Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Silfrið var pakkað að venju en ég vil benda á færsluna hér á undan með þremur eldri Silfurviðtölum til upprifjunar sem tengjast með beinum og óbeinum hætti Silfrinu í dag og aftur vísa ég í hinar frábæru blaðagreinar Ragnars Önundarsonar hér. En svona var Silfur dagsins:
Vettvangur dagsins - Guðmundur, Gunnar Smári, Sigrún Davíðs og Ásta Rut
Elías Pétursson
Ágúst Þór Árnason og Eiríkur Jónsson
Ragnar Önundarson
Að lokum bendi ég á tvo athyglisverða bloggpistla: Þennan hjá Sigurjóni M. Egilssyni og þennan hjá Jóhanni Haukssyni. Og þessa frétt þar sem fram kemur að nú er Jón Ásgeir Jóhannesson orðinn hæst launaði ríkisstarfsmaðurinn fyrr og síðar.
Og þetta er með ólíkindum - nú vitum við hvað Davíð ætlar EKKI að gera. Spurning hvað hann ætlar að gera. Bréf forsætisráðherra til Seðlabankastjóra er hér og bréf Davíðs til forsætisráðherra er hér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.2.2009
Undanfari Silfurs - upprifjun
Á meðan ég er að klippa, vista og hlaða upp Silfri dagsins - sem er óheyrilega tímafrek og seinleg vinna - langar mig að minna á nokkur atriði sem komið hafa fram í Silfrinu áður og tengjast þættinum í dag.
Fyrst er að nefna þetta viðtal Egils við Jón Ásgeir Jóhannesson. Mér er í fersku minni lætin sem urðu vegna þess. Agli var úthúðað fyrir yfirgang, frekju, dylgjur, róg og fleira miður skemmtilegt og margir dáðust að Jóni Ásgeiri fyrir hvað hann var rólegur og kúl. Mikið vatn hefur til sjávar runnið og heilmargt verið upplýst síðan þetta var - 12. október sl. - eða rétt eftir hrunið. Ég er sannfærð um að margir sem áfelldust Egil þá og/eða hrifust af framgöngu Jóns Ásgeirs hafi skipt um skoðun. Ég hafði um þetta nokkur orð á sínum tíma hér.
Jón Ásgeir Jóhannesson í Silfri Egils 12. október 2008
Svo eru það viðtöl Egils við Ragnar Önundarson. Fyrr viðtalið við Ragnar er frá 6. apríl 2008 - fyrir hrun. Seinna viðtalið er úr sama þætti og viðtalið við Jón Ásgeir, eða 12. október - eftir hrun. Greinar Ragnars eru hér - vonandi hef ég ekki misst af neinni.
Ragnar Önundarson í Silfri Egils 6. apríl 2008
Ragnar Önundarson í Silfri Egils 12. október 2008
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.2.2009
Farsi
Hann skipaði sjálfan sig bankastjóra nýja Landsbankans þar sem hann var stjórnarformaður fyrir. Engin auglýsing, ekkert ráðningarferli. Bara til bráðabirgða, var fyrirslátturinn. Svo er sagt að hann hafi farið í mánaðarlangt frí í miðri kreppu og björgunaraðgerðum. Ég neita að trúa því - enda hafði ég nú ekki séð fyrir mér framtíðarvinnubrögðin í þjóðfélaginu svona.
Henrý Þór sér skoplegu hliðina á málinu eins og venjulega og kallar myndina Kleyfhugann. Hann sér fyrir sér langt, strangt og óvilhallt ráðningarferli þar sem einkavina- og sjálfsráðningar eru víðs fjarri. Miklu fleiri satírur Henrýs Þórs eru hér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Ég hef margoft sagt að ég mæti á mótmælafundina á Austurvelli á mínum eigin forsendum. Ég mæti til að mótmæla rangindunum sem við höfum verið beitt og því hugarfari sem ráðið hefur ríkjum. Ég nenni ekki að standa í deilum um einstök efnisatriði eða áherslur og átel það fólk sem mætir ekki af því eitthvað hugnast því ekki í yfirskrift mótmælanna, vali á ræðumönnum eða þvíumlíkt. Að mínu mati eru það bara átyllur og undanbrögð. Þras sem ég tek ekki þátt í.
Fjölmennustu fundirnir á Austurvelli hafa talið um 10.000 manns. Þið skuluð ekki ímynda ykkur að allt þetta fólk hafi verið sammála um öll smáatriði. Langt í frá. Það sem þessir andófsmenn áttu sameginlegt var viljinn til að breyta samfélaginu. Þótt ný ríkisstjórn sé í höfn sem er byrjuð að breyta er óralangt í land. Hugarfarsbyltingin heldur áfram og við verðum að fylgja henni eftir. Annars er það sem við höfum afrekað hingað til ónýtt og hætta á að allt fari í sama farið aftur.
Ingibjörg Hinriks, bloggvinkona mín, sendi mér skilaboð í kvöld og benti mér á pistil sem hún hafði séð á Facebook. Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að birta pistilinn. Hann er ekkert minna en frábær og eins og talaður út úr mínu hjarta. Það er of áliðið til að hringja í höfundinn og fá leyfi svo ég birti hann í fullkomnu leyfisleysi með von um að höfundurinn, Valgeir Skagfjörð, virði mér það til betri vegar. En pistill Valgeirs hljóðar svona - gætið þess að lesa hvert einasta orð, hverja setningu:
Ekki laust við spennufall eftir byltinguna.
Takturinn, söngurinn, ástríðan, þessi íslenska þjáning sem gaf okkur sameiginlegan kraft til að berjast gegn siðleysinu og óréttlætinu. Þessi neisti sem kviknaði, þessi von.
Ísland minn draumur mín þjáning mín þrá,
mitt þróttleysi og viðnám í senn,
þessi vængjaða auðn með sín víðerni blá
hún vakir og lifir þó enn
orti Steinn Steinarr fyrir margt löngu.
Ég finn til með okkur og öll þjóðin finnur til. Við erum máske beygð en ekki brotin. Við getum borið höfuðið hátt og verið stolt af því að vera Íslendingar. Við höfum flest gert landinu gagn og leitast við að vernda börnin okkar og eigur okkar sem best við kunnum og fæst tókum við þátt í sukkinu. Við stóðum hjá og horfðum á í forundran.
Hversu oft spurði ég mig ekki þeirrar spurningar hvort þetta væri í lagi? Bankastjóri með 65 milljónir að meðaltali í tekjur á mánuði? Hversu geðveikislega hljómar þetta? Við sem vorum trillukarlar og kotbændur fyrir ekki svo löngu síðan. Við sem lifðum á landsins gæðum, feng sjávar og smáiðnaði. Við sem fórum í löng verkföll til að koma lámarkslaunum upp fyrir hundraðþúsundkallinn og vorum svo svikin jafnharðan af stjórnvöldum sem stóðu alltaf vörð um atvinnurekendur, heildsala og fjármagnseigendur með því að skella framan í okkur verðhækkunum sem virkaði bara eins og hver annar eldiviður á verðbólgubálið sem logaði glatt. Svo þegar þeim tókst að koma böndum á blessuðu verðbólguna þá skelltu þeir á okkur verðtryggingunni sem nóta bene var bara á skuldunum en launin stóðu í stað.
65 milljónir á mánuði fyrir að stjórna banka sem fór á hausinn. Það þykir kannski ekki svo mikið ef maður skoðar það í ljósi þess að það gæti kostað ríkið 70 milllur að útvega seðlabankastjóra annað djobb. Hvar erum við stödd? Hugsum aðeins um þetta góðir hálsar. Við erum núna að taka á okkur launalækkanir. Í fyrsta sinn í aldalangri sögu verkalýðsbaráttu á Íslandi erum við að taka á okkur launalækkanir vegna einhverra sem með óráðsíu sinni settu landið á hausinn en gátu borgað sér 65 milljónir í laun á mánuði og það kom í ljós að þeir voru ekki að standa sig í vinnunni. Núna stöndum við hér með okkar - kannski 200 þús kall á mánuði og stöndum okkur aldrei betur í vinnunni af því núna er raunveruleg hætta á því að við höfum ekki þessa vinnu mikið lengur. 65 milljónir á mánuði - það jafngildir mánaðarlaunum 325 manna sem standa og norpa á Austurvellinum.
Og við sem fáum þennan hundrað og fimmtíu eða tvöhundruðþúsund kall útborgaðan um hver mánaðamót höldum uppi velferðarkerfinu, heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu með skattgreiðslum okkar. Þeir sem reynast hafa 65 milljónir á mánuði reyna svo að skjóta öðrum fjármunum undan skatti með því að færa þá í skattaskjól úti í heimi. Hvað er í gangi hérna hjá okkur? 65 milljónir á mánuði.
Sögurnar af sukkpartíunum, utanlandsferðunum, veiðiferðunum, fjármagnsflutningunum og svo mætti lengi áfram telja skiptu tugum og hundruðum. Allan tímann hugsaði ég með sjálfum mér: "Nei - þetta hlýtur að taka enda einn daginn. Fólk getur bara ekki hagað sér svona endalaust. Það hlýtur einhver að stoppa þetta af". En ekkert gerðist. Við vorum blekkt og okkur talið trú um að hér væri allt í stakasta lagi og góðærið ætti nú sem óðast að færast til okkar hinna sem náðarsamlegast fengum að hirða upp brauðmolana góðu af allsnægtaborði aðalsins. En ekki bólaði á neinni betrun né bót. Enginn hafði döngun í sér til að stöðva ruglið og handhafar valdsins góndu eins og staðar beljur á misvitra fjárglæframenn flytja þvílíkt fjármagn úr landi að dygði til að standa undir rekstri ríkisins til margra ára. Hvert fóru allir milljarðarnir? Það virðist ekki skipta máli. Við sem spyrjum þessarar spurningar erum bara til ama og leiðinda. Við verðum bara að skilja það að þessir peningar eru farnir og það fæst bara ekkert upp í þetta nema kannski hugsanlega í mesta lagi eitthvað... bla, bla, bla.
Svo ég vitni nú aftur í Stein Steinarr:
Abbyssiníukeisari heitir Negus Negusi
og Negus Negusi segir: Búlúlala.
Öllum mönnum sem íhuga málstað ríkisins
finnst unun að heyra Negus Negusi tala.
Og í hreinskilni sagt eru allir óvinir ríkisins
sem ekki hlusta á Negus Negusi tala.
Ég er Negus Negusi, segir Negus Negusi,
ég er Negus Negusi. Búlúlala.
Í þessu ljóði sé ég birtast þá valdsmenn sem því miður hafa skaðað þjóðina varanlega með hugmyndafræði sem svo augljóslega hefur beðið skipbrot. Innantóm orð, heimska, hroki, valdagræðgi, spilling og auðsöfnun í krafti valds er það sem hefur einkennt stjórnarhætti þeirra manna sem hafa aðhyllst þessa hugmyndafræði og látið hana vera leiðarljós við stjórnvölinn á þjóðarskútinni ms Íslandi.
Það var ekki fyrr en skáldin létu til sín taka, ekki bara rithöfundarnir, ljóðskáldin og heimspekingarnir heldur athafnaskáldin á götunni, bráðgreint fólk með sterka réttlætiskennd fór að tala á torgum og benda á klæðleysi keisaranna að þeir áttuðu sig á því að þeir voru kannski ekki í neinum fötum þegar allt kom til alls. Samt þráuðust þeir við og vildu sjálfir fá að taka í lurginn á þessum lævísu skröddurum sem sniðu fötin á þá en allt kom fyrir ekki. Almenningur, þessi sofandi risi var nú farinn að rumska. Það var ekki alveg nóg að hella hann fullan og stinga upp í hann dúsu í hvert sinn sem hann ætlaði að mjamta kjafti. Nú var hann farinn að rumska svo rækilega að ekki varð séð hvernig hægt yrði að koma í veg fyrir að hann stæði upp og léti til sín taka.
Góðu heilli þá náðist að kveikja sannan byltingaranda í brjóstum sem að geta fundið til og þá er ekki að sökum að spyrja - við getum fært fjöll úr stað. Þeir ráðamenn sem nú eru farnir frá mislásu stöðu sína svo herfilega og spiluðu svo herfilega illa af sér í þessari lönguvitleysu að ég man ekki eftir öðru eins í annan tíma. Hef ég þó fylgst með pólitík á Íslandi frá því 1968 - eða þar um bil. Það var einmitt snemma morguns að mamma vakti mig og sagði dramatísk: "Jæja, nú er skollin á ný heimsstyrjöld" - Rússarnir réðust inn í Tékkóslóvakíu og umbótastefna Dubceks var upprætt og troðin niður af járnuðum stígvélahælum rauða hersins. Vorið í Prag sölnaði. Frá og með þessum morgni, frá og með fréttunum af Jan Palach sem lét lífið undir rússneskum skriðdreka fór réttlætiskennd mín að mótast. Ég hef alltaf haft ímugust á alræði. Ég hef alltaf aðhyllst stefnu sem mótast af lýðfrelsi, jöfnuði, öryggi borgaranna, tækifæri fyrir alla, brautargengi góðra hugmynda, sköpun, menningu, að njóta þeirrar fegurðar sem lífið hefur upp á að bjóða. Menntun fyrir alla, heilsugæsla fyrir alla, velferð og farsæld fyrir alla. Ísland á alla möguleika á að geta orðið fyrirmyndarríki þrátt fyrir efnahagshrunið.
Hér búa þó ekki nema rúmlega 300 þúsund hræður og miðað við landgæði, auðlindir sjávar, menntun þjóðarinnar og gríðarlegan mannauð sem er á stundum vanmetinn, eigum við að geta rekið hér samfélag réttlætis, jöfnuðar og bræðralags. En til þess að stýra nýju fleyi þegar aftur verður ýtt úr vör þá þarf nýjan mannskap um borð. Nú nenni ég ekki lengur að horfa á sömu þreyttu þungbúnu andlitin þarna inni á þingi sem geispa, gapa og kyrja sama sönginn aftur og aftur. Ekki einasta eins og bilaðar plötur sumir hverjir heldur fóru sumir beinlínis í sama sandkassaleikinn og áður kvöldið sem nýi forsætisráðherrann flutti stefnuræðu sína. Kenna hinum um. Þetta er orðið svo þvælt og þreytt að tekur engu tali. Ég reyndi að búa mér til áhuga á þeim umræðum sem fram fóru en allt kom fyrir ekki.
Ég vil fá nýja orðræðu. Ég nenni ekki lengur að hlusta á þetta gjamm um hvað hinir hafi gert af sér og hvað þessir sem nú sitja séu ómögulegir og það sem boðið er upp á núna sé bara bull og vitleysa. Það eru allir að verða eins og Negus Negusi. Tölum um það sem skiptir máli. Tölum um það sem brennur á fólki. Tölum um verðtrygginguna sem er að sliga fólk. Tölum um viðskiptasiðferðið, tölum um pólitíska siðferðið og tölum um náttúruna, tölum um velferð barnanna okkar, gamla fólkið, tölum um auðlindirnar okkar, tölum um framtíðarmöguleikana og tölum um lýðræði, lýðveldi - hver erum við - hvað viljum við - hvert viljum við stefna sem þjóð?
Það verður að uppræta þetta gjörspillta flokkakerfi. Það verður að vera hægt að kalla hæft og gott fólk til góðra verka. Það má ekki gerast að sá kraftur sem varð til í búsáhaldabyltingunni fari ónýttur út í loftið. Við þurfum svo á því að halda að hugsa samfélag okkar upp á nýtt. Andleg verðmæti þurfa að vega þyngra. Við þurfum að finna okkur stað í veröldinni. En hvaða stað? Þetta með að lifa eins og burgeis er fullreynt - við verðum ekki hamingjusamari þótt við getum brunað út úr bænum á stórum jeppa með hjólhýsi aftan í, með flatskjá, fjölvarpi og þráðlausri háhraðatengingu svo við missum nú örugglega ekki af neinu á meðan við erum í fríi. Nú þurfum við andlegan innblástur. Við þurfum skáldin inn á þing. Við þurfum kennara inn á þing, Við þurfum smiði inn á þing. Við þurfum heimavinnandi húsmæður inn á þing. Við þurfum leikara, rithöfunda, myndlistarmenn, tónlistarmenn, eldri borgara, æskulýðsleiðtoga, presta, lækna, verslunarmenn o.s.frv. Við þurfum alls konar fólk inn á þing. Löggjafasamkundan á að vera þverskurður samfélagsins.
Nú sem aldrei fyrr er áríðandi að fylkja liði. Fram - aldrei að víkja. Fram, bæði menn og fljóð. Tengjumst tryggðaböndum, tökum saman höndum. Vinnum þjóð vorri gagn og hugsum um það hvert og eitt að vera öðrum til gagns og aðeins minna um að skara eld að eigin köku. Hugsum um litlu gulu hænuna. Allir vildu jú borða brauðið sem hún bakaði en enginn var tilbúinn að hjálpa til.
Til að spillingaröflin verði fjarlægð þá þarf að rífa meinið upp með rótum. Rótin liggur í hugsuninni. Og til þess að bylting hugarfarsins geti átt sér stað þá verðum við fyrst og síðast að skapa okkur hugsanir sem gagnast okkur og hjálpa síðan hinum við að losna undan hugsunum sem eru skaðlegar. Taumlaus gróðahyggja er t.d. skaðleg. Að hugsa um að skapa sér farsæld er gagnlegt. Hefndarhugur er skaðlegur. Fyrirgefning er gagnleg. Réttlæti er fallegt og göfugt ef það felur ekki í sér óréttlæti gagnvart einhverjum öðrum. Jafnrétti er sjálfsagt og eðlilegt, misrétti er það ekki. Það felst bara í orðinu "misrétti". Hér á landi hefur ríkt alltof mikið misrétti alltof lengi. Ég minni á orð frelsarans sem er að finna í bæninni sem hann kenndi okkur: "Fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum".
Ef þeir sem ollu þjóðinni skaða biðja um fyrirgefningu þá fá þeir hana - skilyrðislaust.
Það er ekkert eins gott fyrir reiðina og fyrirgefning. Þannig getum við öll gert skuldaskil ef vilji er til þess. Það er ekkert í heiminum svo slæmt að ekki sé hægt að laga það. Það hefur sagan kennt okkur. Af hverju ætti það að vera eitthvað öðruvísi núna?
Nýtt fólk á þing! Nýja ásýnd Alþingis! Nýja hugsun! Nýir tímar eru framundan og nú er að tryggja það að þessir nýju tímar einkennist af hugsjónum, réttlæti, lýðræði, jöfnuði og farsæld. Reisum nýtt Ísland á nýjum gildum. Við þurfum að byrja núna - það eru jú kosningar framundan.
Es. Að lokum vil ég leggja það til að verðtrygging húsnæðislána verði afnumin.
Valgeir Skagfjörð,
borgari
_________________________________________________
Svo mörg voru þau orð. Ef innihald þessa pistils er ekki næg ástæða til að fjölmenna áfram á Austurvöll á laugardögum klukkan þrjú - þá veit ég ekki hvað þarf til. Hugarfarsbylting er undirstaða Nýja Íslands og við verðum að halda henni til streitu. Annars gerist ekkert. Hugarfarsbylting tekur lengri tíma en 17 vikur og við VERÐUM að halda út og vera staðföst.
Hvar ertu?
Hvar eruð þið, sem ræðið um byltingu í heitu pottunum og á kaffistofunum?
Hvar eruð þið, sem fordæmið bankamenn og útrásarauðmenn?
Hvar eruð þið, sem skammið ríkisstjórn, alþingismenn og embættismenn?
Hvar eruð þið, sem hallmælið gróðærinu og viljið annað siðferði?
Hvar eruð þið, sem eruð ósátt við aðgerðir og aðgerðaleysi ráðamanna?
Hvar eruð þið, sem viljið réttlæti öllum til handa, ekki bara sumum?
Hvar eruð þið, sem hafið tapað á hlutabréfakaupum?
Hvar eruð þið, sem hafið tapað á peningamarkaðssjóðum?
Hvar eruð þið, sem hafið tapað lífeyrinum ykkar?
Hvar eruð þið, sem eruð ósátt við að bankarnir afskrifi skuldir auðmanna?
Hvar eruð þið, sem viljið ekki selja þeim fyrirtækin aftur skuldlaus?
Hvar eruð þið, sem viljið jafnræði?
Hvar eruð þið, sem sjáið húsnæðislánin ykkar rjúka upp?
Hvar eruð þið, sem hafið misst vinnuna?
Hvar eruð þið, sem viljið kosningar og nýja stjórn?
Hvar eruð þið, sem teljið réttlætiskennd ykkar misboðið?
Hvar eruð þið, sem eruð að lenda í heljargreipum verðtryggingar - sumir aftur?
Hvar eruð þið, sem viljið láta frysta eigur auðmanna?
Hvar eruð þið, sem fordæmið leynd og ógegnsæi aðgerða stjórnvalda?
Hvar er samviska ykkar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
73. grein stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands hljóðar svo: "Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum."
Flott - allir frjálsir skoðana sinna og sannfæringar og eiga rétt á að láta í ljós hugsanir sínar. Enga ritskoðun eða tálmanir á tjáningarfrelsi. Glæsilegt - svona er Ísland... eða hvað? Nei.
Ekki aldeilis. Okkur eru væntanlega flestum í fersku minni ýmsar uppákomur í gegnum tíðina þar sem fólk hefur verið látið gjalda orða sinna og skoðana sem voru ekki stjórnvöldum eða vinnuveitendum þeirra þóknanlegar. Þessi skoðanakúgun hefur valdið ótrúlegri hræðslu í þjóðfélaginu og ótta margra við að tjá sig og segja sannleikann um ýmis málefni. Fólk þarf að óttast atvinnumissi, faglegan róg og fleira miður skemmtilegt ef það fylgir sannfæringu sinni. Geðslegt þjóðfélag? Nei.
Líka á Alþingi Íslendinga. Við vitum mætavel að margir þingmenn greiða atkvæði gegn sannfæringu sinni þótt 48. grein stjórnarskrárinnar hljóði svo: "Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum." Þeir virðast æði oft vera trúrri flokknum en sannfæringu sinni eða fólkinu í landinu. Því ef þingmaður greiðir atkvæði gegn vilja flokksins eru til ýmis ráð til að gera þingmanninn "skaðlausan" og þar með áhrifalausan með öllu. Við höfum fordæmi fyrir þessu á Alþingi. Virðing fyrir sannfæringu alþingismanna? Nei.
Guðmundur Gunnarsson, verkalýðsforingi, minnist á ILO 58 regluna í þessari bloggfærslu. ILO stendur fyrir International Labour Organization eða Alþjóðaatvinnumálastofnunina. Reglan sem Guðmundur vitnar til gengur út á að atvinnurekandi verði að tilgreina ástæðu fyrir uppsögn starfsmanns. Guðmundur segir að flestar Evrópuþjóðir og margar þjóðir Asíu hafi staðfest þessa reglu - en ekki Ísland. Hér má reka fólk úr vinnu og svipta það lífsviðurværinu eftir geðþótta yfirmanna, m.a. ef þeim líkar ekki við skoðanir starfsmannsins. Skoðana- og tjáningarfrelsi? Nei.
Halldór Kristinn Björnsson, bifvélavirki hjá Toyota og virkur andófsmaður, skrifaði bloggfærslu og var rekinn úr vinnunni. Bloggfærslan ógurlega er hér. "Skortur á virðingu gagnvart samstarfsmönnum og vilja til samstarfs."
Þröstur Helgason, blaðamaður á Morgunblaðinu og ritstjóri Lesbókar, skrifaði meðal annars þennan pistil um miðjan janúar og var rekinn um síðustu mánaðamót. "Skipulagsbreytingar."
Halla Gunnarsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu og þingfréttamaður þess, tók virkan þátt í Borgarafundunum, hélt ræðu á einum þeirra og talaði fyrir þeim. Hún var líka rekin um síðustu mánaðamót. "Skipulagsbreytingar."
Málfrelsi? Skoðanafrelsi? Tjáningarfrelsi? Hverjir ráða þarna för og hvaða hvatir liggja að baki? Hver hefur hag af því að hér ríki áfram ótti við að tjá skoðanir sínar? Margir sem fjalla um viðkvæm mál, einkum þau sem snerta pólitík og auðmyndun einhvers konar, hafa fundið ítrekað fyrir hræðslu fólks við að tjá sig opinberlega - meira að segja ég.
Ómar Ragnarsson hefur fundið harkalega fyrir þessari ógnun og fjölmargir vísindamenn, svo dæmi sé tekið, hafa ekki þorað að stíga fram með upplýsingar t.d. hvað varðar jarðgufuvirkjanir og ótalmargt fleira sem kæmi sér illa fyrir ríkjandi yfirvöld eða vinnuveitendur þeirra. Sjálf hef ég fengið fjölmörg ummæli, bæði í síma og tölvupósti, þar sem mér er þakkað og hrósað fyrir að hafa kjark og þor til að skrifa það sem ég skrifa og birta það sem ég birti. Þó er ég aðeins að segja skoðanir mínar og það sem ég tel sannleika - og ég er nú bara pínulítið peð í samfélagi mannanna.
Agnes Bragadóttir, blaðamaður, skrifaði athyglisverða grein um þetta í nóvember 2007 sem hún kallaði Hræðsluþjóðfélagið (smellið þar til læsileg stærð fæst). Viljum við að þjóðfélag framtíðarinnar verði áfram hræðsluþjóðfélag? Ekki ég.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.2.2009 kl. 02:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
5.2.2009
Bankakreppan - hlutverk fjölmiðla
Eins og kom fram hér voru fulltrúar fjögurra breskra fjölmiðla spurðir spjörunum úr af rannsóknarnefnd breska þingsins daginn eftir að Tony Shearer tjáði sig um Kaupþing. Umfjöllunarefnið var hlutverk og ábyrgð fjölmiðla í bankakreppunni. Mættir voru fulltrúar frá Financial Times, Daily Mail, Guardian og BBC. Þetta er fróðleg umræða og húmorinn jafnvel aldrei langt undan, enda Bretar frægir fyrir skopskyn sitt.
Bankakreppan - hlutverk fjölmiðla - 1. hluti
Bankakreppan - hlutverk fjölmiðla - 2. hluti
Bankakreppan - hlutverk fjölmiðla - 3. hluti
Ísland er undir smásjá erlendra fjölmiðla þessar vikurnar og mánuðina vegna efnahagshrunsins. Við erum sýnishorn af gjaldþrota þjóð þar sem regluverkið utanum banka og fjármál var ekkert, græðgi örfárra manna, kunningja- og klíkusamfélag auk öfgafullra, pólitískra trúarbragða og vanhæfni stjórnmálamanna og ráðgjafa þeirra leiddi þjóðina í þrot. Nú veina arkitektar og verktakar hrunsins eins og stungnir grísir ef þeir eru gagnrýndir eða missa mjúku stólana sem þeim leið svo undurvel í. Enginn þeirra hefur enn haft kjark til að horfast í augu við eigin þátt í hruninu, eigin sök á ástandinu, þótt sannanirnar glenni sig framan í þá dag eftir dag, viku eftir viku. Og enginn hefur beðið þjóðina afsökunar.
Einn hinna stungnu, veinandi grísa er Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor og bankaráðsmaður í Seðlabankanum. Honum tókst einhvern veginn að sleppa við áminningu eftir höfundarréttardóminn en nú lítur út fyrir að hann missi þægilegan og vel launaðan bitling í Seðlabankanum þar sem hann hefur setið um árabil sem besti vinur Aðal.
Hannes Hólmsteinn hefur ekki haft sig mikið frammi upp á síðkastið eftir að trúarbrögð hans, frjálshyggjan, sigldu í strand með látum. En nú skrifaði Hannes Hólmsteinn grein. Ekki í íslenskt dagblað því hann veit að enginn hlustar á hann lengur á Íslandi. Hann skrifaði grein í Wall Street Journal og fer mikinn. Ver besta vininn með kjafti og klóm - og sjálfan sig í leiðinni - og fer afskaplega frjálslega með sögu og staðreyndir. Látið ykkur ekki bregða við fyrirsögnina og kommúnistakjaftæðið. Hannes Hólmsteinn veit sem er, að enn má ekki nefna kommúnisma á nafn í Bandaríkjunum. McCarthyisminn er lífsseigur. Lesum grein Hannesar Hólmsteins.
FEBRUARY 2, 2009, 6:31 P.M. ET
Iceland Turns Hard Left
By HANNES H. GISSURARSON
Reykjavik, Iceland
May you live in interesting times, says an ancient Chinese curse which has now hit Iceland.
All three of Iceland's commercial banks collapsed in the beginning of October. In exchange for a $5.1 billion rescue package, the International Monetary Fund (and the European Union) forced Iceland's government to assume the banks' commitments for foreign depositors. Thus was created one of the largest public debts per capita: possibly about $10 billion for a nation of 310,000, or more than $30,000 per head.
Street riots, hitherto unheard of in this peaceful country, have now brought down the government. Rattled by protests in front of the parliament, the Social Democrats, the junior partner in a coalition with the conservatives, last week insisted that the government resign.
Besides this turmoil, both coalition leaders, conservative Prime Minister Geir H. Haarde and Social Democratic Foreign Minister Ingibjorg S. Gisladottir, were diagnosed with tumors, in Mr. Haarde's case a malignant one. Remaining calm throughout the whole episode, even when physically threatened by rioters, Mr. Haarde announced on Jan. 23 that he is retiring from politics.
On Sunday a new minority government took over, led by the Social Democrats and the Left Greens, the unrepentant heirs to the Icelandic Communist Party. The main task of the new government, led by Social Democratic Prime Minister Johanna Sigurdardottir, will be to dissolve parliament and prepare for new elections in April.
An old-fashioned Social Democrat of the Swedish ilk, with little sympathy for the business community, Ms. Sigurdardottir is seen as untainted by Iceland's financial debacle. The same applies to the Left Greens, who opposed the bank privatizations of the late 1990s. Polls suggest that the Left Greens will make huge gains in the elections and possibly become the biggest political party, thus enabling the new government to continue in power.
Its first act will be one of political vengeance: Ms. Sigurdardottir said at a press conference on the day she took office that she will try to dismiss David Oddsson, the governor of the Central Bank, who dominated Icelandic politics as conservative prime minister from 1991 to 2004.
With his sharp wit and forceful personality, Mr. Oddsson made enemies not only on the left, but also among some of Iceland's "tycoons."
In 2004, at the close of his tenure, there was a bitter conflict between him and Iceland's best-known tycoon, Jon Asgeir Johannesson, the main owner of Baugur Group, which controls more than 75% of the private media in Iceland. Worried about so much power in the hands of one man, Mr. Oddsson pushed for legislation that would have have barred any market-dominant firm from controlling more than 25% of any media company.
Although parliament passed the law, President Olafur R. Grimsson, who has close ties to Mr. Johannesson, refused to sign it. Needless to say, Mr. Johannesson has since used his media empire to conduct a relentless campaign against Mr. Oddsson. Strangely, the Icelandic left is joining forces with Mr. Johannesson against Mr. Oddsson. However, the government cannot easily dismiss the central bank governor, who is supposed to be independent.
Moreover, Mr. Oddsson is one of the few Icelanders who sounded the alarm bells before the crisis hit the island. At a breakfast meeting of the Icelandic Chamber of Commerce in November 2007 -- a year before the banking collapse -- the governor said: "Iceland is becoming uncomfortably beleaguered by foreign debt. At a time when the Icelandic government has rapidly reduced its debt and the Central Bank's foreign and domestic assets have increased dramatically, other foreign commitments [by private banks] have increased so much that the first two pale into insignificance in comparison. All can still go well, but we are surely at the outer limits of what we can sustain for the long term."
As far back as 2006, Mr. Oddsson, in several private meetings with Prime Minister Haarde, Social Democrat leader Ms. Gisladottir and Icelandic bankers, issued strenuous warnings about the banking danger.
But Mr. Oddsson could only warn, not act. In 1998, all banking supervisory activities were transferred from the Central Bank to a new Financial Supervisory Authority, which operated under the same regulations as corresponding authorities in other member states of the European Economic Area.
The left's fixation with Mr. Oddsson overlooks the two main reasons why the crisis hit Iceland harder than other countries. One was that the Icelandic banks had grown too big for Iceland and, when needed, other central banks in the EEA declined to come to the assistance of the Icelandic Central Bank to ensure bank liquidity. In retrospect, this was a serious flaw in the EEA agreement.
The crisis has now fueled speculation that Iceland may change course and try to become an EU member in order to eventually join the euro zone. But the Social Democrats, who long supported EU membership, have suddenly taken it off the agenda in order to accommodate the Left Greens, who oppose it. The conservatives, out of government for the first time in 18 years, remain ambivalent about EU membership.
Besides, it's unclear whether euro membership would have helped Iceland during this crisis. The problem is that within the euro zone, individual central banks, not the European Central Bank, remain the lenders of last resort. Iceland's Central Bank still would have been unable to keep its commercial banks afloat.
The other reason why the crisis hit Iceland so hard was that U.K. Prime Minister Gordon Brown used an antiterrorist law to close down Icelandic banks in Britain. The British government also put one of them, Landsbanki, together with the Icelandic ministry of finance and the central bank, on a list of terrorist organizations, alongside al Qaeda and the Talibans. This act destroyed all international confidence in the Icelandic banks, which had no chance of surviving.
With the formation of the Sigurdardottir government, Iceland has taken a sharp turn to the left. Unused to adversity, Icelanders are bewildered and angry. The new government is taking advantage of the economic collapse to go after its political enemies.
Geir H. Haarde and David Oddsson may be among the first political casualties of the international financial crisis, but they are unlikely to be the last. It looks like other nations are also entering interesting times.
Mr. Gissurarson is member of the board of Iceland's Central Bank and professor of politics at the University of Iceland.
_________________________________________________
Íris Erlingsdóttir, sem búsett er í Bandaríkjunum og ég birti grein eftir hér var ekki sátt við einhliða málflutning og söguskoðun Hannesar Hólmsteins og birti grein í Huffington Post í gær. Íris hefur skrifað nokkrar greinar í um ástandið á Íslandi og fengið yfir sig gríðarlegar skammir Íslendinga. Hún hefur verið sökuð um að rægja land og þjóð og ýmislegt fleira óviðurkvæmilegt þrátt fyrir að segja ekkert nema sannleikann. Ætli Hannes Hólmsteinn hafi fengið viðlíka skammir fyrir sína grein og rangfærslurnar þar? En hér er grein Írisar.
_________________________________________________
Iceland's Conservatives Try to Rewrite History
Posted February 4, 2009 | 04:49 PM (EST)
by Íris Erlingsdóttir
Hannes H. Gissurarson wrote a letter in yesterday's Wall Street Journal decrying the new government's desire to remove former conservative Independence Party Prime Minister David Oddsson from his position as governor of the Central Bank.
Although Mr. Gissurarson sees this development as part of a left-wing conspiracy to lead Iceland down the path of damnation, the truth of the matter is that Oddsson and Hannes were the main architects of Iceland's banks' privatization and chief apostles of the lax regulatory system that resulted in the worst financial failure of any country in modern times.
In 2002, Mr. Gissurarson published How Can Iceland Become the Richest Country in the World?, in which he outlined the opportunities that Iceland would have as an international financial center. Oddsson believed that it was the government's ownership of the banks that was preventing this from happening. "The crucial factor," he said in a 2004 speech, "was the iron grip that the Icelandic state had on all business activity through its ownership of the commercial banks."
Accordingly, the country's banks were privatized in 2003. However, in keeping with their libertarian philosophy, no effective regulatory and supervisory bodies were created. Instead, Iceland's political patronage system decided who was going to own the banks and what their reporting requirements would be.
Mr. Gissurarson is himself one of the prime beneficiaries of this patronage system. He was appointed to the political science faculty of the University of Iceland in 1988 by Iceland's Education Minister, despite vociferous protests from the faculty and the university that he had no expertise in the area of politics. He was appointed to the Central Bank's board, despite his lack of expertise in finance. He was recently found by the Icelandic Supreme Court to have breached the copyright in the memoirs of Halldor Laxness, Iceland's only Nobel Prize winner.
The Central Bank was instrumental in Iceland's rise. It maintained high interest rates, which led to an overvalued krona, which led to cheap imported goods and vast sums of foreign capital. In 2006, when Danske Bank published a paper titled "Geyser Crisis" that indicated that Iceland's banks had grown too much, and that the country was overly dependent on foreign investors to keep sending money.
When the banks were unable to repay bonds in euros, as predicted, the house of cards collapsed. Glitnir, Iceland's third largest bank, approached Oddsson in late September 2008 for the euros it desperately needed to maintain liquidity. Oddsson led Glitnir to believe that he had them covered, but in fact he had not stockpiled enough foreign currency reserves to back more than 4% of the banks' foreign debts. Ultimately, he informed Glitnir officials that the bank would be nationalized, which rapidly led to bank runs in Europe, the collapse of all three of Iceland's large commercial banks, and a precipitous decline of the krona.
Mr. Gissurarson attempts to place the blame for Iceland's fall on everyone but Mr. Oddsson and himself. He ignores the facts that Mr. Oddsson maintained control of the Independence Party after he took his post with the Central Bank, that the deregulation of the banks went according to the plan that he and Oddsson had drafted years earlier, and that England seized Iceland's banks only after the Icelandic government notified British authorities that it would not back its banks' foreign accounts.
Another Chinese curse is "May your dreams all come true." Your dreams did come true, Mr. Gissurarson, and our country has been cursed.
_________________________________________________
Slóð á grein Hannesar Hólmsteins er hér og slóð á grein Írisar hér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Þetta er eiginlega framhald síðustu færslu. Þar kom fram í frétt Channel 4 að í dag kæmi Tony Shearer, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander - breska bankans sem Kaupþing keypti - fyrir nefnd á vegum breska þingsins sem rannsakar bankahrunið, þ.á.m. íslensku bankana sem störfuðu í Bretlandi. Það má eiginlega kalla þetta yfirheyrslu. Nefndin sem hér um ræðir er alltaf að störfum (permanent committee) og rannsakar allt mögulegt sem við kemur fjármálum og fjármálastarfsemi, enda heitir hún Treasury Committee (treasury = ríkissjóður).
Yfirheyrslurnar hófust klukkan 9:45 í morgun og þeim lauk klukkan 12:13. Fyrstir voru fulltrúar innistæðueigenda íslensku bankanna spurðir spjörunum úr. Síðan var Tony Shearer spurður um skoðanir sínar á hinum íslensku Kaupþingsmönnum, viðvaranir sínar til breska Fjármálaeftirlitsins og fleira. Að lokum sátu fyrir svörum fulltrúar yfirvalda í skattaskjólunum á Guernsey og Isle of Man. Þetta má allt sjá hér. Á morgun verður tekið fyrir hlutverk fjölmiðla í bankahruninu. Þá mæta menn frá Financial Times, Daily Mail, Guardian og BBC. Ekki síður spennandi að fylgjast með því.
Og það er einmitt málið. Breskar þingnefndir starfa fyrir opnum tjöldum, almenningur má vera viðstaddur - og auðvitað fjölmiðlar - og fundirnir eru í beinni útsendingu á netinu. Ég fylgdist með framburði Tony Shearer í beinni í morgun. Slík vinnubrögð hljóta að veita bæði nefndinni og vitnum gríðarlegt aðhald því allir sem vilja geta horft og hlustað. Hvernig hefði t.d. Davíð Oddsson svarað viðskiptanefnd þingsins um daginn ef við hefðum öll verið að horfa og hlusta? Hefðu nefndarmenn spurt öðruvísi undir vökulum augum almennings og fjölmiðla? Ég efast ekki um það.
Því legg ég til að í framtíðarskipulagi íslensku stjórnsýslunnar, hvort sem um er að ræða nýja stjórnarskrá, nýtt lýðveldi, breytt og bætt vinnubrögð stjórnvalda eða hvað sem við viljum kalla það - að þessi háttur verði tekinn upp. Að hér fari allt fram fyrir opnum tjöldum; nefndarfundir, rannsóknir og yfirleitt allt sem varðar almannahag.
Hér er þáttur Tonys Shearer í morgun. Mjög athyglisverður og vel þess virði að horfa og hlusta vandlega.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
3.2.2009
Flórinn er botnlaus
Ég sá þessa frétt fyrst á Eyjunni seint í gærkvöldi. Í ljós hefur komið að fyrrverandi forstjóri breska bankans Singer og Friedlander, sem Kaupþing yfirtók í ágúst 2005, varaði breska Fjármálaeftirlitið (FSA) við Kaupþingsmönnum. En FSA virðist hafa verið alveg jafnsofandi og Fjármálaeftirlitið hér á landi og hlustaði ekki.
Íslenska Fjármálaeftirlitið var stolt af sínum bönkum og 1. desember 2005 var eftirfarandi frétt í Viðskiptablaðinu:
Eignir bankanna þrefaldast á einu og hálfu ári
Á einu og hálfu ári frá fyrri hluta árs 2004 til seinni hluta árs 2005 hafa heildareignir íslensku viðskiptabankanna miðað við samstæðuuppgjör þrefaldast, sem skýrist fyrst og fremst af aukningu á starfsemi þeirra utan Íslands. Þetta kemur fram í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins.
Þar er rakið að Kaupþing banki hf. hóf útrás bankanna árið 1998 með stofnun Kaupthing Luxembourg S.A. Þá keypti Íslandsbanki hf. Raphael & Sons Plc. 1999 og Landsbanki Íslands hf. Heritable Bank árið 2000 í Bretlandi. Þessi fyrstu skref bankanna voru vísir að þeirri útrás íslensks fjármálamarkaðar sem orðið hefur á síðastliðnum árum. Búnaðarbanki Íslands hf. stofnaði síðan Bunadarbankinn International S.A. Luxembourg 2000 og árið 2002 varð til Kaupthing Sverige A.B. Árið 2003 keypti síðan Landsbanki Íslands hf. Bunadarbankinn International S.A. af Kaupþingi banka hf. og nafnbreytir í Landsbankinn Luxembourg S.A.
Næstu stóru skref í útrás bankanna verða á árinu 2004 þegar Kaupþing banki hf. kaupir FIH bankann í Danmörku og setur á stofn Kaupthing bank Oyj í Finnlandi og Íslandsbanki hf. kaupir Kreditbanken í Noregi. Viðburðaríkt ár í erlendri útrás bankanna er svo árið 2005 þegar Íslandsbanki hf. festi kaup á BN banken í Noregi, Landsbanki Íslands hf. keypti Teather & Greenwood í Bretlandi og Kepler Securities í Frakklandi og Kaupþing banki hf. kaupir Singer & Friedlander í Bretlandi. Þessi upptalning er þó ekki tæmandi listi yfir þá starfsemi sem viðskiptabankarnir stunda erlendis í dótturfélögum, útibúum eða skrifstofum.
Fannst virkilega engum grunsamlegt að eignir bankanna hafi þrefaldast á einu og hálfu ári? Í gærkvöldi kom síðan þessi frétt á Channel 4 sjónvarpsstöðinni í Bretlandi. Viðmælandi fréttakonunnar segir Kaupþingsmenn ekki hæfa til að reka búð með fisk og franskar, hvað þá banka.
Times Online fjallaði um málið...
...og það gerði Eyjan líka.
Svo er borið við mannréttindum þessara manna, sem stálu öllu steini léttara og skildu okkur eftir í skítnum þegar rætt er um að leggja hald á eigur þeirra og hafa upp á þýfinu! Hvað með okkar mannréttindi, fórnarlambanna... heillar þjóðar? Eru mannréttindi okkar minni eða léttvægari en auðmanna? Eða er eitthvað annað á bak við þann fyrirslátt?
En nú er mig farið að lengja eftir umfjöllun um hina bankana tvo, Glitni og Landsbankann. Ég dreg stórlega í efa að flórinn sé minni þar - en af einhverjum dularfullum ástæðum berast bara flórfréttir af Kaupþingi þessa dagana.
![]() |
Var aðvarað vegna Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2009
Lítið upp úr stóriðju að hafa
Einhver ætti að benda nýjum umhverfisráðherra á þessi skrif Indriða H. Þorlákssonar, fyrrverandi ríkisskattstjóra. DV bendir hér á grein Indriða um hve lítill fjárhagslegur ávinningur er af stóriðju og hvernig rányrkja orkuauðlindanna í þágu álvera stangast á við að auðlindirnar séu sameign þjóðarinnar. Bloggfærsla Indriða um málið er hér og ég leyfði mér að hengja grein hans við þessa færslu, sjá neðst.
Þessar niðurstöður Indriða eru svo alveg burtséð frá umhverfisáhrifum virkjananna sjálfra, eiturgufunum sem jarðgufuvirkjanirnar spúa yfir okkur og náttúruspjöllunum sem þær valda. Þær eru nefnilega alls ekki "hreinar og endurnýjanlegar" eins og yfirvöld og virkjanafíklar hafa keppst við að ljúga að þjóðinni.
Viðbót 3. febrúar:
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.2.2009 kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)