23.7.2008
Ráðgjöf óskast í tölvumálum
Ég er að gefast upp á Windows Vista eftir að hafa notað það í tæpt ár. Ætla að skipta aftur yfir í XP áður en ég reyti af mér restina af hárlufsunum og er að búa mig undir breytinguna. Ég er alveg ágætlega mikill tölvunörd og kann ýmislegt fyrir mér í þeim efnum og kvíði aðallega einu...
Það er að flytja tölvupóstinn minn úr Windows Mail (Vista) aftur yfir í Outlook Express (XP). Ég hef aldrei kært mig um Outlook og haldið tryggð við Outlook Express í gegnum tíðina og hyggst gera það áfram. Ég hef geymt nánast allan minn tölvupóst frá árinu 1999 en þá lærði ég að flytja póst á milli tölva þegar ég fékk mér nýja. Þetta er fjársjóður, tugþúsundir tölvuskeyta, sem ég vil alls ekki glata - enda tek ég samviskusamlega afrit af þeim eins og öðrum gögnum.
Ég veit hvar pósturinn er geymdur - í hvaða möppum og undirmöppum í báðum stýrikerfum. En pósturinn í Windows Mail er *.eml á meðan pósturinn í Outlook Express er *.dbx. Það var ekkert mál að flytja OE póstinn yfir í WM en ég hef ekki fundið neina leið til baka. Hvorki í "Export" né "Import" og ekki dugar heldur að flytja yfir og breyta bara úr *.xxx í *.yyy eins og stundum nægir til að fá hlutina til að virka.
Getur einhver mér fróðari leiðbeint mér við verkefnið? Sá hinn sami fær umsvifalaust gúrústatus í mínum huga.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 19:09 | Facebook
Athugasemdir
Ég er vonlaus tölvukona............og það jafnast á við ólæsi
Hólmdís Hjartardóttir, 23.7.2008 kl. 02:21
Ég hef ekki prófað þetta en mér dettur í hug að það sé hægt að flytja hann fyrst yfir í Outlook eða Thunderbird og þaðan yfir í Outlook Express. Síðan er til arftaki Outlook Express sem heitir Windows Live Mail fyrir XP (ekki sama forrit og Windows Mail á Vista) spurning hvað er hægt að gera með því forriti.
Ég myndi fara að hugsa minn gang með að skipta yfir í annað póstforrit heldur en Outlook Express. Ég hef rekið mig á það nokkrum sinnum að þegar skrárnar sem geyma póstinn í OE fara að verða stórar og gamlar fara stundum að koma upp villur og þær verða jafnvel ónýtar. Og .dbx skrárnar geta als ekki orðið stærri en 2GB, ef þær ná þeirri stærð hætta þær að virka og geta skemmst, eitthvað sem gott er að hafa í huga þegar fólk er komið með margra ára samansafn af pósti.
Einar Steinsson, 23.7.2008 kl. 07:35
Gagnslaus í þessu eins og fleiru en get ég sungið fyrir þig til að ná gúrústatus?
Nefndin.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.7.2008 kl. 07:54
Linux er málið! Opinn hugbúnaður og laus undan haftaklafa mækrósoft.
Þorsteinn Egilson, 23.7.2008 kl. 08:05
Það er sama svarið við þessu og öllum öðrum tölvutengdum spurningum, Google !
Fyrirspurnin: windows mail to outlook express gefur fullt af niðurstöðum og sú fyrsta virðist koma með lausn fyrir þig.
Hins vegar verð ég að vera sammála Þorsteini hér að ofan, ef þú ert að gefast upp á Vista þá væri óvitlaust fyrir þig að kíkja á linux, t.d. ubuntu (eða frekar kubuntu, gluggaumhverfinu þar svipar meira til windows), fedora eða OpenSuse. Ef það er atriði þá er hægt að sækja (k)ubuntu og allar uppfærslur fyrir það innanlands, byrjar á http://ubuntu.hugi.is/releases/ til að ná í kerfið og það stillir sig sjálft á að nota íslenskan þjón fyrir uppfærslur.
Kv. Eggert
Eggert (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 09:31
Fadu ther Makka...
Hallgrímur Egilsson, 23.7.2008 kl. 10:07
Makki leysir ekki þetta vandamál, svo mikið er víst.
Ég hef sjálfur notað hugbúnað sem heitir Aid4Mail sem ég keypti hjá http://www.fookes.com/, en með því er hægt að snúa pósti á nánast hvaða snið sem er, leita í póstskrám, tína út viðhengi o.s.frv. og eins að búa til HTML-pakka úr öllu saman sem síðan er hægt að skoða með vafra.
Helst af öllu áttu þó að skipta yfir í GMail, annað er náttúrlega bara della ...
Árni Matthíasson , 23.7.2008 kl. 10:13
Googlaði:
Copy all the EML files (drag/drop) into a Windows Explorer folder. Copy
that folder to a machine running XP and Outlook Express. Open a local mail
folder in Outlook Express and open the folder containing the EML files. Now
drag/drop from the Explorer folder to the local mail folder.
You'll probably have to resize the Explorer and OE windows to do it, but
it's simple. Ctrl+A will select all the EML files for a quick drag/drop.
Lilja (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 10:28
Hmm... ef þú setur td windows mail stöffið á cd, setur cd í xp og dregur póstana yfir í OE... það ætti að duga.. held ég
DoctorE (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 10:28
Ég fann á google hvernig eigi að breyta eml skrá yfir í dbx
Google leitarorð: "convert eml to dbx"
http://forums.techarena.in/windows-vista-mail/660193.htm
Kveðja, Bill Gates
Bill Gates (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 10:31
Hef alltaf notað google til að leita að "reddingum" eins og þeir benda þér á höbbðingjarnir hér að ofan.
Sömuleiðis bendi ég þér frá að vera með Outlook Express. Gangi þér vel
Beturvitringur, 23.7.2008 kl. 10:43
Kann ekkert á kerfum.
Ég er með aðra spurning í gangi.
Heidi Strand, 23.7.2008 kl. 10:58
Stutt innlitskvitt. Engar uppástungur um flutning á microsoft skrám til og frá. En, uppástunga um að skoða Linux. Getur skoðað Linux án þess að breyta uppsetningu á vélinni. (Þá keyrist Linux-inn upp af geisladisk, og notfærir sér minnið í vélinni sem ram-disk... (og þá er ég farinn að techno-babbla))
Þú getur pikkað í mig, t.d., með nánari upplýsingar.
Einar Indriðason, 23.7.2008 kl. 11:10
Hvorki Linux né Makki eru lausn á vandamálinu hjá Láru. Það sem Árni bendir á með að færa póstinn yfir í GMail er hins vegar mjög góð lausn, það þarf nefnilega ekki endilega að nota vefandlitið á GMail til að lesa póstinn þó að það sé svo sem ágætt, það má nota hvaða póstforrit sem er sem styður POP3 eða IMAP eins og t.d. Outlook Express. Ferlið gæti litið svona út:
1. Stofna GMail pósthólf ef það er ekki til nú þegar og stilla það til að sækja póstinn frá þjónustuaðilanum þínum (símnet, vodaphone eða hver sem er,skiptir ekki máli). Plássið sem maður fær er í dag er tæp 7GB og fer stækkandi.
2. Nota Mozilla Thunderbird sem millilið, þ.e. setja Thunderbird upp og láta það "Importa" póstinum úr Windows Mail.
3. Nota forrit sem heitir "Gmail Loader (GML)" og hægt er að ná í hér: http://www.marklyon.org/gmail/ til að færa póstinn úr Thunderbird yfir í GMail.
4. Þegar þú hefur sett upp XP á vélina (eða Linux eða ert búin að fá þér Makka) stillirðu póstforritið (Outlook Express eða eitthvað annað) til að sækja póstinn með POP3 eða IMAP frá GMail og ert jafnframt með fínan vefpóst aðgang að öllum þínum pósti og þarft ekki lengur að taka afrit eða standa í að færa póst á milli véla við endurnýjun. GMail eyðir ekki póstinum út þegar hann er sóttur eins og flestir póstþjónar nema þú stillir það sérstaklega.
Tek fram að ég hef ekki prófað þessa aðferð þannig að kannski eru einhver vandamál sem koma upp en það ætti ekki að vera nein hætta fólgin í að prófa vegna þess að upprunalega póstinum er ekki eytt út frekar en þú vilt með þessari aðferð.
Einar Steinsson, 23.7.2008 kl. 11:17
mér finnst alltaf jafnfyndið þegar menn benda á Linux.. linux er ekkert fyrir venjulegt fólk og ef vandamálið er bara e mail hjá Láru þá er ekki lausnin að rústa öllu hennar starfsumhverfi í tölvum bara til þess að gerasr linux nerd.. linux kemur bara með annarskonar vandamál en Windows.. ég mæli með því að þú hafir samband við microsoft á íslandi og hreinlega biður þá um ráð og svo er líka til "hotline" til microsoft sem þú borgar bara innanlandsgjald á símanum fyrir.. en það verður svarað í svíþjóð.. nánar tiltekið í Pitea. http://support.microsoft.com/?LN=is-is&x=9&y=9
Óskar Þorkelsson, 23.7.2008 kl. 11:54
Einar Steinson er með frábæra lausn...
Óskar Þorkelsson, 23.7.2008 kl. 11:54
Eg hef notad kubuntu linux nuna i manud og get i sannleika sagt ad thad er miklu betra en xp.
tomt rugl ad thetta se ekki med gott notendavidmot.
og thad er til af alveg fullt af okeypis hugbunadi sem er beint fyrir framan nefid a manni eftir ad madur er buinn
ad installera thvi, okeypis og thad loglega.
svo eru engir virusar i linux.
og thad er ekki nokkur spurning ad gmail er lang besta tolvupost forritid.
thad er bara timaskekkja ad nota eitthvad annad.
Eina neikvaeda vid gmail er praevasiid, thvi er vist eitthvad abatavant.
Hermann Ingjaldsson (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 12:32
hehe.. af hverju skrifar Hermann ekki með íslenskum stöfum ?
lol ..ég hef verið í linux "community'inu" í ansi mörg ár, það er ótrúlegt að menn séu að reyna að selja venjulegu fólki sem á í vandræðum með póstinn sinn - að linux sé einhver töfralausn. Ég var að gefast upp á WinXP og fékk ekki Makka þar sem ég vann, ég vinn við rekstur á unix/linux vélum daglega - ákvað að prófa hversu gott viðmótið á linux (prófaði CentOS og svo Ubuntu sem á að vera mest simple) Málið er að þetta lítur vel út - en því miður virkar þetta bara ekki, lenti strax í veseni með dual-monitor support etc.. og eftir smá tíma var ég kominn í að breyta textraskrám og googlandi á fullu til að finna út hvernig ég ætii að fá þetta GUI linux drasl til að virka.
Þetta eru trúarbrögð .. eina sem virðist virka ..er bara Makkinn ;P
en Því miður fæ ég ekki aftur Makka sem vinnuvél ;(
Einar S er með lausn sem virkar.
Benedikt Sveinsson (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 13:33
Það hefur oft virkað að berja hraustlega á lyklaborðið og bölva á norðlensku sem er mjög mikilvægt. Ath á norðlensku.
Gulli litli, 23.7.2008 kl. 13:46
"hehe.. af hverju skrifar Hermann ekki með íslenskum stöfum ?"
jaja hlæðu bara, mér er alveg sama (:
ég bý erlendis og hef bara ekki nennt að installera þeim þangað til nú, svo er ég með bandariskt lyklaborð.
Kubuntu er meira simple en Ubuntu, ég hef prófað bæði.
Hermann Ingjaldsson (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 14:06
Sammála Einari. GMail virkar í svona tilvikum og er notendavænt.
Hér gildir þó hið fornkveðna:
"Back Up or Back Out"
Júlíus Valsson, 23.7.2008 kl. 15:18
Hún Lára verður örugglega kát þegar hún sér að það eru komin 20+ athugasemdir....verst að það eru flestir að tala um eitthvað annað heldur hún var að biðja um :)
Lausnin hér fyrir ofan sem ég kom með virðist virka en að mínu mati eru þægilegast að nota Outlook. Einn mjög góður kostur við Outlook er að þegar gert er afrit (export) af gögnum þá er hægt að setja lykilorð á afritið. Þannig er komin trygging á að engin geti misnotað afritið. En þar sem þú ert liklegast að nota POP3 til að tengjast við póstinn þinn þá er liklegt að Outlook-ið verð 'slow'.
Muna svo að það er tilgangslaust að gera afrit ef afritið er geymt á sömu tölvunni. Einnig 'ætti' ekki að þurfa að gera afrit þar sem þeir sem hýsa póstinn þinn gera afrit á hverjum degi. Samt sniðugt að gera það reglulega (eins og ég)
Kv, Bill Gates
Bill Gates (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 15:35
Marta smarta, 23.7.2008 kl. 15:39
Jahérna, nú hefurðu þá nokkra beturvitringana. Nú þarftu örugglega að fá hjálp við að velja úr þessu torfi. Gangi þér vel. Þetta gengur alltaf, - fyrir rest
Beturvitringur, 23.7.2008 kl. 15:58
Það sem ég myndi gera er að flytja allan póstinn inn á IMAP server, t.d. gmail.com úr einu forritinu og síðan aftur yfir í hitt forritið. Einfalt mál. :-)
Elías Halldór Ágústsson, 23.7.2008 kl. 16:01
Dual-monitor ("Big Screen") fyrir ATi Radeon kort í Ubuntu er ekkert grín, er akkurat að díla við þetta vandamál núna. Til þess að framkvæma þetta þarf að sökkva sér djúpt ofan í xorg.conf pælingar.
Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 16:41
gat verið að þetta mundi breytast í linux umræðu...
Óskar Þorkelsson, 23.7.2008 kl. 16:46
Sérðu eftir að hafa spurt? :-)
(Fyrri parturinn er með margar ágætis uppástungur.)
Einar Indriðason, 23.7.2008 kl. 17:42
Prófaðu bara það sem ég sagði þér að gera... ætti að vera sársaukalaust drag & drop
DoctorE (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 17:52
Jahérna, ekki bjóst ég nú við þessum fjölda athugasemda og góðra ráða og mikið er ég þakklát þeim sem leggja hér orð í belg.
En - ég er löngu, löngu búin að gúgla og prófa "drag-drop" aðferðina. Hún virkaði ekki. Ég hefði líklega átt að taka það fram í færslunni til að fyrirbyggja misskilning. Ekkert sem ég hef prófað af gúgl-lausnum hefur dugað mér. Ég hef nefnilega verið að flytja póst á milli stýrikerfa - úr PC í fartölvu -en eina aðferðin sem hefur dugað mér er að senda póstinn áfram til sjálfrar mín og vista inni í póstkerfinu sjálfu, póst fyrir póst. Það er gríðarlega leiðinleg og tímafrek aðferð. Hér áður fyrr, þegar ég var með XP á báðum, nægði mér að flytja möppu yfir á laust smádrif og klippa yfir í kerfið.
Það eru 4 tölvur á heimilinu, þar af ein með Linux (Ubuntu). Það er á tölvu sem hægt er að leyfa sér að gera tilraunir í og leika sér eftir hentisemi. Tölvan sem ég er að tala um er vinnutölvan mín sem ég ligg á eins og ormur á gulli og passa rosalega vel - enda er ég atvinnulaus ef ég hef ekki tölvuna. Geri ekkert í henni sem ég er ekki viss um og hef alltaf vaðið fyrir neðan mig.
Í þeirri tölvu eru tveir stórir harðir diskar - á öðrum hef ég stýrikerfið, hugbúnaðinn og slíkt en á hinum eru eingöngu gögn. Að auki er ég með 500 GB utanáliggjandi disk sem ég nota eingöngu fyrir afrit - bæði af gögnum og tölvupósti. Eins og tíma mínum er háttað þessa dagana, vikurnar og mánuðina get ég ekki séð af tíma til að kúvenda og læra á ný stýrikerfi. Í mesta lagi nýtt smáforrit til að breyta póstinum sem ætti ekki að vera neitt stórmál.
Tölvupósturinn minn er rétt tæplega 10 GB svo gmail geymslumagnið (tæp 7 GB) nægir mér ekki því það bætist bara við. Ég er löngu búin að aftengja póstinn minn við serverinn hjá Símanum svo þar er enginn póstur geymdur lengur - nema þegar ég þarf að nota netpóst. Hann fer þangað. Ég er reyndar með netfang hjá gmail sem ég nota ekkert, en ég vil halda í gamla netfangið mitt sem ég hef verið með frá ársbyrjun 1995 - það er bæði praktískt og tilfinningalegt atriði.
Ég þarf að athuga þetta sem Einar segir með að .dbx skrárnar geti ekki orðið stærri en 2 GB, það vissi ég ekki. En ég hef prófað að flytja póst í gegnum Outlook. Það virkar en er fjandanum seinvirkara þegar maður er kominn með svona mikið.
Ég skoðaði Aid4Mail hugbúnaðinn sem Árni bendir á og líst mjög vel á. Ætla aldeilis að kanna hann nánar.
Einhvern tíma notaði ég IMAP þegar ég þurfti á að halda og það svínvirkaði. Skoða það líka.
Það kom mér á óvart að sjá hvað Bill Gates er góður í íslensu og að hann skuli loksins hafa haft upp á mér, eins og hann er búinn að reyna. Ég get fullvissað hann um að ég er með afrit á ýmsum stöðum. Lenti í klandri tvisvar, í hvorugt skiptið af eigin völdum, og hef verið svo varkár og afritasjúk síðan að það jaðrar við bilun.
Gulli litli... nú þarf ég bara að æfa mig í norðlensku. Var orðin fjári góð í henni 1973 þegar ég vann í fiski á Seyðisfirði með eintómum norðlendingum en hef glutrað henni niður af einskæru kæruleysi! Bölva kann ég þó ennþá.
Nei, Einar... ég sé sko aldeilis ekki eftir að hafa spurt. Það er mikill fengur að öllum þessum ráðleggingum og ef ein virkar ekki prófa ég bara þá næstu. Eitthvað hlýtur að virka og ég hef alveg ofboðslega gaman af að kljást við svona mál og hætti aldrei fyrr en lausn er fundin og árangur næst. Ég er alveg nógu mikill tölvunörd til þess.
Mér finnst að Hermann ætti að kenna þeim fjölmörgu íslensku bloggurum sem búa erlendis og kunna ekki að breyta lyklaborðinu að breyta því. Það væri örugglega mjög þakklát aðstoð, a.m.k. hjá mjög mörgum.
Og strákar... ég ætla EKKI að fá mér Makka.
Jenný Anna - mæta í söngprufu í næstu viku!
Takk enn og aftur fyrir góð ráð, nú er að prófa.
Lára Hanna Einarsdóttir, 23.7.2008 kl. 18:30
Það er naumast fjör hér á blogginu hjá þér Lára. Ég er að nota makka í allt það helsta og ef ég lendi í vandamálum með einhver PC forrit, þá keyri ég þau í hermi á makk í forriti sem heitir Parallels og allt svínvirkar. Get verið með öll þessi stýrikerfi keyrandi á sömu makk vélinni í einu án vandamála. Er með 2-3 XP kerfi keyrandi samtímis út af þessu vírusarugli sem er í gangi í PC umhverfinu, er með eitt kerfi í gangi til að ferðast á netinu og prófa ný forrit, þegar það virkar vel þar, þá set ég forritið upp í XP útgáfunni sem er í lagi. Ef PC tölvan XP krassar í herminum hjá mér, þá er ég 10 mín að setja hana upp á makkan aftur, en PC hermirinn kemst allur fyrir á einum DVD disk sem að ég brenni reglulega eða útbý afrit af.
Ég er búinn að vera með makk ferðavél í gangi í nokkra mánuði keyrandi allt draslið, OSX, OS9, XP ... án þess að þurfa að ræsa vélina svo mikið sem einu sinni :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.7.2008 kl. 18:56
Gmail býður upp á að kaupa aukapláss ef 7GB duga ekki (6.79GB nákvæmlega en teljarinn hjá þeim telur stöðugt). 20$ á ári fyrir 10GB og 75$á ári fyrir 40Gb. Þeir eru alltaf að hækka plásstölurnar þannig að ég myndi í þínum sporum fara í smá tiltekt og kaupa síðan 10Gb. Þegar þú verður búin að ná 10GB aftur verða þeir búnir að hækka það í 15GB. Athuga samt að þetta pláss er samnýtt af Gmail og Picasa Web Albums ef þú ert að nota það fyrir myndir.
Þó að þú notir GMAIL þá geturðu stillt það þannig að "return" netfangið sé gamla netfangið þitt.
Þetta með lyklaborðið skil ég ef fólk er rétt að skjótast inn á netkaffi en það er samt bara nokkra sekúndna verk að setja inn Íslenskt lyklaborð. Svo er náttúrulega hægt að setja inn Íslensku stafina með því að slá inn ASCII Code en það er náttúrulega frekar seinlegt.
Einar Steinsson, 23.7.2008 kl. 19:34
Smá viðbót:
Ég las aftur þetta með aukapláss hjá Gmail og þetta virkar þannig að þessi 10Gb bætast við þannig að heildarplássið yrði tæp 17GB. Þannig að þú getur sleppt tiltektinni.
Einar Steinsson, 23.7.2008 kl. 21:33
Ha, tölva, hvað er það, ég á bara rafeindaheila, held ég ....................... er algjörlega vonlaus í þessu sem öðru. Held ég fari bara að halla mér. Með beztu kveðju.
Bumba, 23.7.2008 kl. 22:42
Makalaust hvað margir tjá sig um þetta vandamál. Sem makkamaður ( á nokkur stykki sem ég nýti í kvikmyndagerð ofl.) þá get ég aðeins ráðlagt fólki að skipta út pésanum og kaupa makka. Það er hafið yfir alla umræðu að fyrir venjulegt fólk sem vill eiga vandræðalausa tölvuævi þá er makkin lausnin. Linux er ekki fyrir alla og windows er vandræði. Ég hef aldrei fengið vírus í mínar tölvur og hef aldrei lent í vandræðum með samskipti við aðra tölvunotendur. Öll skjöl og allur póstur gengur snuðrulaust í mína tölvu hvaðan sem það kemur. Ég notaði pésa fyrir nokkrum árum (win NT og XP) og kynntist öllu því veseni sem því fylgdi.
Láru Hönnu mum líða best ef hún tekur skrefið. Ég hef prufað Parallels með XP á makkanum mínum og það svínvirkar. Þannig getur Lára unnið með sín gömlu skjöl.
Hjálmtýr V Heiðdal, 24.7.2008 kl. 00:03
Makki eða PC = TRÚARBRÖGÐ... Kannski ekki skipulögð en trúarbrögð engu að síður. Hvar eru nú Jón Steinar og DoctorE?
Að öllu gamni slepptu hef ég ekki efni á að kaupa mér enn eina tölvuna. Ef einhver vill gefa mér nýjan og þrælslega öflugan Makka er ég til í að prófa. Annars læt ég það eiga sig. Efast ekkert um að þeir séu góðir,en nýjasta tölvan mín er innan við ársgömul og hún verður að duga um sinn með uppfærslum ef ég fæ ekki Makkann að gjöf.
En ekki biðja mig að ganga í trúarsöfnuð - það geri ég aldrei og ég meina aldrei.
Lára Hanna Einarsdóttir, 24.7.2008 kl. 00:15
piff.. PC vegna þess að ég elska tölvuleiki á netinu.. helst stóra þunga leiki ;) annars er Makkinn bestur ef þetta er vinnutölva..
Óskar Þorkelsson, 24.7.2008 kl. 00:26
Það skemmtir mér óendanlega mikið að sjá sértrúarbragðafíklana um einhver stýrikerfi takast á hérna í sérgóðri vel meinandi beturvisku sinni.
Ef ég ætti svona góða bloggvini & bæði þá um einhverja aðstoð vegna þess að mér væri eitthvað þungt fyrir brjósti, væru nú einhverjir þeirra þegar búnir að fara inn á www.doctor.is, aðrir hefðu gúgglað á www.google.com, sumir hefðu www.wikipedia.com lesið & greint vandann um mögulegar hjartatruflanir líka.
Ef ég væri núna í þeirri aðstöðu, þá líklega lægji ég núna, einn & sér, með hárbeittann skurðhníf í hendi, hálfnaður í að gera á sjálfum mér ósæðarhjáveituskipti, & alveg miður mín yfir að bloggvinir mínir teldu að þetta væri sjálfum mér að kenna, fyrir að hafa fæðzt bleikur, frekar en gulur, brúnn eða grænn, með loftnet á hauznum!
(Reynar eru ágætar ábendíngar þarna frá Einari & Elíaz, gúrúum!)
Steingrímur Helgason, 24.7.2008 kl. 00:53
Hehehe, STeingrímur í stuði, enda komið fram yfir miðnætti! Hefði þó átt sem sannur séntilmaður að koma fyrr og aðstoða sína ljúfu vinkonu Láru, heyrist meira að segja á honum gegnum grínmúrinn, að hann er pínu svekktur!
Magnús Geir Guðmundsson, 24.7.2008 kl. 01:07
Einar Steinsson - þakka þér sérstaklega fyrir öll innlegg, ég ætla að skoða þetta með GMailið. Ekki myndi ég nenna að slá inn ASCII kóðanum, það væri meira púlið.
En í alvöru talað... er ekki einhver tilbúinn til að hafa svolitla tölvukennslu fyrir almenning á blogginu sínu með einföldum fiffum og góðum ráðum sem allir skilja? Ég er viss um að það yrði mjög vinsælt - en kannski ekki hjá viðgerðarverkstæðunum sem líklega fá til sín "biliaðar" tölvur sem þurfa bara hreinsun eða lágmarksviðhald sem hver og einn tölvunotandi ætti að ráða við sjálfur.
Zteingrímur... ætlar sjálfur tölvukarlinn ekki að leggja annað til málanna en að taka undir orð annarra? Trúi þessu ekki upp á þig!
Hjálmtýr... vísa í það sem ég sagði um Makkann - ekkert nema Makki að gjöf fengi mig til að skipta eins og stendur. En ég þekki fjöldann allan af fólki sem notar ekki annað, einkum og sér í lagi fólk í kvikmynda- og útgáfubransanum.
Lára Hanna Einarsdóttir, 24.7.2008 kl. 02:23
Makki er víst málið...ég ætla að fá mér makka næst - pottþétt!!
Gangi þér vel með þetta, ég kann ekkert á svona....
alva (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 02:24
Ég get því miður ekki gefið þér makka, allir mínir eru í fullu starfi. Stundum líkja menn því við trúarbrögð þegar menn dásama makkann. Í sjálfu sér er það allt í lagi, er mönnum ekki kennt að trúa á hið góða!
Hjálmtýr V Heiðdal, 24.7.2008 kl. 08:19
Eitt sinn var ég haldin tölvutrúarbrögðum, svo lagaðist ég og nota bara það sem hentar mér.
Síðustu ár hefur XP hentað mér 100%, það er frábært stýrikerfi .. ég hef aldrei náð að fá vírus á vélar hjá mér.
Trikkið er að
1 Nota varnir
2 Keyra í daglegu amstri á "Limited account", nota "Administrator account" þegar þarf að sýsla eitthvað með kerfið.
Bara þetta 2 kemur í veg fyrir vel flest vandamál.
DoctorE (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 08:45
Ekki er ég mikill tölvukall og ekki heldur í neinum tölvutrúarsöfnuði, en ég á MacBook Pro og kemur okkur ágætlega saman. Því legg ég til, að hafin verði landssöfnun til kaupa á slíkri vél fyrir Láru Hönnu og ef einhver er tilbúinn til að opna reikning, þá er ég til í henda 1000 kalli inná þann reikning. Það er algjört möst, að Lára Hanna fái sér Makka!!!
Ásgeir Kristinn Lárusson, 24.7.2008 kl. 08:47
Góð tillaga sem Ásgeir setur fram. 1000 kall hér.
Hjálmtýr V Heiðdal, 24.7.2008 kl. 08:51
En 10Gb af pósti er raun orðið erftitt í rekstri. og ávísun á vandamál.
Nú er spurning hvort þú þurfir ekki að huga að því að skipta pósthólfinu í búta og hafa eitthvað "offline". Skráarstrúktúrinn í þessum póstforritum ræður ílla við svona svakalega stór söfn
"Mikið um byrjendur hérna" -hér var verið að tala um Vista, XP og kanski smá makka.. Hvernig í ósköpunum eiga "byrjendur" að fatta hvað linux er, jú þú ert með Linux bragðtegundirnar Ubuntu, gentoo, debian, redhat, Suse,.... jú..svo erum við með mismunandi útlit KDE og Gnome.. já.. byrjendur vita auðvitað allt um það ! ..skoðið þetta: http://www.linux.org/dist/list.html (220 tegundir!) ..en þetta er soldið ýkt.
- Benni
Benedikt Sveinsson (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 09:39
Ég ráðlegg þér að prenta út allan póst, koma þér svo upp góðum gatara og möppu til að setja blöðin í. Frímerki bréfsefni og umslög eru svo tilvalin fyrir sendingar.
Fæ ég ekki gúrústatusin?
Emil Hannes Valgeirsson, 24.7.2008 kl. 11:02
Jebb. Þúsund kall héðan.
En legg til að hún noti 50% af söfnuninni til að merkja hættulega staði þar sem ferðamenn koma. Byrja á Reynisfjöru. Smíða skilti og ég skal meira að segja skutla því austur og negla það niður.
Ferðamálaráð ætlar ekkert að gera í svona málum strax.
Þröstur Unnar, 24.7.2008 kl. 12:56
ps: Annars mætti einhver gúrúinn koma með uppástungu um hvað er í raun besta frístandandi meilforritið.
Ekki Google.
Þröstur Unnar, 24.7.2008 kl. 12:58
Já, Benedikt... það er örugglega rétt hjá þér að ég þarf að fara að endurskoða tölvupóstinn minn. Ég held honum vel við, tek til reglulega og hendi því sem henda má og geri mitt besta til að vera djörf í þeim efnum. Veit samt að ég er í þeirri deildinni að henda helst engu. En samt...
DoktorE... Það er með varnirnar hjá mér eins og afritunina - ég er svo vel varin að það jaðrar við bilun og ofsóknaræði. En það margborgar sig.
Emil - lausnin þín er auðvitað framkvæmanleg en... ekki beint fljótleg eða þægileg í framkvæmd. Eða þannig. Enda myndi ég lenda í enn meiri vandræðum þegar finna ætti geymslupláss fyrir allar möppurnar. Þú færð statusinn möppugúrú...
Ég er snortinn yfir gjafmildi ykkar og góðum hug, piltar. Hjálmtýr á þakkir skildar fyrir að hrinda þessari bráðnauðsynlegu söfnun af stað...
Þröstur Unnar... Svona mál eins og merkingarnar - eða skortur á þeim - mun koma upp á hverju ári þar til farið verður að líta á ferðamennskuna sem alvöru atvinnugrein. Það er mjög langt í frá að það sé gert eins og staðan er í dag. Þangað til verður Ferðamálastofa fjársvelt og getur ekki sinnt það sem ætti að vera skylda hennar og við þurfum að skammast okkar fyrir seinaganginn. En síðan er þetta auðvitað alltaf spurning um forgang - í hvað á að verja þeim fjármunum sem fyrir hendi eru.
Lára Hanna Einarsdóttir, 24.7.2008 kl. 13:52
Rétt skal vera rétt - það er Ásgeir sem á heiðurinn og er tilbúinn með fyrsta 1000kallinn.
Hjálmtýr V Heiðdal, 24.7.2008 kl. 19:20
Já, auðvitað Hjálmtýr... það var Ásgeir! Ég vissi að hann væri hjartahlýr og góður strákur - enda tekur hann frábærar myndir!
Lára Hanna Einarsdóttir, 25.7.2008 kl. 01:21
Ekki málið. Ég skal henda þúsundkalli í pottinn. Ég gera allt á 42 mánaða gömlu PowerBókinni, nema það sem ég geri á iMakkanum og ég myndi ekki vilja skipta aftur.
Villi Asgeirsson, 30.7.2008 kl. 22:02
MacBook hvít, betri týpan kostar 155000 á Íslandi. Það er kominn 3000 kall í pottinn. Með um 130 bloggvini ætti þetta að vera létt mál. Er ekki einhver með fyrirtæki sem getur étið upp vaskinn? Munar strax um það.
Villi Asgeirsson, 30.7.2008 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.