Heiminum er einmitt stjórnað af allsgáðum mönnum í jakkafötum...

Í síðustu færslu sýndi ég brot úr Mannamáli Sigmundar Ernis þar sem Einar Kárason las okkur pistilinn. Til að gera ekki upp á milli þeirra nafna og aðdáenda þeirra ætla ég að sýna hér einn af pistlum Einars Más Guðmundssonar þar sem hann fjallar meðal annars um hinn íslenska stjórnmálaflokk, Fatahreyfinguna.

Flestum er sjálfsagt enn í fersku minni uppákoman í borgarstjórn Reykjavíkur þann 21. janúar sl. þegar valdabröltið á þeim bæ náði hæstu hæðum. Síðan þá hafa svipaðir atburðir gerst í tveimur sveitarfélögum, í Bolungarvík og á Akranesi.

Þar sem Einar Már flytur pistil sinn helgina eftir yfirtöku nýs meirihluta í Reykjavík fjallar hann vitaskuld um þá uppákomu. En pistillinn er miklu yfirgripsmeiri en svo, að hann einskorðist við einn atburð. Hvort hann er sígildur verður sagan að dæma.

Blaðakonurnar Agnes Bragadóttir og Björg Eva Erlendsdóttir voru næstar á eftir Einari Má. Agnes dæsti og sagði: "Ég er eiginlega bara orðlaus eftir að hlýða á hann Einar Má. Mér fannst hann algjör snillingur, bara frábær! Ég hef engu við þetta að bæta. Hann er bara búinn að analýsera þetta og það þarf ekkert frekar að segja."

En lokaorð Einars Más finnst mér að ættu að vera fleyg - takið sérstaklega eftir þeim.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einar stendur alltaf fyrir sínu!

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 00:46

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þrátt fyrir einhvern ótta við að vera talin einhver vinstri væn femínyzdabelja, nú eða þá einhver Samfylkingarútúrkú, (sem að mér þætti eiginlega verra),  þá tek ég undir dálæti þitt á þættinum, þáttastjórnandanum, kvenkyns gagnrýnendum, & einum tveimum Einurum.

Þarna er nefnilega talað, 'Mannamál'.

Já, & svo væri þessi þáttur örugglega vel 'þýddur' líka, ef þess þyrfti.

Steingrímur Helgason, 22.5.2008 kl. 00:49

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Bros til þín lúfan, þú veist út af hverju.

En mikið helvíti er ´STeingrímur orðin jákvæður! Verður ekki að gera eitthvað við því?

Magnús Geir Guðmundsson, 22.5.2008 kl. 01:22

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég veit nú ekki hvaðan Magnúsi Geir, Veit Meir, vini mínum kemur upp sú árátta að hrósa mér fyrir jákvæðni, nema hann sé, ormurinn atarna, að minna mig á að óska þér til hamíngju með rússaleikinn fyrr i kvöld, sem ég náttúrlega geri hér með.

Ég var nú bara að svara einkavini hans, Gunnari Th. Reyðferðíngi, um þessa meinta vinstri slagsíðu á þætti Sigmundar, sem að þú tókst til efnistaka í færslu þinni hér á undan.

Enda, ég er frjálslynt hægri sinnað jákvætt eintak af kjósanda, eftir sem áður.

Steingrímur Helgason, 22.5.2008 kl. 01:55

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

En farin að síga út á vinstri hlið, undir vænum skammti af áhrifum af...?

Jú, frá okkar yndislegu og orðhögu vinkonu Láru Hönnu!

Og hver verður það nú ekki þessa dagana, ég bara spyr!?

Magnús Geir Guðmundsson, 22.5.2008 kl. 02:21

6 identicon

Þessir tveir Einsar eru snillingar!!

alva (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 08:04

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hann er brilljant og vekur alltaf upp gamla baráttutendensa í brjósti mér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.5.2008 kl. 08:08

8 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Tek undir með formælendum mínum. Maðurinn er snillingur.

Steingerður Steinarsdóttir, 22.5.2008 kl. 10:29

9 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Snilldar drápa hjá höfundi bókarinnar - Er einhver í Kórónafötum hér inni? -

Það eru margir fársjúkir, villuráfandi jakkafataklæddir menn þarna úti í algjöru stjórnleysi. Þeir þurfa vissulega hjálp við að afklæðast hræsni og lygavefum „lýðræðisástar“ sinnar.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 22.5.2008 kl. 10:54

10 identicon

Þeir eru flottir þessir pistlar þeirra Einarana. Mér fannst pistill Einars Kára um ólöglega söluferlið á ÍAV og efni Jónsbókar alveg frábær. Svo er sagt að það sé svo lítil spilling á Íslandi.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 11:29

11 Smámynd: Auðun Gíslason

Sérkennilegt að spyrða þáttinn saman við Samfylkinguna.  Veit Steingrímur ekki, að Sigmundur Ernir er íhaldsmaður.  Annars er nú aðal spurningin varðandi þessa færslu, hvort rétt sé að mennirnir í jakkafötunum séu allir "alsgáðir".  Mér er það mjög til efs, sbr. fréttamannafund Seðlabankans í morgun!

Auðun Gíslason, 22.5.2008 kl. 14:03

12 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Tek undir það sem Auðun segir hér en Lára Hanna það er gott að vekja áhuga á Einari hann kann að koma orðum að því sem við flest reynum að koma til skila.

Haraldur Bjarnason, 22.5.2008 kl. 19:01

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Allsgáðir" menn í jakkafötum eru ein skelfilegasta ógn hvers samfélags.

Árni Gunnarsson, 22.5.2008 kl. 21:21

14 Smámynd: Steingrímur Helgason

Bæði skemmtir mér hvað Auðunn þessi mislas, (eða ekki), mína athugasemd númer 4 hér á undan, & líka hvað þessi Haraldur tekur undir.

Steingrímur Helgason, 22.5.2008 kl. 22:11

15 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þekki mann sem tvisvar ók allsgáður, í bæði skiptin keyrði hann á, enda líka alltaf í jakkafötum.- 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.5.2008 kl. 00:51

16 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

og ég sem hélt að heiminum væri stjórnað af jakkafataklæddum úrhrökum, gegnsósa af XO

Brjánn Guðjónsson, 23.5.2008 kl. 01:23

17 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þennan pistil sá ég þegar hann var fluttur og hreyfst mjög af. Það er ekki til betra dæmi um skaðræðið af þessum jakkafötum, en hvernig þeir hafa talað upp verðmæti veiðiheimilda á íslandsmiðum, sem þeir berjast svo við núna að halda uppi með handafli. Það er líka hægt að taka undir efasemdir hér á undan um að þessir jakkafataklæddu séu bláedrú?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.5.2008 kl. 14:00

18 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Simmi orðin íhaldsmaður!?

Menn verða það jú margir með aldrinum, en þá ekki endilega í sama skilningi.

Einar Kárason er síðast þegar ég vissi, yfirlýstur Samfylkingarmaður og Einar Már var jú einu sinni allavega á lista einhvers staðar líka.

En pistlarnir eru ekki verri fyrir það hygg ég!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.5.2008 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband