Nýr vettvangur fyrir Egil Helga

Mikið hefur verið rætt og ritað í dag um orð Björns Bjarnasonar um Egil Helgason og meinta hlutdrægni hans. Á undan Birni tjáðu sig einnig tveir flokksbræður hans, þeir Hannes Hólmsteinn og Sturla Böðvarsson um Egil, Silfrið hans og bloggið. Þessum mönnum hugnast ekki að sannleikurinn komi upp á yfirborðið og almenningur fái tækifæri til að gagnrýna það sem honum þykir gagnrýnivert.

En Egill þarf engu að kvíða. Í fyrsta lagi verður ekki hlustað á þessi skelfingarviðbrögð fyrrverandi valdamanna sem þrá það eitt að halda áfram að stýra umræðunni, eins og þeir hafa gert um árabil, og beita þöggun að eigin geðþótta. Í öðru lagi sýndi Egill í gærkvöldi að hans bíður nýr og glæstur ferill kjósi hann að skipta um vettvang. Það er aldrei of seint að prófa eitthvað nýtt.

Afmælisskaup - Skjár 1 - 20. október 2009

 

Hér er sama lag flutt af Willy Nelson og Ray Charles

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað verður ekkert hlustað á þetta Páll Magnússon er of upptekin við að lesa fréttir til að mega vera að því að skoða starfsmannmál stofnunarinnar sem við borgum öll fyrir en fæst okkar nota að neinu marki.

Grímur (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 21:18

2 identicon

Egill er góður, en er það ekki svolítið illgirningslegt að láta Ray Charles og Willy Nelson syngja á eftir honom?

Siggi (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 22:14

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 21.10.2009 kl. 22:18

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Á stundum og sérstaklega fyrst eftir hrunið fannst mér hann sýna hlutdrægni gagnvart viðmælendum. Ég hef þó ekki horft á alla hans þætti og get því ekki sagt um hvernig hann hefur reynst allan tímann frá hruni. Hef aðeins horft á hann nú undanfarið og finnst að hann hafi slíðast verulega á þessu sviði. Hann er oft með áhugaverða viðmælendur og hefur velt upp mörgum steinum sem virkileg þörf er á. Tek alls ekki undir gangrýni BB HH og SB á hann. Hann er frábæt í Kiljunni.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.10.2009 kl. 23:46

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Lára ....

Steingrímur Helgason, 22.10.2009 kl. 00:05

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Egill Helgason er sannarlega ekki hafin yfir gagnrýni frekar en aðrir fjölmiðlamenn allra handa.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.10.2009 kl. 00:53

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

uss, Björn er bara að reyna að bola burt „samkeppnisaðila.“ tja í hans augum er Egill samkeppnisaðili. Björn er víst með einhvern þátt um þjóðmál á stöð hins helbláa Ingva Hrafns. Björn dreymir líklega að fá pláss Egils, á RÚV, fyrir þáttinn „Sunnudagsleiðindi“.

Brjánn Guðjónsson, 22.10.2009 kl. 02:38

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

en tók enginn nema ég eftir orðum Bjarna Benedigtssonar í kvöldfréttunum?

hann sagði að hann gæti ekki stutt IceSave málið og sagði síðan að líf ríkisstjórnarinnar ylti á þessu máli.
ergó, hann setur í öndvegi að reyna að klekkja á ríkisstjórninni og að komast að kjötkötlunum. þess vegna og einungis þess vegna er hann ásamt hirðinni svo á móti að ná lendingu í málinu. meira máli skipti að hafa í frammi prakkaraskap og slá pólitískar keilur. skítt með okkur almúgann.

Brjánn Guðjónsson, 22.10.2009 kl. 03:08

9 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Nú hefur gagnrýnendum bæst liðsauki Ástþór... Egill er ekki fullkominn frekar en við hin en framlag hans til umræðunnar er óumdeilanlegt.  

Annars er það merkilegt hvað hlutverk fjölmiðla er misskilið af pólitíkusum. Fjölmiðlar eru ekki svunta sem þeir þurrka sér á þegar þeim hentar. Áhrifavald fjölmiðla hefur alla tíð vakið sérstakan áhuga fjármagns og valds enda er hlutverk fjölmiðla einmitt að veita þeim öflum aðhald. Draumur þeirra sem vilja athafna sig í friði er aðhaldsleysi... Frelsi fjölmiðla undan hvers kyns oki er lýðræðinu að sjálfsögðu lífsnauðsyn. Davíðskaflinn er aftur sérstök óhamingja Moggans og fjölmiðlunar almennt á Íslandi ef ekki landsins alls. Sú súpa meltist illa.

Ég sé ekki að fjölmiðlafrumvarpinu hafi verið dreift á þingi en ég fagna sérstaklega þingsályktunartillögu allra flokka (nema eins í þetta sinn) um útvarp frá Alþingi, sem lögð var fram á miðvikudaginn. Vonandi nær hún loks fram að ganga.

GRÆNA LOPPAN, 22.10.2009 kl. 07:33

10 identicon

Silfur Egils og Kiljan eru mínir uppáhaldsþættir á RUV. Egill Helgason er einstaklega farsæll, skemmtilegur og vinsæll þáttastjórnandi. Hann er maður fólksins og kann svo sannarlega að hrífa fólk með sér - nema auðvitað grautfúla fyrrum mjög svo óvinsæla ráðherra , sem eru algjörlega á móti málfrelsi og líðræði. 

Stefán (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 09:04

11 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Egill er í þeirri stöðu sem hann er í núna vegna hæfileika sinna. Hann er bæði næmur og listrænn og góður þáttastjórnandi. Hann  hefur sennilega fyrst komist inn á fjölmiðla eins og svo margir aðrir vegna þess að Sjálfstæðismenn töldu hann sér handgenginn.

Hlutverk Egils sem talsmanns þjóðarsálarinnar hefur verið stórt, ekki síst í bloggi hans.

En sjónvarpsþættir Egils eru einsleitir og þar kemur ágætur en afar þröngur vinkill á bæði þjóðmál og menningu. Egill hampar þeim sem eru líkir honum. Ég hlustaði á bókmenntaþáttinn í gær, bókina sem Bjarni Harðar skrifaði og viðtal við Þórarinn Eldjárn um alla sem hafa búið á Gullbringu. Mér fannst skrýtið hvað þessi viðtöl fengu mikið vægi í eina bókmenntaþættinum í ríkissjónvarpinu. Ekki að mér finnist Bjarni eða Þórarinn vondir heldur af því að ég held að báðir séu kunningjar Egils og líkir honum. Kannski er öll þjóðin kunningjar Egils.

Það eru sumir angar  íslensks samfélags sem Egill tekur ekki eftir af því þar eru viðhorf sem hann hefur ekki  kynnt sér og fólk sem hann þekkir ekki til. Gaman að rifja hérna upp hugmyndir Egils um blogg,  hann sagði það hafa orðið  til þegar Egill uppgötvaði að það væri til og áður en hann fór að blogga sjálfur þá lýsti hann mikilli fyrirlitningu á þeim miðli

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 22.10.2009 kl. 10:49

12 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ekki hækkaði hagur strympu (BB) við liðsauka Ástþórs

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.10.2009 kl. 15:22

13 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég tek undir með Stefáni.

ég, sem aldrei les bækur og hef ekki nokkurn áhuga á bókmenntum, hef gaman að Kiljunni.

Brjánn Guðjónsson, 22.10.2009 kl. 18:57

14 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

annars er þetta undirstrikun á að Egill skuli vera kyrr.

Brjánn Guðjónsson, 22.10.2009 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband