Svo má deigt járn brýna

Ég var svo vitlaus - eða feimin - eða eitthvað - að ég birti aldrei þetta viðtal hér á blogginu. Freysteinn Jóhannsson, nú brottrekinn blaðamaður á Morgunblaðinu, heimsótti mig eina eftirmiðdagsstund, krotaði nokkur orð á blað í löngu spjalli og út kom viðtal sem birtist í sunnudagsblaði Moggans 11. maí 2008. Tveimur dögum áður en skila átti athugasemdum við þá skipulagsbreytingu Ölfuss að gera dásamlegri útivistarparadís að iðnaðarsvæði. Aftur skora ég á fólk að bregðast snöfurlega við og senda inn athugasemd. Fresturinn rennur út laugardaginn 3. október. Tillögur að athugasemdarbréfum eru viðfest neðst í færslunni. Athugasemdir þarf að senda í venjulegum pósti.

(Smellið þar til læsileg stærð fæst.)

Svo má deigt járn brýna - Morgunblaðið 11. maí 2008

 Í liði með landinu


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Hvenær skyldi von á 2. áfanga Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma: Vernd og nýting?

Faghópar eru fjórir:
I. Náttúrufar og minjar: Að meta áhrif einstakra virkjunarkosta á landslag, jarðmyndanir, gróður, dýralíf og minjar.
II. Ferðaþjónusta, útivist og hlunnindi: Að meta áhrif einstakra virkjunarkosta á ferðaþjónustu, útivist, landbúnað, landgræðslu og skógrækt, lax- og silungsveiðar og skotveiðar.
III. Þjóðhagsmál, atvinnulíf og byggðaþróun: Að meta hvaða áhrif það hefur á aðra atvinnustarfsemi að nýta virkjunarkostina. Einnig að meta langtímaáhrif þess á efnahag, atvinnulíf og byggðaþróun.
IV. Orkulindir: Að skilgreina þá kosti sem fyrir hendi kunna að vera til að nýta vatnsorku og jarðhita til raforkuvinnslu, meta afl, orkugetu og líklegan orkukostnað hvers þeirra og forgangsraða eftir hagkvæmni. Þessi faghópur skilgreinir virkjunarkosti sem aðrir faghópar taka afstöðu til.

1. áfangi fjallaði um nýtingu eingöngu (vatnsaflskosti og jarðhitakosti).

GRÆNA LOPPAN, 2.10.2009 kl. 04:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband