Himinhrópandi hroki Morgunblaðsins

Í fyrradag fór frétt eins og eldur í sinu um netmiðla, blogg og samfélagið. Hún fjallaði um áhyggjur norrænna blaðamanna af tjáningarfrelsinu á Íslandi. Blaðamannasamtök Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands gaf út fréttatilkynningu þar sem ráðning eins helsta hrunvaldsins á Íslandi í ritstjórastól Morgunblaðsins var gagnrýnd og henni lýst sem aðför að tjáningarfrelsinu á Íslandi. Einnig var minnst á brottrekstur fjölmargra þaulreyndra blaða- og fréttamanna af fjölmiðlunum.

Framhald hér...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Hanna Lára. Ég bloggaði um þessa frétt af áhyggjum Norrænu blaðamannasamtakanna og eitt af komentunum hljóðaði eitthvað að ekki hefði Davíð átt fjölmiðil,banka, fjármálastofnum eða markað.

Hvert er fólk komið í allri vitleysunni. Ráðning Davíðs í ritstjórastólinn er með þvílíkum endemum að hún jaðrar við að líkast frekar frétt frá einhverju einræðisríki, en ekki ríki sem telst vera með eitt elsta þjóðþing í heiminum og hefur verið kynnt fyrir okkur íbúunum okkar sem lýðræðisríki.

En er það ekki bara málið að landinu okkar hefur verið stjórnað sem einræðisríki. Skattakerfið okkar hægramegin við skattakerfi Bandaríkjanna segir Jón Steinarsson í blaðagrein í gær. Auðsöfnum hér hefur verið svo ævintýralega hröð í gegnum kvótakerfið, fjármálakerfið og allskyns brask sem er mjög svakalegt.

Við erum eina ríkið innan OECD sem er með flatan skatt, önnur ríki eru með þrepakerfi í sinni beinu skattheimtu.

Davíð Oddsson var við stýrið meðan öllu þessu kerfi var komið til leiðar og ýtt af krafti til hægri og nú er hann ritstjóri. Er nokkur hissa þó nágrannarnir sendi frá sér yfirlýsingu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.12.2009 kl. 22:42

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Tek undir orð Hólmfríðar og síðueiganda..

hilmar jónsson, 4.12.2009 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband