Andað léttar

Mikið var ég fegin þegar ég heyrði í fréttunum í kvöld að ummælin um ónýtu spólurnar hafi verið villandi. Þar af leiðandi er færslan hér á undan líka villandi - eða texti hennar - þó að myndbrotin standi vitaskuld fyrir sínu. En rétt skal vera rétt og hér með leiðréttist þetta. Um leið vil ég benda á fína athugasemd (nr. 25) frá Gunnlaugi Lárussyni sem hafði spurst fyrir um málið og sent Páli Magnússyni tölvupóst. Gunnlaugur birtir ekki sinn póst til Páls en fékk þetta svar: "Þakka þér kærlega fyrir hressilega áminningu - þetta verður athugað!"

Svo fékk Gunnlaugur svohljóðandi póst frá Óðni Jónssyni, fréttastjóra:

"Því miður var frásögn fréttamanns villandi. Það er rétt að sérstakar upptökur stúdíói misfórust þessa daga sem um ræðir. Flestar fréttir voru síðan keyrðar af klippistæðum og inn á harðan disk og band þegar mistökin uppgötvuðust. Nánast allar frumtökur úti á vettvangi á þessu tímabili eru til á millisafni fréttastofu. Aðalatriðið er þó að allt efnið er til á DVD, ekkert er glatað eða týnt! Öll útsending RÚV er til á DVD, beinar útsendingar o.s.frv. Hitt er svo annað mál að varðveislumál okkar mættu vera betri, vegna fjárskorts erum við ekki enn að fullu komin inn í stafrænu öldina. Þá er ég sammála þér um það að fréttaupptökur þyrftu að vera aðgengilegar miklu lengur á netinu. Vonandi fáum við úrbætur á því fljótlega."

Við þetta vil ég bæta að það væri skömm að því ef nefskatturinn skilar sér ekki allur til að reka RÚV eins og ýjað hefur verið að.

Hin villandi ummæli og leiðréttingin - RÚV 27. og 28. september 2009


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hlustaði ekki nógu vel í kvöld, en gott að vita að heimildirnar eru til.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.9.2009 kl. 21:18

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Og þá er ég að meina hjá RUV, ekki bara hjá þér

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.9.2009 kl. 21:20

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það fer helmingi meira í að reka gagnslaust þjókirkjubatterí á ári en að reka Ríkisútvarpið í heild. Kannski kirkjan gæti neitað sér um gullbryddaða karlkjóla og slegið í púkk.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.9.2009 kl. 00:21

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

"Við þetta vil ég bæta að það væri skömm að því ef nefskatturinn skilar sér ekki allur til að reka RÚV eins og ýjað hefur verið að."

Hvað meinarðu?  Ríkisútvarp allra starfsmanna fær of mikið. Þennan óskapnað sem Ríkisútvarpið er orðið þarf að endurskipuleggja frá grunni. Og ég efast um að nefskatturinn standist EES samþykktir.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.9.2009 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband