4.8.2009
Bretarnir rannsaka málin
Kastljósið er komið úr fríinu og var fullt af allskonar efni. Ég hjó sérstaklega eftir þessum búti úr viðtalinu við Rowenu Mason, blaðakonu hjá Daily Telegraph.
Svo birtist þetta á vef blaðsins fyrr í kvöld. Efnahagsbrotadeild Breta, Serious Fraud Office (SFO) er að rannsaka íslensku bankana og Kaupþingslekinn veldur því að deildin ætlar að gefa í.
Efnahagsbrot eru litin alvarlegri augum í Bretlandi en á Íslandi eins og hefur komið margoft fram í pistlum Sigrúnar Davíðsdóttur - t.d. þessum. Svo er ekki úr vegi að lesa (og hlusta á) þennan pistil Sigrúnar þar sem hún fjallar einmitt um SFO og segir frá fjársvikum Allen Stanford. Í lánabók Kaupþings er annar Stanford, Kevin, stór þánþegi Kaupþings í Lúx. Kevin þessi Stanford er annar stofnenda Karen Millen verslanakeðjunnar og tengist því Baugi og Jóni Ásgeiri a.m.k. í þeim bransa.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 5.8.2009 kl. 00:15 | Facebook
Athugasemdir
Íslensku útnáradólgarnir eiga eftir að þakka fyrir ef það verður réttað yfir þeim hérna á Klakanum (silkihanskar + slap on the wrist) en ekki í Bretlandi (negldir járnhanskar + 200 ára fangavist).
Vonandi verður það í Bretlandi...
Kama Sutra, 5.8.2009 kl. 00:35
Hummm.....
Hvað er þessi að gera undir Related Articles?
Saudi BAE Systems case: Weapons deals and alleged bribes
Er Kaupþing eitthvað viðriðið þetta mál? Kaupþingsmenn áttu viðskipti við fleiri í arabaheiminum en í Katar...
Soffía Sigurðardóttir, 5.8.2009 kl. 01:24
Ég vona að Europol og Interpol verði gefin veiðileyfi á stærstu útrásarbarónana. Flestir þeirra eru búsettir í Bretlandi og annarsstaðar í Evrópu.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.8.2009 kl. 02:15
Fór aðeins að rifja upp Miðaustutrlandaferil Kaupþings. Bloggaði um Katargæjann 15. janúar s.l.
Þá hafði ég greinilega farið að gúggla eitthvað of fundið þennan hlekk um brall Kaupþingsmanna og Lybíumanna um olíubísness.
Ég las á Silfri Egils að einhver pennavinur hans var að velta fyrir sér hví Gertner fjölskyldan bæri harm sinn í hljóði eftir að hafa keypt góðan hlut í Kaupþingi skömmu fyrir hrun. Svo ég fór og gúgglaði Mendi and Moises Gertner og fann heilan helling. Fokríkir gyðingar. Okkar menn eru ekki haldnir neinum kynþátta- eða trúarbragðafordómum, enda trúa þeir bara á auð. Sama hvaðan gott kemur. Kemur það kannski á svipaðan hátt? Svipaður díll? Fann þessa tengingu milli Katarans og Gertneranna: Sheikh Mohamed is the second foreign investor to build a stake in Kaupthing since June, when wealthy British property investors Mendi and Moises Gertner bought a 2.5% stake for 14bn kroner ($176mn). Lítil setning í frétt undir fyrirsögninni Rotten business between Al-Thani, Kaupthing and Olafur Olafsson á síðunni economicdisasterarea.com
Soffía Sigurðardóttir, 5.8.2009 kl. 02:16
Sæl Hanna,
Þetta er hið besta mál! Vonandi finna þeir eitthvað og eitthvað fer að gerast!
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 5.8.2009 kl. 06:31
Jæja þá verður einhver af þessum glæpamönnum vonandi handtekinn, það er enginn vilji til þess á íslandi, enda margir toppar eflaust á kafi í spillingunni sjálfir og gera allt til að halda sjálfum sér hreinum... á kostnað almennings eins og vanalega.
Ég er ansi hræddur um að margir þessara manna væru löngu komnir í gæslu erlendis svo þeir geti ekki eytt skítaslóð sinni.
Það er hreint hlægilegt að við eigum að borga fyrir þessu svívirðulegu glæpamenn, við eigum að afsala okkur öllum réttindum og fara bara í esb.
DoctorE (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 08:45
Mánuðir eru síðan Þorvaldur Gylfason minnti landsmenn og landsstjórnina á að ef við gerðum ekki sjálf upp við hrunið, þá yrðu erlendir fjölmiðlar til þess. Það virðist vera að rætast.
Hvað verður um orðstír lands þar sem látið er refsilaust að ræna almenning eignum og lífsviðurværi?
Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 09:17
Þetta er hið besta mál!!!
Veitir sérstökum saksóknara og öðrum hér á landi ágætis aðhald.
Nú geta þeir ekki sópað skítnum undir teppið því Bretarnir koma til með að afhjúpa það.
Annars væri fróðlegt að vita hvernig hinni "svokölluðu" rannsóknarvinnu miðar!!!
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 09:59
Gott mál. Það eru þá einhverjir vitibornir farnir að rannsaka glæpina.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 5.8.2009 kl. 11:42
Þarf ekki bara að taka upp aðferðir spænska rannsóknarréttarins ?
Finnur Bárðarson, 5.8.2009 kl. 13:27
Rykið úr augum landans er smátt og smátt að hverfa. Við blasa rjúkandi rústir. Eftir því sem myndin skýrist meir, eftir því verður hún hræðilegri. Gerendurnir sjást ekki í rústunum. En þeir eiga sér vart friðsama daga. Þeir byggðu sér gullhallir úr tilbúnu fé, ekki raunverulegum verðmætum. Þeir skuldsettu heila þjóð meðan þeir dönsuðu í kringum gullkálfinn. Þeir skyldu við samfélagið í sárum. Þeir eyðilögðu mannorð hennar.
Ábyrgð þessara manna er mikil. Aldrei mun takast að skapa hér sátt nema láta þessa menn sæta ábyrgðinni.
Eiríkur Sjóberg, 5.8.2009 kl. 13:58
Icelanders are risk takers. They are daring and aggressive. Perhaps this is because they know that if they fail, they can always go back to Iceland where everyone can enjoy a good life in an open and secure society; the national fabric of our country provides a safety-net which enables our business leaders to take more risks than others tend to do.
Ólafur Ragnar Grímsson
ræða flutt í Walbrook Club, London 03. 05. 2005
Arnar Steinþórsson (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.