Innrás hvítabjarnanna!

Þetta er ekkert fyndið, einkum í ljósi örlaga hinna tveggja... en ég gat ekki annað en hlegið þegar ég sá fréttirnar af mögulegum þriðja birninum nálægt Hveravöllum. "Égersvoaldeilishissa!", sagði amma alltaf og skellti sér á lær. Nú geri ég það líka. Ég man sæmilega eftir landgöngu tveggja hvítabjarna á minni þokkalega löngu ævi, en nú hafa tveir og kannski þrír gengið á land á hálfum mánuði eða svo. Megi framtíð þess nýjasta, ef tilvera hans reynist rétt, verða bjartari en hinna.

En mig langar að benda þeim, sem ekki eru vissir um hvort segja á ísbjörn eða hvítabjörn, á þessa ágætu umfjöllun Morgunvaktar Rásar 1 í morgun. Þar er þetta rætt lauslega í sögulegu samhengi ásamt fleiru í sambandi við notkun tungunnar í tengslum við dýr. Skemmtilegar pælingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

gaman að þessu....en hvítabjörn er vissulegra fallegra orð en ísbjörn er nú í góðu lagi

Hólmdís Hjartardóttir, 19.6.2008 kl. 23:52

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

....svei mér þá ef sá næsti verður ekki skógarbjörn!!

Haraldur Bjarnason, 20.6.2008 kl. 00:00

3 Smámynd: Eyþór Árnason

Ja maður veit ekki hvað skal segja. Kannski maður skreppi á Hveravelli um helgina...

Eyþór Árnason, 20.6.2008 kl. 00:13

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2008 kl. 00:31

5 Smámynd: Beturvitringur

Svo lengi sem það verður ekki Björn Bjarnason sem eigrar um auðnir landsins, kæri ég mig kollóttan.

Beturvitringur, 20.6.2008 kl. 01:02

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Pólverjarnir þekkja skógarbirni, kannski er þetta svartipétur en ekki hvítabjörn.

Emil Hannes Valgeirsson, 20.6.2008 kl. 12:18

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Sammála um það að þetta er auðv. ekki fyndið, enda tók ég örlög hinna tveggja mjög nærri mér.  Hins vegar fer bara ekki hjá því að við Íslendingar förum að taka léttflippaðan vinkil á þessar ótrúlegu uppákomur, þegar hér er komið sögu.

Bíð nú bara eftir því að þríbjörn birtist í garðinum hjá mér. 

Ef hann hefur komist klakklaust yfir hringveg 1, hlýtur Hringbrautin að vera minnsta málið. 

p.s. get alls ekki munað hvar ég sá bæinn brenna, enda ekki eins "netleikin" og þú. 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 20.6.2008 kl. 13:15

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Björn, sonur minn, tæplega þrívetra, er þegar orðinn leiður á línunni;

"Viltu Ís-Björn" ...

Steingrímur Helgason, 21.6.2008 kl. 00:24

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe, STeingrímur ansi góður sem oft áður. Jájá, hvítabjörn eða hvítbjörn fallegra sem slíkt, en mér finnst allt í lagi að hafa heitin fleiri en eitt, Haraldur nefnir jú skógarbjörn, sem jú líka er nefndur grábjörn ekki satt?

Magnús Geir Guðmundsson, 21.6.2008 kl. 00:38

10 identicon

Mér finnst orðið hvítabjörn afskaplega virðulegt og fallegt. Þetta myndband fannst mér líka alveg frábært.

http://eyjan.is/blog/2008/06/18/isbjorninn-er-besta-skinn/

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 12:01

11 identicon

Sæl vertu LH og tíimi til kominn að vekja máls á þessu, en auðvitað er ísbjörn dönskusletta. Það er nú ekki flóknara en það. Sem slík er hún þá óþörf, nema orð þrjóti og íslenskan eigi ekki annað orð yfir hlutinn. Svo vill til að íslendingar hafa meiri og nánari reynslu af bjarndýrum en danir, eða hvað er langt síðan síðasta skógarbirnum var útrýmt úr Danmörku?

Hermann (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 12:28

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísbjörn eða hvítabjörn gildir einu, samkvæmt Morðabók Menningarsjóðs, en hvorugur þeirra "borðar". Þetta étur hver fréttamaðurinn upp eftir öðrum. Öll dýr éta, einnig í þeim tilvikum sem ísbirnir sitja til borðs með heimilisfólkinu á Útirauðsmýri. Menn geta hins vegar bæði borðað og étið, til dæmis það sem úti frýs.

Meira að segja Magga Blöndal, sem var í bókmenntafræði í HÍ, sagði í fréttatíma Sjónvarpsins nýlega að einhverjir ónafngreindir fiskar "borðuðu". Það er nú ekki til verri "íslenska" en þessi vitleysa.

Ég er steinhættur við að kvænast Möggu.

Þorsteinn Briem, 21.6.2008 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband