Þetta var pínlegra en orð fá lýst. Ég trúði varla eigin augum og eyrum. Í fyrsta lagi var það meðferð borgaryfirvalda á okkar minnstu bræðrum og í öðru lagi vanþekking, vesaldómur og fullkominn skortur á hluttekningu formanns Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, sjálfstæðiskonunnar Jórunnar Frímannsdóttur. Hún á fyrir jólamatnum og gjöfum til barnanna sinna - og þá varðar hana ekki um aðra. Reglurnar eru nefnilega svo gagnsæjar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Spilling og siðferði, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:18 | Facebook
Athugasemdir
Greinilegt er að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gleymt eðli sínu. Fyrir utan að þrengja hag okkar smæstu og minnstu þá hyggst Sjálfstæðisflokkurinn einnig draga sig út úr Strætó, hækka fargjöld enn meir og draga jafnframt úr þjónustu!
Sjálfstæðisflokkurinn réði áróðursstjóra núna í lok september til að leiða áróðurinn fyrir flokkinn í Reykjavík vegna næstu sveitarstjórnarkosninga í vor.
Sástu Lára frönsku heimildamyndina í gærkveldi um vatnið? Það eru miklar hættur á ferðinni sem þar var komið inn á. Með tilmælum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum voru vatnsveitur í Bólivíu einkavæddar gegn kröftugum mótmælum íbúa. Svipað var uppi á tengingnum í Lesotho í Suður Afríku og þetta er að gerast í fleiri löndum. Var t.d. sýnt hvernig málin standa í Írak. Meira að segja í Bandaríkjunum hafa orðið mjög kröftug mótmæli vegna einkavæðingar á vatni til handa Neslé auðhringnum sem er einn stærsti seljandi vatns í plastflöskum þar í landi.
Þessi mynd var sýnd eftir 10 fréttir og lauk sýninguy hennar rétt um lágnættið. Ætla mætti að myndin væri ekki við hæfi barna. En svona er íhaldið: það sýnir sitt rétta eðli!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 3.12.2009 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.