Að ræna banka og rýja þjóð

"Bankaránið" í Kaupþingi er orðið eitt þekktasta mál hrunsins, þökk sé lögbannskröfu Nýja Kaupþings og skilanefndar þess gamla á fréttaflutning RÚV. Vonandi láta aðrir bankar - og útrásarauðmenn - þetta mál sér að kenningu verða. Hin svæsna lánabók Kaupþings er líklega orðin ein mest lesna bók ársins, a.m.k. sú víðlesnasta, enda á alþjóðlegu tungumáli.

Ég minnist þess ekki að hafa orðið vör við eins mikla samstöðu meðal almennings út af neinu máli - ef frá er talin gríðarleg ánægja með grein Evu Joly sem birtist í íslenskum og erlendum blöðum. Allir lögðust á eitt við að birta slóðir og upplýsingar á bloggi, Facebook, Twitter og víðar. Og senda slóðirnar til erlendra fjölmiðla og skrifa um málið á ýmsum tungum. Enda hefur fiskisagan flogið hraðar og víðar en aðrar sögur, sem betur fer. Svona á að gera þetta, gott fólk! Sameinuð sigrum við. Og Kaupþing dró í land, enda ekki stætt á öðru.

Þegar ég sá forsíðu þýsku útgáfu Financial Times með fyrirsögninni "Eigendur rændu Kaupþing" varð mér hugsað til Williams Black, sem heimsótti Ísland í maí sl. Ég birti viðtal við hann úr bandarískum fjölmiðli hér sem eins konar inngang að viðtali Egils við hann í Silfrinu. William Black skrifaði nefnilega bók sem heitir "Besta leiðin til að ræna banka er að eiga hann". Við vitum nú að það er hverju orði sannara.

Mér finnst ekki úr vegi að minna á viðtalið við William Black eftir hremmingar og uppljóstranir síðustu daga og vikur. Hér er hann hjá Agli í Silfrinu 10. maí sl. Nú ættu allir að geta tengt það sem Black segir við Kaupþingsatburðina undanfarna daga og verið viðbúnir birtingu lánabóka hinna bankanna.

 

Hér er stutt frétt RÚV sama kvöld um viðtalið í Silfrinu.

 

Black hélt síðan fyrirlestur í Háskóla Íslands daginn eftir. Ég fékk upptöku af honum hjá Viðskiptadeild HÍ - en hef ekki birt hana áður. Yfirskrift fyrirlestrarins var "Why economists must embrace the "F" word" og vísar F-ið í orðið Fraud, eða (fjár)svik. Sökum lengdar skipti ég upptökunni í tvennt.

William Black - fyrirlestur á vegum Viðskiptadeildar HÍ - 11. maí 2009
Fyrri hluti

Seinni hluti


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk kærlega fyrir, síðan þín er naulðsynleg aflestrar, það er þá séns að maður skilji eitthvað að því sem fram fer.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.8.2009 kl. 14:32

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með Ásdísi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2009 kl. 14:57

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hvar værum við án þín Lára Hanna?

Ég held að maður verði að koma í læri til þín svo maður geti farið að blogga af krafti.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 4.8.2009 kl. 15:19

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

takk

Hólmdís Hjartardóttir, 4.8.2009 kl. 15:22

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Já þeir kunna að auglýsa sig hjá Kaupþingi..

hilmar jónsson, 4.8.2009 kl. 16:04

6 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Að ræna banka og rýja þjóð,

og reika um með sjóði gilda.

Velsældin varð þeim að vítis glóð,

þeir vænta að fá refsingu milda.

Takk fyrir þína frábæru pistla.

Kveðja, G.J. 

Guðbjörn Jónsson, 4.8.2009 kl. 16:40

7 Smámynd: ThoR-E

Tek undir þetta.

ThoR-E, 4.8.2009 kl. 17:10

8 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Hver er munurinn á að eiga banka eða ræna banka? Jú, ef þú átt banka geturðu rænt þjóðina líka!

Jón Baldur Lorange, 4.8.2009 kl. 17:47

9 Smámynd: Sævar Finnbogason

Sæl Lára

Ég kynntist William Black fyrst þegar Bill nokkur Moyers á PBS ræddi við hann haustið 2007. Þá var hann að segja nákvæmlega það sama og hann sagði í þessum fyrirlestri.

Á þeim tíma var Sub-Prime húsnæðislána hruni hafið í USA og fólk farið að átta sig á því að það var ekki allt með felldu. Black útlistaði þar í smáatriðum hvernig vogunararsjóðir og aðrar fjármálastofnanir hafa keyrt í gegn tilslakanir á lögum og reglum og einnig því hugarfar sem þá var farið að ryðja sér til rúms þar ytra um að "regulators" ættu að hafa "light touch" og forðast það að trufla markaðinn. Hann sagði þá að þetta gæti ekki endað nema með risa hruni.

AUÐVITAÐ var hann úthrópaður heima í USA

Í september 2006 gekk Nouriel Roubini prófessor í hagfræði við Stern háskólann í New York á fund IMF og seðlabanka USA og skrifaði greinar um það yfirvofandi kreppu sem myndi fara að gera vart við sig með ýmsum merkjum 2007 og leggjast eins og mara yfir Bandaríkin og haustið 2008. Allir hlógu og gerðu grín (í alvöru) og "the fed" dró uppúr hatti sínum hina og þessa hagfræðinga (meðal annars núverandi bankastjóra Bernakle) til að nýða skóinn af Roubini. Þetta hljómar kunnuglega og minnir á aðför stjórnvalda hér með Tryggva þór Herbertsson (þá einnig bankastjóri Askar Capital) á hendur Ro

AUÐVITAÐ var hann úthrópaður og uppnefndur Dr. Doom

Hinsvegar var engum hlátur í huga sumarið 2007. Þá voru Sub prime lánin farinn að falla umvörpum og þá kölluðu seðlabankinn og IMF Roubini aftur á sinn fund til að heyra sömu ræðuna frá honum um að það þyrfti strax að herða reglur og athuga rækilega raunverulega fjárhagsstöðu og meta líklegt tap bankanna og að kaupa upp seðlabankinn yrði að kaupa upp þessi lán til að afstýra enn frekari skaða.

Í þetta skiptið hlustuðu allir en enginn gerði neitt í málunum fyrr en um seinan.

Sumsé það var fyrirsjáanlegt hvað var að fara að gerast frá því snemma árs 2007 en ítök fjarmálastofnana í stjórnkerfi BNA og allstaðar á vesturlöndum komu í veg fyrir að brugðist væri við með því að herða reglur. Það voru fyrirtækin sjálf og stofnanir eins og Samtök banka og fjármálafyrirtækja (lobbýistarnir) sem komu í veg fyrir það. And here we are today!

Sævar Finnbogason, 4.8.2009 kl. 18:33

10 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Takk Lára Hanna...fyrir að skrifa á mannamáli...

Bergljót Hreinsdóttir, 5.8.2009 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband