Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Kapítalismi - Ástarsaga

 

 


Auðlindir á tombólu

Hér er stórfínn pistill Bjargar Evu af Smugunni - með hennar leyfi.

Auðlindir á tombólu

Fyrsta orkufyrirtækið  á Íslandi sem verður einkavætt að fullu, verður að stórum hluta til í erlendri eigu.  Magma Energy heitir kanadíska fyrirtækið sem vill eignast 32 prósenta hlut í Hitaveitu Suðurnesja á móti Geysi Green Energy.

Björg Eva ErlendsdóttirTilboð Magma Energy rennur út á morgun, en í því er gert ráð fyrir að Orkuveitan kaupi hlut Hafnarfjarðar sem Orkuveitan má ekki eiga samkvæmt úrskurði Samkeppniseftirlitsins.  Orkuveitan tapar 1,3 milljörðum króna á viðskiptunum, en HS orka sem verður þá að nærri hálfu í eigu erlendra aðila leigir nýtingarrétt orkunnar til allt að 130 ára.  Auðlindin verður að öllu leyti úr höndum almennings í talsvert á aðra öld og HS orka greiðir 30 milljónir á ári í leigu fyrir auðlindina. Það svarar húsaleigu fyrir sæmilegt skrifstofuhúsnæði á þokkalegri hæð í miðbænum.  Það er tíu sinnum lægri upphæð en réttlætanlegt þótti að greiða einum útrásarvíkingi fyrir að fallast á að taka að sér stjórnunarstarf  í banka.

Undanfarna mánuði hafa Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn skýrt mikla andstöðu sína við Icesavesamningana að hluta  með því að samningarnir gætu leitt til afsals Íslendinga á auðlindum þjóðarinnar.  Samhliða þessum málflutningi hafa bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar og  fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar í borgarstjórn Reykjavíkur unnið markvisst að gerð samninga sem afsala almenningi yfirráðum yfir orkuauðlindum á Reykjanesi fyrir gjafverð.

Reykjanesbær framselur nýtingarréttinn

Í júlí seldi Reykjanesbær 34,7% hlut sinn í HS orku til fyrirtækisins Geysir Green Energy, sem þekkt varð  í átökunum um  Reykjavík Energy Invest, REI málinu,  á genginu 6,3. Geysir Green seldi  í kjölfarið 10% hlut til Geysir Green Energykanadíska fyrirtækisins Magma Energy á sama gengi og varð Magma Energy þar með fyrsti erlendi eigandinn í íslensku orkufyrirtæki.

Í viðskiptunum fólst einnig sala á auðlindum HS orku til Reykjanesbæjar til þess að tryggja að auðlindirnar yrðu í opinberri eigu.  Sömuleiðis varð gerður samningur um framsal Reykjanesbæjar á nýtingaréttinum á auðlindinni til HS orku. Samningurinn er 65 ára með möguleika á framlengingu um 65 ár til viðbótar - í raun samningur til 130 ára. Nýtingarréttinn leigir HS orka  af Reykjanesbæ fyrir 30 milljónir króna á ári. Með einkavæðingu HS orku verða 30 milljónirnar einu tekjur almennings af auðlindinni  sem fyrirtækið virkjar til orkusölu. Tekjur HS orku, sem eru að mestu tilkomnar vegna orkusölu, voru rúmir 5,4 milljarðar króna í fyrra.

Eftir viðskiptin var HS orka komin í meirihlutaeigu einkaaðila, fyrst íslenskra orkufyritækja. Geysir Green átti tæp 56,7% og Magna Energy 10,7%. Orkuveita Reykjavíkur átti 16,6%, Hafnarfjörður 15,4 og Grindavíkurbær, Sandgerðisbær, Garður og Vogar samanlagt um 1,3%.

Einakvæðing án umræðu

Í byrjun mars 2007 auglýsti fjármálaráðuneytið 15,2% hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja til sölu. Í auglýsingunni var það tekið sérstaklega fram að vegna samkeppnissjónarmiða mættu Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur ekki ekki bjóða hlutinn. Hæsta tilboðið kom frá nýstofnuðu fyrirtæki, Geysir Green Energy, sem lýsti sig tilbúið til að kaupa hlutinn á genginu 7,1. Árni SigfússonTilboðinu var tekið og þann 3. maí undirritaði þáverandi fjármálaráðherra, Árni Mathiesen, samning um söluna. Þar með stefni í að Geysir Green yrði fyrsti einkaaðilinn til þess að eiga í íslensku orkufyrirtæki.

Mikil umræða skapaðist um kaup Geysis Green á hlutnum vegna þess að þar var orkufyrirtæki að færast í hendur einkaaðila. Í byrjun júlí ákváðu Grindavíkurbær og Hafnarfjarðarbær að nýta sér forkaupsrétt sinn í hlut ríkissins og selja hann  til Orkuveitunnar.  Jafnframt  ákvað Grindavík að selja 8,51% hlut sinn til Orkuveitunnar.  Auk þess gerði Orkuveitan bindandi kauptilboð í 14,7% hlut Hafnarfjarðarbæjar og fékk bærinn frest til áramóta til að ákveða hvort hann tæki tilboðinu. Þessi viðskipti fóru fram á genginu 7. Tilgangur kaupa Orkuveitunnar var að gæta hagsmuna almennings með því að halda Hitaveitunni í almenningseigu.

Hafnarfjörður tók tilboði Orkuveitunnar fyrir lok árs, en í millitíðinni hafði Samkeppniseftirlitið lýst því yfir að kaup Orkuveitunnar í Hitaveitunni yrðu skoðuð með tilliti til samkeppnislaga. Úrskurður Samkeppniseftirlitsins féll svo í mars 2008 og varð niðurstaðan sú að Orkuveitan mætti aðeins eiga 3% í Hitaveitunni. Orkuveitan kærði úrskurðinn áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem úrskurðaði að Orkuveitan gæti átt 10%.

Orkuveitan taldi sér því meinað að kaupa hlutinn af Hafnarfjarðarbæ. Því vildi bærinn ekki hlíta og stefndi Orkuveitunni vegna málsins eftir árangurslausar samningaviðræður. Í mars síðastliðnum dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Orkuveituna  til  að kaupa hlutinn. Þeim dómi hefur Orkuveitan áfrýjað til Hæstaréttar.

Magma býður í hlutinn

Síðastliðinn föstudag bárust fréttir af því að kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy hefði gert Orkuveitu Reykjavíkur tilboð í hlut fyrirtækisins í Magma EnergyHS orku auk hlutar Hafnarfjarðarbæjar, samtals 31,3%, í fyrirtækinu á genginu 6,3. Það fól  í sér að Orkuveitan skyldi kaupa hlut Hafnarfjarðar á genginu 7 og áframselja hann svo á genginu 6,3. Mismunurinn á þessum viðskipum yrði 1,3 milljarður sem Orkuveita Reykjavíkur þyrfti að taka á sig. Magma Energy gaf stjórn Orkuveitunnar frest fram á fimmtudag - á morgun - til að svara tilboðinu. Stjórn Orkuveitunnar hefur boðað fund um málið eftir hádegi á morgun.   Magma Energy hefur einnig boðið í hluti Sandgerðis, Voga og Garðs auk þeirra 0,7% sem Hafnarfjörður hélt  utan við kaupsamninginn við Orkuveituna.

Engar tekjur en áfram ábyrgð

Ef svo fer sem horfir verður HS orka komin að fullu í eigu einkaaðila á næstu dögum.   Þar með er  nýtingarréttur  á íslenskri náttúruauðlind HS Orkahorfinn úr höndum almennings á Íslandi til 130 ára og kominn til einkaaðila. Sala bankanna á sínum tíma virðist ekki duga til að kvikni á viðvörunarljósum vegna þessa.  Þar var þjóðarhagur ekki að leiðarljósi.  Er ástæða til að ætla að svo sé nú?

Þrátt fyrir einkavæðingu orkufyrirtækisins er bent á að auðlindin sé  áfram í opinberri eigu. Það varðar almenning þó  engu ef nýtingarétturinn hefur verið framseldur rétt eins og gert var með fiskinn í sjónum.  Gjaldið fyrir nýtingarréttinn er ennfremur það lágt að tekjur af auðlindinni skipta almenning ekki nokkru máli. Auðlindarentan mun renna til eigenda HS orku en ekki almennings.  Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað hverju það breytir að auðlindin sé áfram eign hins opinbera. Skyldi íslenska þjóðin þá bera ábyrgð á auðlindinni, rétt eins og hún bar ábyrgð á einkavæddu bönkunum?  Ef auðlindin verður ofnýtt eða eyðilögð á hvers ábyrgð verður það?  Augljóslega má orkufyrirtæki í almannaþágu  ekki fara á hausinn.  Það kemur því í hlut íslenska ríkisins að taka á sig skellinn ef illa fer.

Skólabókardæmi um afsal þjóðareignaThe Shock Doctrine - Naomi Klein

Í bókinni The Shock Doctrine setur höfundurinn, Naomi Klein, fram kenningu um að þegar samfélög verða fyrir stóráföllum nýti risafyrirtæki og aðrar valdablokkir tækifærið til að hrinda í framkvæmd markvissri stefnu þar sem eigur almennings eru færðar einkaaðilum á silfurfati fyrir smánarverð.  Margt  bendir til þess að einmitt núna sé verið að nýta erfiða stöðu orkufyrirtækjanna í kjölfar hrunsins og skáka í skjóli athygli sem beinst hefur að Icesave-málinu einu  til að ljúka með hraði  einkavæðingarferli Hitaveitu Suðurnesja. Ferlinu sem Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ  og embættismenn þeirra,  hófu  fyrir rúmum tveimur árum.  Vandséð er  að hér sé verið að gera neitt annað en að afsala dýrustu framtíðarverðmætum  íslensks almennings til einkaaðila á tombóluprís.

Nýlegir pistlar um sama mál:
Hugleiðingar um einkavæðingu - áríðandi skilaboð
Eru auðlindirnar okkar ekki sexí?
VARÚÐ - Nýtt REI-mál í uppsiglingu
Svikamyllan á Suðurnesjum

Hin fallna þjóð og afsal auðlinda
Fjöregginu fórnað


Finnur er fundinn - og þvílíkur fengur!

Það hefur verið hljótt um Finn Ingólfsson í vetur. Undarlega hljótt miðað við undirliggjandi vitneskju um mikla þátttöku hans í ýmsum viðskiptum - svo ekki sé minnst á fortíð mannsins. Ég skrifaði pistil um daginn sem ég kallaði Fé án hirðis fann Finn og Framsókn. Í ljósi umræðunnar um HS Orku og kaup Geysis Green Energy og Magma Energy er líka vert að minna á þessa grein sem birtist í DV 10. júlí sl. Auðvitað eru framsóknarmenn líka á bak við einkavæðingu auðlindanna, nema hvað!

Hvítbókin er orðin ómissandi heimild um persónur og leikendur í hrun(a)dansinum og hún er vitaskuld með síðu um Finn. Litla Ísland er óðum að færa sig upp á skaftið með því að skrá tengsl og feril glæpamannanna sem hafa vaðið uppi á Íslandi undanfarin ár. Þeir fundu Finn auðvitað líka. Hér er köngulóarvefur Litla Íslands um Finn Ingólfsson. (Smellið til að stækka.)

Finnur Ingólfsson - www.litlaisland.net

Tvær skemmtilegar fréttir birtust um Finn Ingólfsson á netmiðlum í dag - DV og Eyjunni - og þar kemur fram hin sérkennilega "heppni" Finns í viðskiptum. Í DV-fréttinni segir m.a. þetta: "En þótt syrt hafi í álinn hjá Finni er hann ekki persónulega ábyrgur fyrir sukkinu í Langflugi og þarf því ekki að borga." Takið síðan eftir samningi Finns við vin sinn og flokksbróður Alfreð Þorsteinsson, sem var einvaldur í Orkuveitu Reykjavíkur um langt skeið. Í þessari frétt DV kemur fram að samningurinn hafi verið gerður árið 2001. Samningurinn er til ársins 2112 (103 ár eftir af honum? Prentvilla?) og hann færir Finni 200 milljónir króna á ári. Það er nú ekki eins og Finnur sé ekki aflögufær - en þjóðin fær að borga. Ég spyr sjálfa mig hvort Alfreð sé á prósentum og bendi jafnframt á, að enn er framsóknarmaður stjórnarformaður OR - sá sem var 14. maður á lista flokksins í Reykjavík þar sem flokkurinn rétt slefaði inn með einn mann. Íslenskt lýðræði í hnotskurn?

Vesalings Finnur - DV.is 20.8.09

Í Eyjufréttinni kemur fram að endurskoðandi hins gjaldþrota Langflugs var Lárus Finnbogason sem nú er formaður skilanefndar Landsbankans, stærsta kröfuhafa þrotabúsins. Ég minni í því sambandi á tvo pistla um skilanefndirnar - Hver stjórnar Íslandi? og Skúrkar og skilanefndir. Þetta er sjúkt og verður að taka fastari tökum en gert er. Skilanefndirnar virðast vera ríki í ríkinu og innanborðs fólk með æði vafasöm tengsl.

Finnur Ingólfsson og gjaldþrot Langflugs - Eyjan


Skúrkar og skilanefndir

Ég var ansi reið þegar ég skrifaði þennan pistil um skilanefndir bankanna. Bara nokkuð rækilega fjúkandi og er enn á því að reiði mín - og annarra - hafi verið fullkomlega réttlát. Í kvöld og í fyrrakvöld bættist enn í skilanefndaskjóðuna góðu.

Í kvöld var frétt á Stöð 2 um forstjóra Straums, sem mér skildist að skilanefnd bankans hafi ráðið þegar bankinn fór í þrot. Hann er með 4 milljónir á mánuði sem gerir 48 milljónir á ári. Samkvæmt fréttinni var það einmitt þessi forstjóri sem lagði til að starfsmenn fengju 11 milljarða í bónusgreiðslur fyrir að innheimta skuldir bankans? Hver borgar laun bankastjórans? Við? Hvernig er siðferðinu háttað hjá svona fólki? Maður spyr sig...

Fréttir Stöðvar 2 - 20. ágúst 2009

 

Í áðurnefndum pistli birti ég umfjöllun Kastljóss um skilanefndir bankanna frá í síðustu viku. Annar hluti kom í Kastljósi í fyrrakvöld. Ég veit ekki hvort þeir verða fleiri, en birti hér báða kafla. Hvað finnst fólki um þetta?

Kastljós um skilanefndir - 12. ágúst 2009

 

Kastljós um skilanefndir - 18. ágúst 2009

 


Þið getið það!

Hreiðar Már var í Kastljósi - í bullandi vörn og að því er virtist í litlum tengslum við raunveruleikann og ábyrgð sína á ástandinu. Ég fékk myndband í tölvupósti rétt áður en Kastljósið byrjaði. Innanhússmyndband Kaupþings frá gróðærisárunum þar sem starfsmenn eru hvattir til dáða. Ekki verður annað sagt en að myndbandið hafi haft mikil áhrif - og skelfilegar afleiðingar.

 
Hreiðar Már í Kastljósi 19. ágúst 2009
 
 

Töff Tortólatýpur

Ég fékk tvær sendingar í tölvupósti áðan og má til með að setja þær hér inn. Þær eru ólíkar - en báðar góðar. Veit ekki hvort sendendur vilja láta nafns síns getið svo ég sleppi því a.m.k. að sinni.

Þetta er ansi vel gerð mynd af þeim Kaupþingsfélögum, Sigga og Hreiðari, og týpurnar smellpassa Siggi og Hreiðar - Gög og Gokke - Laurel og Hardy

Hér er svo myndband um hvað yfirvöld eru vond við strákana í FL Group


Hvenær þrýtur þolinmæði þjóðarinnar?

Ég er orðin úrvinda af þreytu. Ekki bara eftir að standa vaktina nánast allan sólarhringinn 7 daga í viku undanfarið ár í sjálfboðavinnu. Það sem gerir mig endanlega kúguppgefna er að fá aldrei frið fyrir reiðinni, vonleysinu, örvæntingunni og óréttlætinu. Sjá aldrei einu sinni glitta í réttlæti og vonarglætu. Dag eftir dag, viku eftir viku þurfum við að horfa upp á subbulegar eiginhagsmunaklíkur valdakerfisins undirbúa sölu þjóðarauðlinda til einkaaðila - erlendra ef því er að skipta - og hygla sér og vinum sínum á kostnað okkar hinna. Maður er með æluna uppi í hálsi á hverjum einasta degi og reiðin þenur hverja taug. Er ekki kominn tími á alvörubyltingu?

DV í dag, 18. ágúst 2009 - Takið eftir að auðjöfurinn fær að halda kvótanum sínum!

Tugmilljarðaskuldir Magnúsar afskrifaðar - DV 18.8.09

Árni Páll Árnason, frjálshyggjustrumpurinn í Félagsmálaráðuneytinu 4. ágúst 2009

 

Ég skora á alla Íslendinga sem vettlingi geta valdið að fara niður í Austurstræti 16 - Apótekshornið (gamla Reykjavíkur Apótek þar sem Óli blaðasali stóð alltaf) þar sem skilanefnd Landsbankans er til húsa. Stoppa alla umferð á horninu. Félagsmálaráðuneytið er til húsa í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Hvað segið þið um hádegið á morgun, miðvikudag? Láta heyra í sér - hringja í ráðherra og þingmenn, senda tölvupósta - MÓTMÆLA SVONA RUGLI!

Viðbót:  DV 18. ágúst 2009 kl. 15:49

Neitar ekki að hluti skulda Magnúsar verið afskrifaður - DV 18.8.09


Fjöregginu fórnað

Ég er að undiMagma Energyrbúa pistil um auðlindasöluna sem nú stendur yfir. Það er ljótur leikur og ég skil ekki andvara- og sinnuleysið sem ríkir vegna málsins, bæði meðal almennings og stjórnmálamanna. Finnst fólki þetta virkilega í lagi? Áttar sig enginn á hvað er að gerast? Er ekki alltaf verið að tala um að framtíð Íslendinga sé ekki jafnsvört og margir vilja vera láta vegna þess að við eigum auðlindir? Hvernig í ósköpunum stendur þá á því, að ríki og sveitarfélög eru að einkavæða þær og selja útlendingum - og það á brunaútsölu?

Í júlí skrifaði ég nokkra pistla um viðskipti Reykjanesbæjar og Geysis Green Energy við Magma Energy. Magma er nú 15 mánaða gamalt fyrirtæki, byggt á auði jarðfræðings sem varð ríkur á námagreftri einhvers konar í Suður-Ameríku og víðar. Hefur einhver kannað hvernig fyrirtæki hans gengu um auðlindirnar og á hvaða hátt maðurinn auðgaðist á auðlindum annarra þjóða? Ljóst er að menn með slíkan þankagang kaupa sig ekki inn í fyrirtæki nema hægt sé að græða á því - og það gera þeir. Selja svo hlut sinn hverjum sem kaupa vill þegar þeir hafa blóðmjólkað auðlindirnar.

Eða eru kannski íslensku auðmennirnir að koma inn bakdyrameThe Big Selloutgin með fjármagnið sem þeir stálu frá þjóðinni? Strax í haust var spáð að það myndi gerast. Að þeir myndu sæta lagi þegar eignir þjóðarinnar færu á brunaútsölu og nota féð sem þeir földu á Tortólum heimsins til að leggja undir sig hinn gróðavænlega orkuiðnað sem þá hefur dreymt um að eignast í mörg ár. Þeir geta hæglega dulist á bak við erlend skúffufyrirtækjanöfn og læst krumlunum í enn meiri þjóðarauð. Þeir hafa ekki séð neitt athugavert við gjörðir sínar hingað til og eins og Guðmundur Helgi sagði í grein sinni er gróðafíknin öflug.

Í hugleiðingum um einkavæðingu 7. júlí birti ég hina mögnuðu mynd The Big Sellout - eða Einkavæðing og afleiðingar hennar. Klippti auk þess saman viðtölin úr henni við Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði 2001 og fyrrverandi aðalhagfræðing Alþjóðabankans. Nú tek ég á það ráð, til að reyna að vekja enn meiri athygli á orðum Stiglitz, að skrifa niður íslenska textann í viðtalinu til að auðvelda samhengið. Munið, að Stiglitz er þungavigtarmaður í efnahagsmálum heimsins og með mikla og víðtæka reynslu. Stiglitz segir - og þýðandi er Hilmar Ramos - feitletrun frá mér komin:

"Ég bar einu sinni saman hvernig efnahagsstefnu er framfylgt og hvernig nútímastríð er háð. Stríð nútímans reynir að draga úr mennskunni og leyfir enga meðaumkun. Sprengjum er varpað úr mikilli hæð og enginn veit hvar þær lenda, maður sér ekki tjónið þar sem maður flýgur um háloftin og það minnir á tölvuleik. Í nútímastríðsrekstri er talað um fjölda látinna. Þetta er ómannlegt. Það sama á við um hagfræði. Þar er þulin upp tölfræði en enginn hugsar út í fólkið á bak við tölurnar.

Washington-sáttmálinn var sáttmáli bandaríska fjármálaráðuneytisins, AGS og Alþjóðabankans, þriggja stofnana í Washington, um bestu leiðirnar í efnahagsþróun heimsins. Samkvæmt sáttmálanum var besta leiðin til að stuðla að vexti ríkja að veita aukið frelsi, draga úr viðskiptahömlum og einkavæða. Í gegnum tíðina hafa AGS, Alþjóðabankinn og fjármálaráðuneyti BNA allir þvingað þessu einkavæðingarguðspjalli upp á þróunarríkin.

Joseph StiglitzAGS og Alþjóðabankinn veittu mörg lán á níunda áratugnum sem voru nefnd uppbyggingar-aðlögunarlán. Kenningin var að hagkerfin þyrftu ákveðinn stuðning meðan þau lagfærðu stoðirnar til að veita frelsi og einkavæða. En gallinn á lánunum var að þeim fylgdu ströng skilyrði. Ríkjum var sagt að til að fá þessa peninga þyrftu þau að skera niður framlög til menntamála, heilbrigðismála eða annan mikilvægan kostnað. Þetta reyndist mörgum þróunarríkjum dýrkeypt.

Að mínu mati var ástæðan fyrst og fremst hugmyndafræðileg. Auk þess voru að sjálfsögðu ákveðnir hagsmunir í húfi; það var hægt að græða á einkavæðingunni. Til dæmis voru víða gefin út einkaleyfi á vatnsveitum og vatnsveiturnar höfðu einokunarstöðu á markaði. Voru sem sé eina fyrirtæki viðkomandi lands sem seldi vatn. Við einkavæðingu er stundum hægt að hækka verðið og búa þannig til geysimikinn hagnað. Nokkur fyrirtæki sáu þessa hagnaðarvon og lögðu hart að AGS og Alþjóðabankanum í leit að stuðningi við einkavæðingarframtakið.

Nútímahagfræði hefur leitt í ljós að á fjölmörgum sviðum gengur markaðshagkerfi ekki upp. Sú gamla skoðun að markaðir leiði sjálfkrafa til skilvirkni hefur verið afsönnuð. Stundum er ástæða þess að hin ósýnilega hönd, eins og Adam Smith orðaði það - að markaðurinn sé ósýnileg hönd sem stuðlar að hagsæld - ástæða þess að ósýnilega höndin virðist ósýnileg er sú að hún er hreinlega ekki til staðar. AGS hefur tekið þessa hugmyndafræði upp á sína arma að hluta til vegna þess að sjóðurinn er samvaxinn ákveðnum hluta stjórnmálaflórunnar, samvaxinn sérhagsmunum, og hefur sjónarmið sem endurspeglar ekki nútímahagvísindi. En því miður reynir sjóðurinn að selja þessa speki sem hagfræði."

Joseph Stiglitz í The Big Sellout

 

Í græðgisvæðingunni brugðust íslensk stjórnvöld - og stjórnsýslan - þjóðinni með hörmulegum afleiðingum sem við og afkomendur okkar munum súpa seyðið af um ókomin ár og áratugi. Stjórnvöld flutu sofandi að feigðarósi og við stóðum hjá, trúgjörn og andvaralaus og uggðum ekki að okkur. Fjölmiðlarnir, upplýsingaveitan okkar, brugðust. Enginn hlustaði á varnaðarorð innlendra sem erlendra sérfræðinga, raddir þeirra voru kæfðar. Við vitum nú að þeir höfðu lög að mæla - en það er um seinan.

Ætla núverandi stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga og almenningur á Íslandi að stefna aftur á feigðarósinn og láta óátalda þá auðlindasölu sem felst í afsali nýtingarréttar orkunnar, hvort sem er þegar hann er seldur erlendum (eða innlendum) auðmönnum eða ráðstafað í orkufrek álver? Gleymum ekki að rafmagn og heitt vatn eru meðal grunnstoða samfélagsins. Án rafmagnsins og heita vatnsins getum við ekki lifað af hér á Íslandi. Munum við vakna upp við vondan draum fyrr en varir og átta okkur á arðráninu? ÉG MÓTMÆLI og krefst þess að stjórnvöld hindri slíka gjörninga nú þegar!

Nýlegir pistlar um málið:
Hugleiðingar um einkavæðingu - áríðandi skilaboð
Eru auðlindirnar okkar ekki sexí?
VARÚÐ - Nýtt REI-mál í uppsiglingu
Svikamyllan á Suðurnesjum
Blaðaumfjöllun um HS Orku - nýtt efni ókomið inn


Ísland getur ekki borgað

"Þjóðir spyrja ekki bara hvort greiða eigi skuldir, heldur líka - eins og á Íslandi - hvort hægt sé að greiða þær. Ef það er ekki hægt, þá leiðir tilraun til að greiða þær einungis til frekari efnahagssamdráttar og hindrar lífvænlega þróun hagkerfisins." Þetta segir Michael Hudson meðal annars í grein sem birtist í Financial Times og Global Research í dag og mikið hefur verið fjallað um í íslenskum fjölmiðlum. Eins og allir vita er enn ekki ljóst hvernig Bretar og Hollendingar taka fyrirvörum við Icesave-samninginn.

Ísland og Lettland geta ekki borgað, og borga því ekki
eftir Michael Hudson í þýðingu Gunnars Tómassonar

Geta Ísland og Lettland greitt erlendar skuldir fámenns hóps einkavina valdhafa?

Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa sagt þeim að umbreyta einkaskuldum í opinberar skuldbindingar og endurgreiða þær með hækkun skatta, niðurskurði ríkisútgjalda og eyðingu sparifjár almennings. 

Reiði fer vaxandi ekki einungis í garð þeirra sem söfnuðu skuldunum - Kaupþing og Landsbanki í gegnum Icesave og einkaaðilar í löndunum við Eystrasalt og í mið-Evrópu sem veðsettu fasteignir og einkavæddar ríkiseignir langt úr hófi fram - heldur líka gagnvart erlendum lánardrottnum sem þrýstu á stjórnvöld að selja banka og aðra helztu innviði hagkerfa til innherja.

Stuðningur viðMichael Hudson - Ljósm.: Ragnar Tómasson aðildarumsókn Íslands að ESB hefur minnkað í um þriðjung þjóðarinnar og Harmony Center flokkurinn, sem studdur er af stórum hluta rússnesku-mælandi Letta, hefur náð meirihluta í Riga og stefnir í að verða vinsælasti flokkurinn á landsvísu. Í báðum tilfellum hafa mótmæli almennings skapað vaxandi þrýsting á stjórnmálamenn að takmarka skuldabyrði við eðlilega greiðslugetu landanna.

Um helgina skipti þessi þrýstingur sköpum á Alþingi Íslendinga. Þar varð samkomulag, sem kann að verða frágengið í dag, um skilyrði fyrir verulegum endurgreiðslum til Bretlands og Hollands vegna útborgana þeirra á innistæðum þarlendra eigenda Icesave reikninga.

Mér vitanlega er þetta fyrsta samkomulagið frá þriðja áratug síðustu aldar sem takmarkar afborganir af skuldum við greiðslugetu viðkomandi lands. Greiðslur Íslands takmarkast við 6% af vexti vergrar landsframleiðslu miðað við 2008.  Ef aðgerðir lánardrottna keyra íslenzka hagkerfið niður með óvægnum niðurskurði ríkisútgjalda og skuldaviðjar kynda undir frekari fólksflutninga úr landi, þá verður hagvöxtur enginn og lánardrottnar fá ekkert greitt.

Svipað vandamál kom til umræðu fyrir liðlega 80 árum vegna skaðabótagreiðslna Þýzkalands vegna fyrri heimsstyrjaldar. En margir stjórnmálamenn átta sig enn ekki á því að eitt er að merja út afgang á fjárlögum og annað að geta greitt erlendar skuldir. Hver sem skattheimta stjórnvalda kann að vera þá er vandinn sá að breyta skatttekjum í erlendan gjaldeyri. Eins og John Maynard Keynes útskýrði, ef skuldsett lönd geta ekki aukið útflutning sinn verða greiðslur þeirra að byggjast á lántökum eða eignasölu.  Ísland hefur núna hafnað slíkum eyðileggjandi valkostum.

Greiðslugetu hagkerfis í gjaldeyri er takmörk sett. Hærri skattar þýða ekki að stjórnvöld geti umbreytt auknum skatttekjum í erlendan gjaldeyri. Þessi staðreynd endurspeglast í afstöðu Íslands gagnvart Icesave skuldum, sem áætlað er að nemi helmingi af vergri landsframleiðslu þess. Með þessari afstöðu sinni mun Ísland væntanlega leiða önnur hagkerfi í pendúlssveiflu frá þeirri hugmyndafræði sem telur endurgreiðslu allra skulda vera helga skyldu. 

Fyrir hagkerfi landa sem losnuðu undan stjórn Sovétríkjanna felst vandinn í því að vonir brugðust um að sjálfstæði 1991 hefði í för með sér vestræn lífsgæði.  Þessi lönd jafnt sem Ísland eru enn háð innflutningi. Hnattræna eignabólan fjármagnaði hallann á viðskiptajöfnuði - lántökur í erlendri mynt gegn veði í eignum sem voru skuldlausar þegar löndin urðu sjálfstæð. Nú er bólan sprungin og komið að skuldadögum. Lán streyma ekki lengur til Eystrasaltslanda frá sænskum bönkum, til Ungverjalands frá austurrískum bönkum, eða til Íslands frá Bretlandi og Hollandi. Atvinnuleysi eykst og stjórnvöld skera niður útgjöld til heilbrigðis- og menntamála. Í kjölfarið fer efnahagslegur samdráttur og meðfylgjandi neikvæð eignastaða fjölda fyrirtækja og heimila.

Óvægnar niðurskurðaráætlanir voru algengar í löndum þriðja heims frá 8. til 10. áratugar síðustu aldar, en evrópsk lýðræðisríki hafa takmarkað þolgæðiMichael Hudson, hagfræðingur gagnvart slíku verklagi. Eins og málum er nú háttað eru fjölskyldur að missa húsnæði sitt og fólksflutningar úr landi eru vaxandi. Þetta voru ekki fyrirheit nýfrjálshyggjunnar.

Þjóðir spyrja ekki bara hvort greiða eigi skuldir, heldur líka - eins og á Íslandi - hvort hægt sé að greiða þær. Ef það er ekki hægt, þá leiðir tilraun til að greiða þær einungis til frekari efnahagssamdráttar og hindrar lífvænlega þróun hagkerfisins.

Munu Bretland og Holland samþykkja skilyrði Íslands? Keynes varaði við því að tilraun til að knýja fram erlenda skuldagreiðslu umfram greiðslugetu krefðist stjórnarfars á sviði fjárlaga og fjármála sem er þjakandi og óvægið og gæti hvatt til þjóðernissinnaðra viðbragða til að losna undan skuldakröfum erlendra þjóða.  Þetta gerðist á þriðja áratug 20. aldar þegar þýzka hagkerfið var kollkeyrt af harðri hugmyndafræði um ósnertanleika skulda.

Málið varðar praktíska meginreglu: skuld sem er ekki hægt að greiða verður ekki greidd. Spurningin er einungis hvernig slíkar skuldir verða ekki greiddar. Verða þær afskrifaðar að miklu leyti? Eða verður Íslandi, Lettlandi og öðrum skuldsettum löndum steypt í örbirgð til að merja út afgang í tilraun til að komast hjá vanskilum?

Síðarnefndi valkosturinn getur knúið skuldsett lönd til stefnubreytingar. Eva Joly, franski saksóknarinn sem aðstoðar við rannsókn á íslenzka bankahruninu, hefur varað við því að svo gæti farið að Ísland stæði uppi með náttúruauðlindir og mikilvæga staðsetningu sína: „Rússlandi gæti til dæmis fundist það áhugavert." Kjósendur í löndum sem losnuðu undan stjórn Sovétríkjanna gerast æ meira afhuga Evrópu vegna eyðileggjandi hagstjórnarstefnu sem nýtur stuðnings ESB.

Eitthvað verður undan að láta. Mun ósveigjanleg hugmyndafræði víkja fyrir efnahagslegum staðreyndum, eða fer það á hinn veginn?

Höfundur er hagfræðiprófessor við University of Missouri

****************************************

Rifjum upp viðtal Egils Helgasonar við Michael Hudson í Silfrinu 4. apríl 2009

 

Hudson svaraði spurningum í beinni hér á síðunni í vor. Samantekt má sjá hér og spurningar og svör í íslenskri þýðingu hér.

Fréttir RÚV í kvöld, 17. ágúst 2009

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Spilling og öðruvísi umræða

Ég þreytist seint á að tala og skrifa um spillinguna á Íslandi. Spillingu, sem er svo djúpstæð og inngróin í samfélagið að fjandanum erfiðara verður að uppræta hana - ef það tekst þá nokkurn tíma. Við höfum nefnilega vanist henni svo rækilega, alist upp með henni og litið á hana sem óumflýjanlegan hluta af tilverunni. Eða hvað?

Umræðan í þjóðfélaginu hefur breyst og opnast mjög með netmiðlum og bloggi, það held ég að allir geti verið sammála um. Gallinn er sá að umræðan sem þar fer fram nær ekki til nema hluta þjóðarinnar. Allt of margir líta ennþá niður á blogg og halda að þar komi ekkert fram sem vert er að íhuga. Sumir segjast ekki hafa tíma til að lesa blogg en lesa þó prentblöðin upp til agna á hverjum degi og hlusta/horfa á alla fréttatíma ljósvakamiðlanna. Fjöldi fólks lítur þannig á þjóðfélagsumræðuna að ekkert sé raunverulegt eða satt nema það birtist á síðum Morgunblaðsins eða í fréttatíma RÚV. Þetta er vitaskuld mikill misskilningur.

Einhverjum stjórnmálamönnum er í nöp við netið og þá opnu umræðu sem þar fer fram. Hún gerir þeim erfiðara fyrir að fela hlutina, fara sínu fram í skjóli upplýsingaskorts og þöggunar. Egill Helga hefur eftir 'glöggum stjórnmálaskýranda' í nýjustu bloggfærslu sinni að... "Samfylkingarmaður sem ég talaði við hélt því er virtist fram í fullri alvöru að umræðan á netinu væri einn aðalsökudólgurinn í því hve illa gengur að koma á úrbótum og lausnum. Allur tími ráðamanna færi í það að verjast þessu leiðindafyrirbæri sem netið er..." Ef þetta er almennt sýnishorn af áliti stjórnmálamanna á skoðunum almennings er ansi langt í að við fáum þá opnu og heiðarlegu stjórnsýslu sem kallað var eftir í vetur - og það hátt og snjallt.

Þetta er langur formáli að litlum pistli - Morgunvaktarpistlinum fá 14. ágúst. Hljóðskrá fylgir neðst í færlsunni.

Morgunvaktin á Rás 2
Ágætu hlustendur...

Um árabil var okkur talin trú um að á Íslandi væri engin spilling. Því til sönnunar birtust reglulega niðurstöður Transparency International, sem gæti útlagst á íslensku Alþjóða gagnsæisstofnunin. Þar var Ísland ofarlega, jafnvel á toppnum, yfir MINNST spilltu þjóðir heims. Ég minnist þess ekki að fjölmiðlar, sem birtu niðurstöðurnar, hafi nokkurn tíma skoðað þær eða forsendur þeirra nánar. Stjórnmálamenn vitnuðu gjarnan í þessar kannanir til að bera af sér áburð um spillingu og réttlæta jafnvel spilltustu athafnir sínar.

Þjóðin glotti alltaf þegar þetta hreinleika- og gagnsæisvottorð birtist því hún vissi betur. Við vissum öll að á Íslandi var gjörspillt stjórnkerfi þar sem frændsemi, klíkuskapur og eiginhagsmunir réðu ríkjum. Það mátti bara ekki segja það upphátt og alls ekki minnast á mútur. Slíkur ósómi tíðkaðist bara í útlöndum. Á Íslandi var þannig greiðasemi kölluð 'fyrirgreiðsla' eða eitthvað ámóta huggulegt. Í versta falli 'samtrygging'. Alls ekki spilling og mútur. Það var eitthvað svo... óíslenskt.

Að blogga eða blogga ekki - Að lesa blogg eða lesa ekki bloggEftir efnahagshrunið í haust hafa ótrúlegustu hlutir komið upp á yfirborðið og upplýsingar um alls konar spillingu gefið okkur utan undir hvað eftir annað af svo miklu afli að undan hefur sviðið. Og enn hellast spillingarmálin yfir okkur, nú síðast í fréttum af skilanefndum gömlu bankanna. Þar blandast líka inn í einn angi spillingarinnar - hagsmunaárekstrar og vanhæfi. Ótrúlega mikið þarf til að menn viðurkenni hagsmunaárekstra eða eigið vanhæfi, jafnvel þó að það blasi við öllum öðrum. Og það undarlega er, að menn eru látnir í friði með að ákveða sjálfir hvort þeir eru vanhæfir eða ekki.

Umræðan um spillinguna og fjölmiðlun á Íslandi hefur breyst mjög eftir að netið og bloggið komu til sögunnar. Nú þarf ekki lengur að bíða kvöldfrétta eða prentblaðanna að morgni til að fá upplýsingar. Þær birtast oftast fyrst á netinu - í netmiðlum eða á bloggi. Netið er upplýsingaveita nútímans og framtíðarinnar. Það er annars eðlis en hefðbundnir fjölmiðlar og getur leyft sér meira - eða gerir það að minnsta kosti.

Þótt hefðbundnir fjölmiðlar séu bráðnauðsynlegir og ágætir fyrir sinn hatt finnst mér alltaf skrýtið að hitta fólk sem snýr upp á sig þegar blogg ber á góma og segir snúðugt með misskildum menningarhroka: "Nei, ég les ALDREI blogg." Í tóninum felst að því þyki afskaplega ófínt að blogga og enn ófínna að lesa blogg. Þetta fólk er á villigötum ef það heldur að ekkert sé satt nema það birtist í kvöldfréttum ljósvakans eða á síðum prentmiðlanna. Það hefur ekki nema örlitla nasasjón af sannleikanum því upplýsingaflæðið er margfalt meira, ferskara og frjórra í netmiðlum og á bloggi. Þar er líka hægt að fletta upp öllu mögulegu langt aftur í tímann til að hressa upp á minnið og setja atburði í samhengi.

Jafnvel blaðamenn hafa viðurkennt að lesa aldrei blogg eins og Víkverji dagsins á Mogganum sem skrifaði meðal annars þetta fyrir rúmu ári: "Víkverji sér ansi oft vitnað í blogg í fjölmiðlum. Hann getur ekki séð að menn hafi þar ýkja mikið fram að færa. Það er eitthvað sérlega dapurlegt við það að fólk sé farið að eyða mörgum tímum á dag í að kynna sér þessi ómerkilegu skrif." Víkverji þessi sagði fleira niðrandi um bloggið í pistli sínum, en honum hefur vonandi snúist hugur því annars veit hann ekki allan sannleikann frekar en aðrir sem ekki lesa blogg og netmiðla.

Sannleikurinn leynist nefnilega víðar en í Mogganum og Ríkisútvarpinu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband