Hvatt til dáða í gróðærinu

Egill sýndi þetta í Silfrinu í gær. Samanklippt pepp og auglýsingar frá gróðærinu. Við verðum að halda þessu öllu til haga og líta á þetta sem víti til varnaðar. Læra af reynslunni. Okkar eigin reynslu.

Fyrsta myndbandið er gert af Samtökum atvinnulífsins og hefur gengið manna á milli á netinu um skeið. Eflaust muna flestir eftir Kaupþingsauglýsingunum sem keyrðar voru gengdarlaust í sjónvarpinu ásamt auðvitað auglýsingum hinna bankanna. Ég hafði ekki séð kynningarmyndaröðina frá Háskólanum í Reykjavík anno 2007. Okkar tími kom - og fór snarlega. Spurning hvort verið sé að kenna unga fólkinu þetta ennþá. Ég setti saman myndirnar í ræmu hér fyrir neðan til glöggvunar. Kaupthinking-myndbandið vakti gríðarlega athygli þegar það komst í umferð um daginn - enda magnað.

Ég hef margoft spurt sjálfa mig hvort fólkið sem tók þátt í þessu hafi vitað hvað það var að gera og hvaða afleiðingar það myndi hafa fyrir íslensku þjóðina. Svarið er yfirleitt það sama: Eflaust ýmsir - en langt í frá allir.

Áróðursmyndbönd í Silfri Egils 20. september 2009

Myndaröðin frá Háskólanum í Reykjavík. Smellið ef þið viljið stækka.

HR-myndasyrpa 2007


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég horfði á myndbandið í Silfri Egils í gær, það var sorglegt að horfa á það og sjá firringuna.  Svo er núverandi stjórn í fullri vinnu við það að bjarga Hollendingum og Bretum fyrir horn, en láta okkur Íslendinga sitja á hakanum.  Það finnst mér sorglegast. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.9.2009 kl. 02:21

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er að reyna að ryfja´upp,hvernig þessi myndbönd höfðuðu til mín,á sínum tíma.  ,Minnist ekki að þau hafi hreyft við mér,öðruvísi en sem breytt mynd þjóðfélagsins,nokkuð sem afkomendur okkar myndu upplifa.  Grandalaus.

Helga Kristjánsdóttir, 21.9.2009 kl. 04:37

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Patológísk mikilmennska þarna. Wow! Og enginn sá néitt athugavert við þetta.  Dæmin um vöxtinn þarna í myndbandinu voru súrrealísk og gefið í skyn að slíkt gæti gengið endalaust.  Þeir voru ekki betri í reikningi en þetta. Héldu að á 10 árum væru þeir að velta fjárlögum bandaríska ríkisins. Það þarf nefnilega ekki að tvöfalda oft til að komast upp í það.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.9.2009 kl. 07:08

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Með "Kaup-thinking" hefðu þeir verið búnir að leggja undir sig heiminn á 20 árum og tvisvar á 21. ári Þvílík sturlun.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.9.2009 kl. 07:10

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

"What were we thinking?"

Villi Asgeirsson, 21.9.2009 kl. 09:04

6 Smámynd: SM

hvernig væri bara að spyrja þetta fólk sem að þessu kom hvað það var að hugsa? Minnir bara á cult.

SM, 21.9.2009 kl. 09:51

7 identicon

Ágætt að horfa á þessar auglýsingar og rifja upp hvernig ég brást við þeim á sínum tíma, þær ollu mér spennutilfinningu og ég botnaði ekkert í af hverju bankarnir væru svona rosalega ríkir, eins og stjórnendur þeirra hefðu dottið niður á einhverja töfraformúlu. Einnig velti ég fyrir mér þeim risamun sem var orðinn að raunveruleika milli ríkra og fátækra á Íslandi. Annars datt ég inn í þáttinn um Eistland í gær og varð skelfingu lostin, getur verið að ástandið hér stefni í svipað ástand og er þar? Hvaða líkur eru á því? Það er alltaf eitthvað að koma upp í sambandi við skuldir, það nýjasta er þetta með kvótaveðið, upplifi að þjóðin sé að drukkna í skuldum. Niðurskurðurinn er rétt að byrja og hvar endar hann? Allt virðist eiga að fara aftur til ríkisins sem borgar brúsann eins og tillögur um íbúðalánasjóðinn að hann taki öll íbúðalán á sig. hvar endar þetta? Hve lengi getur ríkið staðið undir skuldafarganinu? Atgervisflóttinn er að byrja. Skil vel að fólk íhugi möguleikann á að flytja af landinu í tæka tíð, t.d. læknar og fólk í öðrum starfsstéttum þegar þrengir að hjá þeim varðandi vinnu. Ég dáist að öllum þeim einstaklingum sem leggja sitt að mörkum þessa mánuðina til að finna lausnir og koma með sín rannsóknar- og athugunarefni upp á borðið, eins og t.d. þú gerir Lára Hanna til að vekja fólk til umhugsunar og til að átta sig betur á stöðunni. Les alltaf bloggið þitt. 

Jónína S. Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 11:01

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eigum við að stofna fyrirtæki?

Á ferðum mínum um landið sem leiðsögumaður er eg iðulega spurður um hreindýramosann sem þýskir nefna Islandsmos.

Það er ábyggilega grundvöllur að reka fyrirtæki t.d. á Austfjörðum við að tína fjallagrös þ. á m. hreindýramosa og vinna og pakka með útflutning og sölu til ferðamanna í huga. Hreindýramosinn nýtist til margs kyns skreytinga t.d. í jólajötuna, Krippe eins og þeir þýsku segja og auk þess er vinsælt að hafa Ísalandsmosa á leiði og hann þykir ómissandi sem ígildi trjágróðurs við gerð umhverfis á leikfangalestum Modelbahn). Í lyfjaframleiðslu er hreindýramosi einnig mjög mikilvægur enda ýms eftirsótt virk efni í honum. Þá er unnt að útbúa te og aðra heilsudrykki úr hreindýramosa og öðrum fjallagrösum.

Við gætum orðið rík á þessu og vaðið í peningum eins og útrásarvíkingarnir forðum. Kannski að fyrirtæki sem þetta myndi skila meiri arðsemi en álverið og Kárahnjúkavirkjun sem kostuðu gríðarlegar fórnir á Austurlandi.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.9.2009 kl. 14:53

9 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Það er annað hvort í ökla eða eyra hjá okkur Íslendingum. Vinstri stjórnin hefur snúið þessu alveg við:

What is Left Green Thinking? 

Left Green Thinking is below normal thinking.

Left Green Thinking is thinking shorter.

We just have to think we can - not!

Helping our people is not in our power!

Jón Baldur Lorange, 21.9.2009 kl. 23:22

10 identicon

Sylvía hér nefnir orðið CULT. Það er rétta orðið yfir liðið. Þetta byrjaði með Repúblikavæðingu Sjálfsstæðisflokksins á 9. áratug síðustu aldar og leiðtogadýrkunina (eða Stalínisman) sem fylgdi í kjölfarið þekkja allir. Stór partur af minni kynslóð dróst inn í þetta CULT og sjáum við heilaþvottinn krystallast í því að dýrkunin á leiðtogann er enn öllum augljós þó svo að ENN augljósara er það stórslys sem fylgdi þessu CULTI.

Guðgeir (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband