21.10.2009
Nýr vettvangur fyrir Egil Helga
Mikið hefur verið rætt og ritað í dag um orð Björns Bjarnasonar um Egil Helgason og meinta hlutdrægni hans. Á undan Birni tjáðu sig einnig tveir flokksbræður hans, þeir Hannes Hólmsteinn og Sturla Böðvarsson um Egil, Silfrið hans og bloggið. Þessum mönnum hugnast ekki að sannleikurinn komi upp á yfirborðið og almenningur fái tækifæri til að gagnrýna það sem honum þykir gagnrýnivert.
En Egill þarf engu að kvíða. Í fyrsta lagi verður ekki hlustað á þessi skelfingarviðbrögð fyrrverandi valdamanna sem þrá það eitt að halda áfram að stýra umræðunni, eins og þeir hafa gert um árabil, og beita þöggun að eigin geðþótta. Í öðru lagi sýndi Egill í gærkvöldi að hans bíður nýr og glæstur ferill kjósi hann að skipta um vettvang. Það er aldrei of seint að prófa eitthvað nýtt.
Afmælisskaup - Skjár 1 - 20. október 2009
Hér er sama lag flutt af Willy Nelson og Ray Charles
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
21.10.2009
Réttur karla sem vilja ríða konum
Nú hljóma fréttir um mansal og glæpaklíkur því tengdu í öllum fjölmiðlum. Það fer um mann nístandi hrollur við tilhugsunina um að konur neyðist eða séu neyddar til að selja sig - hver sem ástæðan er og hver sem á því hagnast fjárhagslega. En þetta er gömul saga og ný og alltaf eru einhverjir sem mæla vændi bót eins og Una Sighvatsdóttir bendir á í stórfínum pistli í Mogganum í dag. Í honum bendir Una m.a. á hina göfugu frjálshyggjumenn og -konur í Frjálshyggjufélaginu sem standa vörð um réttindi karla sem vilja ríða konum. "Tilraunir til að stjórna lífi borgaranna..." er eitur í beinum frjálshyggjunnar eins og sást t.d. á afnámi regluverks í fjármálaheiminum, sem varð efnahag Íslands að fjörtjóni. Kannski er það misskilningur hjá mér, en mér virðast frjálshyggjumenn vera mestu anarkistarnir af öllum.
Þessi sena úr kosningaþætti á RÚV 20 apríl sl. er ógleymanleg. Hér er það Ragnheiður Elín sjálfstæðiskona sem virðist bera óblandna virðingu fyrir því sem hún minnir á að sé "elsta atvinnugreinin". Flokkur Ragnheiðar Elínar hefur aldrei beitt sér af neinni alvöru gegn vændi eða reynt að sporna við því. Maður spyr sig af hverju... Ekki má skerða "frelsi" einstaklingsins til athafna, jafnvel þótt það frelsi leiði til helsis annarra. Það á miklu frekar að reka Egil Helgason fyrir að hampa sannleikanum og taka afstöðu með honum. Sannleikanum verður enda hver sárreiðastur.
Að lokum bendi ég á stórfurðulegt, mótsagnakennt viðtal við súlukóng Íslands sem ég birti hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)