Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Eru bankarnir að blekkja?

Ég er ekki reikningshaus, eiginlega óralangt í frá. Á erfitt með að ná utan um flóknar prósentur, vísitölur, milljarða, trilljarða og alls konar reikningskúnstir sem mikið hefur farið fyrir í umræðunni upp á síðkastið. Það liggur við að ég þurfi reiknivél til að leggja saman 2 og 2. Mér er því gjörsamlega fyrirmunað að átta mig á...

Framhald hér...


Frumkvæði til fyrirmyndar

Enn ætla ég að benda á frumkvæði hópsins sem hefur verið í sambandi við fulltrúa AGS og reynt að fá fund með framkvæmdastjóra AGS, Strauss-Kahn. Hér var sagt frá fyrsta bréfinu, hér frá öðru bréfinu og í gærkvöldi birti ég frásögn fulltrúa hópsins af fundi með tveimur fulltrúum AGS...

Framhald hér...


Satt eða logið og jafnréttisdulan

Hve glöð er vor þjóð? spurði ég um daginn og benti á þetta mál sem fjallað er um í stuttri grein í Mogganum í dag. Þetta er góð ábending hjá Tryggva og gaman væri að fá svör við spurningunum sem hann spyr. Teitur Atlason skrifar frábæran bloggpistil í dag um annað mál sem ég fjallaði um nýverið...

Framhald hér...


Þjóðskráin er herramannsmatur

Mótmælafundir á vegum Hagsmunasamtaka heimilanna og Nýs Íslands hafa verið haldnir undanfarna tvo laugardaga. Ég sagði frá þeim fyrri hér. Ef fólk tekur undir kröfurnar er næsti fundur á Austurvelli laugardaginn 12. desember klukkan 15. Helstu kröfur eru:

Framhald hér...


Ísland og AGS - áhyggjur og áform

Í byrjun nóvember sagði ég frá bréfi sem hópur áhyggjufullra borgara sendi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, þar sem hann var inntur svara og beðinn um fund. Svarbréf hans var hvorki fugl né fiskur og ekki ljáði hann máls á fundi. Hópurinn skrifaði honum aftur eins og sagt er frá hér og síðan fóru fulltrúar hópsins á fund með undirmönnum Strauss-Kahn, þeim Franek Roswadowski - oft nefndur landstjóri Íslands - og Mark Flanagan, sl. föstudag.

Framhald hér...


Minnihlutaofbeldið á Alþingi

Það er fjandanum erfiðara að mynda sér skoðanir á sumum málum. Maður les, hlustar, horfir, hugsar og reynir að beita heilbrigðri skynsemi og komast að niðurstöðu. Stundum eru upplýsingar af skornum skammti og stundum yfirþyrmandi miklar - og magnið ekki alltaf í samræmi við gæðin. Sérfræðingar eru ósammála en geta allir virst hafa eitthvað til síns máls. Hverjum á að trúa og hverjum ekki? Þetta er endalaus höfuðverkur.

Framhald hér...


Kreppukaldhæðni

Í dag rak ég augun í blað á eldhúsborðinu sem ég renni stundum yfir á netinu. Markaðurinn heitir það og er fylgiblað Fréttablaðsins - einu sinni í mánuði nú orðið, enda kannski ekki mikið að gerast á þeim vettvangi. Það sem vakti athygli mína voru tvær auglýsingar á forsíðunni. Önnur efst, hin neðst.

Framhald hér...


Himinhrópandi hroki Morgunblaðsins

Í fyrradag fór frétt eins og eldur í sinu um netmiðla, blogg og samfélagið. Hún fjallaði um áhyggjur norrænna blaðamanna af tjáningarfrelsinu á Íslandi. Blaðamannasamtök Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands gaf út fréttatilkynningu þar sem ráðning eins helsta hrunvaldsins á Íslandi í ritstjórastól Morgunblaðsins var gagnrýnd og henni lýst sem aðför að tjáningarfrelsinu á Íslandi. Einnig var minnst á brottrekstur fjölmargra þaulreyndra blaða- og fréttamanna af fjölmiðlunum.

Framhald hér...


Hvenær linnir þessum skrípaleik?

 Hvenær linnir þessum skrípaleik?


Sjálfstæðishetjur með saltfisk í hjartastað

Þetta var pínlegra en orð fá lýst. Ég trúði varla eigin augum og eyrum. Í fyrsta lagi var það meðferð borgaryfirvalda á okkar minnstu bræðrum og í öðru lagi vanþekking, vesaldómur og fullkominn skortur á hluttekningu formanns Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, sjálfstæðiskonunnar Jórunnar Frímannsdóttur. Hún á fyrir jólamatnum og gjöfum til barnanna sinna - og þá varðar hana ekki um aðra. Reglurnar eru nefnilega svo gagnsæjar.

Framhald hér...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband