Færsluflokkur: Dægurmál

Málfrelsi - skoðanafrelsi - tjáningarfrelsi

73. grein stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands hljóðar svo: "Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum."

Flott - allir frjálsir skoðana sinna og sannfæringar og eiga rétt á að láta í ljós hugsanir sínar. Enga ritskoðun eða tálmanir á tjáningarfrelsi. Glæsilegt - svona er Ísland... eða hvað? Nei.

Ekki aldeilis. Okkur eru væntanlega flestum í fersku minni ýmsar uppákomur í gegnum tíðina þar sem fólk hefur verið látið gjalda orða sinna og skoðana sem voru ekki stjórnvöldum eða vinnuveitendum þeirra þóknanlegar. Þessi skoðanakúgun hefur valdið ótrúlegri hræðslu í þjóðfélaginu og ótta margra við að tjá sig og segja sannleikann um ýmis málefni. Fólk þarf að óttast atvinnumissi, faglegan róg og fleira miður skemmtilegt ef það fylgir sannfæringu sinni. Geðslegt þjóðfélag? Nei.

Líka á Alþingi Íslendinga. Við vitum mætavel að margir þingmenn greiða atkvæði gegn sannfæringu sinni þótt 48. grein stjórnarskrárinnar hljóði svo: "Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum." Þeir virðast æði oft vera trúrri flokknum en sannfæringu sinni eða fólkinu í landinu. Því ef þingmaður greiðir atkvæði gegn vilja flokksins eru til ýmis ráð til að gera þingmanninn "skaðlausan" og þar með áhrifalausan með öllu. Við höfum fordæmi fyrir þessu á Alþingi. Virðing fyrir sannfæringu alþingismanna? Nei.

Guðmundur Gunnarsson, verkalýðsforingi, minnist á ILO 58 regluna í þessari bloggfærslu. ILO stendur fyrir International Labour Organization eða Alþjóðaatvinnumálastofnunina. Reglan sem Guðmundur vitnar til gengur út á að atvinnurekandi verði að tilgreina ástæðu fyrir uppsögn starfsmanns. Guðmundur segir að flestar Evrópuþjóðir og margar þjóðir Asíu hafi staðfest þessa reglu - en ekki Ísland. Hér má reka fólk úr vinnu og svipta það lífsviðurværinu eftir geðþótta yfirmanna, m.a. ef þeim líkar ekki við skoðanir starfsmannsins. Skoðana- og tjáningarfrelsi? Nei.

Halldór Kristinn Björnsson, bifvélavirki hjá Toyota og virkur andófsmaður, skrifaði bloggfærslu og var rekinn úr vinnunni. Bloggfærslan ógurlega er hér. "Skortur á virðingu gagnvart samstarfsmönnum og vilja til samstarfs."

Þröstur Helgason, blaðamaður á Morgunblaðinu og ritstjóri Lesbókar, skrifaði meðal annars þennan pistil um miðjan janúar og var rekinn um síðustu mánaðamót. "Skipulagsbreytingar."

Þröstur Helgason - Mbl. 15.1.09

Halla Gunnarsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu og þingfréttamaður þess, tók virkan þátt í Borgarafundunum, hélt ræðu á einum þeirra og talaði fyrir þeim. Hún var líka rekin um síðustu mánaðamót. "Skipulagsbreytingar."

Málfrelsi? Skoðanafrelsi? Tjáningarfrelsi? Hverjir ráða þarna för og hvaða hvatir liggja að baki? Hver hefur hag af því að hér ríki áfram ótti við að tjá skoðanir sínar? Margir sem fjalla um viðkvæm mál, einkum þau sem snerta pólitík og auðmyndun einhvers konar, hafa fundið ítrekað fyrir hræðslu fólks við að tjá sig opinberlega - meira að segja ég.

Ómar Ragnarsson hefur fundið harkalega fyrir þessari ógnun og fjölmargir vísindamenn, svo dæmi sé tekið, hafa ekki þorað að stíga fram með upplýsingar t.d. hvað varðar jarðgufuvirkjanir og ótalmargt fleira sem kæmi sér illa fyrir ríkjandi yfirvöld eða vinnuveitendur þeirra. Sjálf hef ég fengið fjölmörg ummæli, bæði í síma og tölvupósti, þar sem mér er þakkað og hrósað fyrir að hafa kjark og þor til að skrifa það sem ég skrifa og birta það sem ég birti. Þó er ég aðeins að segja skoðanir mínar og það sem ég tel sannleika - og ég er nú bara pínulítið peð í samfélagi mannanna.

Agnes Bragadóttir, blaðamaður, skrifaði athyglisverða grein um þetta í nóvember 2007 sem hún kallaði Hræðsluþjóðfélagið (smellið þar til læsileg stærð fæst). Viljum við að þjóðfélag framtíðarinnar verði áfram hræðsluþjóðfélag? Ekki ég.

Agnes Bragadóttir - Mbl. 12.11.07


Bankakreppan - hlutverk fjölmiðla

Eins og kom fram hér voru fulltrúar fjögurra breskra fjölmiðla spurðir spjörunum úr af rannsóknarnefnd breska þingsins daginn eftir að Tony Shearer tjáði sig um Kaupþing. Umfjöllunarefnið var hlutverk og ábyrgð  fjölmiðla í bankakreppunni. Mættir voru fulltrúar frá Financial Times, Daily Mail, Guardian og BBC. Þetta er fróðleg umræða og húmorinn jafnvel aldrei langt undan, enda Bretar frægir fyrir skopskyn sitt.

Bankakreppan - hlutverk fjölmiðla - 1. hluti

 

Bankakreppan - hlutverk fjölmiðla - 2. hluti

 

Bankakreppan - hlutverk fjölmiðla - 3. hluti

 


Íslendingar tjá sig erlendis - tvær greinar

Ísland er undir smásjá erlendra fjölmiðla þessar vikurnar og mánuðina vegna efnahagshrunsins. Við erum sýnishorn af gjaldþrota þjóð þar sem regluverkið utanum banka og fjármál var ekkert, græðgi örfárra manna, kunningja- og klíkusamfélag auk öfgafullra, pólitískra trúarbragða og Hannes Hólmsteinn og Thatchervanhæfni stjórnmálamanna og ráðgjafa þeirra leiddi þjóðina í þrot. Nú veina arkitektar og verktakar hrunsins eins og stungnir grísir ef þeir eru gagnrýndir eða missa mjúku stólana sem þeim leið svo undurvel í. Enginn þeirra hefur enn haft kjark til að horfast í augu við eigin þátt í hruninu, eigin sök á ástandinu, þótt sannanirnar glenni sig framan í þá dag eftir dag, viku eftir viku. Og enginn hefur beðið þjóðina afsökunar.

Einn hinna stungnu, veinandi grísa er Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor og bankaráðsmaður í Seðlabankanum. Honum tókst einhvern veginn að sleppa við áminningu eftir höfundarréttardóminn en nú lítur út fyrir að hann missi þægilegan og vel launaðan bitling í Seðlabankanum þar sem hann hefur setið um árabil sem besti vinur Aðal.

Hannes Hólmsteinn hefur ekki haft sig mikið frammi upp á síðkastið eftir að trúarbrögð hans, frjálshyggjan, sigldu í strand með látum. En nú skrifaði Hannes Hólmsteinn grein. Ekki í íslenskt dagblað því hann veit að enginn hlustar á hann lengur á Íslandi. Hann skrifaði grein í Wall Street Journal og fer mikinn. Ver besta vininn með kjafti og klóm - og sjálfan sig í leiðinni - og fer afskaplega frjálslega með sögu og staðreyndir. Látið ykkur ekki bregða við fyrirsögnina og kommúnistakjaftæðið. Hannes Hólmsteinn veit sem er, að enn má ekki nefna kommúnisma á nafn í Bandaríkjunum. McCarthyisminn er lífsseigur. Lesum grein Hannesar Hólmsteins.

_________________________________________________

FEBRUARY 2, 2009, 6:31 P.M. ET

Iceland Turns Hard Left

By HANNES H. GISSURARSON

Reykjavik, Iceland

May you live in interesting times, says an ancient Chinese curse which has now hit Iceland.

All three of Iceland's commercial banks collapsed in the beginning of October. In exchange for a $5.1 billion rescue package, the International Monetary Fund (and the European Union) forced Iceland's government to assume the banks' commitments for foreign depositors. Thus was created one of the largest public debts per capita: possibly about $10 billion for a nation of 310,000, or more than $30,000 per head.

Street riots, hitherto unheard of in this peaceful country, have now brought down the government. Rattled by protests in front of the parliament, the Hannes Hólmsteinn og Davíð OddssonSocial Democrats, the junior partner in a coalition with the conservatives, last week insisted that the government resign.

Besides this turmoil, both coalition leaders, conservative Prime Minister Geir H. Haarde and Social Democratic Foreign Minister Ingibjorg S. Gisladottir, were diagnosed with tumors, in Mr. Haarde's case a malignant one. Remaining calm throughout the whole episode, even when physically threatened by rioters, Mr. Haarde announced on Jan. 23 that he is retiring from politics.

On Sunday a new minority government took over, led by the Social Democrats and the Left Greens, the unrepentant heirs to the Icelandic Communist Party. The main task of the new government, led by Social Democratic Prime Minister Johanna Sigurdardottir, will be to dissolve parliament and prepare for new elections in April.

An old-fashioned Social Democrat of the Swedish ilk, with little sympathy for the business community, Ms. Sigurdardottir is seen as untainted by Iceland's financial debacle. The same applies to the Left Greens, who opposed the bank privatizations of the late 1990s. Polls suggest that the Left Greens will make huge gains in the elections and possibly become the biggest political party, thus enabling the new government to continue in power.

Its first act will be one of political vengeance: Ms. Sigurdardottir said at a press conference on the day she took office that she will try to dismiss David Oddsson, the governor of the Central Bank, who dominated Icelandic politics as conservative prime minister from 1991 to 2004.

With his sharp wit and forceful personality, Mr. Oddsson made enemies not only on the left, but also among some of Iceland's "tycoons."

In 2004, at the close of his tenure, there was a bitter conflict between him and Iceland's best-known tycoon, Jon Asgeir Johannesson, the main owner of Baugur Group, which controls more than 75% of the private media in Iceland. Worried about so much power in the hands of one man, Mr. Oddsson pushed for legislation that would have have barred any market-dominant firm from controlling more than 25% of any media company.

Although parliament passed the law, President Olafur R. Grimsson, who has close ties to Mr. Johannesson, refused to sign it. Needless to say, Mr. Johannesson has since used his media empire to conduct a relentless campaign against Mr. Oddsson. Strangely, the Icelandic left is joining forces with Mr. Johannesson against Mr. Oddsson. However, the government cannot easily dismiss the central bank governor, who is supposed to be independent.

Moreover, Mr. Oddsson is one of the few Icelanders who sounded the alarm bells before the crisis hit the island. At a breakfast meeting of the Hannes Hólmsteinn, Davíð og BjörnIcelandic Chamber of Commerce in November 2007 -- a year before the banking collapse -- the governor said: "Iceland is becoming uncomfortably beleaguered by foreign debt. At a time when the Icelandic government has rapidly reduced its debt and the Central Bank's foreign and domestic assets have increased dramatically, other foreign commitments [by private banks] have increased so much that the first two pale into insignificance in comparison. All can still go well, but we are surely at the outer limits of what we can sustain for the long term."

As far back as 2006, Mr. Oddsson, in several private meetings with Prime Minister Haarde, Social Democrat leader Ms. Gisladottir and Icelandic bankers, issued strenuous warnings about the banking danger.

But Mr. Oddsson could only warn, not act. In 1998, all banking supervisory activities were transferred from the Central Bank to a new Financial Supervisory Authority, which operated under the same regulations as corresponding authorities in other member states of the European Economic Area.

The left's fixation with Mr. Oddsson overlooks the two main reasons why the crisis hit Iceland harder than other countries. One was that the Icelandic banks had grown too big for Iceland and, when needed, other central banks in the EEA declined to come to the assistance of the Icelandic Central Bank to ensure bank liquidity. In retrospect, this was a serious flaw in the EEA agreement.

The crisis has now fueled speculation that Iceland may change course and try to become an EU member in order to eventually join the euro zone. But the Social Democrats, who long supported EU membership, have suddenly taken it off the agenda in order to accommodate the Left Greens, who oppose it. The conservatives, out of government for the first time in 18 years, remain ambivalent about EU membership.

Besides, it's unclear whether euro membership would have helped Iceland during this crisis. The problem is that within the euro zone, individual central banks, not the European Central Bank, remain the lenders of last resort. Iceland's Central Bank still would have been unable to keep its commercial banks afloat.

The other reason why the crisis hit Iceland so hard was that U.K. Prime Minister Gordon Brown used an antiterrorist law to close down Icelandic banks in Britain. The British government also put one of them, Landsbanki, together with the Icelandic ministry of finance and the central bank, on a list of terrorist organizations, alongside al Qaeda and the Talibans. This act destroyed all international confidence in the Icelandic banks, which had no chance of surviving.

With the formation of the Sigurdardottir government, Iceland has taken a sharp turn to the left. Unused to adversity, Icelanders are bewildered and angry. The new government is taking advantage of the economic collapse to go after its political enemies.

Geir H. Haarde and David Oddsson may be among the first political casualties of the international financial crisis, but they are unlikely to be the last. It looks like other nations are also entering interesting times.

Mr. Gissurarson is member of the board of Iceland's Central Bank and professor of politics at the University of Iceland.

_________________________________________________

Íris Erlingsdóttir, sem búsett er í Bandaríkjunum og ég birti grein eftir hér var ekki sátt við einhliða málflutning og söguskoðun Hannesar Hólmsteins og birti grein í Huffington Post í gær. Íris hefur skrifað nokkrar greinar í um ástandið á Íslandi og fengið yfir sig gríðarlegar skammir Íslendinga. Hún hefur verið sökuð um að rægja land og þjóð og ýmislegt fleira óviðurkvæmilegt þrátt fyrir að segja ekkert nema sannleikann. Ætli Hannes Hólmsteinn hafi fengið viðlíka skammir fyrir sína grein og rangfærslurnar þar? En hér er grein Írisar.

_________________________________________________

Iceland's Conservatives Try to Rewrite History

Posted February 4, 2009 | 04:49 PM (EST)

by Íris Erlingsdóttir

Hannes H. Gissurarson wrote a letter in yesterday's Wall Street Journal decrying the new government's desire to remove former conservative Independence Party Prime Minister David Oddsson from his position as governor of the Central Bank.

Although Mr. Gissurarson sees this development as part of a left-wing conspiracy to lead Iceland down the path of damnation, the truth of the matter is that Oddsson and Hannes were the main architects of Iceland's Íris Erlingsdóttirbanks' privatization and chief apostles of the lax regulatory system that resulted in the worst financial failure of any country in modern times.

In 2002, Mr. Gissurarson published How Can Iceland Become the Richest Country in the World?, in which he outlined the opportunities that Iceland would have as an international financial center. Oddsson believed that it was the government's ownership of the banks that was preventing this from happening. "The crucial factor," he said in a 2004 speech, "was the iron grip that the Icelandic state had on all business activity through its ownership of the commercial banks."

Accordingly, the country's banks were privatized in 2003. However, in keeping with their libertarian philosophy, no effective regulatory and supervisory bodies were created. Instead, Iceland's political patronage system decided who was going to own the banks and what their reporting requirements would be.

Mr. Gissurarson is himself one of the prime beneficiaries of this patronage system. He was appointed to the political science faculty of the University of Iceland in 1988 by Iceland's Education Minister, despite vociferous protests from the faculty and the university that he had no expertise in the area of politics. He was appointed to the Central Bank's board, despite his lack of expertise in finance. He was recently found by the Icelandic Supreme Court to have breached the copyright in the memoirs of Halldor Laxness, Iceland's only Nobel Prize winner.

The Central Bank was instrumental in Iceland's rise. It maintained high interest rates, which led to an overvalued krona, which led to cheap imported goods and vast sums of foreign capital. In 2006, when Danske Bank published a paper titled "Geyser Crisis" that indicated that Iceland's banks had grown too much, and that the country was overly dependent on foreign investors to keep sending money.

When the banks were unable to repay bonds in euros, as predicted, the house of cards collapsed. Glitnir, Iceland's third largest bank, approached Oddsson in late September 2008 for the euros it desperately needed to maintain liquidity. Oddsson led Glitnir to believe that he had them covered, but in fact he had not stockpiled enough foreign currency reserves to back more than 4% of the banks' foreign debts. Ultimately, he informed Glitnir officials that the bank would be nationalized, which rapidly led to bank runs in Europe, the collapse of all three of Iceland's large commercial banks, and a precipitous decline of the krona.

Mr. Gissurarson attempts to place the blame for Iceland's fall on everyone but Mr. Oddsson and himself. He ignores the facts that Mr. Oddsson maintained control of the Independence Party after he took his post with the Central Bank, that the deregulation of the banks went according to the plan that he and Oddsson had drafted years earlier, and that England seized Iceland's banks only after the Icelandic government notified British authorities that it would not back its banks' foreign accounts.

Another Chinese curse is "May your dreams all come true." Your dreams did come true, Mr. Gissurarson, and our country has been cursed.

_________________________________________________

Slóð á grein Hannesar Hólmsteins er hér og slóð á grein Írisar hér.


Til athugunar fyrir íslensk stjórnvöld framtíðarinnar

Þetta er eiginlega framhald síðustu færslu. Þar kom fram í frétt Channel 4 að í dag kæmi Tony Shearer, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander - breska bankans sem Kaupþing keypti - fyrir nefnd á vegum breska þingsins sem  rannsakar bankahrunið, þ.á.m. íslensku bankana sem störfuðu í Bretlandi. Það má eiginlega kalla þetta yfirheyrslu. Nefndin sem hér um ræðir er alltaf að störfum (permanent committee) og rannsakar allt mögulegt sem við kemur fjármálum og fjármálastarfsemi, enda heitir hún Treasury Committee (treasury = ríkissjóður).

Yfirheyrslurnar hófust klukkan 9:45 í morgun og þeim lauk klukkan 12:13. Fyrstir voru fulltrúar innistæðueigenda íslensku bankanna spurðir spjörunum úr. Síðan var Tony Shearer spurður um skoðanir sínar á hinum íslensku Kaupþingsmönnum, viðvaranir sínar til breska Fjármálaeftirlitsins og fleira. Að lokum sátu fyrir svörum fulltrúar yfirvalda í skattaskjólunum á Guernsey og Isle of Man. Þetta má allt sjá hér. Á morgun verður tekið fyrir hlutverk fjölmiðla í bankahruninu. Þá mæta menn frá Financial Times, Daily Mail, Guardian og BBC. Ekki síður spennandi að fylgjast með því.

Og það er einmitt málið. Breskar þingnefndir starfa fyrir opnum tjöldum, almenningur má vera viðstaddur - og auðvitað fjölmiðlar - og fundirnir eru í beinni útsendingu á netinu. Ég fylgdist með framburði Tony Shearer í beinni í morgun. Slík vinnubrögð hljóta að veita bæði nefndinni og vitnum gríðarlegt aðhald því allir sem vilja geta horft og hlustað. Hvernig hefði t.d. Davíð Oddsson svarað viðskiptanefnd þingsins um daginn ef við hefðum öll verið að horfa og hlusta? Hefðu nefndarmenn spurt öðruvísi undir vökulum augum almennings og fjölmiðla? Ég efast ekki um það.

Því legg ég til að í framtíðarskipulagi íslensku stjórnsýslunnar, hvort sem um er að ræða nýja stjórnarskrá, nýtt lýðveldi, breytt og bætt vinnubrögð stjórnvalda eða hvað sem við viljum kalla það - að þessi háttur verði tekinn upp. Að hér fari allt fram fyrir opnum tjöldum; nefndarfundir, rannsóknir og yfirleitt allt sem varðar almannahag.

Hér er þáttur Tonys Shearer í morgun. Mjög athyglisverður og vel þess virði að horfa og hlusta vandlega.



Viðbót: Hér svarar Sigurður Einarsson því sem Tony Shearer segir í yfirheyrslunni. Samkvæmt orðum Sigurðar er Shearer að ljúga. Hvor er nú trúverðugri í ljósi þess sem gerst hefur og alls flórsins sem mokað hefur verið út úr skúmaskotum hjá Kaupþingi?
 
Viðbót 2: Stöð 2 fjallaði um málið í kvöld:
 

Flórinn er botnlaus

Ég sá þessa frétt fyrst á Eyjunni seint í gærkvöldi. Í ljós hefur komið að fyrrverandi forstjóri breska bankans Singer og Friedlander, sem Kaupþing  yfirtók í ágúst 2005, varaði breska Fjármálaeftirlitið (FSA) við Kaupþingsmönnum. En FSA virðist hafa verið alveg jafnsofandi og Fjármálaeftirlitið hér á landi og hlustaði ekki.

Íslenska Fjármálaeftirlitið var stolt af sínum bönkum og 1. desember 2005 var eftirfarandi frétt í Viðskiptablaðinu: 

Eignir bankanna þrefaldast á einu og hálfu ári

Á einu og hálfu ári frá fyrri hluta árs 2004 til seinni hluta árs 2005 hafa heildareignir íslensku viðskiptabankanna miðað við samstæðuuppgjör þrefaldast, sem skýrist fyrst og fremst af aukningu á starfsemi þeirra utan Íslands. Þetta kemur fram í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins.

Þar er rakið að Kaupþing banki hf. hóf útrás bankanna árið 1998 með stofnun Kaupthing Luxembourg S.A. Þá keypti Íslandsbanki hf. Raphael & Sons Plc. 1999 og Landsbanki Íslands hf. Heritable Bank árið 2000 í Bretlandi. Þessi fyrstu skref bankanna voru vísir að þeirri útrás íslensks fjármálamarkaðar sem orðið hefur á síðastliðnum árum. Búnaðarbanki Íslands hf. stofnaði síðan Bunadarbankinn International S.A. Luxembourg 2000 og árið 2002 varð til Kaupthing Sverige A.B. Árið 2003 keypti síðan Landsbanki Íslands hf. Bunadarbankinn International S.A. af Kaupþingi banka hf. og nafnbreytir í Landsbankinn Luxembourg S.A.

Næstu stóru skref í útrás bankanna verða á árinu 2004 þegar Kaupþing banki hf. kaupir FIH bankann í Danmörku og setur á stofn Kaupthing bank Oyj í Finnlandi og Íslandsbanki hf. kaupir Kreditbanken í Noregi. Viðburðaríkt ár í erlendri útrás bankanna er svo árið 2005 þegar Íslandsbanki hf. festi kaup á BN banken í Noregi, Landsbanki Íslands hf. keypti Teather & Greenwood í Bretlandi og Kepler Securities í Frakklandi og Kaupþing banki hf. kaupir Singer & Friedlander í Bretlandi. Þessi upptalning er þó ekki tæmandi listi yfir þá starfsemi sem viðskiptabankarnir stunda erlendis í dótturfélögum, útibúum eða skrifstofum.

Fannst virkilega engum grunsamlegt að eignir bankanna hafi þrefaldast á einu og hálfu ári? Í gærkvöldi kom síðan þessi frétt á Channel 4 sjónvarpsstöðinni í Bretlandi. Viðmælandi fréttakonunnar segir Kaupþingsmenn ekki hæfa til að reka búð með fisk og franskar, hvað þá banka.

Times Online fjallaði um málið...

Times Online 2. feb. 09

...og það gerði Eyjan líka.

Eyjan 2. feb. 09

Svo er borið við mannréttindum þessara manna, sem stálu öllu steini léttara og skildu okkur eftir í skítnum þegar rætt er um að leggja hald á eigur þeirra og hafa upp á þýfinu! Hvað með okkar mannréttindi, fórnarlambanna... heillar þjóðar? Eru mannréttindi okkar minni eða léttvægari en auðmanna? Eða er eitthvað annað á bak við þann fyrirslátt?

En nú er mig farið að lengja eftir umfjöllun um hina bankana tvo, Glitni og Landsbankann. Ég dreg stórlega í efa að flórinn sé minni þar - en af einhverjum dularfullum ástæðum berast bara flórfréttir af Kaupþingi þessa dagana.


mbl.is Var aðvarað vegna Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Silfur og stórfréttir dagsins

Útsending Silfursins var rofin tvisvar með fréttainnslögum. Klippti þau saman, sérstaklega til að hafa samfellu í máli Andrésar sem var frábær. Ungur maður sagði við mig um daginn að Viðar væri helst til róttækur fyrir sinn smekk... ég er alls ekki sammála því. Ég vona að miklu fleira ungt fólk hugsi á svipuðum nótum og hann.

Vettvangur dagsins 1 -  Guðmundur Steingríms, Agnes Braga, Svanfríður Jónasdóttir, Birgir Hermanns

 

Vettvangur dagsins 2 - Viðar Þorsteins, Agnes, Svanfríður, Ómar Ragnars

 

Gunnar Tómasson, hagfræðingur
(sá hefur verið forspár)

 

Andrés Magnússon, læknir

 

Fréttirnar sem skotið var inn í Silfrið

 

Svo er hér bein útsending Stöðvar 2 frá blaðamannafundi nýrrar ríkisstjórnar. RÚV klippti á sína útsendingu til að sýna handboltaleik mér til mikillar gremju.


Varnarhættir sálarinnar

Eitt af því sem kallað er "sálrænir varnarhættir" er afneitun og hún er sögð vera frumstæð. Flestir kannast við afneitun í ýmsum myndum. Hún er misalvarleg en í risastórum dráttum má segja að afneitun sé það, þegar fólk neitar hreinlega að horfast í augu við raunveruleikann.

Undanfarna mánuði höfum við orðið vitni að einni mestu og alvarlegustu hópafneitun í manna minnum - bæði hjá stjórnvöldum og okkur sjálfum. Sumir voru fljótari að átta sig og horfast í augu við raunveruleikann en aðrir og ýmsir eru ennþá í mikilli afneitun. Ef kosningar verða í vor er eins gott að vera á verði og standa klár á því hvaða frambjóðendur í hvaða flokkum eru enn að beita þessum sálræna varnarhætti - meðvitað eða ómeðvitað.

Líklega tekur ný stjórn við í dag. Geir Haarde stendur upp úr stóli forsætisráðherra og miðað við yfirlýsingar hans og viðtöl við sjálfstæðismenn í vikunni þurfa þeir nauðsynlega að fara í mjög innhverfa og öfluga íhugun og taka á afneituninni.

Hér eru sýnishorn af afneitun fráfarandi forsætisráðherra allt til síðasta dags og mögulegum nýjum þjóðsöng.


Hugleiðingar um Framsókn og fleira

Nýr formaður, sama skítlega eðlið? Hvað er Framsóknarflokkurinn að pæla? Hvað vill hann... eða á ég frekar að spyrja: Hvað vilja flokkseigendur og gömlu spillingaröflin í Flokknum? Það þarf enginn að segja mér að Sigmundur Davíð hafi komið eins og hvítur stormsveipur og náð að gera samvisku flokksins hreina og tæra eins og íslenskan fjallalæk á hálfum mánuði með 449 atkvæði að vopni. Nei, nú er verið að kenna honum að makka - eða gera hann sæmilega fullnuma. Og hann talar eins og Framsóknarflokkurinn sé beinn aðili að stjórnarmyndun og sé sá sem valdið hefur. Ef ekkert gerist NÚNA eru frægðarmínúturnar fimmtán liðnar og Framsókn og formaðurinn geta gleymt atkvæðunum í næstu kosningum.

Af hverju hef ég á tilfinningunni að á bak við tjöldin séu spillingaröflin á fullu að græja hlutina og setja stóla fyrir ýmsar dyr? Af hverju grunar mig líka að Flokkurinn verði látinn ganga fyrir þjóðarhag - eina ferðina enn? Af því Framsókn vill kjósa svona snemma? Reyna að viðhalda þeirri blekkingu að eitthvað hafi breyst með nýjum formanni? Veit ekki... en hitt veit ég - að ef þeir ákveða að lokum að sænga með Sjálfstæðisflokknum eins og sumir eru að ýja að - þá verður allt endanlega brjálað í samfélaginu.

Hér eru samanklipptar nokkrar fréttir með viðtölum við Sigund Davíð frá 27. til 30. janúar. Hver er nógu slægur og pólitískt þenkjandi til að "lesa á milli línanna", ef svo má að orði komast um talmál. Ég réð ekkert við hugrenningatengslin við innstu koppana í framsóknarbúrinu. Þeir eru miklu fleiri reyndar. Hverja vantar?

Ég er tortryggin. Vil hugarfarsbyltingu, nýtt fólk, nýjar hugmyndir, nýtt siðferði, nýja stjórnarskrá, ný kosningalög... Fæst það í gegn með gömlu flokkana í fararbroddi sem standa vörð um sig og sinn rass? Hafa ný öfl tíma til að skipuleggja sig ef kosið verður 25. apríl? Það eru ekki nema þrír mánuðir þangað til og Framsókn enn að tefja. Þetta er mjög naumur tími fyrir ný, staurblönk stjórnmála- eða umbyltingaröfl.

Oft var þörf en nú er nauðsyn að mæta á Austurvöll og sýna stjórnmálamönnum að enn er LANGT í land með að kröfum og væntingum almennings sé fullnægt. Mjög langt og allar tafir vítaverðar.

Mótmæli á Austurvelli 24. janúar 2009


Að slá í gegn hjá þjóðinni

Ég hef einu sinni áður myndskreytt útvarpsefni sem var svo myndrænt að ég stóðst ekki mátið - svona gerði ég það þá. Nú fór ég allt aðra leið við myndskreytingu á Spegilsviðtali við Sigurbjörgu Árnadóttur sem ég skrifaði um hér. Í þessum kafla Spegilsins var fjallað um prófkjör og kosningar á Íslandi og Sigurbjörg sSigurbjörg Árnadóttiragði frá hvernig þessum málum er háttað í Finnlandi, en þar bjó hún lengi. Lýsing Sigurbjargar smellpassar við umræðuna hér um þessar mundir, enda margfalt lýðræðislegri og ódýrari auk þess sem hún kemur í veg fyrir að hægt sé að svindla og svíkja eins og gert er við núverandi fyrirkomulag og kemur glögglega fram í þættinum.

Þessi kosningaaðferð er svipuð, ef ekki sú sama, og Ómar Ragnarsson og margir fleiri hafa talað fyrir en hún gengur skrefinu skemur en hugmyndir Vilmundar Gylfasonar og Bandalags jafnaðarmanna árið 1983 - sjá hér. En aðferðin væri risastórt skref í áttina að beinna lýðræði og áhrifum almennings á það, hverjir sitja á þingi hverju sinni. Ýmsu fleiru er nauðsynlegt að breyta við kosningalögin, t.d. má alveg hugsa sér að landið verði eitt kjördæmi. Það gengur ekki lengur að þingmenn og ráðherrar kaupi sér atkvæði rándýru verði, greitt úr vasa þjóðarinnar, en láti sér þjóðarhag í léttu rúmi liggja. Það verður einfaldlega að hugsa um heildina, ekki sérhagsmuni. Við höfum ekki efni á öðru.

En hér er Spegilsviðtalið myndskreytt með þingmönnum, myndir teknar af vef Alþingis og birtar í stafrófsröð. Af einhverjum ástæðum eru þeir 64 og ég gat ekki með nokkru móti áttað mig á hver átti ekki heima þarna. Einhver hlýtur að reka augun í það. Af ásettu ráði setti ég nöfn þingmanna ekki inn til að leyfa fólki að giska á hver er hver. Sumum andlitum er maður gjörkunnugur - önnur hefur maður bara aldrei séð. En eitt er víst: Þeim hefur fæstum tekist að slá í gegn hjá þjóðinni.


Stjórnarskráin - fordæmi og hefðir

Mikið hefur verið rætt um stjórnarskrána okkar undanfarið, greinar túlkaðar af ýmsum spekúlöntum og sýnist sitt hverjum. En hvernig hljóðar stjórnarskráin og af hverju þarf að vera svona mikill ágreiningur um túlkun á henni? Ég get ekki séð að orðalagið sé neitt sérstaklega loðið. Og ég fæ heldur ekki skilið að þótt ekki sé fordæmi eða hefð fyrir hlutunum megi ekki brjóta þær hefðir upp eða setja ný fordæmi. Annað væri beinlínis argasta stöðnun.

Skjaldarmerki lýðveldisins ÍslandsSaga stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nær aftur til 1874 þegar Kristján IX rétti þjóðinni upprúllað skjal ef marka má styttuna af honum fyrir framan stjórnarráðið sem á að tákna þann atburð. Sú stjórnarskrá var um "hin sjerstaklegu málefni Íslands" innan danska konungsríkisins (sjá .pdf-skjal neðst í færslunni). Gerðar voru breytingar á henni með stjórnskipunarlögum 1903 og 1915.

Næsta stjórnarskrá er dagsett 18. maí 1920 og þá er Kristján X kominn til sögunnar, sonarsonur þess IX. Þá er hún kölluð "Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands" (sjá .pdf-skjal neðst í færslunni).

Sú stjórnarskrá sem nú er í gildi er "Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands" frá 17. júní 1944 og er hún byggð á þeim fyrri. Breytingar hafa verið gerðar á henni sjö sinnum síðan 1944, síðast 1999, en ekki ýkja stórvægilegar (sjá upprunalega mynd hennar í .pdf-skjali neðst í færslunni). Nú er mikið talað um að breyta stjórnarskránni og þá þarf fólk að vera með á hreinu hverju það vill breyta. Stjórnarskráin er orðin 65 ára gömul í grunninn og eflaust ýmislegt í henni sem ekki stenst tímans tönn. Árið 2005 var skipuð níu manna nefnd til að endurskoða stjórnarskrána, en mér vitanlega hefur ekkert komið út úr vinnu þeirrar nefndar - a.m.k. kosti engar breytingar á stjórnarskránni.

En hér er gildandi stjórnarskrá með síðari tíma breytingum eins og hún er birt á vef Alþingis. Nú þarf að fara vel yfir hana og bæta og breyta á skynsamlegan hátt - eða semja nýja.

______________________________________________________

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

1944 nr. 33 17. júní

Tók gildi 17. júní 1944. Breytt með l. 51/1959 (tóku gildi 20. ágúst 1959), l. 9/1968 (tóku gildi 24. apríl 1968), l. 65/1984 (tóku gildi 13. júní 1984), l. 56/1991 (tóku gildi 31. maí 1991), l. 97/1995 l.100/1995 (tóku gildi 5. júlí 1995) og l. 77/1999 (tóku gildi 1. júlí 1999).

I.
1. gr. Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn.
2. gr. Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.

II.
3. gr. Forseti Íslands skal vera þjóðkjörinn.
4. gr. Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningarréttar til Alþingis, að fráskildu búsetuskilyrðinu.
5. gr. Forseti skal kjörinn beinum, leynilegum kosningum af þeim, er kosningarrétt hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000. Sá, sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, er rétt kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri, þá er hann rétt kjörinn án atkvæðagreiðslu.
Að öðru leyti skal ákveða með lögum um framboð og kjör forseta, og má þar ákveða, að tiltekin tala meðmælenda skuli vera úr landsfjórðungi hverjum í hlutfalli við kjósendatölu þar.
6. gr. Kjörtímabil forseta hefst 1. ágúst og endar 31. júlí að 4 árum liðnum. Forsetakjör fer fram í júní- eða júlímánuði það ár, er kjörtímabil endar.
7. gr. Nú deyr forseti eða lætur af störfum, áður en kjörtíma hans er lokið, og skal þá kjósa nýjan forseta til 31. júlí á fjórða ári frá kosningu.
8. gr. Nú verður sæti forseta lýðveldisins laust eða hann getur ekki gegnt störfum um sinn vegna dvalar erlendis, sjúkleika eða af öðrum ástæðum, og skulu þá forsætisráðherra, forseti ...1) Alþingis og forseti hæstaréttar fara með forsetavald. Forseti ...1) Alþingis stýrir fundum þeirra. Ef ágreiningur er þeirra í milli, ræður meiri hluti.
   1)L. 56/1991, 1. gr.
9. gr. Forseti lýðveldisins má ekki vera alþingismaður né hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkaatvinnufyrirtækja.
Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forsetavald. Óheimilt skal að lækka greiðslur þessar til forseta kjörtímabil hans.
10. gr. Forsetinn vinnur eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni, er hann tekur við störfum. Af eiðstaf þessum eða heiti skal gera tvö samhljóða frumrit. Geymir Alþingi annað, en þjóðskjalasafnið hitt.
11. gr. Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna.
Forseti verður ekki sóttur til refsingar, nema með samþykki Alþingis.
Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meiri hluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna ...1) Þjóðaratkvæðagreiðslan skal þá fara fram innan tveggja mánaða, frá því að krafan um hana var samþykkt á Alþingi, og gegnir forseti eigi störfum, frá því að Alþingi gerir samþykkt sína, þar til er úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru kunn.
Nú hlýtur krafa Alþingis eigi samþykki við þjóðaratkvæðagreiðsluna, og skal þá Alþingi þegar í stað rofið og efnt til nýrra kosninga.
   1)L. 56/1991, 2. gr.
12. gr. Forseti lýðveldisins hefur aðsetur í Reykjavík eða nágrenni.
13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.
Ráðuneytið hefur aðsetur í Reykjavík.
14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.
15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.
16. gr. Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti.
Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.
17. gr. Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafund halda, ef einhver ráðherra óskar að bera þar upp mál. Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis, og nefnist hann forsætisráðherra.
18. gr. Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta.
19. gr. Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.
20. gr. Forseti lýðveldisins veitir þau embætti, er lög mæla.
Engan má skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt. Embættismaður hver skal vinna eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni.
Forseti getur vikið þeim frá embætti, er hann hefur veitt það.
Forseti getur flutt embættismenn úr einu embætti í annað, enda missi þeir einskis í af embættistekjum sínum, og sé þeim veittur kostur á að kjósa um embættaskiptin eða lausn frá embætti með lögmæltum eftirlaunum eða lögmæltum ellistyrk.
Með lögum má undanskilja ákveðna embættismannaflokka auk embættismanna þeirra, sem taldir eru í 61. gr.
21. gr. Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til.
22. gr. [Forseti lýðveldisins stefnir saman Alþingi eigi síðar en tíu vikum eftir almennar alþingiskosningar. Forsetinn setur reglulegt Alþingi ár hvert.]1)
   1)L. 56/1991, 3. gr.
23. gr. Forseti lýðveldisins getur frestað fundum Alþingis tiltekinn tíma, þó ekki lengur en tvær vikur og ekki nema einu sinni á ári. Alþingi getur þó veitt forseta samþykki til afbrigða frá þessum ákvæðum.
[Hafi Alþingi verið frestað getur forseti lýðveldisins eigi að síður kvatt Alþingi saman til funda ef nauðsyn ber til. Forseta er það og skylt ef ósk berst um það frá meiri hluta alþingismanna.]1)
   1)L. 56/1991, 4. gr.
24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)
   1)L. 56/1991, 5. gr.
25. gr. Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.
26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.
27. gr. Birta skal lög. Um birtingarháttu og framkvæmd laga fer að landslögum.
28. gr. Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög [er Alþingi er ekki að störfum].1) Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð [fyrir Alþingi þegar er það er saman komið á ný].1)
[Samþykki Alþingi ekki bráðabirgðalög, eða ljúki ekki afgreiðslu þeirra innan sex vikna frá því að þingið kom saman, falla þau úr gildi.]1)
Bráðabirgðafjárlög má ekki gefa út, ef Alþingi hefur samþykkt fjárlög fyrir fjárhagstímabilið.
   1)L. 56/1991, 6. gr.
29. gr. Forsetinn getur ákveðið, að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. Hann náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka. Ráðherra getur hann þó eigi leyst undan saksókn né refsingu, sem landsdómur hefur dæmt, nema með samþykki Alþingis.
30. gr. Forsetinn veitir, annaðhvort sjálfur eða með því að fela það öðrum stjórnvöldum, undanþágur frá lögum samkvæmt reglum, sem farið hefur verið eftir hingað til.

III.
31. gr. [Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri hlutbundinni kosningu til fjögurra ára.
Kjördæmi skulu vera fæst sex en flest sjö. Mörk þeirra skulu ákveðin í lögum, en þó er heimilt að fela landskjörstjórn að ákveða kjördæmamörk í Reykjavík og nágrenni.
Í hverju kjördæmi skulu vera minnst sex kjördæmissæti sem úthluta skal á grundvelli kosningaúrslita í kjördæminu. Fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi skal að öðru leyti ákveðinn í lögum, sbr. þó 5. mgr.
Öðrum þingsætum en kjördæmissætum skal ráðstafa í kjördæmi og úthluta þeim til jöfnunar milli stjórnmálasamtaka þannig að hver samtök fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína. Þau stjórnmálasamtök koma þó ein til álita við úthlutun jöfnunarsæta sem hlotið hafa minnst fimm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu.
Ef kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti, að meðtöldum jöfnunarsætum, eru eftir alþingiskosningar helmingi færri í einu kjördæmi en einhverju öðru kjördæmi skal landskjörstjórn breyta fjölda þingsæta í kjördæmum í því skyni að draga úr þeim mun. Setja skal nánari fyrirmæli um þetta í lög.
Breytingar á kjördæmamörkum og tilhögun á úthlutun þingsæta, sem fyrir er mælt í lögum, verða aðeins gerðar með samþykki 2/3 atkvæða á Alþingi.]1)
   1)L. 77/1999, 1. gr.
32. gr. [Alþingi starfar í einni málstofu.]1)
   1)L. 56/1991, 7. gr.
33. gr. [Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Lögheimili á Íslandi, þegar kosning fer fram, er einnig skilyrði kosningarréttar, nema undantekningar frá þeirri reglu verði ákveðnar í lögum um kosningar til Alþingis.
Nánari reglur um alþingiskosningar skulu settar í kosningalögum.]1)
   1)L. 65/1984, 2. gr.
34. gr. [Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá ríkisborgari sem kosningarrétt á til þeirra og hefur óflekkað mannorð.]1)
[Hæstaréttardómarar eru þó ekki kjörgengir.]2)
   1)L. 65/1984, 3. gr. 2)L. 56/1991, 8. gr.

IV.
35. gr. [Reglulegt Alþingi skal koma saman ár hvert hinn fyrsta dag októbermánaðar eða næsta virkan dag ef helgidagur er og stendur til jafnlengdar næsta árs hafi kjörtímabil alþingismanna ekki áður runnið út eða þing verið rofið.
Samkomudegi reglulegs Alþingis má breyta með lögum.]1)
   1)L. 56/1991, 9. gr.
36. gr. Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess né frelsi.
37. gr. Samkomustaður Alþingis er jafnaðarlega í Reykjavík. Þegar sérstaklega er ástatt, getur forseti lýðveldisins skipað fyrir um, að Alþingi skuli koma saman á öðrum stað á Íslandi.
38. gr. [Rétt til að flytja frumvörp til laga og tillögur til ályktana hafa alþingismenn og ráðherrar.]1)
   1)L. 56/1991, 10. gr.
39. gr. [Alþingi]1) getur skipað nefndir [alþingismanna]1) til að rannsaka mikilvæg mál, er almenning varða. [Alþingi]1) getur veitt nefndum þessum rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum.
   1)L. 56/1991, 11. gr.
40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.
41. gr. Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum.
42. gr. Fyrir hvert reglulegt Alþingi skal, þegar er það er saman komið, leggja frumvarp til fjárlaga fyrir það fjárhagsár, sem í hönd fer, og skal í frumvarpinu fólgin greinargerð um tekjur ríkisins og gjöld.
...1)
   1)L. 56/1991, 12. gr.
43. gr. [Endurskoðun á fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja skal fara fram á vegum Alþingis og í umboði þess eftir nánari fyrirmælum í lögum.]1)  1)L. 100/1995, 1. gr., sbr. 2. gr. s.l.
44. gr. [Ekkert lagafrumvarp má samþykkja fyrr en það hefur verið rætt við þrjár umræður á Alþingi.]1)
   1)L. 56/1991, 14. gr.
45. gr. [Reglulegar alþingiskosningar skulu fara fram eigi síðar en við lok kjörtímabils. Upphaf og lok kjörtímabils miðast við sama vikudag í mánuði, talið frá mánaðamótum.]1)
   1)L. 56/1991, 15. gr.
46. gr. Alþingi sker sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir, svo og úr því, hvort þingmaður hafi misst kjörgengi.
47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna ...1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild.
   1)L. 56/1991, 16. gr.
48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.
...1)
   1)L. 56/1991, 17. gr.
49. gr. [Meðan Alþingi er að störfum má ekki setja neinn alþingismann í gæsluvarðhald eða höfða mál á móti honum án samþykkis þingsins nema hann sé staðinn að glæp.
Enginn alþingismaður verður krafinn reikningsskapar utan þings fyrir það sem hann hefur sagt í þinginu nema Alþingi leyfi.]1)
   1)L. 56/1991, 18. gr.
50. gr. Nú glatar alþingismaður kjörgengi, og missir hann þá rétt þann, er þingkosningin hafði veitt honum.
51. gr. Ráðherrar eiga samkvæmt embættisstöðu sinni sæti á Alþingi, og eiga þeir rétt á að taka þátt í umræðunum eins oft og þeir vilja, en gæta verða þeir þingskapa. Atkvæðisrétt eiga þeir þó því aðeins, að þeir séu jafnframt alþingismenn.
52. gr. [Alþingi kýs sér forseta og stýrir hann störfum þess.]1)
   1)L. 56/1991, 19. gr.
53. gr. [Eigi getur Alþingi gert samþykkt um mál nema meira en helmingur þingmanna sé á fundi og taki þátt í atkvæðagreiðslu.]1)
   1)L. 56/1991, 20. gr.
54. gr. [Heimilt er alþingismönnum, með leyfi Alþingis, að óska upplýsinga ráðherra eða svars um opinbert málefni með því að bera fram fyrirspurn um málið eða beiðast um það skýrslu.]1)
   1)L. 56/1991, 21. gr.
55. gr. [Eigi má Alþingi taka við neinu málefni nema einhver þingmanna eða ráðherra flytji það.]1)
   1)L. 56/1991, 22. gr.
56. gr. [Þyki Alþingi ekki ástæða til að gera aðra ályktun um eitthvert mál getur það vísað því til ráðherra.]1)
   1)L. 56/1991, 23. gr.
57. gr. Fundir ...1) Alþingis skulu haldnir í heyranda hljóði. Þó getur forseti eða svo margir þingmenn, sem til er tekið í þingsköpum, krafist, að öllum utanþingsmönnum sé vísað burt, og sker þá þingfundur úr, hvort ræða skuli málið í heyranda hljóði eða fyrir luktum dyrum.
   1)L. 56/1991, 24. gr.
58. gr. [Þingsköp Alþingis skulu sett með lögum.]1)
   1)L. 56/1991, 25. gr.

V.
59. gr. Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum.
60. gr. Dómendur skera úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda. Þó getur enginn, sem um þau leitar úrskurðar, komið sér hjá að hlýða yfirvaldsboði í bráð með því að skjóta málinu til dóms.
61. gr. Dómendur skulu í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Þeim dómendum, sem ekki hafa að auk umboðsstörf á hendi, verður ekki vikið úr embætti nema með dómi, og ekki verða þeir heldur fluttir í annað embætti á móti vilja þeirra, nema þegar svo stendur á, að verið er að koma nýrri skipun á dómstólana. [Þó má veita þeim dómara, sem orðinn er fullra 65 ára gamall, lausn frá embætti, en hæstaréttardómarar skulu eigi missa neins í af launum sínum.]1)
   1)L. 56/1991, 26. gr.

VI.
62. gr. Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.
63. gr. [Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.]1)
   1)L. 97/1995, 1. gr.
64. gr. [Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri þegnskyldu.
Öllum er frjálst að standa utan trúfélaga. Enginn er skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til trúfélags sem hann á ekki aðild að.
Nú er maður utan trúfélaga og greiðir hann þá til Háskóla Íslands gjöld þau sem honum hefði ella borið að greiða til trúfélags síns. Breyta má þessu með lögum.]1)
   1)L. 97/1995, 2. gr.

VII.
65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1)
   1)L. 97/1995, 3. gr.
66. gr. [Engan má svipta íslenskum ríkisborgararétti. Með lögum má þó ákveða að maður missi þann rétt ef hann öðlast með samþykki sínu ríkisfang í öðru ríki. Útlendingi verður aðeins veittur íslenskur ríkisborgararéttur samkvæmt lögum.
Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi. Með lögum skal skipað rétti útlendinga til að koma til landsins og dveljast hér, svo og fyrir hverjar sakir sé hægt að vísa þeim úr landi.
Engum verður meinað að hverfa úr landi nema með ákvörðun dómara. Stöðva má þó brottför manns úr landi með lögmætri handtöku.
Allir, sem dveljast löglega í landinu, skulu ráða búsetu sinni og vera frjálsir ferða sinna með þeim takmörkunum sem eru settar með lögum.]1)
   1)L. 97/1995, 4. gr.
67. gr. [Engan má svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum.
Hver sá sem hefur verið sviptur frelsi á rétt á að fá að vita tafarlaust um ástæður þess.
Hvern þann sem er handtekinn vegna gruns um refsiverða háttsemi skal án undandráttar leiða fyrir dómara. Sé hann ekki jafnskjótt látinn laus skal dómari, áður en sólarhringur er liðinn, ákveða með rökstuddum úrskurði hvort hann skuli sæta gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhaldi má aðeins beita fyrir sök sem þyngri refsing liggur við en fésekt eða varðhald. Með lögum skal tryggja rétt þess sem sætir gæsluvarðhaldi til að skjóta úrskurði um það til æðra dóms. Maður skal aldrei sæta gæsluvarðhaldi lengur en nauðsyn krefur, en telji dómari fært að láta hann lausan gegn tryggingu skal ákveða í dómsúrskurði hver hún eigi að vera.
Hver sá sem er af öðrum ástæðum sviptur frelsi á rétt á að dómstóll kveði á um lögmæti þess svo fljótt sem verða má. Reynist frelsissvipting ólögmæt skal hann þegar látinn laus.
Hafi maður verið sviptur frelsi að ósekju skal hann eiga rétt til skaðabóta.]1)
   1)L. 97/1995, 5. gr.
68. gr. [Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.
Nauðungarvinnu skal engum gert að leysa af hendi.]1)
   1)L. 97/1995, 6. gr.
69. gr. [Engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað eða má fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi. Viðurlög mega ekki verða þyngri en heimiluð voru í lögum þá er háttsemin átti sér stað.
Í lögum má aldrei mæla fyrir um dauðarefsingu.]1)
   1)L. 97/1995, 7. gr.
70. gr. [Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Dómþing skal háð í heyranda hljóði nema dómari ákveði annað lögum samkvæmt til að gæta velsæmis, allsherjarreglu, öryggis ríkisins eða hagsmuna málsaðila.
Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.]1)
   1)L. 97/1995, 8. gr.
71. gr. [Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.
Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.]1)
   1)L. 97/1995, 9. gr.
72. gr. [Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.
Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi.]1)
   1)L. 97/1995, 10. gr.
73. gr. [Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.]1)
   1)L. 97/1995, 11. gr.
74. gr. [Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Banna má þó um sinn starfsemi félags sem er talið hafa ólöglegan tilgang, en höfða verður þá án ástæðulausrar tafar mál gegn því til að fá því slitið með dómi.
Engan má skylda til aðildar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.
Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. Lögreglunni er heimilt að vera við almennar samkomur. Banna má mannfundi undir berum himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir.]1)
   1)L. 97/1995, 12. gr.
75. gr. [Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess.
Í lögum skal kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu.]1)
   1)L. 97/1995, 13. gr.
76. gr. [Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.
Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.
Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.]1)
   1)L. 97/1995, 14. gr.
77. gr. [Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann.
Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.]1)
   1)L. 97/1995, 15. gr.
78. gr. [Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.
Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir.]1)
   1)L. 97/1995, 16. gr.
79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki ...1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi]1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög.
Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins samkvæmt 62. gr., og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg.
   1)L. 56/1991, 27. gr.
80. gr. ...
81. gr. Stjórnskipunarlög þessi öðlast gildi, þegar Alþingi gerir um það ályktun, enda hafi meiri hluti allra kosningarbærra manna í landinu með leynilegri atkvæðagreiðslu samþykkt þau.1)
   1)Sbr. þingsályktun um gildistöku stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33 16. júní 1944, og yfirlýsingu forseta sameinaðs Alþingis um gildistöku stjórnarskrárinnar, nr. 33 17. júní 1944. Sbr. og þingsályktun um niðurfelling dansk-íslenska sambandslagasamningsins frá 1918, nr. 32 16. júní 1944.

Ákvæði um stundarsakir.
Er stjórnarskrá þessi hefur öðlast gildi, kýs sameinað Alþingi forseta Íslands fyrsta sinni eftir reglum um kjör forseta sameinaðs Alþingis, og nær kjörtímabil hans til 31. júlí 1945.
Þeir erlendir ríkisborgarar, sem öðlast hafa kosningarrétt og kjörgengi til Alþingis eða embættisgengi, áður en stjórnskipunarlög þessi koma til framkvæmda, skulu halda þeim réttindum. Danskir ríkisborgarar, sem téð réttindi hefðu öðlast samkvæmt 75. gr. stjórnarskrár 18. maí 1920, að óbreyttum lögum, frá gildistökudegi stjórnarskipunarlaga þessara og þar til 6 mánuðum eftir að samningar um rétt danskra ríkisborgara á Íslandi geta hafist, skulu og fá þessi réttindi og halda þeim.
 [Þrátt fyrir ákvæði 6. mgr. 31. gr. nægir samþykki einfalds meiri hluta atkvæða á Alþingi til að breyta lögum um kosningar til Alþingis til samræmis við stjórnarskipunarlög þessi eftir að þau taka gildi. Þegar sú breyting hefur verið gerð fellur ákvæði þetta úr gildi.]1)
   1)L. 77/1999, 2. gr.
(tóku gildi 5. júlí 1995), 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband