Töff Tortólatýpur

Ég fékk tvær sendingar í tölvupósti áðan og má til með að setja þær hér inn. Þær eru ólíkar - en báðar góðar. Veit ekki hvort sendendur vilja láta nafns síns getið svo ég sleppi því a.m.k. að sinni.

Þetta er ansi vel gerð mynd af þeim Kaupþingsfélögum, Sigga og Hreiðari, og týpurnar smellpassa Siggi og Hreiðar - Gög og Gokke - Laurel og Hardy

Hér er svo myndband um hvað yfirvöld eru vond við strákana í FL Group


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

myndin af kumpánunum er snilld!

Brjánn Guðjónsson, 18.8.2009 kl. 22:44

2 identicon

Bylting þrífst ekki á nagi. Það er seinlært fyrir Íslendinginn að samstaða er sterkasta vopn alþýðunar og besta leiðin til að skemma hana er að setja af stað neiðkvæðan orðróm ,nag að siga einstaklingunum til að setjast við eldhúsborðið og ganga svo eða hringja húsa á milli til að viðhalda naginu. Samviskan fer á flótta og byltingin veltur um koll eftir standa aðeins fáeinir til að hrópa hér kemur herópið. Eins held ég að það sé í þessu tilfelli baráttumanneskja með hugsjónir að virkja fólk til samstöðu en gleymir Íslenska þjóðarbölinu að lúta höfði yfir vínglasið og segja ,, Hefurðu heyrt söguna........'' Metið sjálft mesta bylting sem alþýðan hefur fengið í hendur síðustu ár og ef fólk fer að rækta heiðarleikann, sannsöglina og að fara að tala fallega um fólk þá eiga góðir hlutir eftir að gerast ekki fyrr!

Með bestu kveðju,

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 23:02

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stal myndinni.  Snilld.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.8.2009 kl. 23:06

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég smellti þessu á fésið

Óskar Þorkelsson, 18.8.2009 kl. 23:09

5 Smámynd: Halla Rut

Djö...stuð hefur nú verið hjá þeim...

Halla Rut , 18.8.2009 kl. 23:43

6 Smámynd: Björn Birgisson

Verða gefin út veiðileyfi á þessi nagdýr þjóðarinnar?

Björn Birgisson, 19.8.2009 kl. 00:10

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Vel gerð mynd. Mér sárnar það samt svolítið að sjá þá félaga Stan Laurel og Oliver Hardy dregna niður í skítinn með því að spyrða þá við fjárglæpamenn. Steini og Olli voru öðlingspiltar og gáfu heiminum meiri gleði og grín en nokkrir aðrir grínleikarar, að undanskildum kannski Chaplin og Marx-bræðrum.

Theódór Norðkvist, 19.8.2009 kl. 00:36

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Fá siðbllindir sýn?   

Helga Kristjánsdóttir, 19.8.2009 kl. 01:52

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Snilldar myndi.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2009 kl. 12:42

10 identicon

Sæl Lára, er að leita að t-pósti þínum en finn hann ekki hér á síðunni. Langaði til að senda þér eitt.

Dísa (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 12:59

11 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þessi "nýmynd" toppar orginalana, enda voru þeir nú bara nytsamir sakleysingjar, svona eins og íslanska þjóðin...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 19.8.2009 kl. 15:35

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Frábær, stundum heldur maður að um grín sé að ræða, en ekki aldeilis, þetta er púra alvara.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.8.2009 kl. 16:44

13 identicon

Vil gjarnan fá einhverja útskýringu á þvi hvers vegna mitt netfang er tengt við athugasemd hér að ofan en ekki nafnið mitt. Hef hvergi orðið fyrir þessu áður og síðast þegar að ég leit hér inn var nafnið mitt tengt við færsluna, ég vil fá svör takk fyrir!

Þórkatla Snæbjörnsdóttir

og já víst best að hafa þetta með ekki satt katlasn@simnet.is svo að þetta fari nú ekkert á milli mála.

Þórkatla Snæbj0rnsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 03:10

14 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þessu get ég ekki svarað, Þórkatla. Eins og þú veist getur síðueigandi ekkert krukkað í athugasemdir - einungis falið þær eða leyft þeim að standa. Ég get falið athugasemdina ef þú vilt og þú skrifað nýja. Annað verðurðu að spyrja blog.is um.

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.8.2009 kl. 11:41

15 identicon

Sæl Lára Hanna,

Ég vil þakka þér fyrir að svara mér. Já ég myndi þiggja að þú myndir fela þessa athugasemd, því að ég vil ávallt koma fram undir nafni. Mér þykir afar vænt um nafnið mitt, rétt eins og þér. Ég las einmitt færslu þínu  fyrir nokkrum mánuðuðum síðan tengda þessu , er það ekki rétt hjá mér? 

Þetta er allt í góðu skrifað. Ég er skírð eftir nöfnu minni sem að ég fékk aldrei að sjá, sem að dó að vori áttræð að aldri, en ég fæddist í september sama ár.

Bestu kveðjur Lára Hanna.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 12:54

16 identicon

Sæl Lára Hanna,

Ég veit að þú berð ekki ábyrgð á þessu. Hef margítrekað reynt að setja hér
inn athugasemd, en ekki tekist, vonandi tekst það núna. Jú, ég vil að þú
fjarlægir þá athugasemd sem að mitt netfang er tengt við. Mér þykir afar
vænt um nafnið mitt rétt eins og þér um þitt nafn, og því vil ég fá þetta fjarlægt.

Ég vil sem sagt að þú fjarlægir þessa færslu mína, þó svo að ég standi við það sem að þar stendur.

Með kveðju,

Þórkatla

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 15:48

17 identicon

Sæl Lára Hanna,

Vil þakka þakka þér fyrir skjót og góð viðbrögð. Sé að þessi færsla mín er horfin.

Með bestu kveðju,

Þórkatla

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 16:11

18 identicon

Hvað er eiginlega í gangi? Ég skrifaði "Ég vil þakka þér......" og var nú með mann hér við hliðina á mér sem að horfði á hvað ég skrifaði.

En engu að síður, bestu kveðjur Lára Hanna.

Þórkatla

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband