Það er engin spilling á Íslandi, er það?

Þessi pistill er frá 10. maí 2008 og fjallar um spillinguna og múturnar í tengslum við virkjanamálin. Eigum við ekki bara að kalla þetta sínum réttu nöfnum í stað þess að fara eins og kettir í kringum heitan graut!

********************************************

Peningar Það er engin spilling á Íslandi, er það? Og hér tíðkast ekki mútur, er það? Hvaða vitleysa! Nýleg, erlend könnun sýnir Ísland í 6. sæti yfir minnsta spillingu í heiminum - hrapaði þó úr 1. sæti. Um það má lesa hér og skoða spillingarlistann í heild sinni. Fólk hlær almennt að þessu, því varla fyrirfinnst sá Íslendingur á fullorðinsaldri sem ekki hefur beina eða óbeina reynslu af spillingu á Íslandi í ýmsum birtingarmyndum, opinberri eða óopinberri. En það má bara ekki kalla það spillingu. Það má heldur ekki minnast á mútur, það er bannorð. Við greiðum ekki mútur og við þiggjum ekki mútur. Slíkur ósómi tíðkast bara í útlöndum. Á Íslandi er svoleiðis greiðasemi kölluð til dæmis "fyrirgreiðsla" eða spegilmyndin "að greiða fyrir málum". Fallegt og kurteislegt orðalag. En ekki mútur, alls ekki... það er ljótt og eitthvað svo óíslenskt. Eða hvað?

Svo eru það hagsmunaárekstrarnir og vanhæfið. Hvenær er maður vanhæfur og hvenær er maður ekki vanhæfur. Hagsmunaárekstrar og vanhæfi eru mjög viðkvæm mál á Íslandi - rétt eins og spilling og mútur - og ekki algengt að sá vanhæfi viðurkenni vanhæfi sitt. Hann þrjóskast við og neitar fram í rauðan dauðann þótt staðreyndir blasi við. Tökum tvö heimatilbúin (en möguleg) dæmi og eitt mjög raunverulegt.
Peningar
1. Lögfræðingur flytur mál fyrir héraðsdómi. Dæmt er í málinu og því áfrýjað til hæstaréttar. Í millitíðinni er lögfræðingurinn skipaður hæstaréttardómari. Má hann dæma í sama máli þar eða er hann vanhæfur? Ég hefði haldið það.

2. Jón á hlut í banka. Bara lítinn - svona stofnfjárhlut sem hann lagði til málanna þegar bankinn átti bágt, kannski 100.000 krónur eða svo. Mörgum árum seinna er Jón kosinn á þing og situr þar í nefnd sem á að ákveða hvort það má selja bankann og hvers virði hver hlutur er. Jón gæti hagnast um tugmilljónir með því einu að rétta upp hönd. Er hann vanhæfur við afgreiðslu málsins í nefndinni? Ég hefði haldið það.

Peningar 3. Sveitarstjóri gerir samning við fyrirtæki um framkvæmdir. Samningurinn er metinn á 500 milljónir - hálfan milljarð króna. Til að uppfylla ákvæði hans þarf að fara í gegnum alls konar lagalegt ferli, tímafrekt og leiðinlegt - en lög eru lög og ekki hjá því komist. Ein hindrunin er lög um mat á umhverfisáhrifum, en það er allt í lagi. Fyrirtækið sem sveitarstjórinn gerði samninginn við sér hvort sem er um matið og ræður auðvitað niðurstöðu þess, enda dómari í eigin máli. Ekki vandamál, bara svolítið tafsamt. Enginn vanhæfur þar, eða hvað?

Svo þarf að auglýsa breytingu á skipulagi og gefa einhverjum almenningi kost á að tjá sig og halda að hann hafi áhrif á niðurstöðuna. En það er allt í lagi, sveitarstjórinn er búinn að ákveða þetta og því verður ekki breytt. Það eru svo miklir peningar í húfi. Hvaða vit hefur þessi almenningur svosem á peningum? Ekki vandamál, bara svolítið tafsamt og stundum örlítið ergilegt. Sveitarstjórinn þarf kannski að svara óþægilegum spurningum fjölmiðla og svoleiðis. En þetta reddast að íslenskum sið og hvaða vit eða áhuga hefur svosem fjölmiðlafólk á slíkum alvörumálum? Það hefur bara áhuga á Britney Spears, Gilzenegger og þeim best eða verst klæddu!

Ein greinin í samningi sveitarstjórans og fyrirtækisins kveður á um að ár hvert, frá 2006-2012, borgi fyrirtækið sveitarstjórninni 7,5 milljónir í r Peningar eiðufé til að standa undir álaginu við að keyra þetta allt í gegn fyrir fyrirtækið - alls 52,5 milljónir á sjö árum. (Að ónefndum framkvæmdum við lagningnu ljósleiðara, byggingu hesthúsa, lýsingu vega og þannig smotterís.) Upplýsingar um í hvað allar milljónirnar fara liggja ekki á lausu en leiða má líkur að því, að þær fari í vasa einhverra, enda stendur orðrétt í samningnum "...að umsvif og álag á bæjarstjórn og bæjarstjóra mun fyrirsjáanlega aukast..." og samkomulag er um að fyrirtækið greiði sveitarfélaginu fyrir þann kostnað sem af þessu hlýst. Rúsínan í pylsuenda samningsins hljóðar síðan svo: "Þessar greiðslur verða notaðar til að kappkosta við að afgreiðsla umsagna og leyfa verði eins hröð og hægt er." Spilling? Nei, guð sé oss næstur! Ekki á Íslandi. Mútur? Þvílík firra! Íslensk stjórnsýsla er hrein og tær eins og fjallalækur. Er það ekki?

Engu að síður mætti ætla - miðað við lög og reglur - að sveitar- eða bæjarstjórinn og það af hans fólki sem þegið hefur hluta af fénu nú þegar, eða 14 milljónir samtals, væri vanhæft til að afgreiða umsagnir og leyfi þau sem hér um ræðir, þar sem búið er að semja fyrirfram um að umsagnir verði hliðhollar fyrirtækinu og leyfin verði samþykkt - hvað sem hver segir - enda byrjað að þiggja fyrir það fé - og enn eru 5 greiðslur eftir x 7,5 milljónir = 37,5 milljónir. Spilling og mútur? Auðvitað ekki! Þetta er Ísland, munið þið? 

Peningar Í 19. grein Sveitarstjórnarlaga nr. 45 frá 1998 er fjallað um hæfi sveitarstjórnarmanna. 1. málsgrein hljóðar svo: "Sveitarstjórnarmanni ber að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að almennt má ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af."

Ég hefði haldið að þegar umsagnir eru afgreiddar, ákvörðun tekin um réttmæti athugasemda og hvort veita eigi fyrirtækinu framkvæmdaleyfi, starfsleyfi eða hvaða leyfi sem er samkvæmt téðum samningi væru a) þeir sem skrifuðu undir samninginn við fyrirtækið og b) þeir sem hafa - eða hafa haft - beinan fjárhagslegan ávinning af samningnum fullkomlega vanhæfir til að fjalla um málið af þeirri fagmennsku og hlutleysi sem með þarf. Eða hvað? Er ég að misskilja eitthvað hérna? Er ég ekki nógu þjóðlega þenkjandi?

Til að bæta gráu ofan á svart eru 500 milljónirnar sem samningurinn er Peningar metinn á - þar af tugmilljónirnar sem verið er að greiða bæjarstjórn og bæjarstjóra vegna aukinna umsvifa og álags - í raun eign skattgreiðenda annars bæjarfélags. Þeir voru auðvitað aldrei spurðir hvort þeir kærðu sig nokkuð um að dæla öllu þessu fé í sveitarfélagið til að fyrirtækið fengi að ráðast í sínar framkvæmdir. Kannski hefðu þeir heldur viljað að 500 milljónirnar væru notaðar til að greiða niður þjónustu fyrirtækisins við þá. Hvað veit ég? Ég var ekki spurð.

Peningar En nú hef ég tækifæri til að segja skoðun mína og það ætla ég að gera. Ég ætla að senda inn athugasemd í mörgum liðum og mótmæla þessari spillingu og hinu sem má ekki nefna á Íslandi en byrjar á m.... Ég ætla að mótmæla því hryðjuverki sem á að fremja á undurfallegri náttúruperlu og menguninni sem af hlýst. Ég skora á fólk, hvar sem það býr á landinu, að gera slíkt hið sama. Nálgast má upplýsingar á Hengilssíðunni og í öðrum pistlum mínum á þessari bloggsíðu. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út á þriðjudaginn, þann 13. maí. Ég er boðin og búin að aðstoða fólk ef með þarf.

Ef einhver er ekki búinn að átta sig á því - þá er ég auðvitað að tala um fyrirtæki okkar Reykvíkinga, Orkuveituna, Sveitarfélagið Ölfus og sveitarstjóra þess. Framkvæmdin er fyrirhuguð Bitruvirkjun og samninginn sem um ræðir má lesa í heild sinni hér. Mikið þætti mér fróðlegt að heyra álit lesenda þessa pistils á samningnum, lögmæti hans og framkvæmd og ef lögfróðir menn geta lagt sitt af mörkum hér eða í tölvupósti væri það vel þegið.

En það er samt engin spilling á Íslandi, er það? Né heldur hitt sem ekki má nefna en byrjar á m.... eða hvað?

Nátengdir pistlar m.a. hér, hér og hér og listi yfir fjölmarga pistla hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Er ekki spillingin í dag -

sú - að blekið hafi varla verið þornað á undirritun forseta lýðveldisins á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave málsins

þegar stjórnvöld voru farin að brjóta lögin.....

lögin um ríkisábyrgð vegna Icesave málsins - eru í fullu gildi... - en einhverjir "samningamenn" virðast ganga sjálfala í dag - gera það sem þeim sýnist í einhverju samningamakki við Breta og Hollendinga - og lögin þar með þverbrotin í bak og fyrir.....

Spillingin virðist haf verið "millifærð" úr bankakerfinu - til  einhverrar umborðslausrar samninganefndar - lagalega séð...

það er ekki furða þó Ögmundur segi af sér - sáð ráðherra sem sýnt hefur mesta siðferðisþrekið í Icesave málinu - og AGS málinu.

vinsamlegast fjalla um þessa "millifærðu spillingu"  - sem er að gerast nákvæmlega  í núinu.... -  núna

Kristinn Pétursson, 1.10.2009 kl. 22:31

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Á þetta að fara aftur í að elta ólar við hann Óla ven minn aftur ?   Maðurinn er í vinnu fyrir þann almenníng þarna sem að kauz hann lýðræðizlega til ztarfa & hann vinnur zína vinnu einz vel & allt zem að hann hefur tekið zér fyrir hendur.

Steingrímur Helgason, 1.10.2009 kl. 23:59

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Naglinn á höfuðið Lára Hanna.  Flugbeittur pistill.

Þessi Transparency stofnun skilgreinir spillingu í múturgreiðslum - og eins og þú bendir á þá heitir það eitthvað allt annað á Íslandi.

Ergo - engin eða illmælanleg spilling.  Veit ekki hvort það segir meira um þessa stofnun eða "spillingarlausa" Ísland.  Tek ekki mark á svona stofnunum. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 2.10.2009 kl. 01:36

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fyrir skömmu athugaði Mosi í þingtíðindum í hvaða samhengi orðið spilling kom fyrir. Alls mátti finna þetta orð nálægt 750 sinnum í ræðum síðastliðin 35 ár.

Nú er eg að skoða þetta betur og margs er að gæta. Oftast eru það andstæðingar ríkisstjórnarinnar sem taka sér orðið spillingu í hug. Athyglisvert er hve sjaldan þingmenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins nefna spillingu sjaldan. Helst þegar þeir eru í stjórnarandstöðu og einkum þá Framsóknarflokkur er í stjórn! Er þetta tilviljun?

Fyrr á tímum voru önnur orð en spilling notuð. T.d. notaði Einar Olgeirsson oftast önnur orð. Orðið fyrirgreiðsla má t.d. tengja við spillingu.

Ætla að stefna að birta niðurstöður síðar í vetur og þá í tengslum við meira varðandi bankahrunið.

Góðar stundir

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 2.10.2009 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband