Hrunið og aðdragandinn í spéspegli

Þetta er nauðsynlegt líka, rétt eins og Spaugstofan og Skaupið. En öllu gamni fylgir nokkur alvara og oft sér maður betur fáránleika hlutanna í gríninu. Ísland er að sjálfsögðu nefnt til sögunnar í þessari yfirferð.

Silly Money - Where did all the money go?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Drepfyndið alveg. Eða á maður að segja tragikómískt. Hér er raun ágætis námskeið í því hvað olli og hvernig stefnt er. Allt gamnið er í raun staðreyndir, en fáránleikinn er svo mikill að það er ekki annað hægt en að hlæja. Hvað voru menn að hugsa? 

Takk fyrir skemmtunina Lára mín. Hún er vel þegin.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.10.2009 kl. 09:52

2 identicon

Frábært!!!!!

Vona bara að stjórnin öll, þingmenn og aðrir leiðtogar okkar sjái þetta sér til gagns og gamans.

Agla (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 10:30

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Menn búnir að finna það út að Lára Hanna sé Spunavél Samfylkingarinnar" Finnst þetta húmor í sjálfu sér:

Ef við færum okkur á lægra plan og tökum á því sem bloggarar hafa verið að tjá sig um helgina þ.e. að draga vogunarsjóðinn Boreas Capital inní þessa umræðu, er það afleikur misvitra manna og kvenna, og pólitískt sjónarspil, enda vorum við þarna sem íslenskir ríkisborgarar með reynslu á fjármálamörkuðum. Því fannst okkur það sjálfsagt, og reyndar klókt, hjá þessum tveimur þingmönnum Framsóknarflokksins að biðja okkur og aðra ráðgjafa að aðstoða þá við útskýringar á síðustu fjármálagerningum á Íslandi og hvernig þessir gjörningar breyttust í byrðar á íslenskan almenning sem átti lítið með hrunið að gera og bar ekki ábyrgð á því

Og svo náttúrulega:

 

Það er hollt og gott fyrir alla duglega, vinnandi íslenska menn og konur að sjá hvernig „spunavél Samfylkingarinnar“ starfar og gaman að sjá hvernig þessi flokkur ætlar að endurreisa Ísland. Þess má svo geta að við hefðum allir getað farið á þessa fundi með hvaða íslenska stjórnmálaflokki og þingmanni sem er, enda ekkert nema ánægjulegt að geta tekið þátt í því að aðstoða íslensku þjóðina á þessum erfiðu tímum. Það virðist yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að nota eingöngu embættismenn og sjálfskipaða sérfræðinga úr háskólum landsins í baráttu sinni og halda þjóðinni óupplýstri. Einnig er sorglegt að horfa á einn íslenskan stjórnmálaflokk, Samfylkinguna setja ESB, AGS og Icesave ofar hagsmunum Íslands. http://pressan.is/files/2009_10_12_Fr%c3%a9ttatilkynning-Noregsf%c3%b6r.doc

Svæði

Tæknilega vinnanlegt afl (MWe)Virkjað afl 2009 (MWe)Óvirkjað afl 2009 (MWe)
Reykjanes200100100
Eldvörp/Svartsengi1207545
Krýsuvík (Trölladyngja, Sandfell, Seltún, Austurengjar)4800480
Brennisteinsfjöll40040
Hengill (Hellisheiði, Hverahlíð, Bitra, Nesjavellir, Grændalur o.fl.)600333267
Samtals1440508932

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.10.2009 kl. 17:54

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sorry þessi rest átti bara alls ekki að koma þarna veit ekki hvað gerðist

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.10.2009 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband