3.8.2009
Auglýst eftir samverkafólki
Í nýlegri athugasemd (nr. 49) við þennan pistil auglýsir Ævar Rafn Kjartansson eftir samverkafólki til að kortleggja ættar-, flokks-, vina- og klíkutengsl samfélagsins og gefa út. Ég vil skora á þá sem vilja og geta lagt sitt af mörkum að hafa samband við Ævar Rafn og drífa í þessu. Getið þið ímyndað ykkur hvað það væri þægilegt að hafa svona rit við hendina þegar atburðir gerast til að fletta upp í? Sjálf er ég ekki mjög fróð um svona tengsl og lítið pælt í þeim - en hef þó verið á námskeiði í vetur eins og aðrir landsmenn.
Í þessu sambandi minni ég á orð Jóns Baldvins í Silfrinu 19. október þar sem hann sagði þetta:
Við vitum að þetta er satt og rétt hjá Jóni Baldvin og það myndi auðvelda mjög að greina alls kyns spillingu ef svona rit væri til. Ég hef sent Ævari Rafni skilaboð og beðið um netfangið hans og set það hér inn um leið og það berst mér.
Netfangið er komið - sendið póst á hrun2008@gmail.com! Hugmyndin er frábær, samtaka nú!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:00 | Facebook
Athugasemdir
Áhugavert framtak og gæti skýrt margt.
hilmar jónsson, 3.8.2009 kl. 23:30
Jón Valur Jensson er ekki bara fróður um Guð föður almáttugan. Hann er ættfræðingur líka. Ráð að tala við hann. Í alvöru talað.
P. S. Icesave mun koma niður á afkomendum okkar í marga ættliði, samkvæmt Jóni. (Ekki í alvöru talað).
Rómverji (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 23:48
Mig minnir að Ólafur Ragnar Grímsson hafi á sínum tíma hafið slíka skráningu í háskólaritgerð þ.e.a.s. hann byrjaði aftur í öldum og rakti hvernig auður og völd höfðu gengið í ættir langt fram á tuttugustu öld. Það plagg hlýtur að vera einhvers staðar (Einhver getur kannski hringt í Ólaf Ragnar?) og gæti verið hjálpargagn í slíkri rannsókn sem mér finnst ákaflega nauðsynleg - en svo er líka hverjir eru í Frímúrarahreyfingunni og öðrum klúbbum, spila saman brids og fara saman í kokteilpartíin?
María Kristjánsdóttir, 3.8.2009 kl. 23:52
Já félagatöl Frímúrara, Oddfellowa og annarra leynifélaga. Þar eru ýmis tengsl á milli manna, leynitengsl.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.8.2009 kl. 00:36
Miklu skynsamlegra að gera þetta á netinu, ekki á bók. Uppfletting á netinu er miklu skilvirkari en að blaða í gegnum bók.
Ég býð fram Tíðarandann til verksins, þetta passar mjög vel við það sem verið er að gera þar. Vefurinn þarfnast ekki mikilla breytinga til þess að geta byrjað skrásetninguna.
Elfur Logadóttir, 4.8.2009 kl. 00:57
Svona í framhaldi af þessari þörfu umræðu og frábæra framtaki þá skaust sú hugsun upp í hug mér af hverju enginn hefur sett saman heimasíðu þar sem hægt er að finna félagatöl í Frímúrarareglunni, Oddfellows og öðrum gerspillingarklíkuklúbbum. Það ætti að vera frekar auðveldur leikur fyrir einhvern af hinum fjölmörgu áráttuþráhyggjusjúklingum bloggheima.
Þór Jóhannesson, 4.8.2009 kl. 01:08
Það þarf að skoða tengsl fjölmiðlafólks við háttsetta stjórnmálamenn og viðskiptamenn. Aftan á matreiðslubók eftir sjónvarpsfréttakonu segir maki fyrrverandi ráðherra að hann sé tíður gestur í matarboðum hjá fréttakonunni. Ásamt konu sinni geri ég ráð fyrir. Samt er fréttakonan oft með fréttir og viðtöl við stjórnmálakonuna sem er þá kannski vinkona fréttakonunnar. Út úr kú finnst mér.
Guðrún (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 01:39
Guðrún - nefndu nú nöfn í þessu samhengi. Við höfum rétt á að vita hvaða fólk þú ert að vísa til...!
Þór Jóhannesson, 4.8.2009 kl. 01:47
Elfur, það er galli í slóðinni hjá þér. Hún er rétt svona: http://tidarandinn.is/
Billi bilaði, 4.8.2009 kl. 01:53
Frábært framtak. Samspillingin og VG. hefðu betur hlustað á Jón Baldvin og haft þetta að leiðarljósi í Ríkisstjórn sinni.
Þá væru þau að vinna fyrir þjóðina en ekki fyrir Evrópusambandið og útrásar glæpalýðinn sem mér virðist.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 02:19
Spillingin hér er orðin svo alger og grasserar niður í smæstu einingar.
Hún er allstaðar. Og fólk upplifir hlutina ekki sem spillingu.
Finnst þessir hlutir bara vera eðlilegir.
Við getum tekið dæmi um viðskipti fjölskyldumeðlima
við starfsmenn í opinberum fyrirtækjum.
Tónlistargeirinn í RUV er einn subbulegasti einkavinaklúbbur landsins.
Og svo mætti lengi telja.
Það er alger nauðsyn að fara alveg neðst niður líka.
Þetta er spurning um að breyta hugarfari og viðhorfi til spillingarinnar.
Ekki bara að nappa einn hér og annan þar.
Páll Blöndal, 4.8.2009 kl. 02:42
Tek undir með Elfur, svona tengslavefur á heima á netinu, rétt eins og Íslendingabók. Alltaf hægt að uppfæra, og bæta við upplýsingum, enda slíkt tengslanet aldrei endanlegt á dynamískum tímum.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 4.8.2009 kl. 05:21
Gott framtak.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2009 kl. 09:26
Takk Billi, ég kann ekki að skrifa eftir kl. 11 á kvöldin greinilega. Vefslóðin er sem sagt http://tidarandinn.is. Þar er nú þegar kominn vísir að tengslaneti en það þarf miklu fleira fólk til þess að klára málið sómasamlega.
Elfur Logadóttir, 4.8.2009 kl. 09:40
Gerður Pálma, 4.8.2009 kl. 13:59
Já,sammála Elfi. Þetta þarf að vera á netinu þá er fljótlegra að nýta það. En líka á bók fyrir okkur sem finnst gott að lesa.
María Kristjánsdóttir, 4.8.2009 kl. 14:28
Eigum við að koma saman upp um þá?
Öll vitum við sem erum núna að fá reikninginn fyrir ótrúlegt sukk siðlausra manna að atferli þeirra gat ekki viðgengist nema með samleik jafnsiðlausra pólitíkusa og embættismanna. Embættismanna sem var plantað í áhrifaríkar stöður ekki útfrá kunnáttu og menntun heldur flokkshollystu og ættartengslum. Okkur er sagt að reikningurinn vegna aðgerða flokksgæðinganna sé okkar að greiða. Kurteisislega.
Okkur er vinsamlega bent á það að fáir fjármálaspekúlantar sem náðu að gera fjármálagjerninga sína á kostnað þjóðarinnar hafi skitið á sig. Og það sé okkar að skeina þá. Íslensk stjórnvöld virðast ætla að kyngja þessarri skilgreiningu burtséð frá ólyktinni en er ekki að skilja að almenningur er ekki til í að skrifa undir ólyktina. Þar kemur tvennt til. Annars vegar sanngirnissjónarmið og hins vegar þjóðarstolt gagnvart nauðarsamningum við þjóðir sem eru þekktar fyrir að þvinga aðrar þjóðir.
Vantraustið á embættis- og stjórnmálakerfi landsins er algert. Þannig hafa fáir trú á að rannsóknir sérstaks saksóknara og sannleikanefndar verði neitt annað en allra nauðsynlegasta yfirklór. Það sagði mér manneskja sem þekkir til starfssemi utanríkisþjónustu Íslands að flestir þeir sem ráðnir væru í störf ma. við mannúðarmál væru dætur og synir embættis- og stjórnmálamanna sem yrðu þannig áskrifendur að launum án þess að gera handtak. Eins hefur verið gagnrýnt að stuttbuxnasjálfstæðismenn hafi sjálfkrafa getað gengið inn í Landsbankann í notarlegt starfsöryggi. Kannski sem partur af greiðslu fyrir bankann?
Þetta sem ég skrifa hér að ofan eru ekkert annað en dylgjur. Eins og Er. En er ekki hægt að breyta því og komast að hinu sanna? Er ekki til fólk sem hefur aðstöðu, nokkurn afgangstíma og hæfileikana til að raða saman púslunum í púsluspilinu Spilling á Ísland?
Nú þegar hafa Lára Hanna Einarsdóttir, Hvítbók, Tíðarandinn og Eyjan ásamt fleirum birt mikið magn upplýsinga sem hægt er að vinna upp úr. En það þarf að tengja það saman og raða upp. Ég er ekki að mæla með neinum nornaveiðum einfaldlega leggja til að almenningur í landinu framkvæmi sína eigin rannsókn og birti það sem út úr henni kemur. Þeir sem hafa eitthvað að leggja til bendi ég á netfangið hrun2008@gmail.com.
Ævar Rafn Kjartansson, 4.8.2009 kl. 16:44
þarft framtak, ég þekki því miður ekki mikið til svona tegnsla.. eins og sést á minni fjárhagstöðu og þjóðfélagsstöðu ;)
Óskar Þorkelsson, 4.8.2009 kl. 19:55
Gott og þarft framtak.
Hólmdís Hjartardóttir, 4.8.2009 kl. 22:15
þjodþrifamal!
SM, 6.8.2009 kl. 06:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.