjölduðu sænsku erfargóssi frá 1970 í öllu þessu flóði tjaldvagna, húsvagna og annarra tækja á síðari ára? tjölduðu undir háðsglóðsum þeirra síðarnefndu. sem og maka þeirra, sem að í flestum tilfellum voru kvenkyns. ???? karlmanna sem að stóðu í ístaðið, stóðu fastir fyrir, þrátt fyrir kvartanir eiginkvenna um að allar hinar væru að hafa það svo gott.

þarf að stofna ný 78 samtök? samtök karlmanna sem að voru/eru ekki karlmenn?

einar

einar (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 20:08

10 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Einar, þú mátt líka vera í hóp með okkur Konum og körlum sem finnst þessi samkepnni fáránleg. Ég skil t.d. ekki hvernig fyrirferð á farartæki og viðleguútbúnaði geti verið rétta mælitækið á raunveruleg lífsgæði. Í mínum augum er rétti bíllinn sá sem eyðir litlu bensíni, er með góða farangursgeymslu, lága bilanatíðni, ódýra varahluti og síðast en ekki síst kemur mér á milli staða!

Auðvitað gæti ég talið upp fleiri kosti en fæstir eiga við þann bílaflota sem ég mæti á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur. Það er eins og þeir sem keyra þessa leið hafi gleymt því að það er malbik alla leið og það snjóar ekki á fjallvegum á sumrin. Á veturnar er líka mokað daglega...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.7.2009 kl. 20:54

11 identicon

Ég er nýbúinn að fá mér tjald, mitt fyrsta göngutjald. Tók það í notkun um síðustu páska. Áður fyrr lá ég bara úti í svefnpokanum, jafnt sumar sem vetur. Ef veðurútlit var tvísýnt, þá fékk ég lánað tjald eða gisti í sæluhúsum, snjóhúsum eða leitaði skjóls í yfirgefnum húsum (eyðibýlum). Það finnst mér vera mesta frelsið og ánægjan, að ferðast með sem minnstan farangur og vera ekki bundinn af bíl, því bíll er þvingandi og frelsisskerðandi. Fólk er alltaf bundið af því að fara til baka að bílnum en bíllaus maður getur haldið áfram hvert sem honum sýnist, þangað sem hann getur fengið far heim með áætlanaferðum. Ódýrt og áhyggjulaust.

Að ferðast um með bifreið og hjólhýsi sem kosta tugi milljóna og stilla sér upp á tjaldstæðum hjá öðrum slíkum, snýst ekki um ferðagleði og náttúruskoðun. Það er miklu frekar í ætt við einhverskonar sýningu.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 21:36

12 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

fór seinast í tjaldútilegu árið 2005. tjaldaði þá í Garði og í Grindavík. allsendis fín tjaldstæði og börnin höfðu mjög gaman að, sem hinir fullorðnu.

Brjánn Guðjónsson, 15.7.2009 kl. 22:13

13 identicon

Ótrúlegt hvað Íslendingar eru fljótir að gleyma tilfinningum sínum frá því vorið 2007. Nú eru allir komnir í gúmmískó og lopapeysu og kannast ekkert við að hafa á sínum tíma öfundast út í þessa kalla á jeppunum með fellihýsin. Alveg með eindæmum púkalegt!  ;)

Birgir Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 14:50

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

talaðu fyrir sjálfan þig birgir ip tala skráð.. ég hef aldrei átt fellihýsi .. en átt nokkra jeppa ;)  og hef aldrei nokkurn tíman öfundað fólk af þessum skuldahölum.. aldrei.

Óskar Þorkelsson, 16.7.2009 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband